Kveikur verður að gera betur

Forstöðumaður upplýsingamála hjá Gildi-lífeyrissjóði gagnrýnir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um lífeyrissjóð í Nevada og samanburð hans við íslenska lífeyriskerfið harðlega.

Auglýsing

Hún er oft skrítin umræðan sem fram fer um líf­eyr­is­sjóði lands­ins. Nýjasta inn­leggið var nán­ast ævin­týra­lega skrítin umfjöllun frétta­skýr­inga­þátt­ar­ins Kveiks  í síð­ustu viku þar sem fjallað var um líf­eyr­is­sjóð í Nevada ríki í Banda­ríkj­un­um, sem sam­kvæmt umfjöll­un­inni greiðir nán­ast engin gjöld af umsýslu tæp­lega 4.400 millj­arða króna eigna­safns síns. Ein­föld mynd var teiknuð upp af einum reglu­sömum sjóð­stjóra sem stýrir öllum fjár­fest­ingum sjóðs­ins og geymir allar eignir hans í vísi­tölu­sjóð­um. Laun sjóð­stjór­ans, sem full­yrðir í þætt­inum að sjóð­ur­inn greiði nán­ast engar þókn­an­ir, eru um ein og hálf milljón á mán­uði.

Fimm og hálfur millj­arður í fjár­fest­inga­gjöld

­Fyrir þá sem ekki vita eru vísi­tölu­sjóðir hluta­bréfa­sjóðir sem end­ur­spegla mark­að­inn á hverjum tíma. Ef virði fyr­ir­tækis er 5% í til­tek­inni hluta­bréfa­vísi­tölu, liggur 5% af eigna­safni vísi­tölu­sjóða í fyr­ir­tæk­inu. Vísi­tölu­sjóðir spegla mark­að­inn en eru að öðru leiti ekki virkir, hafa enga skoðun á rekstri ein­stakra félaga, starf­semi eða stefnu. Það getur verið að það henti líf­eyr­is­sjóði í Nevada að fjár­festa aðeins í vísi­tölu­sjóð­um. Sem hann gerir raunar ekki, um 5% eigna hans er t.d. í fast­eigna­sjóðum og um 5% í fram­taks­fjár­fest­ing­ar­sjóð­um. En er þessi áhersla sjóðs­ins á eignir í vísi­tölu­sjóðum eitt­hvað sem hægt er að læra af? Á Íslandi eru vísi­tölu­sjóðir bæði fáir og hlut­falls­lega dýrir og það er því ófram­kvæm­an­legt fyrir íslenska líf­eyr­is­sjóði að fjár­festa aðeins í þeim. Til við­bótar myndi lík­lega eitt­hvað heyr­ast ef líf­eyr­is­sjóð­irnir myndu flytja stóran hluta eigna sinna úr íslenska hluta­bréfa­mark­aðnum yfir í erlenda vísi­tölu­sjóði. Vænt­an­lega með til­heyr­andi verð­rýrn­unum og almennu upp­námi.

Það stenst ekki heldur skoðun að það kosti sjóð­inn í Nevada ekk­ert að sýsla með eigna­safn sitt. Fjár­fest­inga­gjöld sjóðs­ins námu tæpum fimm og hálfum millj­arði króna í fyrra og sjóð­ur­inn er að sjálf­sögðu með á sínum vegum fjölda aðkeyptra sér­fræð­inga. Í umfjöllun Kveiks var ekki minnst einu orði á þennan kostnað þó að upp­lýs­ingar um hann liggi fyrir í árs­reikn­ingi sjóðs­ins sem er öllum aðgengi­leg­ur.

Auglýsing

Engin til­raun til sam­an­burðar

Í „frétta­skýr­ingu“ Kveiks var lögð nokkur áhersla á að rekstr­ar­kostn­aður Nevada sjóðs­ins væri helm­ingi lægri en íslenskra líf­eyr­is­sjóða. Enn einu sinni var engin til­raun gerð til sam­an­burðar á því umhverfi sem sjóð­irnir starfa í. Slíkur sam­an­burður myndi meðal ann­ars leiða í ljós að íslensku sjóð­irnir þurfa að kosta tals­verðu til við inn­heimtu líf­eyr­is­ið­gjalda, sem amer­íski sjóð­ur­inn þarf ekki að gera því í honum eru opin­berir starfs­menn, og hið opin­bera leggur ekki í vana sinn að van­greiða líf­eyr­is­ið­gjöld. Örorku­byrði sjóðs­ins í Nevada er einnig mjög lág, eða um 4% til sam­an­burðar við um og yfir 30% hjá mörgum íslenskum sjóð­um. Sjálf­sögð þjón­usta íslenskra líf­eyr­is­sjóða við örorku­líf­eyr­is­þega kostar mik­inn tíma og tals­verða fjár­muni. Sjóð­irnir taka enn fremur þátt í rekstri VIRK, og greiða því hluta af end­ur­hæf­ingu þús­unda Íslend­inga, þeim og sam­fé­lag­inu öllu til hags­bóta. Ameríski sjóð­ur­inn rekur ekki sér­eign­ar­deildir og hann veitir ekki bein hús­næð­is­lán eins og íslensku sjóð­irn­ir. Til við­bótar er Nevada ríki þekkt fyrir að inn­heimta lága skatta, sem hefur áhrif á laun og þar með rekstr­ar­kostn­að. Að lokum má benda á að það reglu­verk sem íslensku líf­eyr­is­sjóð­unum er gert að starfa eftir er viða­mikið og flók­ið. Eft­ir­lit með sjóð­unum er umfangs­mikið og starfs­menn íslenskra líf­eyr­is­sjóða eyða drjúgum tíma í að svara fyr­ir­spurnum frá t.d. Seðla­bank­an­um, Sam­keppn­is­eft­ir­liti og Fjár­mála­eft­ir­liti. Sem er sjálf­sagt og tryggir gegn­sæi og byggir upp traust. Eft­ir­lits­kerfið í Nevada er mun ein­fald­ara, sem þýðir minni vinnu fyrir sjóð­inn og þar með lægri kostn­að. Og já, meðan ég man, hluti af rekstr­ar­kostn­aði íslenskra líf­eyr­is­sjóða liggur í að þeir greiða hluta af rekstr­ar­kostn­aði FME.  Sjóð­ur­inn í Nevada tekur ekki þátt í neinum slíkum kostn­aði.

Skökk mynd

Erfitt var að skilja umfjöllun Kveiks á annan hátt en að beinn og óút­skýrður sam­an­burður á íslenskum líf­eyr­is­sjóðum og þess í Nevada væri bæði raun­hæfur og þarf­ur. Sem getur vel ver­ið. En þá þurfa allar hliðar máls­ins að koma fram. Það er vissu­lega rétt að sjóð­ur­inn virð­ist við fyrstu sýn vel rek­inn. En hann starfar í umhverfi sem gerir honum það kleift, umhverfi sem er afar ólíkt íslenskum raun­veru­leika. Það er með nokkrum ólík­indum að frétta­skýr­inga­þáttur á borð við Kveik leggi enga vinnu í sam­an­burð á þeim tveimur kerfum sem fjallað var um, en birti hugs­un­ar­laust við­tal við einn starfs­mann, fjalli yfir­borðs­kennt um einn sjóð og yfir­færi nið­ur­stöð­urnar gagn­rýn­is­laust yfir á allt íslenska líf­eyr­is­kerf­ið. Þáttur sem kennir sig við frétta­skýr­ingar verður ein­fald­lega að gera bet­ur!

Höf­undur er for­stöðu­maður upp­lýs­inga­mála hjá Gild­i-líf­eyr­is­sjóði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar