Meistaradeildin rekin út af

Katrín Baldursdóttir segir að allir tapi á því að fleygja fólki yfir fimmtugt út af vinnumarkaði og að um slík mál þurfi að gera samninga á vinnumarkaði, við hið opinbera og atvinnurekendur.

Auglýsing

Það er auð­vita alveg út í hött að reka sína bestu menn af velli. Það hljómar eins og lyga­saga. En hún er sönn. Að minnsta kosti hvað varðar vinnu­mark­að­inn á Íslandi. Fólk er rekið út af þrátt fyrir mikla reynslu, dugn­að, sam­visku­semi, holl­ustu, alúð og áhuga. Hér er átt við launa­fólk sem komið er yfir fimm­tugt. Atvinnu­rek­endur virð­ast ekki hafa smekk fyrir því fólki. Þrátt fyrir alla þá kosti sem meiri­hluti þessa hóps býr yfir. Þarna kasta menn á glæ gíf­ur­legum verð­mætum og öllum arð­inum í krafti reynsl­unn­ar. Arð­inum sem íslenskt þjóð­fé­lag myndi ann­ars njóta ávaxt­anna af.

Það má með sanni segja að þessi hópur 50+ sé komin í meist­ara­deild­ina á vinnu­mark­aði. Þetta eru meist­ar­arnir sem ekki ein­ungis hafa reynsl­una heldur hafa í gegnum árin lært af mis­tök­unum sem er gríð­ar­lega mik­il­væg reynsla. Þetta er fólkið sem sér heild­ar­mynd­ina, hefur reynslu af því hvað virkar og hvað virkar ekki. Þetta er fólkið sem á orðið upp­komin börn og þarf því ekki að vera frá vinnu vegna alls þess sem snýr að börn­un­um. Þetta er fólkið sem mætir vel. Þetta er fólkið sem getur miðlað af reynsl­unni til unga fólks­ins á vinnu­staðn­um. Þetta er fólkið sem hugsar iðu­lega vel um sig og getur átt mörg góð ár í við­bót á vinnu­mark­aði. Þetta er fólkið sem getur bent á lausnir í krafti reynslu og hefur oftar en ekki viðað að sér ein­hvers konar menntum á starfs­ferl­in­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Vinnu­mála­stofnun um stöðu og horfur á vinnu­mark­aði á árunum 2016 til 2018 er mik­ill munur á stöðu atvinnu­lausra eftir aldri. Þannig er þriðj­ungur þeirra sem eru atvinnu­lausir og 50+ lang­tíma­at­vinnu­laus­ir(hafa verið atvinnu­lausir lengi) en bara átt­undi hluti í yngsta hópn­um. Og það er sér­stak­lega erfitt fyrir konur að fá vinnu eftir fimm­tugt. Mun fleiri konur en karlar búa við lang­tíma­at­vinnu­leysi og fá jafn­vel aldrei vinnu eftir fimm­tugt. Alveg sama þó þær hafi átt far­sælan starfs­fer­ill og hafi góð með­mæli. Þetta á líka við um konur sem hafa góða mennt­un. Oft er það svo að konur í þessum ald­ur­hópi fá ekki einu sinni svör þegar þær sækja um vinnu. Þær sækja um vinnu eftir vinnu en fá eng­inn svör. Þetta á auð­vita líka við um karl­ana. Því­líkt virð­inga­leysi.

Auglýsing

Það er alveg ofboðs­lega erfitt að skilja þetta fram­ferði atvinnu­rek­enda vegna þess að það tapa allir á þessu. Sam­fé­lagið verður af gríð­ar­legri reynslu fólks sem orðið er meist­arar á sínu sviði og hefur yfir­sýn, vit og hæfni við að leysa alls konar við­fangs­efni af kost­gæfni og yfir­veg­un. Sumir segja að atvinnu­rek­endur séu hræddir við meiri veik­indi hjá þeim sem eru komnir yfir fimm­tugt. Það hefur verið hrak­ið. Tölur sýna að veik­indi eru meiri í yngsta ald­urs­hópn­um. Ein skýr­ingin er sú að yfir­mönnum standi ógn af fólki með mikla reynslu og þekk­ingu. Fólki sem er oft áræð­ið, mjög áhuga­samt um fram­gang fyr­ir­tækis eða stofn­un­ar. Kannski finnur yfir­mað­ur­inn til örygg­is­leys­is, finnur til van­máttar og verður hræddur um stöðu sína. Kannski finnst honum þessi reynslu­mikli starfs­maður vita meira en hann og sé sér fremri. Þetta getur orðið sér­stak­lega við­kvæmt ef und­ir­mað­ur­inn er kona. Þá hafa margar konur fundið fyrir því að karl­rembutakt­arnir fara láta á sér kræla hjá yfir­mann­in­um. „Hvað vill þessi kona uppá dekk? Veit hún ekki hver er yfir­maður hér?“

Hver svo sem skýr­ingin er þetta ástand óvið­un­andi. Þessa þróun þarf að stöðva, sam­fé­lag­inu til heilla og þeim ein­stak­lingum sem búa við þessa kúg­un. Þetta er auð­vita ekk­ert annað en kúgun að henda fólki af velli með þessu hætti. Þetta getur haft afdrifa­rík áhrif á heilsu og afkomu fólks sem lendir í þessu og hefur svo sann­ar­lega gert það. Fólk sem hefur unnið alla sína ævi, stritað á vinnu­mark­aði og gefið allt sitt í, þarf síðan að upp­lifa fátækt og oft heilsu­leysi í fram­hald­inu. Bara vegna duttl­unga atvinnu­rek­enda og yfir­manna á vinnu­stöð­um. Og svo er þetta svo heimsku­legt vegna þess að það er eng­inn sjá­an­legur ávinn­ingur af þessu. Sama hvernig á það er lit­ið. Ekki fyrir sam­fé­lag­ið, ekki fyrir atvinnu­rek­endur og ekki fyrir vinnu­mark­að­inn í heild.

En hvað er til ráða? Þetta er auð­vita mál sem þarf að gera samn­inga um á vinnu­mark­aði, við hið opin­bera og atvinnu­rek­end­ur. Verka­lýðs­hreyf­ingin verður að taka þetta mál föstum tökum og leið­rétta þetta. Það ætti ekki að vera erfitt, því eins og fyrr segir tapa allir á því að fleygja fólki 50+ frá borði. Það þarf að setja málið á dag­skrá og það strax. Menn þurfa að kasta milli sín hug­myndum um hver sé besta lausn­in. Kannski ald­urskvóti í anda kynja­kvóta. Hver sem lausnin verður er ekki hægt að halda áfram þeirri reg­in­heimsku að reka meist­ar­deild­ina út af vinnu­mark­aði.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og MA í atvinnu­lífs­fræðum frá Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar