Meistaradeildin rekin út af

Katrín Baldursdóttir segir að allir tapi á því að fleygja fólki yfir fimmtugt út af vinnumarkaði og að um slík mál þurfi að gera samninga á vinnumarkaði, við hið opinbera og atvinnurekendur.

Auglýsing

Það er auð­vita alveg út í hött að reka sína bestu menn af velli. Það hljómar eins og lyga­saga. En hún er sönn. Að minnsta kosti hvað varðar vinnu­mark­að­inn á Íslandi. Fólk er rekið út af þrátt fyrir mikla reynslu, dugn­að, sam­visku­semi, holl­ustu, alúð og áhuga. Hér er átt við launa­fólk sem komið er yfir fimm­tugt. Atvinnu­rek­endur virð­ast ekki hafa smekk fyrir því fólki. Þrátt fyrir alla þá kosti sem meiri­hluti þessa hóps býr yfir. Þarna kasta menn á glæ gíf­ur­legum verð­mætum og öllum arð­inum í krafti reynsl­unn­ar. Arð­inum sem íslenskt þjóð­fé­lag myndi ann­ars njóta ávaxt­anna af.

Það má með sanni segja að þessi hópur 50+ sé komin í meist­ara­deild­ina á vinnu­mark­aði. Þetta eru meist­ar­arnir sem ekki ein­ungis hafa reynsl­una heldur hafa í gegnum árin lært af mis­tök­unum sem er gríð­ar­lega mik­il­væg reynsla. Þetta er fólkið sem sér heild­ar­mynd­ina, hefur reynslu af því hvað virkar og hvað virkar ekki. Þetta er fólkið sem á orðið upp­komin börn og þarf því ekki að vera frá vinnu vegna alls þess sem snýr að börn­un­um. Þetta er fólkið sem mætir vel. Þetta er fólkið sem getur miðlað af reynsl­unni til unga fólks­ins á vinnu­staðn­um. Þetta er fólkið sem hugsar iðu­lega vel um sig og getur átt mörg góð ár í við­bót á vinnu­mark­aði. Þetta er fólkið sem getur bent á lausnir í krafti reynslu og hefur oftar en ekki viðað að sér ein­hvers konar menntum á starfs­ferl­in­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Vinnu­mála­stofnun um stöðu og horfur á vinnu­mark­aði á árunum 2016 til 2018 er mik­ill munur á stöðu atvinnu­lausra eftir aldri. Þannig er þriðj­ungur þeirra sem eru atvinnu­lausir og 50+ lang­tíma­at­vinnu­laus­ir(hafa verið atvinnu­lausir lengi) en bara átt­undi hluti í yngsta hópn­um. Og það er sér­stak­lega erfitt fyrir konur að fá vinnu eftir fimm­tugt. Mun fleiri konur en karlar búa við lang­tíma­at­vinnu­leysi og fá jafn­vel aldrei vinnu eftir fimm­tugt. Alveg sama þó þær hafi átt far­sælan starfs­fer­ill og hafi góð með­mæli. Þetta á líka við um konur sem hafa góða mennt­un. Oft er það svo að konur í þessum ald­ur­hópi fá ekki einu sinni svör þegar þær sækja um vinnu. Þær sækja um vinnu eftir vinnu en fá eng­inn svör. Þetta á auð­vita líka við um karl­ana. Því­líkt virð­inga­leysi.

Auglýsing

Það er alveg ofboðs­lega erfitt að skilja þetta fram­ferði atvinnu­rek­enda vegna þess að það tapa allir á þessu. Sam­fé­lagið verður af gríð­ar­legri reynslu fólks sem orðið er meist­arar á sínu sviði og hefur yfir­sýn, vit og hæfni við að leysa alls konar við­fangs­efni af kost­gæfni og yfir­veg­un. Sumir segja að atvinnu­rek­endur séu hræddir við meiri veik­indi hjá þeim sem eru komnir yfir fimm­tugt. Það hefur verið hrak­ið. Tölur sýna að veik­indi eru meiri í yngsta ald­urs­hópn­um. Ein skýr­ingin er sú að yfir­mönnum standi ógn af fólki með mikla reynslu og þekk­ingu. Fólki sem er oft áræð­ið, mjög áhuga­samt um fram­gang fyr­ir­tækis eða stofn­un­ar. Kannski finnur yfir­mað­ur­inn til örygg­is­leys­is, finnur til van­máttar og verður hræddur um stöðu sína. Kannski finnst honum þessi reynslu­mikli starfs­maður vita meira en hann og sé sér fremri. Þetta getur orðið sér­stak­lega við­kvæmt ef und­ir­mað­ur­inn er kona. Þá hafa margar konur fundið fyrir því að karl­rembutakt­arnir fara láta á sér kræla hjá yfir­mann­in­um. „Hvað vill þessi kona uppá dekk? Veit hún ekki hver er yfir­maður hér?“

Hver svo sem skýr­ingin er þetta ástand óvið­un­andi. Þessa þróun þarf að stöðva, sam­fé­lag­inu til heilla og þeim ein­stak­lingum sem búa við þessa kúg­un. Þetta er auð­vita ekk­ert annað en kúgun að henda fólki af velli með þessu hætti. Þetta getur haft afdrifa­rík áhrif á heilsu og afkomu fólks sem lendir í þessu og hefur svo sann­ar­lega gert það. Fólk sem hefur unnið alla sína ævi, stritað á vinnu­mark­aði og gefið allt sitt í, þarf síðan að upp­lifa fátækt og oft heilsu­leysi í fram­hald­inu. Bara vegna duttl­unga atvinnu­rek­enda og yfir­manna á vinnu­stöð­um. Og svo er þetta svo heimsku­legt vegna þess að það er eng­inn sjá­an­legur ávinn­ingur af þessu. Sama hvernig á það er lit­ið. Ekki fyrir sam­fé­lag­ið, ekki fyrir atvinnu­rek­endur og ekki fyrir vinnu­mark­að­inn í heild.

En hvað er til ráða? Þetta er auð­vita mál sem þarf að gera samn­inga um á vinnu­mark­aði, við hið opin­bera og atvinnu­rek­end­ur. Verka­lýðs­hreyf­ingin verður að taka þetta mál föstum tökum og leið­rétta þetta. Það ætti ekki að vera erfitt, því eins og fyrr segir tapa allir á því að fleygja fólki 50+ frá borði. Það þarf að setja málið á dag­skrá og það strax. Menn þurfa að kasta milli sín hug­myndum um hver sé besta lausn­in. Kannski ald­urskvóti í anda kynja­kvóta. Hver sem lausnin verður er ekki hægt að halda áfram þeirri reg­in­heimsku að reka meist­ar­deild­ina út af vinnu­mark­aði.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og MA í atvinnu­lífs­fræðum frá Háskóla Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar