Vælt yfir barnabók

Auglýsing

Síð­ustu viku höfum við upp­lifað fjaðrafok út af barna­bók. Ég ætla svo sem ekki að hella mér út í bar­áttu hjúkr­un­ar­fræð­inga fyrir við­ur­kenn­ingu á þeirra mik­il­væga starfi í þessum pistli enda eru þeir full­færir um það sjálf­ir. Mig langar að ræða við­brögðin við hóf­stilltri gagn­rýni þeirra. Og hér skrifar ekki hlut­laus áhorf­andi heldur barna­bóka­höf­undur þeirrar gerðar sem finnst barna­bækur með því mik­il­væg­asta í heimi.

Nokkur dæmi frá virkum í athuga­semdum við umfjöllun Vísis:

  • „Þvi­lik minni­mátt­ar­kennd í íslenskum konum enda­laust, vona að hún verði kærð fyrir þessa mynd­birt­ing­u.“

  • „Þaaað er bara hægt að væla yfir öllu í dag“

  • „Ótrú­leg leið­indi enda­laust, áfram fyrr og nú Birgitta Hauk­dal!“

  • „Ef þetta er það sem hjúkkur hafa tíma til að missa sig yfir þá held èg að þær hafi það bara gott.“

  • „Heitir þetta ekki SKÁLD­SKAPUR leng­ur??? Bók er EKKI raun­veru­leiki krakkar mín­ir...“

  • „Hvað er málið ? þétta er barna bók og er án efa góð bók fyri börn­in“

Einmitt. Konur væla og þetta er „bara barna­bók“. Dóm­stóll göt­unnar hefur tal­að.

Auglýsing

Við sem skrifum stundum fyrir börn (það er ekki hægt að hafa barna­bóka­skrif að aðal­starfi í landi þar sem aðeins 4500 börn fæð­ast á ári) og reynum að gera eins vel og við getum erum ekki alveg sam­mála. Við vitum að bækur okkar fara víða og hitta alls­konar börn, á ólíkum aldri og jafn­vel ólíkum tím­um. Við gerum okkur grein fyrir því að við höfum aðgang að óhörðn­uðum og oft áhrifagjörnum börnum og ung­lingum og með orðum okkar og myndum höfum við jafn­vel, þegar best tekst til, var­an­leg áhrif á barns­sál­ina. Okk­ur, eða öllu heldur bók­unum okk­ar, er hleypt inn í barna­her­berg­in, skóla­stof­urn­ar, inn í kósí­stund­irnar og upp í rúm fyrir svefn­inn. Ef við gerum okkar allra besta gerum við kannski ein­hver börn að betra full­orðnu fólki í fram­tíð­inni. Það er alla­vega morg­un­ljóst að hvorki Astrid Lind­gren né Guð­rún Helga­dóttir hafa gert heim­inn að verri stað.

Stundum er því haldið fram að það þurfi heilt þorp til að ala upp hvert barn. Það er rétt og við þurfum öll að gera skyldu okk­ar. Ábyrgð þess sem fær að tala við börn milli­liða­laust – kenna þeim, sýna þeim, fræða þau, kæta þau og græta, er mik­il. Það er ekki sjálf­gefið að fá slík tæki­færi og í því felst vald til áhrifa sem eng­inn ætti að van­meta. Það er nefni­lega ekk­ert „bara“ við barna­bæk­ur.

Í því ljósi er und­ar­legt hvað barna­bækur og barna­menn­ing fær oft litla og ófag­lega gagn­rýni. Sum síð­ustu ár hefur vart birst gagn­rýni um barna­bók í sumum dag­blöðum þótt flestir fjöl­miðlar virð­ist vera að taka sig á núna. Það er samt eins og eng­inn þori almenn­lega að taka fag­lega á barna­bókum og greina þær almenni­lega. Eins og höf­undar þeirra séu börn sem ekki megi særa. Höf­und­arnir eru þó í flestum til­fellum full­orðið fólk og mál­efna­leg gagn­rýni er ekki árás á höf­und­inn. Ár eftir ár koma líka út barna- og ung­linga­bækur hér á landi sem eru varla papp­írs­ins virði en eng­inn virð­ist taka eftir því fyrr en ein­hver „smá­at­riði“ eins og úreltar staðalí­myndir hjúkr­un­ar­fræð­inga eða rétt­læt­ing á kyn­ferð­is­of­beldi dúkka upp á sam­fé­lags­miðlum.

Barna­bókin hefur bæði verið í sókn og örlít­illi krísu nýverið – eins mót­sagna­kennt og það kann að hljóma. Aldrei hafa barna­bækur verið í meiri og harð­ari sam­keppni við aðra afþr­ey­ingu. Nú fá börn – sem áður hefðu stytt sér stundir með bók – spjald­tölvu eða síma í hend­urnar frá því þau eru pínu­lít­il. Þessi harða sam­keppni hefur þó líka verið brýn­ing og sjaldan hafa góðar barna­bækur verið betri. Barna­bóka­út­gáfa örþjóðar stendur þó sjaldn­ast undir sér og þá freist­ast sumir til að stytta sér leið. Það er víða spar­að. Stundum er yfir­lestri veru­lega ábóta­vant, umbrot við­van­ings­legt og mynd­skreyt­ingar keyptar af erlendum teiknurum sem búa í löndum þar sem verð­lag er lægra og lista­menn­irnir sætta sig við minna fyrir sína vinnu. Í bygg­ing­ar­iðn­aði er slíkt kallað félags­leg und­ir­boð. Barnið fær svo bók­ina og eng­inn pælir meira í því.

Bókin sem mest hefur verið til umfjöll­unar síð­ust daga er höf­unda­verk tveggja kvenna, texta­höf­undar og mynd­höf­und­ar. Engu að síður er bara einn „höf­und­ur“ kynntur til sög­unnar á kápu og aug­lýs­ing­um. Sá íslenski. Armensku kon­unn­ar, Ana­hit Aleqsani­an, sem teiknar mynd­irnar í bæk­urnar um Láru, er í engu getið á kápu bók­ar­inn­ar. Hún er ósýni­leg og þótt hennar sé vissu­lega getið á upp­lýs­inga­síðu bók­ar­innar er höf­und­ar­rétt­ur­inn skrif­aður á Birgittu Hauk­dal.

Armenskur teikn­ari er ekki endi­lega ómögu­leg­ur. Upp­runi hans myndi ekki skipta neinu máli ef hann væri að mynd­skreyta bók sem gerð­ist í geimnum eða í fantasíu­ver­öld. Hann væri líka senni­lega miklu hæf­ari en íslenskir teikn­arar til að mynd­skreyta barna­bók sem gerð­ist í Armen­íu. Þar er hann öllum hnútum kunn­ugur og þyrfti ekki að leggj­ast í gríð­ar­lega rann­sókn­ar­vinnu, eins og íslenskur teikn­ari þyrfti að gera, til að kom­ast skamm­laust frá verk­inu. En armenskur teikn­ari er ekki best til þess fall­inn að mynd­skreyta bók sem ger­ist á Íslandi og er skrifuð fyrir íslensk börn. Til þess þyrfti hann að vinna gríð­ar­lega rann­sókn­ar­vinnu eða heim­sækja land­ið. Fátt bendir til þess að sú rann­sókn­ar­vinna hafi verið unnin fyrir bæk­urnar um Láru þótt sjá megi örlitla fram­för í nýrri bók­un­um. Þegar gefnar eru út barna­bækur fyrir íslensk börn sem eiga að ger­ast hér á landi í sam­tím­anum verður mynd­heim­ur­inn að sýna það. Annars erum við að gefa ungu les­end­unum þau skila­boð að þeirra veru­leiki sé ekki nægi­lega merki­legur í sögu.

Níger­íski rit­höf­und­ur­inn Chimam­anda Ngozi Adichie segir frá því í fyr­ir­lestri sínum „The Dan­gers of a Single Story“ eða „Hættan við eins­leita sögu“ þegar hún, þá sjö ára göm­ul, fór að skrifa sög­ur, þá fjöll­uðu þær allar um hvít og blá­eygð börn sem sem átu epli, drukku engi­fer­öl, léku sér í snjónum og töl­uðu um veðrið og hve ljúft það væri ef sæist til sól­ar. Hennar eigin sögur end­ur­spegl­uðu því ekki hennar reynslu­heim heldur þær bresku og banda­rísku barna­bækur sem hún hafði aðgang að. Hún átt­aði sig ekki á því að bók­menntir gætu fjallað um börn eins og hana sjálfa, börn sem léku sér undir brenn­heitri sól, snæddu mangó og höfðu aldrei séð snjó.

Alveg eins og börnin í Nígeríu eiga rétt á barna­bókum um sig eiga íslensk börn rétt á að lesa bækur sem end­ur­spegla upp­runa þeirra og sam­tíma – ekki af því að þær séu betri en aðrar bækur (þótt góðar íslenskar barna­bækur séu sann­ar­lega á heims­mæli­kvarða) eða að Ísland sé betra en önnur lönd – það er það ekki.

Við eigum bara öll rétt á sögum um okkur og þess vegna gefum við út bækur á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None