Yfirskot eða aðlögun?

Fjallað er um gengissveiflur í nýjustu útgáfu Vísbendingar.

Hafsteinn Gunnar Hauksson.
peningar
Auglýsing

Þegar þetta er skrifað hefur gengi  krón­unnar fallið um rúm 13 pró­sent síðan í sum­ar, eftir að hafa virst í góðu jafn­vægi um tæpt árs skeið þar á und­an. Um ástæður þess virð­ist ríkja ein­hugur á fjár­mála­mark­aði; áhættu­fælni hefur auk­ist vegna óvissu á vinnu­mark­aði og í flug­rekstri (enda hófst veik­ing­ar­hrinan um svipað leyti og skulda­bréfa­út­boð flug­fé­lags­ins WOW Air stóð sem hæst), sem hefur valdið því að fjár­festar hafa dregið úr krón­u­á­hættu og hliðrað eigna­söfnum sínum í aðrar myntir með til­heyr­andi áhrifum á geng­ið.

Í þessu ljósi virð­ist geng­is­fallið e.t.v. bratt­ara en efni standa til; fjöldi ferða­manna sem sækir landið heim á árinu verður að öllum lík­indum hálfri milljón meiri en síð­ast þegar gengið var á svip­uðum slóðum árið 2016, við­skipta­af­gangur á fyrstu níu mán­uðum árs­ins er svip­aður og í fyrra á föstu gengi og hrein staða við útlönd er jákvæð um rúm 13% lands­fram­leiðslu. Jafn­vel þótt ein­hverjar horfur séu um kólnun í hag­kerf­inu er ekki annað að sjá á yfir­borð­inu en að veru­legt borð sé fyrir báru í ytra jafn­vægi þjóð­ar­bús­ins sam­an­borið við und­an­farin ár, þegar krónan var ýmist sterk­ari en hún er nú, eða að styrkj­ast. Af hverju hefur þessi titr­ingur svona veru­leg áhrif nú? Er krónan að yfir­skjóta, eða er um nauð­syn­lega aðlögun að nýjum aðstæðum að ræða? Til þess að svara þeirri spurn­ingu þarf að setja stöð­una á gjald­eyr­is­mark­aði í sam­hengi.

Gósentíðin 2014-2016

Því er stundum ekki veitt næg athygli hversu ein­stakt tíma­bilið 2014-2016 var á gjald­eyr­is­mark­aði, en þá fór saman nær sam­fellt styrk­ing­ar­skeið, mik­ill stöð­ug­leiki (þ.e. lágt geng­is­flökt) og for­dæma­laus forða­söfnun Seðla­bank­ans, sem náði hámarki á árinu 2016. Og hvað skyldi hafa orsakað þessar ein­stak­lega hag­felldu aðstæð­ur?

Auglýsing

Aug­ljós­asta svarið er auð­vitað vöxtur ferða­þjón­ust­unn­ar, enda fór þessi gósentíð á gjald­eyr­is­mark­aði saman við hams­lausan vöxt í hvort tveggja komum ferða­manna til lands­ins og afgangi af þjón­ustu­við­skiptum við útlönd. Þegar betur er að gáð stenst sú skýr­ing ekki skoð­un, að minnsta kosti ekki ein og sér.

Ferða­þjón­ustan – og allt hitt líka

Eins og sjá má á Mynd 1 námu upp­söfnuð gjald­eyr­is­kaup Seðla­bank­ans (sem jafn­framt eru gagn­legur mæli­kvarði á inn­flæði fjár­magns umfram útflæði, því bank­inn keypti að jafn­aði „yf­ir­fall­ið“ á gjald­eyr­is­mark­aði á tíma­bil­inu sem um ræð­ir) and­virði hátt í 400 millj­arða króna á árinu 2016. Á sama tíma nam afgangur af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum innan við 160 millj­örð­um, sem merkir að ef bank­inn hefði keypt hvern ein­asta doll­ar, evru eða pund sem þjóð­ar­búið afl­aði með útflutn­ingi umfram inn­flutn­ing, hefði það numið innan við helm­ingi veltu bank­ans.

Tafla 1.Af Töflu 1 að dæma virð­ist fjár­mála­kerfið ábyrgt fyrir enn enn meiri styrk­ing­ar­þrýst­ingi en ferða­þjón­ustan á árinu, en þar fór saman umtals­verð fram­virk sala gjald­eyr­is, minnkun gnótt­stöðu stóru bank­anna þriggja sam­fara breyt­ingum á efna­hags­reikn­ingum þeirra, lækkun gjald­eyr­is­inn­lána og veru­leg aukn­ing útlána til inn­lendra aðila í erlendri mynt. Þá lögð­ust jafn­framt ýmsir ein­skipt­isliðir á sömu sveif, auk þess sem nýfjár­fest­ing (einkum á skulda­bréfa­mark­aði) var með ágætum og útflæði líf­eyr­is­sjóða var tak­markað vegna fjár­magns­hafta. Þá er ótal­inn við­skipta­kjara­bat­inn sem leiddi af lækkun olíu­verðs og öðrum þátt­um. Það voru því fleiri kraftar að verki við styrk­ingu krón­unnar en bara ferða­þjón­ustan

Þýðir það þá að ferða­þjón­ustan hafi engu skipt á tíma­bil­inu? Vita­skuld ekki, en það bendir hins vegar til þess að áhrif ferða­þjón­ust­unnar hafi miklu frekar verið þau að valda hækkun jafn­væg­is­raun­geng­is­ins (þ.e. þess gengis sem sam­ræm­ist sjálf­bæru ytra jafn­vægi í þjóð­ar­bú­skapn­um), heldur en að skapa gjald­eyr­is­við­skiptin sem ollu á end­anum styrk­ingu krón­unnar og stækkun gjald­eyr­is­forð­ans. Ef ekki væri fyrir mik­inn afgang af ferða­þjón­ustu, þá hefði styrk­ing krón­unnar dregið niður við­skipta­jöfn­uð­inn sam­hliða auknum inn­flutn­ingi á tíma­bil­inu – enda færð­ist afgangur af vöru­við­skiptum úr um 8 millj­arða afgangi árið 2013 í yfir 160 millj­arða halla í fyrra (á gengi hvors árs). Þess er að auki skemmst að minn­ast að síð­ast þegar raun­gengið náði álíka hæðum fylgdi því mik­ill við­skipta­halli og erlend skulda­söfn­un; það er birt­ing­ar­mynd þess­arar hækk­unar jafn­væg­is­raun­geng­is­ins að sjálf­bærni erlendu stöðu þjóð­ar­bús­ins skuli ekki teflt í tví­sýnu sam­hliða geng­is­hækk­un­inni 2014-2016.

Gósentíð á gjaldeyrismarkaði.

Höf­undur er hag­fræð­ingur hjá GAMMA. Greinin birt­ist hér aðeins að hluta, en hún birt­ist í heild í Vís­bend­ingu sem kom út í gær. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit