Niðursveifla ætti ekki að koma neinum á óvart

Auglýsing

Á þremur árum, frá miðju ári 2014 og fram á mitt ár 2017, hækk­aði íbúð mið­svæðis í Reykja­vík sem var keypt á 200 þús­und Banda­ríkja­dali upp í 600 þús­und Banda­ríkja­dali. Það er þre­föld­un.

Þarna kom einkum tvennt til. Mikil nafn­verðs­hækkun á hús­næði, meðan verð­bólga hélst í skefj­um, og hröð og mikil styrk­ing krón­unnar gagn­vart helstu erlendu við­skipta­mynt­um. Mikið launa­skrið, sam­hliða verð­falli á heims­mark­aðs­verði á olíu, hjálp­aði til við að búa til mikla kaup­mátt­ar­aukn­ingu almenn­ings, sem ýtti undir eigna­verð.

Eins­dæmi

Það sem skipti miklu máli einnig var að fjár­magns­höft voru fyrir hendi á þessum tíma, en þau voru sett á í nóv­em­ber 2008, eins og alkunna er. Pen­ingar streymdu inn frá ferða­mönnum og krónan styrkt­ist stöðugt, en höftin sáu til þess að pen­ingar söfn­uð­ust upp í hag­kerf­inu, svona til ein­föld­unar sagt. Þegar horft er til baka má segja að allt hafi fallið með Íslandi á þessu tíma­bili og ekki ofsagt að tala um að þetta hafi verið eind­sæmi í heim­inum á þessum tíma, þegar kemur að efna­hags­þróun hjá einu ríki.

Auglýsing

Á hinn bóg­inn...

Þessi mikla hækkun á hús­næði var sú mesta um getur í heim­in­um, á fyrr­nefndu tíma­bili. Ekki einu sinni hávaxt­ar­svæði Vest­ur­strandar Banda­ríkj­anna, í Seattle og San Francisco, voru með jafn miklar hlut­falls­legar hækk­anir og hafa þau svæði þó gengið í gegnum eitt­hvert lygi­leg­asta vaxt­ar­tíma­bili sem um getur í sögu mann­kyns, ekki síst vegna þess að öll stærstu tækni­fyr­ir­tæki heims­ins eru með höf­uð­vígin í sinni starf­semi á því svæði.

Það er mik­il­vægt að muna, að hag­fræð­ingar geta aldrei - frekar en aðrir - vitað með vissu hvað er að ger­ast í hag­kerf­inu eða hvers vegna. Í félags­vís­indum eins og hag­fræði eru for­send­urnar alltaf lyk­il­at­riði og inn í þær vantar stundum breytur sem skipta miklu máli fyrir heild­ar­út­kom­una.

Hús­næð­is­hækk­unin skekkir

Til dæmis er oft ekki talað um að sú mikla og afger­andi hækkun á hús­næði sem hefur verið á und­an­förnum árum, hefur líka haft afger­andi áhrif á kaup­mátt­ar­mæl­ingar almenn­ings. Mikil hækkun á hús­næð­is­verði og lágir vext­ir, í sögu­legu sam­hengi, hafa haft afger­andi áhrif á kaup­mátt­ar­mæl­ing­ar, sem síðan eru oft helsta atriðið í rök­ræðum um hag­þró­un­ina.

Samt er hús­næð­is­verð á hverjum tíma lítið annað en tölur á blaði fyrir almenn­ing. Sagan sýnir að það sveifl­ast upp og nið­ur, eftir því hvernig hag­sveiflan er hverju sinni.

Nú er farið að hægja veru­lega á hag­vexti, vöxtur í ferða­þjón­ust­unni minni en hann hefur verið und­an­farin ár, og verð­bólgu­þrýst­ingur hefur auk­ist mik­ið, vegna hækk­unar á olíu­verði og þrengri skorðum í efna­hagn­um. Á sama tíma er gert ráð fyrir 5 þús­und nýjum íbúðum út á markað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu 18 mán­uðum og margir þeirra sem leigðu íbúðir út til ferða­manna í mið­bæn­um, eru nú farnir að koma þeim út til var­an­legrar búsetu til lengri tíma. Þetta leiðir til auk­ins fram­boðs, á sama tíma og það er þrengt að eft­ir­spurn­inni.

Nú er íbúðin sem kost­aði 600 þús­und Banda­ríkja­dali á vor­mán­uðum í fyrra, og 200 þús­und Banda­ríkja­dali árið 2014, komin niður í um 480 þús­und Banda­ríkja­dali. Kannski fer hún enn neð­ar, einkum ef krónan veik­ist áfram.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart, að gengi krón­unnar sé nú búið að falla um 15 pró­sent það sem af er ári, og það má jafn­vel spyrja að því, hvort frek­ari veik­ing sé í kort­un­um.

Ennþá er verð­lag umtals­vert hærra á Íslandi en víð­ast í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu, svo dæmi sé tek­ið. Sam­keppn­is­hæfni alþjóð­legra fyr­ir­tækja á Íslandi er ekki góð, sé litið til þess­arar stöð­u. 

Það má líka benda á það, að okkar stærstu alþjóð­legu fyr­ir­tæki, Marel og Öss­ur, eru nú að verða 35 og 50 ára göm­ul. Það vantar sár­lega fleiri þokka­lega stór alþjóð­leg fyr­ir­tæki á Íslandi, og vel má hugsa sér að hið ein­angr­aða íslenska krónu hag­kerfi - á tímum alþjóða­væð­ingar inter­nets­ins - sé ekki endi­lega að hjálpa til við að styrkja alþjóða­geir­ann. Jafn­vel þó margt spenn­andi sé að ger­ast í nýsköp­un, og stuðn­ingur hafi farið vax­andi, þá vantar fleiri stærri alþjóð­leg fyr­ir­tæki á Íslandi, til að skapa spenn­andi störf til fram­tíð­ar. Við erum eft­ir­bátur margra ann­arra þjóða í þessum efn­um.

Kjara­deilur í krefj­andi stöðu

Nú þegar er komin nokkur harka í kjara­deilur á vinnu­mark­aði, og benda ítr­ustu kröfur stétt­ar­fé­laga, með for­ystu Efl­ing­ar, VR og Starfs­greina­sam­bands­ins í broddi fylk­ing­ar, til harðra kjara­við­ræðna. Mun­ur­inn á mati atvinnu­rek­enda og stétt­ar­fé­laga, á svig­rúmi til samn­inga, hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. 

Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á kröfum beggja fylk­inga, þá bendir þetta ólíka mat til þess að það séu verk­föll í kort­unum í vetur og harðar deil­ur. Því kröfur eins og þær sem settar hafa verið fram eru ekki til skrauts heldur marka þær við­ræð­urnar strax frá fyrsta degi. Ten­ing­unum hefur verið kastað.

Við­bót­ar­kröfur um kerf­is­breyt­ing­ar, t.d. þegar kemur að verð­trygg­ingu lána, skatt­leys­is­mörk, póli­tíska stefnu­mörkun um meiri jöfn­uð, og styttri vinnu­viku, varða síðan stjórn­völd beint. Þau geta því haft afger­andi áhrif á það hvernig mun ganga með að ná sátt um þau sjón­ar­mið. En eftir stendur samt gap­andi kjara­deila.

Því miður gæti sig­ur­veg­ar­inn úr þess­ari bar­áttu orðið verð­bólgu­draug­ur­inn, sem áður hefur riðið húsum á Íslandi og skilið eftir sviðna jörð, ef svo má segja. Sá tími mik­illar hag­sæld­ar, sem hefur verið í gangi und­an­farin 5 til 6 ár, mark­að­ist af fjár­magns­höft­um, og honum er lok­ið. Þeim er ekki hægt að beita núna til að koma böndum á verð­bólgu­draug­inn, og því mun reyna enn meira á klóka og góða hag­stjórn, bæði hjá hinu opin­bera og aðilum vinnu­mark­að­ar­ins.

Ályktun hinnar hag­sýnu hús­móð­ur, eftir mik­inn upp­gang síð­ustu ára, ekki síst á fast­eigna­mark­aði, er lík­lega sú að allt sem fari svona hratt upp komi niður aft­ur. En spurn­ingin er þá hversu langt niður og frá hvaða sjón­ar­hóli er horft. 

Því veik­ari króna þýðir til dæmis oft upp­gang á lands­byggð­inni - einkum í sjáv­ar­plássum - á meðan veru­lega sterk króna eykur eigna­myndun fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og leiðir til góð­æris þar. 

Nið­ur­sveifla - jafn­vel þó hún verði ekki mikil eða harka­leg - ætti ekki að koma neinum á óvart, eftir það sem á undan er geng­ið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari