Aþþíbara

Auglýsing

Stýri­vaxta­hækkun Seðla­bank­ans hefur vakið umræðu og for­dæm­ingu. Fólk hefur stigið fram og lýst van­þóknun sinni á ákvörð­un­inni. Ég hef spurt á hvaða grund­velli mót­mælin séu byggð og þá verður oft fátt um svör. Einna helst er vísað í vaxta­byrði fyrir almenn­ing. Ef maður svo spyr hvort fólk hafi ein­hver gögn sem styðji það við­horf að stýri­vaxta­hækk­unin hafi valdið heim­il­unum óásætt­an­legum kostn­aði verður aftur fátt um svör.

Í þessu sam­bandi má benda á að breyt­ingar á stýri­vöxtum hafa lítil sem engin áhrif á hús­næð­is­vexti. Þetta er eitt­hvað að breyt­ast með því að fólk velur að taka lán með breyti­legum óverð­tryggðum vöxtum – en það er þó ennþá aðeins mjög lít­ill hluti íbúða­lána. Breyt­ingar á stýri­vöxtum hafa áhrif á yfir­drátt­ar­vexti og vexti af greiðslu­korta­skuldum svo og öðrum skamm­tíma­neyslu­lán­um.

„Óá­sætt­an­leg­ur“ er þarna lyk­il­hug­tak – því stýri­vaxta­hækk­unin var gerð til að bregð­ast við aðstæðum – þ.e. lækk­andi gengi íslensku krón­unn­ar. Við­brögð Seðla­bank­ans við geng­is­þróun síð­ustu mán­aða eru því mjög mik­il­væg fyrir heim­ilin og eðli­legt að fólk hafi skoð­anir á mál­inu.

Auglýsing

Verra er ef skoð­an­irnar byggja ekki á stað­reyndum heldur ein­hverjum „al­gildum sann­leika“ sem allir gleypa sem réttan – án þess að hafa nokkuð til að byggja á. Ef við ætlum að taka ákvarð­anir um lyk­il­mál með „aþþí­bara“ rökum – þá erum við á vondri veg­ferð.

Nokkrar leiðir

Við hefðum getað valið um nokkrar leið­ir. T.d. hefði Seðla­bank­inn getað látið gengið afskipta­laust og ekki gripið til neinna ráð­staf­ana. Vænt­an­lega hefði gengið sigið meira og verð­bólgu­þrýst­ingur auk­ist. Aukin verð­bólga er fljót að hafa áhrif á afkomu heim­ila og þá bæði þeirra sem skulda og skulda ekki.

Við hefðum líka geta valið að nota eitt­hvað af gjald­eyr­is­vara­forða okkar til að verja gengið – en það hefði þýtt að við værum að nota sam­eig­in­lega sjóði okkar til að „falsa geng­ið“ þ.e. reyna að láta líta út fyrir að krónan sé verð­meiri en hún er. Það minnir dálítið á „Kaupt­hink­ing“. Gall­inn við stór­felld inn­grip Seðla­bank­ans á gjald­eyr­is­mark­aði er að þeir sem hafa ein­hverjar „inn­herj­a­upp­lýs­ing­ar“ og aðgang að fjár­magni myndu umsvifa­laust nota tæki­færið og kaupa „nið­ur­greidd­an“ gjald­eyri og flytja úr landi til þess svo eins að flytja pen­ing­ana aftur til lands­ins þegar bank­inn gefst upp á að verja gengið og það fell­ur. Þannig vinna brask­ar­arnir á kostnað almenn­ings.

Síð­asta vopnið í vopna­búri Seðla­bank­ans hefði verið að beita gjald­eyr­is­höftum – Þ.e. tak­marka útflæði á gjald­eyri. Það er tæki sem má nota til að verj­ast meiri háttar áföllum – en vara­samt að grípa til þess til að mæta tíma­bundnum sveiflum og það hefði grafið mjög undan til­trú á gjald­miðl­inum og því mögu­lega veikt gengi krón­unnar til lengri tíma.

Til­gangur stýri­vaxta­breyt­inga er að hafa áhrif á efna­hags­lífið og vænt­an­lega að mati þeirra sem hafa ákvörð­un­ar­valdið hverju sinni – til góðs. Þannig á lækkun stýri­vaxta að örva fjár­fest­ingu og hvetja til eyðslu en hækkun stýri­vaxta er til að draga úr eyðslu og fjár­fest­ingu og vinna gegn verð­bólgu­þrýst­ingi. Þetta er svona ein­hver alls­herjar þum­al­putta­regla um heim­inn. Hærri vextir hvetja til sparn­aðar og lægri vextir hvetja til fjár­fest­inga.

Ísland hefur ein­hverja sér­stöðu með sinn „ör­gjald­mið­il“. Erlendir fjár­festar hafa leitað til lands­ins eftir hærri vöxtum en bjóð­ast í nágranna­löndum og inn­streymi fjár­magns hefur þannig styrkt gengi krón­unn­ar. Íslenska krónan hefur því styrkst und­an­farin ár með aukn­ingu í ferða­mennsku og inn­flæði af láns­fé. Styrk­ing á gengi krón­unnar hefur skilað sér í auknum kaup­mætti hér á landi og þeirri aukn­ingu viljum við auð­vitað halda.

Á síð­ustu mán­uðum hefur olíu­verð hins vegar farið hækk­andi allt til októ­ber­byrj­un­ar, en þá fór verð að falla aftur og er nú komið á svip­aðan stað og fyrir ári. Þessar sveiflur í olíu­verði hafa haft áhrif á afkomu flug­fé­laga eins og flestir vita. Það hafa því verið svipt­ingar á mörk­uðum í haust og til­trú fjár­festa á Íslandi hafa eitt­hvað daprast. Þegar óvissa um kjara­við­ræður vetr­ar­ins bætt­ust við voru fjár­festar mögu­lega orðnir óró­legir og farnir að færa sig úr landi með fjár­fest­ing­ar.

Með sveiflum á gjald­eyr­is­mörk­uðum í haust og veik­ingu krón­unnar voru verð­bólgu­vænt­ingar komnar í ca 3,5- 4% - þ.e. sú verð­bólga sem aðilar á mark­aði bjugg­ust við. Á sama tíma voru stýri­vextir 4,25% þannig að stýri­vextir Seðla­bank­ans voru aðeins um pró­senti yfir verð­bólgu­vænt­ing­um.

Ómark­tækur sam­an­burður

Í umræð­unni síð­ustu daga hefur oft verið vitnað til þeirra landa „sem við viljum miða okkur við“ sem er góðra gjalda vert. Nema hvað ekk­ert þeirra landa nota íslenska krónu sem gjald­mið­il. Sam­an­burð­ur­inn verður því harla ómark­tæk­ur.

Fólk hefur vísað m.a. til nei­kvæðra vaxta í Sví­þjóð og Sviss. Málið er m.a. að Sví­þjóð fór í nei­kvæða stýri­vexti 2015 til að takast á við „botn­fros­ið“ efna­hags­líf og til að koma af stað „verð­bólg­u“. Sviss glímir við of hátt gengi gjald­mið­ils­ins og er því að reyna að bægja frá sér frekara inn­streymi á fjár­magni. Svíar eru farnir að tala um hækkun stýri­vaxta.

Nú er ég bara leik­maður á þessu hag­fræðisviði en mér er alveg ómögu­legt að meta það hversu mikil áhrif 0,25% hækkun stýri­vaxta mun hafa á hag heim­ila lands­ins. Ég veit að mínir hús­næð­is­vextir sem eru þung­inn af mínum vaxta­kostn­aði – munu ekki breyt­ast. En einnig að vextir á korta­lánum og yfir­drætti munu hækka. En hvernig sam­setn­ingin er fyrir aðra – veit ég ekki. Þetta eru tölur sem við þurfum að sjá og meta – og eins hvað t.d. 1% í verð­bólga myndi kosta heim­il­in.

Við myndum sjálf­sagt öll vilja lága verð­bólgu, hátt gengi, lága vexti á lánin okkar og góða ávöxtun á fjár­fest­ingar okk­ar. Og umfram allt traust og öruggt efna­hags­líf. Síð­ustu ár hafa öll vötn fallið með okkur en mögu­lega erum við á vatna­skilum nú. Það er því ekki víst að við fáum allt það sem við viljum í þessu sam­bandi og því er nauð­syn­legt að við höfum ein­hverja for­gangs­röð – hvað viljum við helst verja ?

Seðla­bank­inn virð­ist reyna að verja verð­bólgu­mark­mið sín og Pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans segir í áliti sínu 7. nóv­em­ber sl. að bank­inn hafi bæði vilja og tæki til að halda verð­bólgu innan mark­miðs til lengri tíma. Enn fremur segir í áliti nefnd­ar­innar að haldi verð­bólgu­vænt­ingar áfram að hækka – muni það kalla á enn harð­ari aðgerðir bank­ans – s.s. enn meiri vaxta­hækk­an­ir.

Mig grunar að umræðum um stýri­vexti vetr­ar­ins sé því hvergi nærri lokið og ósk­andi væri að þeir sem vilja gera sig gild­andi í þeirri umræðu og hafa yfir tækjum að ráða – láti gera fyrir sig sam­an­tekt um áhrif vaxta­hækk­ana á heim­ilin og þá ekki síst þeirra sem verst standa.

Í fram­hald­inu má benda á að íbúða­lána­vextir hafa senni­lega ekki verið jafn­lágir á Íslandi síð­ustu 40 ár – en líf­eyr­is­sjóðir lands­manna hafa þar haft mik­il­væga for­ystu og nú bjóð­ast fastir verð­tryggðir vextir allt niður í 3,5% og óverð­tryggðir vextir niður í 6%. Eflaust má gera enn betur – en fyrir okkur sem vorum að borga yfir 7% verð­tryggða vexti á hús­bréfum fyrir 30 árum – er þetta jákvæð þró­un. Aðrir munu benda á nágranna­löndin og vaxta­kjör sem þar bjóð­ast – við því eru því miður engin svör önnur en að þar búa menn ekki við íslenska krónu og ævin­týra­lega óstöðugt efna­hags­um­hverfi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None