Fyrst árþúsund, síðan öld, svo hátíðisdagur – og frelsisvilji allan tímann

Daninn Troels Jensen skrifar um reynslu sína á Íslandi.

Auglýsing

Fyrir mörgun árum varð ég fyrir upp­lifun sem leiddi til ástríðu sem hefur fylgt mér alla tíð.

Ég man ennþá eftir kvöld­inu sem ég varð fyrir þess­ari upp­lif­un. Ég man ekki dag­setn­ing­una en ég man eftir útsend­ing­unni í danska sjón­varp­inu. Þetta var á miðjun níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Það var þáttur á hverjum laug­ar­degi sem var stýrt af tveimur vel þekktum mönn­um, á besta tíma. Fyrri hlut­inn hét: „Schyy, det er lør­dag“ og síð­ari hlut­inn „Schyy, mor sover.” Í beinni þýð­ingu á íslensku mundi þetta útleggjast: „Uss, það er laug­ar­dag­ur”. og „Uss, mamma sef­ur”. Á milli þátta­brot­anna var sýnd kvik­mynd.

Í einni af útsend­ing­unum heim­sótti Hans Otto Bis­gård, annar þátta­stjórn­enda, þáver­andi Ung­frú alheim. Þau hitt­ust þar sem hún sat í sand­kassa og lék sér við börnin í kring og sýndi honum höf­uð­borg­ina sína. Hófí Karls­dóttir sýndi honum Reykja­vík!

Auglýsing

Það gekk á með regni, þurrki, stormi, logni og öllu þar á milli.

Það vakti upp minn­ingu hjá mér úr æsk­unni. Faðir minn starf­aði sem skóg­ar­höggs­maður og eftir að hann kom heim einn dag­inn, var hann að hlusta á veð­ur­spána fyrir sjó­menn. Móðir mín var í eld­hús­inu að baka og und­ir­búa kvöld­mat­inn. Veðrið var svo­lítið eins og íslenska veðrið í þætt­inum og í minn­ing­unni var ég mjög örugg­ur.

Mér fannst ég verða að fara þang­að! En eng­inn vildi fara með mér og því miður trúði ég því, þegar mér var sagt að syk­ur­sýkin mín gerði mér það ómögu­legt að fara ein­sam­all.

Ég hélt áfram að tala um það hins­veg­ar.

Á tíunda ára­tugnum varð ég fyrir annarri upp­lif­un.

Ég heyrði í þess­ari dul­ar­fullu tón­list­ar­konu. Frá Íslandi.

Tón­listin höfð­aði ekki til mín og ég vildi ekki trúa því að hún væri íslensk. En það breytt­ist um leið og ég varð hel­tek­inn af Íslandi. Og það var fleira sem hafði hel­tekið mig.

Ég ók ásamt frænda mínum til suð­ur­hluta Dan­merkur og yfir landa­mær­in. Við hittum fjöl­skyldu hans. Við höfðum ætlað okkur að fara í þýskan stór­markað að kaupa sæl­gæti og öl. En vegna páska­há­tíð­ar­inn­ar, höfðu þau lokað snemma á föstu­degi.

Við keyrðum því næst heim til systur hans til þess að heim­sækja upp­kom­inn son henn­ar. Við fengum okkur nokkra bjóra og ákváðum að gista þar. Þau bjuggu nálægt landa­mær­unum svo við ákváðum að fara yfir landa­mærin næsta dag.

Meðan við sváfum byrj­aði útvarps­klukka að spila lag. Sem betur fer gat ég ekki slökkt á því. Ég hrökk upp við full­komna lag­línu á kyrrum morgni.

Björk var að leika „Venus as a boy“. Það var eins og ég hefði verið hnepptur í álög. Skömmu síðar leit ég út um glugg­ann. Sólin var að rísa hinum megin við húsið og varp­aði birtu á trjátopp­ana. Og dagg­ar­dropar héngu enn á gras­inu.

Ég varð að finna geisla­disk með Björk!

Ég fann hann ekki í þýska stór­mark­að­inum eða nálægri plötu­búð. En strax morg­un­inn eftir páska­há­tíð­ina keypti ég hann í tón­list­ar­búð­inni í hverf­inu mínu, í norð­ur­hluta Dan­merk­ur. Ég varð mik­ill aðdá­andi Bjark­ar. Ég var nú þegar mik­ill aðdá­andi Íslands.

Á síð­ari hluta tíunda ára­tug­ar­ins, hafði syk­ur­sýkin og með­ferðin við henni, eða öllu heldur skortur á með­ferð, sínar afleið­ing­ar. Ég missti sjón­ina og varð blindur snemma árið 1998.

Bræður mínir heim­sóttu mig á spít­al­ann í Kaup­manna­höfn, sem er stað­settur hinum megin á land­inu frá heim­ili mínu.

Þegar elsti bróðir minn var þar, sagði ég honum að ég hefði aldrei séð Ísland og hann sagði: „Nei, þú hefðir átt að fara þangað …“

Síðar fann ég kær­ustu. Og ég fann að draum­ur­inn var enn á líf­i. Í októ­ber 1999 gift­umst við og í kjöl­farið ákváðum við að heim­sækja landið í norðri.

Árið 2002 sigldum við með Nor­rænu til Íslands með við­komu í Fær­eyj­um!

Við vorum á Íslandi í þrjár vik­ur. Og hún var heilluð af mörgu af því sem fyrir augu bar. Og þrátt fyrir blind­una var ég fær um að sjá feg­urð þessa stað­ar.

Fríið á Íslandi gaf Norð­ur­-Atl­ants draumnum mínum byr undir báða vængi. Mig dreymdi um að búa þar um tíma. Ég tal­aði mikið um þennan draum við konu mína og lét mig dreyma um að við gætum bæði unnið þar. Hún var bóka­safns­fræð­ingur með mik­inn áhuga á menn­ingu. Nor­ræna húsið væri kjör­inn staður fyrir hana, hugs­aði ég. En þeim draum var ekki ætlað að end­ast.

Ári eftir að ég kom heim úr frí­inu í norðri, sneri syk­ur­sýkin lífi mínu á hvolf á ný.

Í þetta sinn var það nýrað mitt sem hún var á hött­unum eft­ir. Hún varð til þess að hækka blóð­þrýst­ing­inn, blóðið mitt var síður fært um að flytja súr­efni sem gerði mig veik­burða.

En bræður mínir voru aftur til staðar … mér var boðið nýra.

Sjötta sept­em­ber 2005 fékk ég líf­færa­gjöf. Nýra elsta bróður míns reynd­ist vera „per­fect match”.

Hann sá að ég bragg­að­ist smátt og smátt. Og ég fann það sjálf­ur. En það var meira í vændum …

Þegar ég kom heim frá spít­al­an­um, tjáði konan mín mér að hún vildi skilja við mig.

Ekki löngu síðar hafði yngsti bróðir minn sam­band við mig og skýrði frá því að hann og konan hans væru að skilja.

Svo sá elsti af okkur gat ekki unnið í nokkurn tíma, þar sem hann hafði gefið mér annað nýrað sitt, sá næstelsti átti erfitt með að sinna starf­inu sínu þar sem hann var að ganga í gegnum skiln­að, ég gat ekki unnið þar sem ég var að jafna mig eftir líf­færa­gjöf og skiln­að. Og yngsti bróð­ir­inn hafði komið í veg fyrir slag á bar … sem kost­aði hann hand­leggs­brot á fjórum stöð­um. Hann braut hönd­ina á hurð … en náði að koma í veg fyrir slag á milli tveggja ann­arra … svo hann gat ekki heldur farið að vinna. Móðir okkar átti fjóra fatl­aða syni en hún var auk þess að sinna veikum föður okk­ar. Hann var með slæm lungu eftir að hafa reykt í mörg ár.

Sex mán­uðum síðar fellur faðir okkar frá, svo sex manna fjöl­skyldu, allir með maka, fækk­aði niður í fimm, þar sem þrír bjuggu ein­ir.

En lífið heldur áfram og draum­arnir líka.

Mig lang­aði ennþá til þess að kynn­ast land­inu í norðri.

Árið 2008 tjáði yfir­maður minn mér að það væri ekki vinna fyrir mig í verk­smiðj­unni. Kannski eina skiptið sem hann rak ein­hvern sem sagði brand­ara sem fékk hann til að skella upp úr á meðan upp­sagn­ar­sam­tal­inu stóð.

Ég reyndi að finna mér aðra vinnu í kjöl­farið en efna­hag­skreppa gerir blindum manni ekki auð­velt fyrir að finna vinnu svo ég ákvað að elta annan draum. Ég reyndi að kom­ast inn í háskóla, tæp­lega fer­tugur að aldri … en mér var hafn­að. Þetta var árið 2009. Ég bætti síðan ein­kunn­irnar mínar úr mennta­skóla. Og árið 2011 byrj­aði ég í lög­fræði við Árósa-há­skóla.

Síðan komst ég að því að ég gæti blandað draumum mínum sam­an. Fyrst með því að fara til Reykja­víkur í fimm daga, til að sækja Icelandic Airwa­ves árið 2011. Og hlusta á Björk í Hörpu. Frá­bær tón­list­ar­kona í frá­bæru tón­list­ar­húsi. Síðar með því að fara í skipti­nám … til Íslands.

Stór og gal­inn draumur var að verða að veru­leika, nú meira en nokkru sinni áður!

Mig lang­aði til þess að læra þarna í eitt ár. Það kall­aði á und­ir­bún­ing …

Það var mikil hjálp af Blindra­fé­lag­inu. Og svo voru það Íslend­ing­arn­ir.

Til þess að geta flutt inn í íbúð­ina, sem ég var að leigja á Stúd­enta­görð­un­um, reyndi ég að finna aðstoð­ar­mann­eskju. Ég spurði fyrst elsta bróður minn, sem var búsettur á Græn­landi á þessum tíma, en það gekk ómögu­lega fyrir hann. Ég skrif­að­ist á við fyrr­ver­andi vinnu­fé­laga úr verk­smiðj­unni. Hún var hætt að vinna og hafði því tíma en einnig löngun til að sjá nýja staði. Hún var fædd í Frakk­landi, hafði verið gift Dana, var núna ekkja með upp­komna syni.

Hún hjálp­aði mér fyrstu dag­ana af draumnum mín­um. Við Nicole bjuggum saman í níu daga í Blindra­fé­lag­inu, keyptum hús­gögn og annað sem þurfti fyrir íbúð­ina á Stúd­enta­görð­un­um.

Síðan sýndi Vala hjá Blindra­fé­lag­inu mér leið­ina frá stúd­enta­í­búð­inni minni yfir í Háskól­ann og veitti mér leið­sögn um háskóla­svæð­ið.

Og ég hitti Elviru og Helga. Kenn­ar­ana. Og fullt af nem­end­um. Ég fann fyrir stóra draumnum og fannst eins og ég gæti verið vak­inn upp frá þessum óraun­veru­lega draumi hvenær sem er.

Und­ir­bún­ing­ur­inn og fyrstu vik­urnar gáfu góða raun.

Um haust­ið, áður en ég fór til Reykja­vík­ur, spurði ég móður mína hvort hún myndi heim­sækja mig. Hún svar­aði: „Nei, ég er flug­hrædd.” Ég reyndi að róa hana niður með því að segja: „Engar áhyggj­ur. Þú munt koma niður aft­ur.”

Það bar ekki árangur …

Ég hugsa að þetta hafi verið til­raun til þess að halda mér heima við. En það bar ekki heldur árang­ur.

Þegar ég var að hugsa um að fara einn til Íslands í jan­ú­ar, tal­aði félagi minn inn á það þar sem við renndum um bæinn á reið­hjóli fyrir tvo.

Svo ég ákvað að fara.

Ég skemmti mér kon­ung­lega þar. Að ferð­ast frá Egg­erts­götu yfir í Háskól­ann á hverjum morgni, hitta nem­endur frá gjör­vallri Evr­ópu, öllum heim­inum raun­ar, kynn­ast spænska kenn­ar­anum sem valdi Ísland vegna ástar sinnar á íslenskum manni og að hitta íslenska kennar­ann sem valdi lög­fræði yfir skák. Og eign­ast marga góða vini og minn­ing­ar.

Á einum af þessum storma­sömu dög­um, meðan ég var á heim­leið og stóð við Ara­götu, ofan á hrúgu af snjó sem skildi að göt­una og gang­stétt­ina, stopp­aði bíll.

Það var Magnús Steph­en­sen frá háskól­an­um.

„Ég skal keyra þig heim,“ sagði hann í gegnum vind­inn. Þegar ég var kom­inn inn í bíl­inn muldr­aði hann: „Stundum ættir þú að nota þessa fjár­ans leigu­bíla!“

Síðan gaf hann mér mesta hrós sem ég hef nokkurn tím­ann fengið frá Íslend­ingi.

„Þú hlýtur að hafa ein­hvers konar „vík­inga-­gen“.

Ég er ekki frá því að ég hafi hækkað um nokkra senti­metra.

Frá því að halda að draum­ur­inn væri búinn, bjó ég þess í stað í 101 Reykja­vík, ég var að læra lög­fræði á Íslandi, ég var með íslenskt síma­númer og meira að segja íslenska kenni­tölu.

Áður hafði ég séð, á heima­síðu danska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, að það væri mögu­legt að heim­sækja danska sendi­ráðið á Íslandi, meðan maður væri í námi.

Ég hafði lesið að öku­skír­teini væri kost­ur. Ég var ennþá með mitt, en það var ekki hægt að nýta það þar sem ég var blind­ur. Ég skrif­aði bréf til sendi­ráðs­ins, en var tjáð að það væri ekki mögu­leiki að fara þangað vegna skipti­náms, en þegar ég kann­aði hvort ég gæti komið á stað­inn að heilsa upp á starfs­fólk­ið, var það vel­kom­ið.

Dag einn þar sem ég var á leið í sendi­ráð­ið, sendi sendi­herr­ann starfs­nem­ann sinn upp í Háskóla til þess að sækja mig. Ég hugs­aði með mér að ef það væri send lím­mósína, mundi ég biðja ein­hvern að taka mynd af mér að fara upp í bíl­inn og svo mundi ég senda mynd­ina á Face­book-­vegg­inn minn með yfir­skrift­inni: „Fljótur upp á topp­inn á Ísland­i”. Starfs­nem­inn renndi upp að Háskól­anum í fjór­hjóla­drifnum bíl. Trú­lega öllu þjóð­legri bíll. Þegar við komum í sendi­ráðið var ég boð­inn vel­kom­inn af öllu starfs­fólk­inu og sögð saga húss­ins og saga fyrstu dönsku sendi­herr­anna á Íslandi.

Sendi­herr­arnir á milli 1918 og 1944 voru ekki skip­aðir og veitt mót­taka á sama hátt og venju­lega. Venju­lega hefði kon­ungur sent sendi­herra frá Dan­mörku og kon­ung­ur­inn, for­set­inn eða keis­ar­inn myndi taka á móti sendi­herr­anum í því landi sem sendi­herr­ann myndi starfa.

En þar sem kon­ung­ur­inn var sá saman á Íslandi og í Dan­mörku, fyrstu tæp 25 árin, var það danski for­sæt­is­ráð­herr­ann sem lét skipa sendi­herra frá Dan­mörku og íslenski for­sæt­is­ráð­herr­ann tók á móti sendi­herr­anum á Íslandi.

Mér var líka sagt að þetta væri sama bygg­ing sem hýsti sendi­ráðið þá og nú. Áður en þetta varð sendi­ráð var bygg­ingin í einka­eigu. Sem þýðir að hún var meira en 100 ára göm­ul.

Mette, danski sendi­herr­ann og starfs­fólk henn­ar, voru öll mjög stolt af því að vera full­trúar Dan­mörku á Íslandi, ég fann að þau báru ekki aðeins sterkar taugar til þess ríkis sem þau voru full­trúar fyr­ir, heldur einnig til rík­is­ins sem þau störf­uðu inn­an.

Dan­mörk getur verið stolt af starfs­fólk­inu sem vinnur þarna og Ísland og Íslend­ingar búa að góðu fólki þegar kemur að sam­skiptum milli ríkj­anna tveggja. Og íslenska starfs­fólkið var mjög vina­legt. Og trygg­lynt gagn­vart báðum ríkj­u­m. ­Síðar sama dag fór ég í Nor­ræna hús­ið, til að hlýða á kvik­mynda­um­fjöllun frá danskri konu.

Þegar ég kom inn um dyrnar á hús­inu, mætti ég konu sem sagði: „Hæ, Troels.“ Ég svar­aði: „Hæ Mette.“ Ég hafði hitt danska sendi­herr­ann á ný. Ég rakst einnig á Gunnu frá sendi­ráð­in­u. ­Mette kynnti mig fyrir for­stöðu­manni Nor­ræna húss­ins og kynni mynd­ar­inn­ar.

Danska sendi­ráðið hafði und­ir­búið kvik­mynda­sýn­ing­una. Ég átti frá­bæran dag.

Í sendi­ráð­inu hafði ég sögu til að segja starfs­fólk­inu. Einn af fyrstu dög­unum sem ég var á Íslandi með Nicole, vorum við að keyra um í Reykja­vík. Nicole segir skyndi­lega við mig: „Ég veit ekki hvert við erum að keyra en það er fal­legt hérna, svo höldum áfram og sjáum hvar við end­um.“

Við end­uðum nálægt, Nicole ákvað að taka myndir og fór út úr bíln­um.

Ég steig einnig út úr bílnum og heyrði í bíla­út­varpi nálægt okk­ur. Ég bank­aði á bíl­rúð­una og bíl­stjór­inn opn­aði hurð­ina. Ég spurði hann, á ensku, hvað þessi staður héti. Hann skyldi ekki ensku.

Ég próf­aði þá að spyrja hann á dönsku. Hann skyldi ekki dönsku held­ur.

Þá ákvað ég að prófa að tala með lát­bragði. Hann skildi hvað ég átti við og svar­aði: „Ís­land.”

Og ég hélt við værum týnd en við vorum nákvæm­lega þar sem við áttum að vera. Mað­ur­inn í bílnum gat ekki skilið mig en hann gerði samt sem áður allt sem hann gat til þess að hjálpa. Hann gerði ekki aðeins sitt besta, heldur afsak­aði sig á meðan ég þakk­aði honum fyrir og sett­ist inn í bíl­inn þegar Nicole var búin að ná mynd­un­um.

Þegar ég lít til baka, þá held ég að nákvæm­asta lýs­ingin sem ég fékk á Íslend­ing­um, var á fyrsta ferða­lag­inu mínu til Íslands.

Eig­andi „gisti­heim­ils­ins við flug­völl­inn“ sagði: „Ef þú endar uppi á eyði­eyju með einni ann­arra mann­eskju, ertu hepp­inn ef sú mann­eskja er frá Íslandi, því þú munt lifa af.“ Og svo hélt hann áfram: „Það er aðeins einn vandi við Íslend­ing­inn … hann mun senni­lega leggja þig sér til munns, því það er það eina sem þú nýt­ist til í hans huga.“

Stolt, vin­gjarn­leg og ein­stak­lings­hyggju­fólk. Og það er ástæðan fyrir því að þið eruð sjálf­stætt ríki og stór ástæða fyrir áhuga mín­um.

Eftir að ég flutti aftur til Dan­merk­ur, hef ég heim­sótt Ísland í nóv­em­ber 2016 til að njóta Airwa­ves-há­tíð­ar­inn­ar. Ég bjó hjá vini mínum Eiríki og börnum hans, ég hitti Magnús við háskól­ann, heim­sótti Blindra­heim­ilið og hitti Bea­te.

Næsta heim­sókn mín var á 100 ára afmæli full­veld­is­ins. Og von­andi mun ég hitta gamla og nýja vini meðan á dvöl­inni stend­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar