Ólafur Ragnar Grímsson: Bjargvættur þjóðar eða skaðvaldur?

Svanur Kristjánsson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir að fyrrverandi forseti Íslands hafi tvívegis verið örlagavaldur í lífi þjóðarinnar í Icesave-deilunni. Í fyrra skipti til heilla en í hið síðara til mikils skaða.

Auglýsing

Um alda­mótin 2000 mót­aði rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks­ins stefnu um einka­væð­ingu rík­is­bank­anna, Lands­bank­ans og Bún­að­ar­bank­ans. I kjöl­farið unnu bank­arn­ir, rík­is­stjórnin og for­seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms­son, ötul­lega að Útrásinni svoköll­uðu. Bank­arnir áttu að sækja mark­visst inn á erlenda fjár­mála­mark­aði og gera Ísland að einni af öfl­ug­ustu mið­stöðvum fjár­málaum­svifa í heim­in­um. Í þessu skyni opn­aði Lands­bank­inn til dæmis sér­staka inn­láns­reikn­inga í Bret­landi og Hollandi þar sem boðið var uppá betri kjör en almennt tíðk­að­ist. Reikn­ing­arnir þóttu skjótt væn­legir til ávöxt­unar og bank­inn var almennt tal­inn örugg­ur, enda um nor­rænan og þar með traustan banka að ræða. Þessir reikn­ingar fengu síðar heitið Ices­a­ve-­reikn­ing­ar.

Í Hrun­inu í októ­ber 2008 urðu allir íslensku bank­arnir gjald­þrota. Sam­an­lagt var gjald­þrot þeirra hið þriðja mesta banka­gjald­þrot í sög­unni. Stjórn­völd í Bret­landi og Hollandi greiddu eig­endum Ices­a­ve-­reikn­inga inni­stæður þeirra og gerðu síðan kröfu á hendur íslenska trygg­ing­ar­sjóðnum og íslenska rík­inu um end­ur­greiðslu. Sam­tals var krafan á gengi íslensku krón­unnar á slita­degi Lands­bank­ans, 22. apríl 2009, um 671 millj­arður íslenskra króna.

Hrunið - Rof á Sam­fé­lags­sátt­mál­anum

Íslensk stjórn­völd stóðu frammi fyrir nær óleys­an­legum verk­efnum eftir Hrunið – ekki síst þeim að semja við Breta og Hol­lend­inga um Ices­ave kröfur þeirra. Alþjóða gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn gerði nán­ast að skil­yrði fyrir lán­veit­ingum að Íslend­ingar næðu slíkum samn­ing­um. Sama gerðu nor­rænu þjóð­irn­ar. Traust nágranna­þjóð­anna og Banda­ríkj­anna á Íslandi var við frost­mark og tor­veld­aði öll sam­skipti lands­ins við umheim­inn.

Auglýsing
Skoðanakannanir birtu mynd af þjóð­fé­lagi þar sem þorri þjóð­ar­innar taldi stjórn­mál lands­ins gegn­sýrða af spill­ingu. Fyrir Hrunið töldu 30 pró­sent svar­enda spill­ingu vera „frekar“ eða „mjög“ útbreidda meðal stjórn­mála­manna, en í kjöl­far Hruns­ins sögðu um 70 pró­sent svar­enda svo vera. Sam­fé­lags­sátt­máli og stjórn­skipun lýð­veldis bygg­ist á trún­að­ar­sam­bandi milli almenn­ings og vald­hafa. Rof í sam­fé­lags­átt­mál­anum vegur bein­línis að grunn­stoðum sér­hvers lýð­ræð­is­rík­is.

Íslensk stjórn­völd milli steins og sleggju

Rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og VG var í mjög þröngri stöðu til að semja um Ices­a­ve. Ann­ars vegar var krafa Breta og Hol­lend­inga um bætur vegna greiðslna þeirra til inni­stæðu­eig­enda vegna Ices­a­ve. Samn­ings­staða þeirra gegn Íslend­ingum var sterk, ekki síst vegna stuðn­ings frá alþjóð­legum fjár­mála­stofn­un­um. Hins vegar stóðu íslensk stjórn­völd gagn­vart sundraðri og reiðri þjóð sem taldi sig svikna í tryggðum af eigin vald­höf­um. Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir for­sæt­is­ráð­herra naut að vísu víð­tæks trausts almenn­ings en varla til að semja um að Íslend­ingar greiddu, ofan á allt ann­að, skuldir sem íslenskir banka­menn höfðu stofnað til erlend­is. For­seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms­son, var heldur ekki í neinni stöðu til að gegna for­ystu­hlut­verki í Ices­a­ve-­samn­ing­um. „Guð­faðir útrás­ar­inn­ar“ hafði til að mynda stuttu fyrir Hrun gert sér sér­staka ferð til Evr­ópu til að full­vissa umheim­inn um að efa­semdir um styrk­leika íslensku bank­anna væru algjör­lega úr lausu lofti gripn­ar.

For­set­inn stað­festir Ices­a­ve-lög

Þrátt fyrir slæma samn­ings­stöðu Íslands þurfti að ná samn­ingum um Ices­a­ve. Í árs­byrjun 2009 var skipuð sér­stök samn­inga­nefnd og var Svavar Gests­son, sendi­herra, for­mað­ur; einnig sátu í nefnd­inni fimm aðrir íslenskir emb­ætt­is­menn. Í júní 2009 var und­ir­ritað sam­komu­lag við Breta og Hol­lend­inga. Til mót­mæla kom á Aust­ur­velli þjóð­há­tíð­ar­dag­inn 17. júní og í skoð­ana­könnun sagð­ist ein­ungis fimmt­ungur svar­enda vera sam­þykkur sam­komu­lagi rík­is­stjórn­ar­innar en þrír af hverjum fimm sögð­ust á móti. Á Alþingi voru mjög skiptar skoð­an­ir. Innan rík­is­stjórn­ar­innar var meira að segja and­staða gegn sam­komu­lag­inu sem end­aði með því að Ögmundur Jón­as­son sagði af sér emb­ætti heil­brigð­is­ráð­herra. Ljóst var að ekki yrði mögu­legt að koma mál­inu óbreyttu í gegnum þing­ið. Var þá gripið til þess ráðs að Alþingi setti marg­vís­lega fyr­ir­vara við sam­þykkt sína við samn­ing­ana. Þannig tókst að að fá meiri­hluta­stuðn­ing á Alþingi. Allir 34 stjórn­ar­þing­menn­irnir greiddu atkvæði með en stjórn­ar­and­staðan var klofin í and­stöðu sinni; þing­menn Fram­sókn­ar­flokks og Hreyf­ing­ar­innar voru á móti en þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins sátu hjá.

Auglýsing
Forsetinn stað­festi frum­varpið í byrjun sept­em­ber 2009. Ólafur Ragnar gat þess sér­stak­lega að sér hefðu borist áskor­anir frá um tíu þús­und Íslend­ingum um að synja lög­unum stað­fest­ingar og gefa þannig þjóð­inni síð­asta orð­ið. Á móti kæmi, sagði for­set­inn, að fyr­ir­var­arnir væru „nið­ur­staða sam­vinnu full­trúa fjög­urra þing­flokka í fjár­laga­nefnd Alþingis og byggir á til­lögum fjölda sér­fræð­inga á almennum vett­vangi“ og tækju mið af „sann­gjörnum rétti þjóð­ar­inn­ar, hags­munum Íslend­inga á kom­andi árum og alþjóð­legri sam­á­byrgð“. For­set­inn hefði því ákveðið að stað­festa lögin með til­vísun til fyr­ir­vara Alþing­is.

Bretar og Hol­lend­ingar höfn­uðu fyr­ir­vara Alþing­is. Áfram var því ósamið í Ices­ave deil­unni. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir voru að mestu sam­stíga um „sann­gjarna“ samn­inga í mál­inu. Ljóst var að þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins myndi ekki beita sér gegn slíkum samn­ingi. Síð­ast en ekki síst lýsti for­seti Íslands yfir að Íslend­ingar sam­þykktu „al­þjóð­lega sam­á­byrgð“ að því gefnu að jafn­framt yrði gætt að því að leggja ekki of miklar byrðar á herðar Íslend­inga. Þannig var greiðslu­skylda Íslend­inga sam­þykkt með fyr­ir­vara um að end­ur­greiðsl­urnar ógn­uðu ekki lífs­af­komu þjóð­ar­inn­ar.

For­set­inn sem bjarg­vætt­ur?

Svav­ars­nefndin hélt samn­inga­við­ræðum áfram og í októ­ber 2009 var und­ir­rit­aður við­auka­samn­ingur við fyrri samn­ing við Breta og Hol­lend­inga. Eins og áður þurfti Alþingi að sam­þykkja laga­frum­varp samn­ingnum til stað­fest­ing­ar.

Þing­heimur og þjóðin öll skipt­ist í tvær fylk­ingar eftir afstöðu til „Svav­ars­samn­ings­ins“. Stuðn­ings­menn töldu sam­komu­lagið ásætt­an­legt; leysa þyrfti deil­una til að end­ur­reisn efna­hags­lífs og fjár­mála­kerf­is­ins gæti haldið áfram í sam­vinnu við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn. And­stæð­ing­arnir sögðu aftur á móti að horfið væri frá fyr­ir­vörum Alþingis og sam­komu­lagið leggði tak­marka­lausar og íþyngj­andi skuld­bind­ingar á þjóð­ina. Virtir lög­fræð­ingar töldu lög af þessu tagi ekki stand­ast kröfur 40. grein stjórn­ar­skrár „um skýra og afdrátt­ar­lausa laga­heim­ild”. Atkvæða­greiðslan í þing­inu fór nán­ast algjör­lega eftir afstöðu til rík­is­stjórn­ar­inn­ar: 33 þing­menn með en 30 á móti. Rík­is­stjórnin stóð mjög löskuð eft­ir. Henni hafði mis­tek­ist að breikka stuðn­ing við sam­komu­lag út fyrir raðir stjórn­ar­þing­manna. Einnig felldi Alþingi naum­lega að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um samn­ing­inn.

Sam­þykkt Alþingis var lögð fyrir for­seta Íslands til stað­fest­ingar eða synj­un­ar. Ástandið í þjóð­fé­lag­inu var væg­ast sagt við­kvæmt - jafn­vel eld­fimt. Áfram ríkti mikið van­traust. Ein­ungis 13 pró­sent þjóð­ar­innar treysti til dæmis Alþingi og fjögur pró­sent banka­kerf­inu. Bús­á­halda­bylt­ingin hafði hrakið rík­is­stjórn frá völdum eftir Hrunið með kröft­ugum fjölda­mót­mæl­um. Staða Ólafs Ragn­ars var einnig orðin mjög veik. Um haustið 2009 treystu ein­ungis um 20 pró­sent kjós­enda for­seta Íslands en tæp­lega helm­ingur van­treysti honum bein­lín­is. Opin­ber­lega heyrð­ust raddir um afsögn „Út­rás­ar­for­set­ans“.

Hópur sem kall­aði sig „InDefence“ tók upp mjög mark­vissa bar­áttu gegn samn­ingn­um. Farin var blys­för að aðsetri for­set­ans á Bessa­stöðum og for­svars­menn hóps­ins afhentu áskorun 58.000 ein­stak­linga – fjórð­ungs kjós­enda - um að synja nýju Ices­a­ve-lög­unum stað­fest­ing­ar. Skoð­ana­kann­anir sýndu mikla and­stöðu kjós­enda við samn­ing­inn og mik­ill meiri­hluti vildi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Ólafur Ragnar til­kynnti í sér­stakri yfir­lýs­ingu að hann hefði ákveðið að synja lög­unum stað­fest­ing­ar. Meg­in­rök for­set­ans voru í fullu sam­ræmi við rök­semdir hans varð­andi synjun hans á stað­fest­ingu fjöl­miðla­lag­anna frá 2004: Gjá hefði mynd­ast milli þings og þjóð­ar. Þá væri stjórn­ar­skrár­bundið hlut­verk for­set­ans að tryggja að þjóðin – ekki Alþingi – hefði loka­orð­ið.

Ýmsir fræði­menn – þar á meðal und­ir­rit­aður – lýstu opin­ber­lega yfir ein­dreg­inni and­stöðu við ákvörðun for­set­ans; töldu frá­leitt að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fjár­hags­legar skuld­bind­ing­ar. Þar var meðal ann­ars vísað til Kali­forn­íu­ríkis Banda­ríkj­anna þar sem kjós­endur höfn­uðu ítrekað til­lögum um nauð­syn­lega skatta­hækk­anir og færðu þar með ríkið á barm gjald­þrots þar sem ekki tókst að standa straum af lög­bundnum opin­berum útgjöld­um.

Eftir á að hyggja tel ég að þessi afstaða fræði­manna hafi horft fram hjá víð­tæku van­trausti almenn­ings í garð stjórn­valda. Ólafur Ragnar hafði þarna ein­fald­lega ekki þá stöðu meðal þjóð­ar­innar að geta gengið gegn ákalli almenn­ings um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir – Sam­fylk­ingin og VG – gerðu afdrifa­rík mis­tök; fyrst með því skipa samn­inga­nefnd ein­göngu skip­aða íslenskum emb­ætt­is­mönnum og þar að auki með for­mann án nokk­urrar reynslu af flóknum þjóð­ar­lána­samn­ingum af þessu tagi. Í annan stað tókst ekki að koma á sam­vinnu við stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ana um til­högun samn­inga­gerð­ar. Einnig má telja að inn­an­friði hefði bein­línis verið ógnað hefði for­set­inn stað­fest þessi Ices­a­ve-lög. Kveiki­þráður almenn­ings var mjög stuttur eftir Hrun­ið. Því sýn­ist mér óhætt að nefna Ólaf Ragnar Gríms­son „bjarg­vætt þjóð­ar“ þegar hann vís­aði þessum Ices­a­ve-­samn­ingi í þjóð­ar­at­kvæðagreiðslu. Lýð­veldið tætt­ist ekki í sund­ur.

Alþingi dró Ices­a­ve-lögin til baka. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla fór engu að síður fram 6. mars 2010. Kosn­inga­þátt­taka var um 60 pró­sent; and­víg voru 98,2 pró­sent kjós­enda en ein­ungis 1,8 pró­sent vildu stað­festa lög­in. Þjóðin tal­aði skýrt. Ices­a­ve-­samn­ingar voru aftur komnir á byrj­un­ar­reit.

For­set­inn sem skað­vald­ur?

Allir stjórn­mála­flokkar Alþingis sam­þykktu í jan­úar 2010 að leggja í við­ræður við bresk og hol­lensk stjórn­völd um upp­gjör vegna Ices­a­ve-­reikn­inga Lands­bank­ans. Skipuð var fimm manna samn­inga­nefnd undir for­ystu Lee C. Buchheit lög­manns og sér­fræð­ings í alþjóð­legum láns­samn­ing­um. Eng­inn úr fyrri samn­inga­nefnd, Svav­ars­nefnd­inni, átti þarna sæti. Standa skyldi að samn­inga­við­ræðum á nýjan hátt: Skapa sam­stöðu allra stjórn­mála­flokka um samn­ings­mark­mið og hafa þraut­reyndan erlendan sér­fræð­ing í for­ystu samn­inga­nefnd­ar.

Skrifað var undir nýjan Ices­a­ve-­samn­ing þann 8. des­em­ber 2010 enda taldi samn­inga­nefnd Íslands að tek­ist hefði að ná fram þeim fyr­ir­vörum sem Alþingi hafði sett fyrir samn­ing­um: Ábyrgð rík­is­ins var tak­mörkuð eins og kostur var og í raun ein­göngu bundin við vaxta­greiðslur fram til til júní 2016 og þann hluta sem ekki hafði verið inn­heimtur úr búi Lanns­bank­ans fram að þeim tíma. Næst var að leita sam­þykkis Alþingis – og for­seta Íslands.

Auglýsing
Um miðjan febr­úar 2011 sam­þykkti Alþingi hinn nýja Ices­a­ve-­samn­ing með 44 atkvæðum gegn 16 en þrír þing­menn sátu hjá. Allir þing­menn Sam­fylk­ingar voru fylgj­andi sem og allir þing­menn VG utan tveggja. Níu þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins studdu málið – þar á meðal for­mað­ur­inn Bjarni Bene­dikts­son – fjórir voru á móti en tveir sátu hjá. Fimm þing­menn Fram­sóknar voru á móti en tveir sátu hjá. Hinir þrír þing­menn Hreyf­ing­ar­innar voru and­vígir samn­ingn­um.

Þarna urðu kafla­skil í Ices­a­ve-­deil­unni. Samn­inga­nefnd Íslend­inga hafði náð sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu með Bretum og Hol­lend­ing­um. Sam­komu­lagið var lagt fyrir Alþingi og hlaut þar ítar­lega umfjöll­un. Nið­ur­staða þjóð­þings­ins var afdrátt­ar­laus: nær 2/3 þing­manna greiddu atkvæði með sam­komu­lag­inu en aðeins þriðj­ungur var á móti. Einnig tókst að skapa nokkurn sam­hljóm milli meiri­hluta þings og þjóðar um lausn Ices­a­ve-­deil­unnar og vænt­an­lega yrði þá hægt að snúa sér að öðrum verk­efnum endu­reisn­ar­inn­ar. Meðal þjóð­ar­innar voru sem fyrr mjög skiptar skoð­anir um lausn deil­unnar en tals­verður meiri­hluti kjós­enda var þó fylgj­andi hinu nýja sam­komu­lagi; um 57 pró­sent þeirra sem afstöðu tóku í skoð­ana­könnun voru fylgj­andi því að Alþingi sam­þykkti samn­ing­inn en 43 pró­sent á móti.

Miðað við fyrri rök­semda­færslu Ólafs Ragn­ars varð­andi mál­skots­rétt for­seta Íslands hefði mátt ætla að hann stað­festi hinn nýja Ices­a­ve-­samn­ing. Hann var efn­is­lega í sam­ræmi við fyr­ir­vara þings og for­seta frá 2009. Engin gjá var milli þing og meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar. Sátt var í sjón­máli í erf­iðu deilu­máli við nágranna­þjóð­ir.

For­set­inn gætti hins vegar ekki sam­kvæmni í emb­ætt­is­færslu sinni heldur synj­aði lög­unum stað­fest­ingar með sér­stakri yfir­lýs­ingu 20. febr­úar 2011. Kjarn­inn í mál­flutn­ingi hans var að þar sem for­set­inn hefði áður vísað Ices­a­ve-­samn­ingi Alþingis í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu væri þjóðin orðin end­an­legur lög­gjafi í mál­inu (sic!) Aftur skyldi því haldin þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um Ices­a­ve-­samn­ing – sem var gert 9. apr­íl. Í aðdrag­anda atkvæða­greiðsl­unnar varð tals­verður við­snún­ingur á við­horfum kjós­enda og meiri­hlut­inn (60 pró­sent) felldi hinn nýja samn­ing úr gildi.

Af öllum mál­flutn­ingi for­set­ans var ljóst að hann taldi að rík­is­stjórn og meiri­hluti Alþingis hefði staðið sig illa í Ices­a­ve-­deil­unni; í milli­ríkja­deilum dygði engin linka. Í stað samn­inga ætti að skera úr ágrein­ingnum á vett­vangi dóm­stóla.

Nú er ljóst af stjórn­ar­skrá að mál­skots­réttur for­seta Íslands er hvorki ætl­aður til þess að tryggja fram­gang einka­sjón­ar­miða hans né að minni­hluti þings og þjóðar eigi rétt á þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um mik­il­væg ágrein­ings­mál. Rök­semdir Ólafs Ragn­ars um að for­set­inn geti með réttu afhent þjóð­inni lög­gjaf­ar­vald um úrlausn deilu­máls í eitt skipti fyrir öll eru einnig – að mínu mati – rök­leysa frá upp­hafi til enda.

Átök Ólafs Ragn­ars við rík­is­stjórn­ina og meiri­hluta Alþingis styrktu stöðu hans en veiktu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Í maí 2010 treysti um fjórð­ungur kjós­enda Ólafi Ragn­ari og end­ur­kjör hans 2012 virt­ist von­laust. Eftir seinni synjun hans á Ices­a­ve-­samn­ingum og þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una batn­aði staða hans hins vegar mjög, einkum meðal kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þeir kjós­endur tryggðu honum end­ur­kjör eftir harða kosn­inga­bar­áttu í for­seta­kosn­ingum 2012, en um 65 pró­sent stuðn­ings­fólks Sjálf­stæð­is­flokks­ins kusu þá Ólaf Ragnar Gríms­son. Til sam­an­burðar má nefna að í maí 2010 aðeins um fimmt­ungur kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins lýst yfir stuðn­ingi við hann.

Að minni hyggju má líkja þess­ari fram­göngu Ólafs Ragn­ars í emb­ætti for­seti Íslands við atlögu að far­sæld íslenskrar þjóð­ar. Hún olli við­var­andi skaða á upp­bygg­ingu eftir Hrun­ið. For­set­inn sýndi engan vilja til að brúa bilið milli and­stæðra sjón­ar­miða; þvert á móti lagði hann eld að þeirri brú sem rík­is­stjórn og Alþingi reistu með sam­eig­in­legu átaki. Fót­unum var kippt undan mál­efna­legri afstöðu for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarna Bene­dikts­son­ar, en Davíð Odds­son - and­stæð­ingur allra samn­inga um Ices­ave - reistur úr póli­tísku nið­ur­loti.

Í stað nið­ur­stöðu í erf­iðu og við­kvæmu deilu­máli kom tíma­bil hat­rammra átaka, van­trausts og svika­brigsla. Hvert hneyksl­is­málið eftir annað hefur skekið þjóð­fé­lag­ið. Um ára­tug eftir hrun telja enn nærri 70 pró­sent kjós­enda að spill­ing sé algeng meðal íslenskra stjórn­mála­manna.

End­ur­reisn íslenska lýð­veld­is­ins miðar lítið sem ekk­ert.

For­seti Íslands sem örlaga­valdur þjóð­ar­innar

Eftir and­lát Sveins Björns­sonar árið 1952 höfðu for­ystu­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins áttað sig á því að for­seta­emb­ættið væri póli­tísk staða og að á „ör­laga­rík­ustu augna­blik­um” fari for­set­inn „með meira vald og getur því ráðið meiru um fram­tíð­ar­heill þjóð­ar­innar en nokkru sinni hefur verið á eins manns færi að gera, allt frá því land byggð­ist“.

Ástæðan fyrir miklum völdum for­set­ans er ein­föld: Íslenska stjórn­ar­skráin er í meg­in­at­riðum byggð á stjórn­ar­skrá kon­ungs­rík­is­ins Dan­merkur frá árinu 1849. For­seti Íslands er að vísu þjóð­kjör­inn, ólíkt kon­ungi, en vald hans er engu að síður kon­ungs­vald. Rétt eins og í kon­ungs­ríki eru engin ákvæði í stjórn­ar­skránni um ábyrgð for­set­ans – nema að hann er ábyrgð­ar­laus af stjórn­ar­at­höfnum ráð­herra. Um beit­ingu 26. greinar stjórn­ar­skrár­innar hefur for­seti Íslands sjálf­dæmi; ákvörðun um synjun eða stað­fest­ing laga­frum­varpa frá Alþingi er engum tak­mörk­unum háð.

Ólafur Ragnar Gríms­son synj­aði Ices­a­ve-­samn­ingi tvisvar og vís­aði í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í bæði skiptin var samn­ingi hafn­að. Í bæði skiptin var for­seti Íslands örlaga­valdur íslenskrar þjóð­ar: að mínu mati í hið fyrra sinni þjóð­inni til heilla en í hinu síð­ara til mik­ils skaða. Við búum við þann skaða enn í dag.

Auglýsing
Icesave-deilan hélt áfram en EFTA-­dóm­stóll­inn sýkn­aði íslenska ríkið af öllum kröfum Breta og Hol­lend­inga árið 2013. En það má benda á að Hol­lend­ingar og Eng­lend­ingar unnu í reynd Ices­a­ve-­deil­una og fengu meira að segja úr þrota­búi Lands­bank­ans og Trygg­ing­ar­sjóði inni­stæðu­eig­enda og fjár­festa (TIFF) um 53,5 millj­örðum meira en nam þeim tryggðu Ices­a­ve-inni­stæðum sem þeir tóku yfir.

Rík­is­sjóður Íslands, íslenskir skatt­greið­end­ur, borg­uðu ekki krónu upp í Ices­a­ve-skuld­ina því þrotabú bank­anna og Trygg­inga­sjóð­ur­inn reynd­ust borg­un­ar­menn fyrir því öllu sam­an, reyndar eins og hafði verið búist við þegar í upp­hafi. 

„Sá hlær best sem síð­ast hlær”, segir mál­tæk­ið. Víst er að Bretar og Hol­lend­ingar gátu hlegið dátt; þeir töp­uðu engu á því hversu seint gekk að gera upp Ices­a­ve-­reikn­inga heldur fengu allt sitt með vöxtum og kostn­að­i. Öðru máli gegndi um Íslend­inga. Í stað þess að semja með sæmd og víð­tækri sátt inn­an­lands var haldið uppi hatrömmum inn­an­lands­á­tök­um. Þau átök hindra enn upp­bygg­ingu íslenska lýð­veld­is­ins eftir Hrun­ið. For­seti Íslands, æðsti vald­hafi lands­ins, kaus ófrið þótt við­un­andi samn­ingur í erf­iðri deilu væri í boði. Þarf­laus ófriður er aldrei til góðs – hvorki ein­stak­lingum né þjóð­um.

Heim­ild­ir:

Ind­riði H. Þor­láks­son. 2016. „Up­gjörið vegna Ices­a­ve“. Kjarn­inn –www.kjarn­inn.is - 2. maí.

Matth­ías Johann­es­sen. 1981. Ólafur Thors – Ævi og störf II.

Sig­rún Ólafs­dótt­ir. 2017. „Er spill­ing alls stað­ar? Við­horf Íslend­inga til stjórn­mála­manna“. Kjarn­inn – www.kjarn­inn.is – 25. októ­ber.

Svanur Krist­jáns­son. 2015a. „For­seti fólks­ins verður guð­faðir útrás­ar­inn­ar“. For­seta­tíð Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar 2004-2008”. Skírnir (vor).

Svanur Krist­jáns­son 2015b. „Hið nýja Íslands eftir Hrunið eða geð­þótta­vald for­seta Íslands? For­seta­tíð Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar 2008-2012“. Skirnir (haust).

Svanur Krist­jáns­son. 2016. „Varð­maður gamla Íslands. For­seta­tíð Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar 2012-2016“. Skírnir (haust).

Þórður Snær Júl­í­us­son. 2018. „Al­menn­ingur treystir ekki þeim sem vilja ekki axla ábyrgð“. Kjarn­inn- www.kjarn­inn.is – 15. októ­ber.

Höf­undur er ­pró­fessor emeritus í stjórn­mála­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar