Yfirskot eða aðlögun?

Fjallað er um gengissveiflur í nýjustu útgáfu Vísbendingar.

Hafsteinn Gunnar Hauksson.
peningar
Auglýsing

Þegar þetta er skrifað hefur gengi  krón­unnar fallið um rúm 13 pró­sent síðan í sum­ar, eftir að hafa virst í góðu jafn­vægi um tæpt árs skeið þar á und­an. Um ástæður þess virð­ist ríkja ein­hugur á fjár­mála­mark­aði; áhættu­fælni hefur auk­ist vegna óvissu á vinnu­mark­aði og í flug­rekstri (enda hófst veik­ing­ar­hrinan um svipað leyti og skulda­bréfa­út­boð flug­fé­lags­ins WOW Air stóð sem hæst), sem hefur valdið því að fjár­festar hafa dregið úr krón­u­á­hættu og hliðrað eigna­söfnum sínum í aðrar myntir með til­heyr­andi áhrifum á geng­ið.

Í þessu ljósi virð­ist geng­is­fallið e.t.v. bratt­ara en efni standa til; fjöldi ferða­manna sem sækir landið heim á árinu verður að öllum lík­indum hálfri milljón meiri en síð­ast þegar gengið var á svip­uðum slóðum árið 2016, við­skipta­af­gangur á fyrstu níu mán­uðum árs­ins er svip­aður og í fyrra á föstu gengi og hrein staða við útlönd er jákvæð um rúm 13% lands­fram­leiðslu. Jafn­vel þótt ein­hverjar horfur séu um kólnun í hag­kerf­inu er ekki annað að sjá á yfir­borð­inu en að veru­legt borð sé fyrir báru í ytra jafn­vægi þjóð­ar­bús­ins sam­an­borið við und­an­farin ár, þegar krónan var ýmist sterk­ari en hún er nú, eða að styrkj­ast. Af hverju hefur þessi titr­ingur svona veru­leg áhrif nú? Er krónan að yfir­skjóta, eða er um nauð­syn­lega aðlögun að nýjum aðstæðum að ræða? Til þess að svara þeirri spurn­ingu þarf að setja stöð­una á gjald­eyr­is­mark­aði í sam­hengi.

Gósentíðin 2014-2016

Því er stundum ekki veitt næg athygli hversu ein­stakt tíma­bilið 2014-2016 var á gjald­eyr­is­mark­aði, en þá fór saman nær sam­fellt styrk­ing­ar­skeið, mik­ill stöð­ug­leiki (þ.e. lágt geng­is­flökt) og for­dæma­laus forða­söfnun Seðla­bank­ans, sem náði hámarki á árinu 2016. Og hvað skyldi hafa orsakað þessar ein­stak­lega hag­felldu aðstæð­ur?

Auglýsing

Aug­ljós­asta svarið er auð­vitað vöxtur ferða­þjón­ust­unn­ar, enda fór þessi gósentíð á gjald­eyr­is­mark­aði saman við hams­lausan vöxt í hvort tveggja komum ferða­manna til lands­ins og afgangi af þjón­ustu­við­skiptum við útlönd. Þegar betur er að gáð stenst sú skýr­ing ekki skoð­un, að minnsta kosti ekki ein og sér.

Ferða­þjón­ustan – og allt hitt líka

Eins og sjá má á Mynd 1 námu upp­söfnuð gjald­eyr­is­kaup Seðla­bank­ans (sem jafn­framt eru gagn­legur mæli­kvarði á inn­flæði fjár­magns umfram útflæði, því bank­inn keypti að jafn­aði „yf­ir­fall­ið“ á gjald­eyr­is­mark­aði á tíma­bil­inu sem um ræð­ir) and­virði hátt í 400 millj­arða króna á árinu 2016. Á sama tíma nam afgangur af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum innan við 160 millj­örð­um, sem merkir að ef bank­inn hefði keypt hvern ein­asta doll­ar, evru eða pund sem þjóð­ar­búið afl­aði með útflutn­ingi umfram inn­flutn­ing, hefði það numið innan við helm­ingi veltu bank­ans.

Tafla 1.Af Töflu 1 að dæma virð­ist fjár­mála­kerfið ábyrgt fyrir enn enn meiri styrk­ing­ar­þrýst­ingi en ferða­þjón­ustan á árinu, en þar fór saman umtals­verð fram­virk sala gjald­eyr­is, minnkun gnótt­stöðu stóru bank­anna þriggja sam­fara breyt­ingum á efna­hags­reikn­ingum þeirra, lækkun gjald­eyr­is­inn­lána og veru­leg aukn­ing útlána til inn­lendra aðila í erlendri mynt. Þá lögð­ust jafn­framt ýmsir ein­skipt­isliðir á sömu sveif, auk þess sem nýfjár­fest­ing (einkum á skulda­bréfa­mark­aði) var með ágætum og útflæði líf­eyr­is­sjóða var tak­markað vegna fjár­magns­hafta. Þá er ótal­inn við­skipta­kjara­bat­inn sem leiddi af lækkun olíu­verðs og öðrum þátt­um. Það voru því fleiri kraftar að verki við styrk­ingu krón­unnar en bara ferða­þjón­ustan

Þýðir það þá að ferða­þjón­ustan hafi engu skipt á tíma­bil­inu? Vita­skuld ekki, en það bendir hins vegar til þess að áhrif ferða­þjón­ust­unnar hafi miklu frekar verið þau að valda hækkun jafn­væg­is­raun­geng­is­ins (þ.e. þess gengis sem sam­ræm­ist sjálf­bæru ytra jafn­vægi í þjóð­ar­bú­skapn­um), heldur en að skapa gjald­eyr­is­við­skiptin sem ollu á end­anum styrk­ingu krón­unnar og stækkun gjald­eyr­is­forð­ans. Ef ekki væri fyrir mik­inn afgang af ferða­þjón­ustu, þá hefði styrk­ing krón­unnar dregið niður við­skipta­jöfn­uð­inn sam­hliða auknum inn­flutn­ingi á tíma­bil­inu – enda færð­ist afgangur af vöru­við­skiptum úr um 8 millj­arða afgangi árið 2013 í yfir 160 millj­arða halla í fyrra (á gengi hvors árs). Þess er að auki skemmst að minn­ast að síð­ast þegar raun­gengið náði álíka hæðum fylgdi því mik­ill við­skipta­halli og erlend skulda­söfn­un; það er birt­ing­ar­mynd þess­arar hækk­unar jafn­væg­is­raun­geng­is­ins að sjálf­bærni erlendu stöðu þjóð­ar­bús­ins skuli ekki teflt í tví­sýnu sam­hliða geng­is­hækk­un­inni 2014-2016.

Gósentíð á gjaldeyrismarkaði.

Höf­undur er hag­fræð­ingur hjá GAMMA. Greinin birt­ist hér aðeins að hluta, en hún birt­ist í heild í Vís­bend­ingu sem kom út í gær. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit