Vinstri grænn á villigötum

Jón Kaldal svarar grein Ara Trausta Guðmundssonar, þingmanns Vinstri grænna, um réttlætingu á lagasetningu Alþingis vegna sjókvíaeldis á sunnanverðum Vestfjörðum.

Auglýsing

Ari Trausti Guð­munds­son, þing­­maður Vinstri grænna, fékk birta hér í Kjarn­anum skoð­ana­grein til rétt­læt­ingar á laga­setn­ingu sem var afgreidd með fáheyrðum flýti á Alþingi til að bregð­ast við nið­ur­stöðu Úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála (ÚUA) vegna sjó­kvía­eldis á sunn­an­verðum Vest­fjörð­um. Þau rök sem Ari teflir fram benda til þess að hann hafi ekki kynnti sér nægi­lega vel bak­grunn máls­ins.

Þannig segir Ari í grein­inni „Harðir gagn­rýnendur fisk­eldis fundu ágalla í all­­gömlu en gildu leyfi og kærðu leyf­­is­veit­ing­una, byggða á sam­­þykktri mats­­skýrslu. Fyr­ir­tæki í fisk­eldi höfðu unnið eftir leyf­­inu, hvað sem þessum ágalla leið.”

Þarna koma fram tvær alvar­legar rang­færsl­ur. Í fyrsta lagi voru leyfin sem ÚUA felldi úr gildi alls ekki „all­göm­ul“. Þau voru gefin út 22. des­em­ber 2017 og kærð til ÚUA þann 16. jan­úar 2018, eða þremur vikum eftir útgáfu.

Að sjálf­sögðu vissu sjó­kvía­eld­is­fyr­ir­tækin af því að útgáfa leyf­anna hafði verið kærð. Tal um lög­mætar vænt­ingar og góða trú á því sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um. Þau kusu að halda áfram und­ir­bún­ingi sínum og hefðu að sjálf­sögðu átt að bera sjálf ábyrgð á þeirri ákvörð­un.

Í öðru lagi nefnir þing­mað­ur­inn „sam­þykkta mats­skýrslu“. Þetta er í besta falli útúr­snún­ing­ur. Ari Trausti á að vita bet­ur. Á Íslandi eru ekki teknar bind­andi ákvarð­anir í umhverf­is­mats­ferli fyrr en við leyf­is­veit­ingu og leyfin voru kærð nán­ast um leið og þau voru gefin út.

Auglýsing
Það er væg­ast sagt ótraust­vekj­andi að sjá þing­mann rétt­læta flaust­urs­kennd vinnu­brögð við laga­setn­ingu með slíkum rang­færsl­um. Með laga­setn­ing­unni var tekið fram fyrir hend­urnar á fjöl­skip­uðu stjórn­valdi og gríð­ar­leg völd færð til ráð­herra. Enn fremur var grafið undan sjálf­stæði og gildi einu kæru­leiðar almenn­ings og umhverf­is­vernd­ar­sam­taka  þegar kemur að fram­kvæmdum sem ógna umhverfi og líf­ríki.

ÚUA benti í úrskurði sínum á leið sem hefði verið fær, ef ráð­herrar hefðu viljað fresta rétt­ar­á­hrifum úrskurð­ar­ins, en Ari Trausti og félagar kusu þess í stað að ryðja í gegnum þingið lögum án þess að þau færu í hefð­bundið umsagn­ar­ferli. Þar fyrir utan eru komin fram gild sjón­ar­mið um að laga­setn­ingin sjálf geti verið brot á  tveimur alþjóða­samn­ing­um, Árósa­samn­ingnum og EES-­samn­ingn­um.

Þetta mál hefur eðli­lega sett þing­menn Vinstri græns fram­boðs í meiri vand­ræði en hinna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna tveggja, enda gefa þeir sig ekki út fyrir að vera sér­stakir umhverf­is­vernd­ar­flokkar ólíkt flokknum sem kennir sig við græna lit­inn.

Í þessu sam­hengi er gagn­legt að rifja upp orð sem annar þing­maður VG lét falla í umræðum á Alþingi fyrir tveimur árum.

„Í þessu máli eru mýmörg og alvar­leg lög­fræði­leg álita­mál auk þess sem í mála­til­bún­að­inum öllum er nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­miðum vikið til hliðar í þágu einnar fram­kvæmdar sem er óásætt­an­legt. Í frum­varp­inu er lagt til að kæru­heim­ild umhverf­is­vernd­ar­sam­taka sem virkj­ast við lok langs fer­ils verði í raun felld úr gildi með sér­tækum lög­um. Fram­kvæmda­leyfið eitt getur virkjað umrædda heim­ild, að gild­andi lög­um, og hlýtur því að vera umhugs­un­ar­efni hvort lög­gjaf­inn sé með þessu máli að skapa for­dæmi fyrir því að kæru­heim­ildin verði höfð að engu í fleiri málum og þar með þau rétt­indi umhverf­is­vernd­ar­sam­taka sem Árósa­samn­ing­ur­inn mælir fyrir um.”

Þetta sagði Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir á Alþingi 10. októ­ber 2016 og hittir þar algjör­lega naglann á höf­uð­ið.  Þann 9. októ­ber 2018 greiddi hún svo atkvæði með laga­frum­varpi sem víkur öllu því til hliðar sem hún hafði varað við tveimur árum áður.

Jón Kaldal er blaða­maður og með­limur hóps­ins að baki umhverf­is­vernd­ar­sjóðnum The Icelandic Wild­life Fund.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar