Vinstri grænn á villigötum

Jón Kaldal svarar grein Ara Trausta Guðmundssonar, þingmanns Vinstri grænna, um réttlætingu á lagasetningu Alþingis vegna sjókvíaeldis á sunnanverðum Vestfjörðum.

Auglýsing

Ari Trausti Guð­munds­son, þing­­maður Vinstri grænna, fékk birta hér í Kjarn­anum skoð­ana­grein til rétt­læt­ingar á laga­setn­ingu sem var afgreidd með fáheyrðum flýti á Alþingi til að bregð­ast við nið­ur­stöðu Úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála (ÚUA) vegna sjó­kvía­eldis á sunn­an­verðum Vest­fjörð­um. Þau rök sem Ari teflir fram benda til þess að hann hafi ekki kynnti sér nægi­lega vel bak­grunn máls­ins.

Þannig segir Ari í grein­inni „Harðir gagn­rýnendur fisk­eldis fundu ágalla í all­­gömlu en gildu leyfi og kærðu leyf­­is­veit­ing­una, byggða á sam­­þykktri mats­­skýrslu. Fyr­ir­tæki í fisk­eldi höfðu unnið eftir leyf­­inu, hvað sem þessum ágalla leið.”

Þarna koma fram tvær alvar­legar rang­færsl­ur. Í fyrsta lagi voru leyfin sem ÚUA felldi úr gildi alls ekki „all­göm­ul“. Þau voru gefin út 22. des­em­ber 2017 og kærð til ÚUA þann 16. jan­úar 2018, eða þremur vikum eftir útgáfu.

Að sjálf­sögðu vissu sjó­kvía­eld­is­fyr­ir­tækin af því að útgáfa leyf­anna hafði verið kærð. Tal um lög­mætar vænt­ingar og góða trú á því sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um. Þau kusu að halda áfram und­ir­bún­ingi sínum og hefðu að sjálf­sögðu átt að bera sjálf ábyrgð á þeirri ákvörð­un.

Í öðru lagi nefnir þing­mað­ur­inn „sam­þykkta mats­skýrslu“. Þetta er í besta falli útúr­snún­ing­ur. Ari Trausti á að vita bet­ur. Á Íslandi eru ekki teknar bind­andi ákvarð­anir í umhverf­is­mats­ferli fyrr en við leyf­is­veit­ingu og leyfin voru kærð nán­ast um leið og þau voru gefin út.

Auglýsing
Það er væg­ast sagt ótraust­vekj­andi að sjá þing­mann rétt­læta flaust­urs­kennd vinnu­brögð við laga­setn­ingu með slíkum rang­færsl­um. Með laga­setn­ing­unni var tekið fram fyrir hend­urnar á fjöl­skip­uðu stjórn­valdi og gríð­ar­leg völd færð til ráð­herra. Enn fremur var grafið undan sjálf­stæði og gildi einu kæru­leiðar almenn­ings og umhverf­is­vernd­ar­sam­taka  þegar kemur að fram­kvæmdum sem ógna umhverfi og líf­ríki.

ÚUA benti í úrskurði sínum á leið sem hefði verið fær, ef ráð­herrar hefðu viljað fresta rétt­ar­á­hrifum úrskurð­ar­ins, en Ari Trausti og félagar kusu þess í stað að ryðja í gegnum þingið lögum án þess að þau færu í hefð­bundið umsagn­ar­ferli. Þar fyrir utan eru komin fram gild sjón­ar­mið um að laga­setn­ingin sjálf geti verið brot á  tveimur alþjóða­samn­ing­um, Árósa­samn­ingnum og EES-­samn­ingn­um.

Þetta mál hefur eðli­lega sett þing­menn Vinstri græns fram­boðs í meiri vand­ræði en hinna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna tveggja, enda gefa þeir sig ekki út fyrir að vera sér­stakir umhverf­is­vernd­ar­flokkar ólíkt flokknum sem kennir sig við græna lit­inn.

Í þessu sam­hengi er gagn­legt að rifja upp orð sem annar þing­maður VG lét falla í umræðum á Alþingi fyrir tveimur árum.

„Í þessu máli eru mýmörg og alvar­leg lög­fræði­leg álita­mál auk þess sem í mála­til­bún­að­inum öllum er nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­miðum vikið til hliðar í þágu einnar fram­kvæmdar sem er óásætt­an­legt. Í frum­varp­inu er lagt til að kæru­heim­ild umhverf­is­vernd­ar­sam­taka sem virkj­ast við lok langs fer­ils verði í raun felld úr gildi með sér­tækum lög­um. Fram­kvæmda­leyfið eitt getur virkjað umrædda heim­ild, að gild­andi lög­um, og hlýtur því að vera umhugs­un­ar­efni hvort lög­gjaf­inn sé með þessu máli að skapa for­dæmi fyrir því að kæru­heim­ildin verði höfð að engu í fleiri málum og þar með þau rétt­indi umhverf­is­vernd­ar­sam­taka sem Árósa­samn­ing­ur­inn mælir fyrir um.”

Þetta sagði Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir á Alþingi 10. októ­ber 2016 og hittir þar algjör­lega naglann á höf­uð­ið.  Þann 9. októ­ber 2018 greiddi hún svo atkvæði með laga­frum­varpi sem víkur öllu því til hliðar sem hún hafði varað við tveimur árum áður.

Jón Kaldal er blaða­maður og með­limur hóps­ins að baki umhverf­is­vernd­ar­sjóðnum The Icelandic Wild­life Fund.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar