Aftur um lög vegna bráðabirgðaleyfi til fiskeldis

Ari Trausti Guðmundsson svarar gagnrýni Jóns Kaldal á skrif hans um réttlætingu á lagasetningu Alþingis vegna sjókvíaeldis á sunnanverðum Vestfjörðum.

Auglýsing

Til þess að svara grein Jóns Kaldal í bak­hópi The Icelandic Wild­life Fund, í Kjarn­an­um, þarf all­mörg orð.

Jón gerir athuga­semd við að ég segi leyfi til fisk­eldis sem úrskurðuð voru úr gildi (af Úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála, ÚUA) vera "all­gam­alt". Leyf­ið/­leyfin eru tæp­lega árs­gömul og ég skal fús­lega við­ur­kenna að við getum deilt um hvaða lýs­ing­ar­orð hent­ar. Fyrir mér er 10 mán­aða gild­is­tími leyfa, sem nýttur var til und­ir­bún­ings frekara fisk­eld­is, all­langur tími í hrað­fara atvinnu­grein. Ég get ekki séð að óná­kvæmni mín eða túlkun á orð­inu all­gam­alt skyggi á það sem skiptir máli:

  - Mats­skýrsla um umhverf­is­á­hrif fram­kvæmda liggur frammi.

  - Til þess bærar stofn­anir hafa sam­þykkt hana.

  - Umbeðin leyfi eru útgef­in.

Hvað gerir fram­kvæmda­að­ili þá? Hann hefst handa. Kæra vegna eins eða fleiri atriða í mats­skýrslu, eða vegna leyf­is­veit­ing­ar, getur komið fram fljót­lega eða seint eftir leyf­is­veit­ingu. Kæran leggur upp í óvissu­ferð. Fram­kvæmda­að­ili verður þá að íhuga fram­hald­ið.

Senni­lega er mjög algengt að fyr­ir­tæki, sem þannig er búið um hjá, haldi sínu striki við und­ir­bún­ing fram­kvæmda (eða fram­kvæmd­irn­ar) þótt leyf­is­veit­ingin sé kærð. Meðal ástæðna þess eru þær að hvorki er vitað hver verður nið­ur­staða kærunnar né hve langan tíma með­ferð hennar tek­ur. Vissu­lega getur þessi hegðun verið háð eðli starf­sem­innar og í ein­hverjum til­vikum er beðið með allar athafnir þar til kæran hefur verið afgreidd. Í eld­is­starf­semi með dýr er það a.m.k. erfitt. Falli úrskurður vegna kæru á þann veg að leyfi falli úr gildi verður fram­kvæmda­að­il­inn að láta staðar numið eða bæta úr ágalla sem veldur leyf­is­svipt­ingu. Ekki er óeðli­legt þegar millj­arðar eru í húfi eða atvinna stórs hóps að menn leggi sig fram við að lag­færa ágalla, nema um sé að ræða mjög alvar­legar yfir­sjónir við gerð for­senda fyrir leyf­is­veit­ingu (eða hana sjálfa).

Auglýsing
Jón gerir líka athuga­semd við orða­lag mitt um "sam­þykkta mats­skýrslu" og minnir á að "ekki (séu) teknar bind­andi ákvarð­anir í umhverf­is­mats­ferli fyrr en við leyf­is­veit­ingu og leyfin voru kærð nán­ast um leið og þau voru gefin út." Það þurrkar ekki út þá stað­reynd að eng­inn nema kær­andi gerði lengst af athuga­semdir við að í mats­skýrslu vant­aði alla umfjöllun um aðra fisk­eld­is­kosti en þá í fyr­ir­hug­uðum opnum sjó­kví­um. Skýrslan var stimpluð góð og gild í stjórn­kerf­inu en atriðið kært. Ég og margir aðrir líta svo á að þessi form­galli við gerð mats­skýrslu rétt­læti laga­setn­ing­una. Hún var ekki flaust­urs­leg, heldur vand- og þing­ræð­is­lega unn­in.

Jón lítur svo á að rík­is­stjórnin öll hafi ekki sam­þykkt laga­setn­ing­una og með tekið fram fyrir hendur fjöl­skip­aðs stjórn­valds. Það tel ég ekki stand­ast því hvorki ráð­herra land­bún­að­ar­/­sjáv­ar­út­vegs né umhverf­is/auð­linda stóðu einir að laga­setn­ing­unni. Rík­is­stjórnin gerði það með sínum þing­meiri­hluta.  

Hann gagn­rýnir að laga­setn­ingin hafi ekki farið í hefð­bundið umsagn­ar­ferli. Hið hefð­bundna ferli er langt og hefði gert laga­setn­ing­una óþarfa því leyf­is­svipt­ing úrskurð­ar­nefnd­ar­innar merkti nán­ast taf­ar­lausa lokun starf­sem­inn­ar. Auð­vitað kemur fyrir í störfum Alþingis að ein­ungis er tími til að fá nokkra gesti til fagnefndar sem um mál fjall­ar. Í þessu til­viki mættu sér­fræð­ingar í lögum og stjórn­sýslu og sam­kvæmt við­tölum við þá stendur úrskurður kæru­nefnd­ar­innar óskertur og engir alþjóða­samn­ingar hafa verið brotn­ir. Lögin gefi aðeins svig­rúm til að laga ágalla á umræddri umhverf­is­mats­skýrslu, í þessu til­viki, hvað sem síður kann að ger­ast fyrir áhrif lag­anna. Þær galla­lag­fær­ingar tryggja raunar fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­unum ekki annað en starfs­frest þar til mats­skýrslan öll eða hlutar hennar hafa verið teknir til skoð­unar og end­ur­mats og því lok­ið.

Auglýsing
Jón rifjar upp orð Lilju Raf­n­eyjar Magn­ús­dóttur þing­manns VG fyrir tveimur árum, um lagn­ingu háspennu­línu milli Kröflu og Bakka. Hún sagði m.a.: "Í frum­varp­inu er lagt til að kæru­heim­ild umhverf­is­vernd­ar­sam­taka sem virkj­ast við lok langs fer­ils verði í raun felld úr gildi með sér­tækum lög­um". Frum­varpið var bein­línis lagt fram til þess að fyr­ir­skipa lagn­ingu háspennu­línu á til­tekin máta eftir að hún hafði verið kærð og ann­arra lausna kraf­ist. Úrskurður ÚUA féll á meðan Lilja mælti fyrir áliti minni­hluta atvinnu­vega­nefnd­ar. Mál­inu skyldi vísað aftur til sveit­ar­fé­lags­ins sem bætt­i úr því er á vant­aði af þess hálfu við útgáfu fram­kvæmda­leyf­is­ins. ­Stjórn­völd dróg­u frum­varp sitt til baka og fram­kvæmdin rataði áfram eftir eðli­legum stjórn­sýslu­leið­um. Til­vikin eru ósam­bæri­leg.

Vand­séð er hvaða sam­hengi orð Lilju hafa við nýsam­þykkt lög um bráða­birgða­leyfi til fisk­eldis í 10 mán­uði (með fram­leng­ing­ar­mögu­leika um 10 mán.). Hvergi er snert við kæru­heim­ild með nýju lög­un­um. Með þeim er verið að búa til svig­rúm, sem ekki fæst með því að úrskurð­ar­nefndin geti frestað rétt­ar­á­hrifum (eins og aðrar slíkar nefnd­ir), til þess að kanna hvort fisk­eld­is­leyfin haldi ekki eftir við­gerðir á mats­skýrslu. Nýju lögin fyr­ir­skipa ekki fisk­eldi í opnum sjó­kvíum í umræddum fjörð­um.

Inn í þessa umræðu flétt­ast svo hags­munir stórra hópa og millj­arða­verð­mæti á báða bóga. Fisk­eldið er líf­akk­eri byggða, t.d. á Vest­fjörð­um, og hags­munir stang­veiði­rétt­hafa (og veiði­manna) gríðar mik­il­væg­ir. Við bæt­ist inn­tak villtrar nátt­úru, mat­væla­fram­leiðslu, umhverfis - og lofts­lags­mála, og fleira. Ábyrgð allra sem um véla er mikil og við stjórn­mála­menn verðum að leysa þar hnúta jafnt sem að gæta með­al­hófs í ákvörð­un­um. Mik­il­vægir þrýsti­hópar (NGO) eru einnig þar á með­al. Nátt­úr­nytjar og nátt­úru­vernd er flókin vog að stilla í jafn­vægi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar