Hinsegin Paradísin Ísland – eða hvað?

Auglýsing

Það heyr­ist oft að Ísland sé svo mikil hinsegin para­dís. Að hér búum við í svo miklu for­dóma­leysi að það sé nú ekk­ert mál fyrir fólk að vera það sjálft. Hinsegin fólk lifir því hér í því­líku yfir­læti, með öll þau félags­legu og laga­legu rétt­indi sem þau þurfa. Hverjum er ekki sama þótt að Gylfi Ægirs sé alltaf að æpa eitt­hvað um nekt­ar­sýn­ingar og typpasleikjóa? Við vitum öll að hann talar ekki fyrir sam­fé­lag­ið—ekki frekar en hann Jón Val­ur, sem klikkar nú ekki á að láta í sér heyra þegar hinsegin mál eru rædd á kommenta­kerfum lands­ins. En það er allt í lagi, vegna þess að við erum öll mætt ár hvert á Hinsegin daga með trans­fó­bíska frænda okkar og regn­boga­fánar eru í öllum glugg­um. Erum við ekki bara með þetta?

Fólk sem fylgist grannt með heims pólítík ætti að hafa orðið vart við ákveðið bakslag þegar kemur að mann­rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks. Víðs­vegar um heim eru ein­stak­lingar að kom­ast til valda sem eru svo sann­ar­lega ekki með vel­ferð hinsegin fólks í fyr­ir­rúmi og má þar helst nefna nýkjörin for­seta Bras­il­íu, Bol­son­aro, er stoltur af því að hata hinsegin fólk. Hvergi eru fleiri morð framin á trans fólki heldur en í Bras­ilíu og er því ómögu­legt að ímynda sér þann ótta sem hinsegin sam­fé­lagið lifir við þar í land­i. 

Það ætti ekki að hafa farið fram­hjá neinum að Don­ald Trump var kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna árið 2016, og hefur þegar byrjað að skerða rétt­indi hinsegin fólks, kvenna og ann­ara hópa þar í landi. Nýlega lak minn­is­blað úr her­búðum Hvíta húss­ins, en þar kom í ljós að fyr­ir­hug­aðar áætl­anir eru að breyta skil­grein­ingi á kyni, sem myndu kerf­is­bundið þurrka út til­vist trans og inter­sex fólks í laga­legum skiln­ing­i. 

Auglýsing

Í Bret­landi sætir trans fólk mjög fjand­sam­lega fjöl­miðla umræðu, þar sem áætl­unar um laga­breyt­ingar hafa væg­ast sagt valdið því að íhalds­s­öfl hafa risið upp á aft­ur­lapp­irnar og byrjað að beita sér gegn þeirra rétt­ind­um. Trans fólki er líkt við kynferf­isaf­brota­menn fyrir það eitt að vilja nota kló­sett sam­kvæmt eigin kyn­vit­und, trans fólk er sakað um það að tæla (e. groom­ing) ung börn í kyn­leið­rétt­ing­ar­ferli og hat­urs­glæpir hafa færst í auk­ana. Í mars síð­ast­lið­inn var 36 ára svört trans kona að nafni Naomi Hersi stungin til bana í Hunslow í Bret­landi.

En þetta er auð­vitað ekki að hafa nein áhrif hér á Íslandi, er það?

Laug­ar­dag­inn 10. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn var trans konu vísað út af skemmti­stað fyrir klæða­burð sem var ekki við hæfi, en haft var eftir starfs­fólki að þau gætu nú ekki „hleypt inn gaur í kell­inga­pels.“ Tveimur vikum áður var svo ráð­ist á trans konu á Lækj­ar­torgi fyrir það eitt að vera trans. Í júlí síð­ast­lið­inn fór Elmar Bjarna­son mis­fögrum orðum um trans fólk og sagði þau haldin geð­sjúk­dóm og reyndi að ýfa upp hræðslu gagn­vart þeirri þjón­ustu sem trans ung­lingum er veitt hér­lend­is.

Í laga­legum skiln­ingi er Ísland veru­lega farið að drag­ast aftur úr. Sam­kvæmt ILGA-E­urope regn­boga­kort­inu situr Ísland i 16. sæti með 52% af þeim laga­legu rétt­indum sem þarf að tryggja svo hinsegin fólk lifi við laga­legt jafn­rétti. Trans fólk er ennþá sjúk­dómsvætt innan íslensks heil­brigð­is­kerfis og „lög um rétt­ar­stöðu ein­stak­linga með kynátt­un­ar­vanda“ kveða á um að trans fólk þurfi að vera greint með „kynátt­un­ar­vanda“, sem er þýð­ing á nú úrelta hug­tak­inu „gender identity dis­order“ sem hefur svo síðan breyst í „gender dysphoria“ (ísl. kyna­ma) og nú nýlega í „gender incongru­ance“.

Sam­kvæmt íslenskum lögum þarf trans fólk að vera í form­legu ferli í að minnsta kosti 18 mán­uði og lifa í „gagn­stæðu kyn­hlut­verki“ (hvað svo sem það nú þýð­ir) í eitt ár áður en þau geta breytt um nafn og kyn á skil­ríkj­um, sem veldur ýmsum vanda­málum þegar trans fólk sækir sér þjón­ustu eða ferð­ast erlend­is. Lögin hafa fljótt orðið úrelt, en í nýj­ustu útgáfu ICD er það ekki lengur skil­greint sem geð­sjúk­dómur að vera trans. Nú hafa mál­efni trans fólks verið færð í kyn­heilsu kafla ICD og er sú þjón­usta veitt á þeim grund­velli að lifa í röngu kyni veldur fólki of miklum ama til að geta lifað mann­sæm­andi lífi. Þjón­ustan er því veitt á þeim grund­velli að hún sé lífs­nauð­syn­leg til að koma í veg fyrir djúp­stæðan ama og alvar­leg and­leg veik­indi og sjálfs­víg.

Rétt­indi inter­sex fólks hér­lendis eru eng­in, og þarf inter­sex fólk að sæta óaft­ur­kræfar og jafn­framt ónauð­syn­legar aðgerðir á kynein­kennum sín­um. Ein­ungis eru sárafá til­felli þar sem brýnar heilsu­fars­legar ástæður krefj­ast inn­gripa, en í lang­flestum til­fellum er um að ræða fegr­un­ar­að­gerðir eða aðgerðir til að normalísera kyn­færi fólks og/eða horm­óna­fram­leiðslu. Aldrei er um að ræða bara eina aðgerð og er inter­sex fólk gert háð heil­brigð­is­kerf­inu þar sem sárs­auka­fullar og lang­dregnar spít­ala inn­lagnir verða dag­legt brauð af barn­æsku þeirra og jafn­vel lífi þeirra almennt. 

Það hefur einnig eflaust ekki farið fram­hjá neinum að Ísland þarf að standa sig mun betur í mál­efnum hæl­is­leit­anda og flótta­fólks, en reglu­lega er fólki vísað úr landi þrátt fyrir að það sé í raun verið að senda fólk í lífs­hættu­legar aðstæð­ur. Þegar kemur að hinsegin fólki er lítið um reglu­gerðir eða lög sem sér­stak­lega verndar hinsegin fólk sem hæl­is­leit­endur eða flótta­fólk.

Það er því víða pottur brot­inn í íslensku sam­fé­lagi þegar kemur að félags­legum og laga­legum rétt­indum hinsegin fólks á Íslandi. Ef að Ísland vill halda í þá ímynd að vera fram­sækið og for­dóma­laust land, þá þarfum við svo sann­ar­lega að hífa upp um okkur bux­urn­ar. Tryggja þarf trans fólki aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu sem er í sam­ræmi við fremstu verk­lags­reglur og þjón­ustu á því sviði og þarf trans fólk að ráða sjálft yfir eigin örlög­um. Sömu­leiðis þarf að tryggja að inter­sex fólk sæti ekki óaft­ur­kræfar og ónauð­syn­legar aðgerðir og geti sjálft tekið ákvarð­anir um hvers konar – ef ein­hverjar – aðgerðir það vill und­ir­gangast, þegar það hefur aldur til.

Skólar lands­ins þurfa að stuðla að virkri hinsegin fræðslu og stof­an­anir þurfa að setja sér skýrar jafn­rétt­is­stefnur sem taka sér­stak­lega á hinsegin mál­efn­um, þar sem ekki er liðið mis­munun á grund­velli kyn­hneigð­ar, kyn­vit­und­ar, kyntján­ingar eða kynein­kenna. Tryggja þarf að starfs­fólk sem veiti þjón­ustu fái þjálfun og kunni til verka. Tryggja þarf að lög­regla taki á slíkum málum af vand­færni og þau séu jafn­framt tekin alvar­lega.

Þing­menn og starfs­fólk ráðu­neyta þurfa að beita sér fyrir laga­legum rétt­indum hinsegin fólks, og tryggja að þeirra raddir ráði ferð­inni og móti þau lög og reglu­gerðir sem þarf að laga til að tryggja hinsegin fólki laga­leg rétt­indi. Ekki er nóg að ein­ungis segj­ast ætla að breyta hlut­unum eða draga í efa mik­il­vægi breyt­inga, heldur þarf að sjá til þess að þær verði að veru­leika.

Það allra mik­il­væg­asta að mínu mati er að við sem sam­fé­lag tökum sam­eig­in­lega ábyrgð á for­dómum og mis­mun­un, og gerum okkar allra besta að berj­ast gegn þeim í okkar hvers­dags­lega lífi, á vinnu­stöðum og jafn­vel í jóla­boðum hjá trans­fó­bíska frænda okk­ar.

Ekki láta hinseg­in­fó­bíu líð­ast – láttu í þér heyra. Við þurfum á stuðn­ing þínum að halda, nú sem aldrei fyrr.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None