Kosningarnar í Bandaríkjunum og langtímaáhrif þeirra

Auglýsing

Í byrjun mán­að­ar­ins tókst demókrötum að ná meiri­hluta í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings í fyrsta sinn í átta ár. Sama kvöld tap­aði flokk­ur­inn þing­mönnum í öld­unga­deild­inni og varð fyrir von­brigðum í rík­is­stjóra­kosn­ingum í ríkjum á borð við Flór­ída, Georgíu og Ohio. Þótt þessar vend­ingar hafi ef til vill fengið mesta athygli var þetta ekki það eina sem gerð­ist. Demókratar náðu völdum og laga­breyt­ingar voru sam­þykktar í lyk­il­ríkjum með hætti sem mun hafa mikil áhrif á póli­tískt lands­lag næstu árin, að minnsta kosti til árs­ins 2030.

Aukin þátt­taka í kosn­ing­um?

Tony Evers og Gretchen Whit­mer, sem bæði eru demókrat­ar, sigr­uðu rík­is­stjóra­kosn­ing­arnar í Wisconsin og Michigan og flokks­bróðir þeirra, Tom Wolf, náði end­ur­kjöri í Penn­syl­van­íu. Þetta voru ríkin þrjú sem komu Don­ald Trump í Hvíta húsið í kosn­ing­unum 2016 en hann sigr­aði þau naum­lega með sam­tals tæp­lega 78.000 atkvæða mun. Michigan hefur haft slæmt orð á sér vegna lélegra reglna um fram­kvæmd kosn­inga: kjós­endur þurfa að skrá sig að minnsta kosti 30 dögum fyrir kjör­dag, erfitt er að fá leyfi til að kjósa utan kjör­fundar og rað­ir, sem mynd­ast á kjör­stað, eru með þeim lengstu í Banda­ríkj­un­um. 

Á þessu verður vænt­an­lega breyt­ing: Kjós­endur í Michigan sam­þykktu stjórn­ar­skrár­breyt­ingar sem taka á öllum þessum vanda­málum og ættu að auð­velda fólki að nýta kosn­inga­rétt sinn. Gretchen Whit­mer, sem tekur við rík­is­stjóra­stólnum á nýárs­dag, gerði sams konar breyt­ingar að einu af aðal­á­herslu­efnum sínum í lið­inni kosn­inga­bar­átt­u. ­Fyrir nokkrum árum settu repúblikanar í Wisconsin mjög ströng lög um skil­ríki sem þarf að fram­vísa á kjör­stað. Slíkar regl­ur, líkt og fyrr­nefndar reglur í Michig­an, leiða til minni kjör­sóknar og þá einkum hjá minni­hluta­hópum en þeir eru mun lík­legri til að kjósa demókrata. 

Auglýsing

Mun færri Wiscons­in-­búar kusu í kosn­ing­unum 2016 en í fyrri kosn­ingum og var fækk­unin mest á svæðum þar sem blökku­menn eru í meiri­hluta. Eitt af kosn­inga­lof­orðum Tony Evers, verð­andi rík­is­stjóra Wiscons­in, var að snúa þess­ari þróun við og auð­velda almenn­ingi að nýta kosn­inga­rétt sinn. Og þegar Tom Wolf náði end­ur­kjöri sem rík­is­stjóri Penn­syl­vaníu varð ljóst að metn­að­ar­full áætlun hans um að greiða úr ann­mörkum á fram­kvæmd kosn­inga í rík­inu heldur velli. Kjós­endur í Flór­ída sam­þykktu að leyfa fyrr­ver­andi föngum að kjósa frá og með 2020 og við það bæt­ast rúm­lega milljón kjós­endur við kjör­skrá. Gömlu regl­urnar bitn­uðu einkum á minni­hluta­hópum þar sem þeir eru mun lík­legri til að vera fang­els­að­ir. Þótt Flór­ída sé þriðja fjöl­menn­asta ríki Banda­ríkj­anna er oft mjótt á munum í kosn­ingum þar, til dæmis skildu aðeins 10.033 atkvæði milli fram­bjóð­enda til öld­unga­deild­ar­innar í ár og árið 2000 mun­aði 537 atkvæðum á George W. Bush og Al Gore.

Þetta þýðir auð­vitað ekki að demókratar eigi sigur vísan gegn Trump í þessum ríkjum árið 2020, og þetta þarf heldur ekki endi­lega að þýða að þeir hefðu unnið árið 2016 hefðu þessar breyt­ingar gengið í gegn fyrr. Fjöl­margir ólíkir þættir hafa jú áhrif á kosn­ing­ar. Þó er ljóst að þetta eru góðar fréttir fyrir lýð­ræði þar sem auð­veld­ara verður fyrir íbúa ríkj­anna að ganga til kosn­inga — og þá sér­stak­lega fyrir minni­hluta­hópa sem verða helst fyrir barð­inu á ströngum reglum um kosn­ing­ar. Ef þetta leiðir til auk­innar kjör­sóknar minni­hluta­hópa mun það eitt og sér hjálpa demókrötum — en ómögu­legt er að vita hvort það muni hafa nokkur áhrif á nið­ur­stöður kosn­ing­anna 2020.

Kjör­dæma­hag­ræð­ing

Helstu lang­tíma­á­hrif kosn­ing­anna 2018 verða þó ef til vill á sviði kjör­dæma­skip­an­ar. Árið 2020 fer fram opin­bert mann­tal í Banda­ríkj­unum — en það ger­ist á 10 ára fresti — og full­trúa­deild­ar­þing­sætum verður úthlutað milli ríkj­anna í sam­ræmi við fólks­fjölda. Vegna fólks­fjölda­breyt­inga munu New York og Ill­in­ois senni­lega tapa sætum en Texas og Flór­ída bæta við sig, svo dæmi séu tek­in. Í kjöl­farið mun ráða­mönnum í hverju ríki fyrir sig gef­ast tæki­færi til að teikna öll full­trúa­deild­ar­kjör­dæmi rík­is­ins upp á nýtt. Margir rík­is­stjórar og rík­is­þing­menn sem náðu kjöri í nýliðnum kosn­ingum verða enn við völd og munu koma að þessu skipu­lagi.

Þegar kjör­dæmin eru teiknuð upp á nýtt hafa ráða­menn til­hneig­ingu að teikna þau þannig að þau henti sínum flokki á kostnað hins flokks­ins. Það er ýmist gert með því að þjappa sem flestum kjós­endum and­stæð­ings­ins í eitt og sama kjör­dæmið eða með því að dreifa þeim milli sem flestra kjör­dæma þannig að þau verða stundum stórfurðu­leg í lag­inu. Athæfið er kallað gerrym­and­er­ing (sem hefur stundum verið þýtt sem kjör­dæma­hag­ræð­ing) og er ekki nýtt af nál­inni — það er raunar nefnt eftir Elbridge Gerry sem var rík­is­stjóri Massachu­setts 1810-1812.

Repúblikanar gjörsigr­uðu kosn­ingar víða í Banda­ríkj­unum árið 2010 og gátu því ákvarðað kjör­dæma­skipan fyrir full­trúa­deild­ina og rík­is­þing sér í hag. Þetta gerð­ist til dæmis með mjög afger­andi hætti í Ohio, Michig­an, Norð­ur­-Kar­ólínu og Penn­syl­vaníu. Demókratar eru ekki alsaklausir af athæf­inu — til dæmis eru kjör­dæmi Mar­yland með þeim verstu hvað varðar kjör­dæma­hag­ræð­ingu. Athæfið hefur þó á heild­ina litið gagn­ast repúblikönum umtals­vert á síð­ustu árum og hefur raunar aldrei verið jafn­öfga­fullt og í dag, meðal ann­ars vegna þess að nýlegar fram­farir varð­andi upp­lýs­inga­öflun um kjós­endur hafa auð­veldað ráða­mönnum að vita hvers konar kjör­dæma­skipt­ing hagn­ast þeirra flokki. Þetta leiddi til þess að demókratar þurftu að fá að minnsta kosti 5% fleiri atkvæði en repúblikanar á lands­vísu til að eiga mögu­leika á að ná full­trúa­deild­inni í ár. Til dæmis fengu demókratar rúm­lega 1% fleiri atkvæði á lands­vísu árið 2012 en aðeins 46% þing­sæt­anna. Þeim tókst tak­markið samt sem áður í nýliðnum kosn­ingum — demókratar virð­ast hafa fengið um 8% fleiri atkvæði á lands­vísu og um 54% þing­sæt­anna.

Núna er útlit fyrir breyt­ingar víða — í stað þess að stjórn­mála­menn sjái um end­ur­skipu­lagn­ingu kjör­dæmanna verður hún sums staðar í höndum óháðra eða þverpóli­tískra nefnda. Ferlið er nú þegar með þeim hætti í Kali­forn­íu, Arizona og Was­hington-­ríki svo dæmi séu tek­in. Í nýliðnum kosn­ingum sam­þykktu kjós­endur í Colora­do, Mis­so­uri, Michigan og Utah laga­breyt­ingar um slíkar breyt­ingar sem ættu að minnka líkur á kjör­dæma­hag­ræð­ingu í ríkj­unum — og í maí voru sams konar breyt­ingar sam­þykktar í Ohio. Í Penn­syl­vaníu höfðu breyt­ingar á kjör­dæma­skipan þegar gengið í gegn þökk sé nýlegum dómi í hæsta­rétti rík­is­ins. Demókratar fengu 53% atkvæða til full­trúa­deild­ar­innar í Penn­syl­vaníu og helm­ing þing­sæta sem er mikil breyt­ing frá síð­ustu kosn­ing­um: árið 2016 fengu demókratar 48% atkvæða en aðeins 27% þing­sæta. Ef þró­unin í öðrum ríkjum verður svipuð og í Penn­syl­vaníu gætu kom­andi kosn­ingar til full­trúa­deild­ar­innar orðið mun sann­gjarn­ari næsta ára­tug­inn og þing­sæti hugs­an­lega í meira sam­ræmi við atkvæða­fjölda en áður hefur ver­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None