Meistaradeildin rekin út af

Katrín Baldursdóttir segir að allir tapi á því að fleygja fólki yfir fimmtugt út af vinnumarkaði og að um slík mál þurfi að gera samninga á vinnumarkaði, við hið opinbera og atvinnurekendur.

Auglýsing

Það er auð­vita alveg út í hött að reka sína bestu menn af velli. Það hljómar eins og lyga­saga. En hún er sönn. Að minnsta kosti hvað varðar vinnu­mark­að­inn á Íslandi. Fólk er rekið út af þrátt fyrir mikla reynslu, dugn­að, sam­visku­semi, holl­ustu, alúð og áhuga. Hér er átt við launa­fólk sem komið er yfir fimm­tugt. Atvinnu­rek­endur virð­ast ekki hafa smekk fyrir því fólki. Þrátt fyrir alla þá kosti sem meiri­hluti þessa hóps býr yfir. Þarna kasta menn á glæ gíf­ur­legum verð­mætum og öllum arð­inum í krafti reynsl­unn­ar. Arð­inum sem íslenskt þjóð­fé­lag myndi ann­ars njóta ávaxt­anna af.

Það má með sanni segja að þessi hópur 50+ sé komin í meist­ara­deild­ina á vinnu­mark­aði. Þetta eru meist­ar­arnir sem ekki ein­ungis hafa reynsl­una heldur hafa í gegnum árin lært af mis­tök­unum sem er gríð­ar­lega mik­il­væg reynsla. Þetta er fólkið sem sér heild­ar­mynd­ina, hefur reynslu af því hvað virkar og hvað virkar ekki. Þetta er fólkið sem á orðið upp­komin börn og þarf því ekki að vera frá vinnu vegna alls þess sem snýr að börn­un­um. Þetta er fólkið sem mætir vel. Þetta er fólkið sem getur miðlað af reynsl­unni til unga fólks­ins á vinnu­staðn­um. Þetta er fólkið sem hugsar iðu­lega vel um sig og getur átt mörg góð ár í við­bót á vinnu­mark­aði. Þetta er fólkið sem getur bent á lausnir í krafti reynslu og hefur oftar en ekki viðað að sér ein­hvers konar menntum á starfs­ferl­in­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Vinnu­mála­stofnun um stöðu og horfur á vinnu­mark­aði á árunum 2016 til 2018 er mik­ill munur á stöðu atvinnu­lausra eftir aldri. Þannig er þriðj­ungur þeirra sem eru atvinnu­lausir og 50+ lang­tíma­at­vinnu­laus­ir(hafa verið atvinnu­lausir lengi) en bara átt­undi hluti í yngsta hópn­um. Og það er sér­stak­lega erfitt fyrir konur að fá vinnu eftir fimm­tugt. Mun fleiri konur en karlar búa við lang­tíma­at­vinnu­leysi og fá jafn­vel aldrei vinnu eftir fimm­tugt. Alveg sama þó þær hafi átt far­sælan starfs­fer­ill og hafi góð með­mæli. Þetta á líka við um konur sem hafa góða mennt­un. Oft er það svo að konur í þessum ald­ur­hópi fá ekki einu sinni svör þegar þær sækja um vinnu. Þær sækja um vinnu eftir vinnu en fá eng­inn svör. Þetta á auð­vita líka við um karl­ana. Því­líkt virð­inga­leysi.

Auglýsing

Það er alveg ofboðs­lega erfitt að skilja þetta fram­ferði atvinnu­rek­enda vegna þess að það tapa allir á þessu. Sam­fé­lagið verður af gríð­ar­legri reynslu fólks sem orðið er meist­arar á sínu sviði og hefur yfir­sýn, vit og hæfni við að leysa alls konar við­fangs­efni af kost­gæfni og yfir­veg­un. Sumir segja að atvinnu­rek­endur séu hræddir við meiri veik­indi hjá þeim sem eru komnir yfir fimm­tugt. Það hefur verið hrak­ið. Tölur sýna að veik­indi eru meiri í yngsta ald­urs­hópn­um. Ein skýr­ingin er sú að yfir­mönnum standi ógn af fólki með mikla reynslu og þekk­ingu. Fólki sem er oft áræð­ið, mjög áhuga­samt um fram­gang fyr­ir­tækis eða stofn­un­ar. Kannski finnur yfir­mað­ur­inn til örygg­is­leys­is, finnur til van­máttar og verður hræddur um stöðu sína. Kannski finnst honum þessi reynslu­mikli starfs­maður vita meira en hann og sé sér fremri. Þetta getur orðið sér­stak­lega við­kvæmt ef und­ir­mað­ur­inn er kona. Þá hafa margar konur fundið fyrir því að karl­rembutakt­arnir fara láta á sér kræla hjá yfir­mann­in­um. „Hvað vill þessi kona uppá dekk? Veit hún ekki hver er yfir­maður hér?“

Hver svo sem skýr­ingin er þetta ástand óvið­un­andi. Þessa þróun þarf að stöðva, sam­fé­lag­inu til heilla og þeim ein­stak­lingum sem búa við þessa kúg­un. Þetta er auð­vita ekk­ert annað en kúgun að henda fólki af velli með þessu hætti. Þetta getur haft afdrifa­rík áhrif á heilsu og afkomu fólks sem lendir í þessu og hefur svo sann­ar­lega gert það. Fólk sem hefur unnið alla sína ævi, stritað á vinnu­mark­aði og gefið allt sitt í, þarf síðan að upp­lifa fátækt og oft heilsu­leysi í fram­hald­inu. Bara vegna duttl­unga atvinnu­rek­enda og yfir­manna á vinnu­stöð­um. Og svo er þetta svo heimsku­legt vegna þess að það er eng­inn sjá­an­legur ávinn­ingur af þessu. Sama hvernig á það er lit­ið. Ekki fyrir sam­fé­lag­ið, ekki fyrir atvinnu­rek­endur og ekki fyrir vinnu­mark­að­inn í heild.

En hvað er til ráða? Þetta er auð­vita mál sem þarf að gera samn­inga um á vinnu­mark­aði, við hið opin­bera og atvinnu­rek­end­ur. Verka­lýðs­hreyf­ingin verður að taka þetta mál föstum tökum og leið­rétta þetta. Það ætti ekki að vera erfitt, því eins og fyrr segir tapa allir á því að fleygja fólki 50+ frá borði. Það þarf að setja málið á dag­skrá og það strax. Menn þurfa að kasta milli sín hug­myndum um hver sé besta lausn­in. Kannski ald­urskvóti í anda kynja­kvóta. Hver sem lausnin verður er ekki hægt að halda áfram þeirri reg­in­heimsku að reka meist­ar­deild­ina út af vinnu­mark­aði.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og MA í atvinnu­lífs­fræðum frá Háskóla Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar