Le Corbusier og samtíminn

Auglýsing
La société désire violemment une chose qu ́elle obti­endra ou qu ́elle n’obti­endra pas. Tout est là; tout dépend de l ́ef­fort qu ́on fera et de l ́attention qu ́on accordera à des symptômes alar­m­ants. Architect­ure ou révolution. On peut éviter la Révolution.
Sam­fé­lagið er haldið ofsa­feng­inni þrá sem það fær, eða fær ekki, full­nægt. Á því veltur allt – á átak­inu og athygl­inni sem við veitum þessum váboð­um. Arki­tektúr eða bylt­ing. ­Bylt­ing­una er hægt að forð­ast.

Þannig hljóða síð­ustu orð Le Cor­busi­ers í bók hans Vers une architect­ure, sem ég þýði sem Til móts við arki­tektúr. Það skemmti­lega við þennan titil er að „arki­tekt­úr­inn“, bæði í titl­inum og í loka­orð­unum hér að ofan, er margræð­ur. Ef við höldum „til móts við arki­tekt­úr“ með Le Cor­busi­er, þýðir það þá að bygg­ing­arnar sem við höfum nú séu ekki arki­tekt­úr? Hvað eru þær þá? Og í fram­leng­ingu af því: Höfum við þá aldrei átt arki­tekt­úr? Og ef við höfum aldrei átt arki­tekt­úr, og bygg­ing­arnar okkar eru ekki arki­tektúr heldur eitt­hvað allt ann­að, ættum við þá að treysta þessum náunga, sem núna ætlar að sýna okkur arki­tekt­úr­inn sem við þráum svo mjög en höfum aldrei séð og vitum ekki hvað er?

Forsíða bókarinnar Vers une architecture eftir svissneska arkitektinn Le Corbusier. Myndin er af farþegaskipi.

Fyrsta enska þýð­ingin á titl­in­um, Towards a New Architect­ure, er alræmd fyrir að taka burt þessa margræðni; hér skautar þýð­and­inn fram­hjá vanda­mál­inu og lætur sem Le Cor­busier segi sem svo: „jú­jú, við eigum fullt af arki­tekt­úr, en sá arki­tektúr er úr sér geng­inn og okkur vantar sár­lega nýj­an.“ En það er ekki það sem Le Cor­busier seg­ir, hann segir bara að okkur vantar arki­tekt­úr, punkt­ur. Og þannig þurfum við að lesa bók­ina.

Þegar við gerum það, þá sjáum við þó að arki­tektúr hefur verið til. T.d. áttu Grikkir til forna, sam­kvæmt Le Cor­busi­er, arki­tekt­úr, sjálft Parþen­on­hof. Michaelang­elo skap­aði líka arki­tektúr í Róm síð­end­ur­reisn­ar­inn­ar. Le Cor­busier virð­ist líka sjá vísi að arki­tektúr í ýmsum nytja­hlut­um, s.s. bíl­um, flug­vélum og far­þega­skip­um, eins og því sem sjá má á for­síð­unni. Inn­við­irnir sem verk­fræð­ingar hanna, s.s. vegir og brýr, eru líka vísir að arki­tektúr. Fyrir honum eru allir þessir hlutir meira hluti af sam­tím­anum en arki­tektúr sama sam­tíma. Arki­tektar sam­tím­ans eru fastir í því sem hann kallar „stíl­un­um“, sem er ekki það sama og hinn eini og sanni „stíll“. Stíl­arn­ir, fyrir Le Cor­busi­er, eru „lyg­i“. Þeir leit­ast við að hylma yfir raun­veru­leik­ann í stað þess að hlut­gera hann. „Stíll“ – í ein­tölu – er aftur á móti eilíf­ur. Hann hlut­gerir aðstæður þess sam­fé­lags sem hann verður til í. Og ekki nóg með það; hann hlut­gerir sam­fé­lagið allt; fram­leiðslu­að­ferðir þess og verka­skipt­ingu, hug­myndir þess um alheim­inn og stöðu mann­eskj­unnar innan þess.

Frægasta opna arkitektúrbókmenntanna, úr Vers. Le Corbusier ber nýjustu frönsku sportbílana saman við Parþenonhof í Aþenu.

Sama hvað manni finnst um póli­tík Le Cor­busi­ers (sem var vafasöm— hann víl­aði t.d. ekki fyrir sér að leggja fram drög fyrir Vichy­stjórn­ina), þá felst í þess­ari hug­mynd, að arki­tekt­úr­inn eigi ekki að hylma yfir raun­veru­leik­ann heldur hlut­gera hann, póli­tísk ádeila á arki­tektúr sam­tíma hans, og jafn­vel okk­ar. Arki­tektúr á ekki að vera til betrum­bóta. Hann á ekki að „fegra hlut­ina“, svo gripið sé bók­staf­lega til íslensks orða­sam­bands, heldur á hann að „tala hreint út“, einmitt með því að gera not­endur hans með­vit­aða um eigin stöðu.

Auglýsing


Það er hægt að mis­lesa Le Cor­busier og segja að sam­kvæmt kenn­ingum hans geti bara verið ein útkoma í hverri stöðu, svipað og verk­fræð­ingur sem velur bara eina súlna­þykkt eftir að hann hefur ákvarðað hvað hún þarf að bera. Svo er ekki. Verk­fræð­ingur hefur úr mörgum burð­ar­kerfum og jafn­vel burð­ar­efnum að velja, og hvert þess­ara kerfa ber með sér eigin tján­ingu. Flug­vél þarf annað hvort að geta flogið eða ekki, en eftir að búið er að tryggja að hún geri það, þá hefur hönn­uð­ur­inn mikið rými til að láta hana „tjá“. Útlits­mun­ur­inn á orr­ustuflug­vélum stríð­enda seinni heims­styrj­ald­ar­innar er dæmi um þetta. Hlut­irnir segja alltaf eitt­hvað umfram það sem þeim er ætl­að, rétt eins og í tungu­mál­ið. Það er engin ein leið til að segja einn hlut, sama hversu ein­faldur hann er. Það sama má segja um hús. Eftir að búið er að leysa þarfa­plan, burð­ar­þol, lagn­ir, loft­ræst­ingu, hljóð­vist o.s.frv, þá er enn rými fyrir arki­tekt­inn til að láta það segja eitt­hvað.

Garabitbrú eftir franska verkfræðinginn Gustave Eiffel.

Þetta fær mig alltaf til að hugsa um atriðið í Sein­feld þar sem George Costanza útskýrir fyrir stefnu­mót­inu sínu, Siena (nei ekki vaxlitn­um) að kló­sett­pappír sé bara á einn veg – „pa­per on a roll“ – sem mun aldrei breyt­ast. Þegar hann segir Jerry og Elaine frá þessu segja þau hins vegar að þetta sé meiri vit­leysan—hægt sé að fá kló­sett­pappír í fleiri lit­um, fleiri þykkt­um, með ilm­efn­um, o.s.frv. Í þessu atriði spilar George hlut­verk góða módern­ist­ans, á meðan Jerry og Elaine eru blygð­un­ar­lausir póst­módern­ist­ar. Sem sagt – það er hægt að láta húsin okkar líta út hvernig sem við vilj­um, rétt eins og kló­sett­papp­ír­inn, svo lengi sem nokkrum grund­vall­ar­for­sendum sé full­nægt.

George Costanza heldur fyrirlestur um fagufræði klósettpappírs fyrir Siena í Seinfeld, þætti 109, „The Face Painter“.

Þannig má snúa þessu öllu á haus og setja ljós­leið­ara í torf­kofa (eins og kemur víst fyrir í ein­hverjum legend­ary Mið-Ís­land skets sem ég hef aldrei kom­ist í), eða klæða stein­steypt hús báru­járni og kvist­glugg­um. Og ef það er það sem fólk vill, sbr. íbúa­kosn­ing­una í Sel­fossi núna í ágúst, hlut­gerir þá ekki einmitt end­ur­byggða báru­járns­húsið á Sel­fossi, rétt eins og torf­kof­inn með ljós­leiðarann, ekki einmitt sam­tím­ann með öllum hans þver­stæð­um? Lítur kap­ít­al­ískt þró­un­ar­fé­lag ekki ein­fald­lega svona út í dag, í sett­legu báru­járns­húsi með 150 ára sögu með sér í liði? Búið að skipta stál­inu, gler­inu og jepp­anum fyrir báru­járn og reið­hjól?

I hear that you and your band have sold your guit­ars and bought turnta­bles/

I hear that you and your band have sold your turnta­bles and bought guit­ars/

… söng James Murphy í lag­inu sem drap indíið. Eru hvort tveggja arki­tektúr í bókum Le Cor­busi­ers, torf­kof­inn með ljós­leiðar­ann og báru­járns­klædda þró­un­ar­fé­lags­hús­ið?

Ég myndi segja að svo sé ekki, því það sem Le Cor­busier var að leita að var hið nýja í hverjum sam­tíma, hvort sem það var í þátíð eða nútíð. Ég end­ur­tek: „Sam­fé­lagið er haldið ofsa­feng­inni þrá sem það fær, eða fær ekki, full­nægt. Á því veltur allt á átak­inu og athygl­inni sem við veitum þessum váboð­um. Arki­tektúr eða bylt­ing. Bylt­ing­una er hægt að forð­ast.“ Le Cor­busier var eng­inn bylt­ing­ar­sinni, hann vildi jú forð­ast hana. En til að forð­ast félags­lega bylt­ingu þurfti að bylta aðstæð­um. Fyrir honum var arki­tektúr sam­tíma hans ófull­nægj­andi. Hann neit­aði honum um full­næg­ingu þrár­inn­ar. En hvað ef okkar sam­tími þráir bara for­tíð­ar­bæ? Eða bara að breyta borg okkar og bæjum í leik­myndir fyrir útlend­inga sem hingað sækja, svo lengi sem hann getur auðg­ast í leið­inni? Það er erfitt að finna svör við þessum spurn­ingum hjá Le Cor­busi­er, enda stendur oft varla steinn yfir steini í bók­inni. Hún er púður­tunna, en hún er ansi ójöfn, og oft brjál­æð­is­lega margræð. Það er betra að lesa hana eins og ljóða­bók en bók sem segir okkur hvernig arki­tektar eiga að hana.

En það er þó margt sem hún getur kennt okk­ur. Kannski fyrst og fremst það, að til hafi verið tími þegar til voru arki­tektar sem litu í kring um sig og hugs­uðu að það sem þeir sáu var ófull­nægj­andi, en leit­uðu ekki eftir fyr­ir­myndum úr for­tíð­inni, heldur að því sem var nýtt í for­tíð­inni. Le Cor­busier hefði aldrei komið til hugar að end­ur­byggja Parþen­on­hof, en það hindr­aði hann ekki í því að verja mörgum dögum í að mæla það og teikna, og verja í það heilum kafla í mest lesnu bók um arki­tektúr allra tíma, til þess að koma aftur til Par­ísar og hefja þar magn­að­asta höf­und­ar­verk 20. ald­ar­inn­ar. Þessi arki­tekt var and­stæða þess sem oft er talað um sem arki­tekt hins auða blaðs, núll­punkt­inn; þvert á móti eru fáir arki­tektar sem höfðu hugsað jafn mikið og hann hvað hægt væri að læra af sög­unni. Arki­tekt­ar, verk­takar, stjórn­mála­menn og þró­un­ar­fé­lög sam­tím­ans, hvar í heim­inum sem er, gætu lært ýmis­legt af því.

Úr skissubók Le Corbusiers af Parþenon þar sem það trónir yfir Akrapólishæð.

Höf­undur hefur unnið lús­hægt að þýð­ingu bók­ar­innar Vers une architect­ure í nokkur ár og bráð­vantar útgef­anda. Bók­ina má nálg­ast í fullum rétti á hinum magn­aða vef franska þjóð­ar­bóka­safns­ins, Gall­ica, hér.

Við vinnslu þess­arar greinar not­ast höf­undur við útgáf­una á vef Gall­ica: Le Cor­busi­er: Vers une architect­ure. 11. útg. Paris: Les éditions G. Crès, 1925 (1923).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None