Neytendahliðin mikilvægust

Guðjón Sigurbjartsson bíður sig fram til formanns Neytendasamtakanna en hann segir það vera löngu tímabært að láta hag neytenda og almennings hafa forgang á sérhagsmuni.

Auglýsing

Í góðu samfélagi hefur almenningur það gott. Hér hjá okkur hefur all stór hópur það mjög gott. Stór miðhópur hefur það sæmilegt og gæti haft það mun betra. Allt of stóri hópur hefur það skítt og allt of margir hafa það ömurlegt. Þar á meðal eru lífeyrisþegar, láglaunaðir og um 6.000 börn. Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta er svona af því við leyfum því að vera svona.

Almannahagur vs. sérhagsmunir

Það kann að vera arfur frá gamalli tíð, þegar lífsbaráttan var mun harðari, að sérhagsmunir matvælaframleiðenda og fleiri eru teknir fram yfir almannahag. Það kemur niður á lífskjörum allra, sem er stóralvarlegt gagnvart fátækum. Sem betur fer er matarskortur ekki lengur vandamál og feðraveldið meira að segja á undanhaldi. Löngu tímabært er að láta hag neytenda og almennings hafa forgang á sérhagsmuni.

Við getum auðveldlega bætt lífskjör

Samanburður á lífskjörum neytenda hér og í nágrannalöndunum sýnir að (1) matvara er hér mjög dýr og fjölbreytni takmörkuð og (2) vextir hér eru mjög háir.

Auglýsing

Fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem skuldar í húsnæði lætur nærri að útgjöld í mat og vexti séu um 150.000kr. hærri á mánuði en í nágrannalöndunum. Til að greiða þennan mun þarf að hafa um 300.000kr. tekjur á mánuði.

Ef greiða á hærri laun en gert er í nágrannalöndunum til að bæta upp hærri framfærslukostnað þarf þjóðarframleiðsla á mann að vera hærri og framlegð betri, en ekki um 20% lægri eins og verið hefur undanfarin ár. Vonandi gengur okkur vel að auka þjóðarframleiðsluna en því miður er ekki útlit fyrir að við förum fram úr nágrannalöndunum í þessu efni í fyrirsjáanlegri framtíð. Til þess þurfum við að hafa okkur öll við því þau keppast líka við að auka þjóðarframleiðsluna og bæta lífskjör, eru á fleygiferð fram á við í heimi sem þróast hratt.

Það er ekki nóg að hafa góðar tekjur, það þarf líka að fara vel með. Evrópulöndin hafa enda fyrir löngu fellt niður matartolla og opnað matvælamarkað sín á milli. Svo hafa mörg þeirra komið sér upp sameiginlegum gjaldmiðli sem hjálpar þeim í lífskjarabaráttunni. Evran færir með sér auðveldari viðskipti, minni viðskiptakostnað, stöðugleika, meiri samkeppni á fjármagnsmarkaði og lægri vextir. Evran myndi því hjálpa okkur að bæta lífskjörin til jafns við betur settu Evrópuþjóðirnar. Þörfin fyrir krónuna, sem hægt er að fella ef illa gengur, er ýkt af sérhagsmunaaðilum með hræðsluáróðri. En það tekur tíma að fá Evruna. Þangað til þurfum við virka samkeppni á fjármálamarkaði til að lækka vexti.

Neytendur eiga leik

Neytendasamtökin styðja lækkun matartolla og vaxta en sérhagsmunaöflin hafa hingað til haft betur með sinni öflugu hagsmunagæslu. Það þarf að stórefla Neytendasamtökin til að sjónarmið almennings heyrist hátt og skýrt. Það má gera á ýmsan hátt. Ein góð hugmynd er að sem flest félög sem vinna að neytendamálum sameinist um húsnæði og vinni þétt saman. Einnig þarf að stórauka tekjur samtakanna þannig að þau eigi meiri möguleika í baráttu við sérhagsmunasamtök.

Landsþing Neytendasamtakanna verður 27. október n.k. þar sem kosin verður ný forysta og félagsformið uppfært. Margir eru í framboði meðal annars sá er þetta ritar, sem býður sig fram til formennsku. Fjöldi frambjóðenda sýnir aukinn áhuga á samtökunum.

Þú getur veitt samtökunum lið og takið þátt. Kosið verður rafrænt. Til að hafa kosningarétt þarftu að vera í samtökunum að lágmarki viku fyrir landsþingið og hafa greitt árgjaldið kr. 5.800. Ganga má í samtökin á ns.is og greiða árgjaldið með millifærslu. Áfram neytendur!

Tilvísanir:

  • www.ns.is
  • https://gudjonsigurbjarts.wordpress.com/neytendur/

Höfundur er viðskiptafræðingur í framboði til formanns Neytendasamtakanna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar