Í dag er Alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Til hamingju með
daginn. Fyrir 70 árum síðan þann 10. desember 1948 klukkan þrjú að nóttu samþykktu
Sameinuðu þjóðirnar á allsherjaþingi í París Mannréttindayfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna. Enn í dag er þessi yfirlýsing mesta viðurkenda
yfirlýsing um mannréttindi og undirstaðan í alþjóðlegum mannréttindakerfum og
undanfari alþjóðlegra mannréttindasáttmála.
Það gerðist eitthvað þetta kvöld á allsherjaþingi sameinuðu þjóðanna sem ekki hafði gerst áður. Allir fulltrúar þingsins risu á fættur og fögnuðu kvenkyns fulltrúa þingsins, frú Eleanor Roosevelt. Hún var kona sem barðist fyrir þessum réttindum og barðist fyrir mannréttindi og jafnrétti næstum allt sitt líf þrátt fyrir því að vera hvít kona frá háttsettri fjölskylda í Bandaríkjunum.
Að mínu mati var frú Eleanor Rooselvelt ein mikilvægasta kona sem hefur verið til og leiddi vinnuna sem skilaði okkur þessari merkilegu yfirlýsingu, ef hennar hefði ekki notið við er óvíst hvenær þessi yfirlýsing hefði komið til. Það var ekki auðvelt að leiða saman ólík viðhorf og kröfu vegna skilgreiningu á mannréttindum. Frú Roosevelt var drifkraftur bakvið þessa miklu vinnu. Við gerð samningsins var nefndin keyrð áfram og á 14 dögum vann nefndin 16 tíma á dag til að klára samninginn. Það er sagt að sum þeirra fóru með bænir til hins látna Franklin D. Roosevelt „O Lord, make Eleanor tired!“
Mannréttindayfirlýsin Sameinaða þjóðanna er ekki bara stefna heldur einnig gildi, hvatning og ákall gegn óréttlæti og grundvallarforsenda frelsisbyltingu svo sem hjá Dr. Martin Luther King í bandaríkjunum, Lech Walesa á Pólandi og Nelson Mandela í Suður Afríku. í dag er yfirlýsingin grunnvallar atriði um réttindi meðal mannkyns og er notuð sem einhvers konar mælikvarði hjá Sameinaðu þjóðunum, ríkisstjórnum víða um heim og félagssamtökum í þeirra réttindabaráttu. Hér á Íslandi er það forsenda fyrir bestu breytingu sem var gerð í okkar eigin gildandi stjórnarskrá, að mínu mati.
Innihald Mannréttindayfirlýsingu Sameinaða þjóðanna hefur jafn mikið gildi í dag og árið 1948. Þá voru menn að leita leiða til að vinna úr afleiðingum seinni heimstyrjaldar í Evrópu og norður Afríku, baráttu fyrir jafnrétti og borgalegum réttinda í bandaríkjanum, aðlögun og sjálfstæði nýlendanna í Asíu, uppgang kommúnisma í austur Evrópu. Heimurinn þurfti leiðsögn og skýrar leikreglur um hvernig ætti að varðveita réttindi hvers og eins.
Nú á tímum höfum við aldrei séð eins margt fólk á flótta og samhliða því er uppreisn meðal þjóðernis poppulista einnig að fjölga. Við heyrum sögur um þrælahald og mannsal, frelsi fjölmiðla og tjáningarfrelsi á víða undir högg að sækja þrátt fyrir komu Internetsins. Hinsegin fólk eru víða ófsótt , stríð og innrás erlendra hera, tilraunir til þjóðarmorðs meðal íbúa Rohingjya í Míanmar, Yemeni af Sádum og Palestínum af Ísrelum. Þá höfum við séð að #Metoo hefur ekki skilað okkur því kynja jafnrétti sem við viljum hafa.
Leiðtogar eins og Donald Trump, Valdimar Putin og Viktor Orban virðast sniðganga mannréttindi á mörgum sviðum í þágu eigin ágæti og þjóðernishyggju. Friðsöm herlaus lönd eins og Ísland á að vera fremst í röð meðal þjóðanna þegar um er að ræða mannréttindi. Á mörgum sviðum erum við að standa okkur mjög vel en við megum ekki sofna á verðinum. Við þurfum ekki að horfa lengra en umræður í tengslum við stóra klausturmálið, frásagnir kvenna af erlendum uppruna í tengslum við #Metoo byltingu, lesa sögur frá Fólkinu í Eflingu eða hlusta á málflutning hjá varaþingmanni Miðflokksins Jón Þór Þorvaldssyni þann 3. desember til að sjá að hér lifa ekki allir með reisn og ekki allir sem virða rétt annara til að lifa með reisn.
Nú höfum við fengið tækifæri, þar sem Ísland hefur nýlega tekið við embætti varaforseta Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Við eigum að vera stolt af þeim mannréttindabaráttum sem við höfum sigrað og viðurkennum að þökk sé Mannréttindayfirlýsingu Sameinaðu þjóðanna.
Eleanor Roosevelt var mjög stolt af hlutverki sínu við að móta Mannréttindayfirlýsinguna, en hún var alltaf mjög jarðbundin kona. Hún vissi að orð á blaði væri ekki nóg til að tryggja mannréttindi, að alvöru áskorunin lá hjá þeim sem báru ábyrgð á að fylgja eftir innihaldi yfirlýsingarinnar. Hún var þekkt fyrir að minna fulltrúa sameinaða þjóðanna á ábyrgðinni við að blása líf í þeim orðum og gildum sem þau samþykktu. Hún sagði að ábyrgð allra lægi í „að lifa og vinna að frelsi og réttlæti fyrir hvern mann barn í okkar eigin löndum“. Hún lifði eftir þessi áskorun og lagði sig fram við að vera fyrirmynd sem ég tel á geti verið innblástur margra í dag.
Ég hvet alla að gefa sér örfáar mínútur til að lesa inngangsorð og 30 stutt og innihaldsríkar greinar í Mannréttindayfirlýsingunni og njótið dagsins vitandi að þessi yfirlýsingu er forsenda fyrir að varðveita þín réttindi.