Stéttagreining Gylfa Zoega: Götótt en gagnleg

Auglýsing

Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, skrifar um stéttir og stétta­bar­áttu í nýjasta hefti Vís­bend­ing­ar.

Megin boð­skapur Gylfa er sá, að klass­ísk stétta­grein­ing eigi ekki lengur við á Íslandi og að kjara­bar­átta launa­fólks sé dæmd til að mis­heppn­ast.

Hvoru tveggja er kol­rangt. Gylfi sýnir raunar sjálfur að fyrri stað­hæf­ingin er röng og ég mun sýna hér á eftir að sú seinni á ekki heldur við rök að styðj­ast.

Samt er margt gagn­legt í grein Gylfa Zoega.

Höf­uð­stétt­irnar end­ur­skýrðar að óþörfu

Í stétta­grein­ingu sinni segir Gylfi, að í stað þess að íslenska þjóðin skipt­ist í fjár­magns­eig­end­ur og arð­rænt launa­fólk (eins og Marx útli­staði á 19. öld), þá sé önnur stétta­skipt­ing komin til sög­unn­ar.

Þjóðin skipt­ist nú í þá sem geta farið inn og út úr íslenska gjald­miðl­in­um og hina sem eru fast­ir.

Auglýsing
Hér er stóra gatið á grein­ingu Gylfa. Þetta eru nefni­lega ­sömu hóp­arn­ir og Marx tal­aði um!

Gylfi hefur ein­ungis breytt um nafn eða skil­grein­ingu á höf­uð­stétt­un­um.

Það eru einmitt fjár­magns­eig­endur sem geta farið inn og út úr krónu­hag­kerf­inu en almennt launa­fólk er fast í viðjum þess og tapar bæði á upp­sveiflu og nið­ur­dýf­um.

Gylfi lýsir ágæt­lega fyr­ir­komu­lagi fjár­mála­kerf­is­ins, þar sem yfir­stétt fjár­magns­eig­enda býr við algera for­rétt­inda­stöðu, geta braskað með krón­una og grætt bæði á nið­ur- og upp­sveiflum geng­is­ins. En almennt launa­fólk er fast í krónu­hag­kerf­inu og borgar brús­ann – lætur brask­ar­ana arð­ræna sig (t.d. með geng­is­fell­ingum og alltof háum vöxt­u­m).

Það er rík­is­valdið sem hefur komið þessu kerfi á og Seðla­bank­inn hefur stærsta hlut­verkið við að stýra því frá degi til dags.

En þessi for­rétt­indi sem Gylfi lýsir eru bara hluti af því hvernig yfir­stéttin hefur með aðstoð stjórn­mála nýfrjáls­hyggj­unnar gengið erinda yfir­stéttar fjár­magns­eig­enda (at­vinnu­rek­enda og stór­eigna­fólks) en fórnað hags­munum almenns launa­fólks.

Og það er ekki bara á fjár­mála­mark­aði sem búið er að byggja for­rétt­inda­kerfi fyrir fjár­magns­eig­end­ur. Skoðum skatt­kerfið líka.

Skatt­kerfi yfir­stétt­ar­innar og skatt­kerfi almenns launa­fólks

Hið sama á við í skatta­mál­un­um. Yfir­stétt­in, sem hefur stóran og jafn­vel stærstan hluta tekna sinna í formi fjár­magnstekna, býr við for­rétt­inda­skatt­kerfi með mun lægri álagn­ingu en vinn­andi launa­fólk og líf­eyr­is­þeg­ar.

Fjár­magnstekju­skatt­ur­inn er skatt­kerfi yfir­stétt­ar­innar (22% álagn­ing núna) en almennt launa­fólk greiðir mun meira af launa­tekjum sínum í almennan tekju­skatt.

Lág­launa­maður sem bætir við sig 100 þús­und krónum á mán­uði með strit­andi auka­vinnu greiðir 36,9% í tekju­skatt af þessum auka­tekjum sínum þegar fjár­magns­eig­andi greiðir ein­ungis 22% skatt á við­bótar fjár­magnstekjur sínar (óháð upp­hæð).

Fyrir árið 1996 var hins vegar sama álagn­ing á fjár­magnstekjur og launa­tekjur vinn­andi fólks. Sam­kvæmt hug­myndum nýfrjáls­hyggju­manna var talin þörf á að lækka skatt­lagn­ingu fjár­magnstekna og var sú lækkun greidd með hækk­uðum álögum á lægri og milli launa­tekjur.

Lægri álagn­ing á fjár­magnstekjur en aðrar tekjur jafn­gildir styrk stjórn­valda til fjár­magns­eig­enda sem hafa miklar fjár­magnstekj­ur. Það er styrkur sem er miklu meiri í millj­örðum talið en t.d. sú upp­hæð sem stjórn­völd láta af hendi rakna í barna- og vaxta­bætur til ungs fólks, sem er að koma sér upp fjöl­skyldu og hús­næði. Slíkar bætur hafa raunar rýrnar stórum á síð­ustu árum.

For­rétt­indi yfir­stétt­ar­innar í fjár­mála­kerf­inu á sér sem sagt sam­svörun í skatt­kerf­inu.

Er kjara­bar­átta til einskis?

Seinni hluti greinar Gylfa snýst um að það sé til einskis fyrir almennt launa­fólk að leggj­ast í kjara­bar­áttu, því fjár­magns­eig­endur geti þá spilað á gengið (með frjálsu flæði fjár til og frá land­in­u).

Auglýsing
Þeir geti fellt gengið jafn­vel strax og þeir heyra af launa­kröfum og stýrt útkomum kjara­samn­inga (kaup­mátt­ar­breyt­ing­um) – þ.e. gert launa­hækk­anir að engu.

Vissu­lega geta fjár­magns­eig­end­ur, bank­arnir og brask­fyr­ir­tækin (Gamma, Kvika o.fl.) haft slík áhrif á alger­lega frjásum fjár­mála­mark­aði – og falið fjár­muni stór­eigna­fólks í skatta­skjólum að auki.

Það er hins vegar ekki hægt þegar gjald­eyr­is­höft eru við lýði, eins og var á Íslandi allt til 1995 og einnig á árunum eftir hrun (2009 til 2016). Stífar var­úð­ar­reglur Seðla­banka geta þó unnið gegn braski með gjald­mið­il­inn.

Slíkar aðstæður voru þegar síð­asti kjara­samn­ingur var gerð­ur, árið 2015. Hann skil­aði miklum kaup­hækk­unum og gerði úts­lagið um að launa­fólk náði að vinna upp kjara­skerð­ing­una miklu eftir hrun (um 20% kaup­mátt­arrýrnum að með­al­tali).

Án kjara­bar­áttu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar væri staða almenn­ings mun verri.

Hinn hnatt­væddi kap­ít­al­ismi vinnur sífellt í átt til launa­lækk­unar og rýrn­unar ráðn­ing­ar­kjara launa­fólks um allan hinn vest­ræna heim. Störf flytj­ast til lág­launa­landa og almennt verka­fólk í ríku lönd­unum situr eft­ir.

Þar sem verka­lýðs­hreyf­ing er veik fyrir fer launa­fólk illa út úr þess­ari þró­un. Sums staðar mjög illa. Menn geta t.d. hoft til Banda­ríkj­anna, þar sem slík þróun hefur verið afger­andi á sl. 30 árum og hefur nú miklar póli­tískar afleið­ingar – sem og í Evr­ópu.

Íslend­ingar eru með sterka verka­lýðs­hreyf­ingu sem getur veitt alvöru við­nám og tryggt að launa­fólk njóti áfram hag­vaxt­ar­ins í bættum kjör­um. Ekk­ert er mik­il­væg­ara fyrir almenn­ing.

Lær­dóm­ur­inn af grein Gylfa Zoega

Þó Gylfi hafi rangt fyrir sér um gildi kjara­bar­áttu og end­ur­skýri höf­uð­stétt­irnar í þjóð­fé­lag­inu að óþörfu, þá má margt læra af grein­ingu hans.

Sér­stak­lega mik­il­vægt er að fólk geri sér grein fyrir því hvernig for­rétt­indi eru byggð inn í fjár­mála­kerf­ið, til hags­bóta fyrir yfir­stétt­ina en á kostnað almenns launa­fólks. Hið sama á við um skatt­kerf­ið, eins og ég hef sýnt.

Þetta felur í sér að kröfur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar þurfa ekki síður að bein­ast að stjórn­völdum en atvinnu­rek­end­um.

Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur raunar þegar dregið þann lær­dóm, eins og fram kemur í sér­stakri kröfu­gerð sem bein­ist að stjórn­völd­um, m.a. um breyt­ingar á skatta- og bóta­kerf­um.

Því til við­bótar er nú ljóst, meðal ann­ars af umfjöllun Gylfa Zoega, að launa­fólk þarf einnig að skipta sér af fjár­mála­kerf­inu, svo því verði ekki beitt með braski eða fjand­sam­legum stjórn­valds­á­kvörð­unum til að hafa kjara­bætur af launa­fólki (t.d. með til­efn­is­lausum geng­is­fell­ing­um). 

Seðla­bank­inn hefur að und­an­förnu létt af var­úð­ar­reglum um gjald­eyr­is­flæði svo ógnin af braski fjár­magns­eig­enda með gengið er nú vax­andi.

Kröfur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar þurfa því líka að ná til var­úð­ar­reglna fyrir fjár­mála­mark­að­inn til að stöðva brask með gjald­mið­il­inn. Sömu­leiðis þarf að lækka vexti og breyta verð­trygg­inga­kerf­inu launa­fólki í hag.

Allt und­ir­strikar þetta mik­il­vægi verka­lýðs­hreyf­ingar og að hún beiti sér af krafti fyrir víð­tækri kjarapóli­tík í þágu alls þorra almenn­ings.

Stétta­bar­átta yfir­stétt­ar­innar um for­rétt­indi á kostnað almenn­ings lætur aldrei á sér standa – og hefur skilað þeim allt of miklum árangri í seinni tíð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None