Gleymdur tími

Baldur Blöndal segir að verðlækkun bóka væri jákvæð þróun og afnám virðisaukaskatts sé að öllum líkindum hið besta mál. Í stóra samhenginu sé samdráttur bóksölu þó birtingarmynd sem tengist verði þeirra lítið sem ekkert.

Auglýsing

Ákall um afnám virð­is­auka­skatts á bækur hefur berg­málað um fjöl­miðla í mörg ár. Yfir­lýst mark­mið slíkra íviln­ana er að auka við lestur ungs fólks og skjóta styrk­ari stoðum undir íslensk­una.  Þetta er sann­ar­lega verð­ugur mál­staður og rík­is­stjórnin brást við þeim kröfum síð­ast­liðið haust með lof­orði um pró­sentu­bundna end­ur­greiðslu til útgef­enda. Að öllum lík­indum er það hin ágætasta mála­miðl­un. Ég tel samt vert að spyrja hvort hér sé raun­veru­lega verið að tækla kjarna vand­ans.

Bók­sala hef­ur, á síð­ustu ára­tug­um, dalað og lík­legar orsakir þess flestum kunn­ug­ar, sjón­varp, tölv­ur, net, o.s.frv. Úrval afþrey­ingar hefur aldrei verið meira, frétt­ir, tón­list, tölvu­leikir og heilu árin af kvik­myndum og sjón­varps­þátt­um. Eðli þeirra sam­kvæmt hafa bæk­ur, sem afþrey­ing, þró­ast lítið á síð­ustu ára­tug­um. Helst ber þar að nefna raf­bækur en Amazon hefur haft mark­aðs­ráð­andi stöðu þar með kyndl­unum sín­um. Burt­séð frá áður­nefndum svipt­ingum í afþrey­ing­ar­geir­anum virð­ist umræðan á Íslandi alltaf ein­blína á virð­is­auka­skatt­inn, eins og hann sé það sem standi raun­veru­lega í vegi fyrir því að ung­menni lands­ins kafi á nýjan leik í menn­ing­ar­arf íslenskra bók­mennta. Af frétta­flutn­ingi þessa máls mætti draga þá ályktun að læsi ung­menna og örlög tungu­máls­ins yltu á þessum 24 hund­raðs­hlutum og Ævari vís­inda­manni.

Í heimi ódýrra net­bóka og bóka­safna verður inni­hald bókanna sífellt aðgengi­legra. Þó eru nýjar, fýsískar bækur eru oft mjög dýrar og er það mið­ur. Ef þessar bækur væru ódýr­ari myndi bók­sala örugg­lega aukast, en þeirri hug­mynd sem útgef­endur tefla fram í fjöl­miðlum að bóka­verð sé ein­hvers­konar flösku­háls ynd­is­lestrar leyfi ég mér að efast um. Þó bóka­söfn séu til­tölu­lega vel nýtt hef ég ekki fundið fyrir því að ungt fólk sé að hrúg­ast þangað inn til að flýja virð­is­auka­skatt­inn. Það er eitt­hvað annað og meira en þessi skattur sem fælir ung­menni frá bóka­búðum og að net­miðl­um.

Auglýsing

Ég held að hund­ur­inn liggi graf­inn hjá upp­á­halds blóra­böggli allra, snjall­tækj­unum síkátu. Á bak við tjöld þeirra eru fyr­ir­tæki með ótæm­andi vasa með það eitt fyrir stafni að grípa athygli okkar og læra að halda henni eins lengi og mögu­legt er, hver mín­úta sem við ljáum þeim hjálp­ar.  Sjálfur hef ég fundið fyrir hrak­andi athygl­is­gáfu sam­hliða þró­aðri algrími net­miðla og tel ég mig ekki eins­dæmi. Net­miðlar svara þessum áhyggjum mínum með því að benda mér á smá­forrit sem gerir mér kleift að „lesa“ 4 bækur á einum degi með örkynn­ingum á lyk­il­at­riðum þeirra. Þá fæ ég allt hið praktíska gildið úr bók­inni á nokkrum mín­út­um! Ég get sem sagt gleypt ævi­sögu Steve Jobs á nokkrum mín­út­um, án þess að leggja sím­ann frá mér, og græði þannig sól­ar­hring sem ég gæti þá t.d. nýtt til að hanga lengur á þessum miðl­um.

Að lesa bók er góð skemmt­un. Íslensku­mæl­endur eru heppnir að njóta gíf­ur­legs úrvals þýð­inga og frum­samdra bóka á okkar fal­lega máli. Stór hluti þeirra getur líka lesið bækur á ensku og þá er úrvalið hér um bil enda­laust. En í stað þess að vera á bóka­safni að göfga and­ann erum við hér á net­inu að lesa hálf­bak­aðar hug­myndir tví­tugs stráks. Verð­lækkun bóka væri jákvæð þróun og afnám virð­is­auka­skatts er að öllum lík­indum hið besta mál. Ég tel þó ljóst að í stóra sam­heng­inu sé sam­dráttur í bók­sölu birt­ing­ar­mynd fyr­ir­bæris sem teng­ist verði þeirra lítið sem ekk­ert.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar