Yfirskot eða aðlögun?

Fjallað er um gengissveiflur í nýjustu útgáfu Vísbendingar.

Hafsteinn Gunnar Hauksson.
peningar
Auglýsing

Þegar þetta er skrifað hefur gengi  krón­unnar fallið um rúm 13 pró­sent síðan í sum­ar, eftir að hafa virst í góðu jafn­vægi um tæpt árs skeið þar á und­an. Um ástæður þess virð­ist ríkja ein­hugur á fjár­mála­mark­aði; áhættu­fælni hefur auk­ist vegna óvissu á vinnu­mark­aði og í flug­rekstri (enda hófst veik­ing­ar­hrinan um svipað leyti og skulda­bréfa­út­boð flug­fé­lags­ins WOW Air stóð sem hæst), sem hefur valdið því að fjár­festar hafa dregið úr krón­u­á­hættu og hliðrað eigna­söfnum sínum í aðrar myntir með til­heyr­andi áhrifum á geng­ið.

Í þessu ljósi virð­ist geng­is­fallið e.t.v. bratt­ara en efni standa til; fjöldi ferða­manna sem sækir landið heim á árinu verður að öllum lík­indum hálfri milljón meiri en síð­ast þegar gengið var á svip­uðum slóðum árið 2016, við­skipta­af­gangur á fyrstu níu mán­uðum árs­ins er svip­aður og í fyrra á föstu gengi og hrein staða við útlönd er jákvæð um rúm 13% lands­fram­leiðslu. Jafn­vel þótt ein­hverjar horfur séu um kólnun í hag­kerf­inu er ekki annað að sjá á yfir­borð­inu en að veru­legt borð sé fyrir báru í ytra jafn­vægi þjóð­ar­bús­ins sam­an­borið við und­an­farin ár, þegar krónan var ýmist sterk­ari en hún er nú, eða að styrkj­ast. Af hverju hefur þessi titr­ingur svona veru­leg áhrif nú? Er krónan að yfir­skjóta, eða er um nauð­syn­lega aðlögun að nýjum aðstæðum að ræða? Til þess að svara þeirri spurn­ingu þarf að setja stöð­una á gjald­eyr­is­mark­aði í sam­hengi.

Gósentíðin 2014-2016

Því er stundum ekki veitt næg athygli hversu ein­stakt tíma­bilið 2014-2016 var á gjald­eyr­is­mark­aði, en þá fór saman nær sam­fellt styrk­ing­ar­skeið, mik­ill stöð­ug­leiki (þ.e. lágt geng­is­flökt) og for­dæma­laus forða­söfnun Seðla­bank­ans, sem náði hámarki á árinu 2016. Og hvað skyldi hafa orsakað þessar ein­stak­lega hag­felldu aðstæð­ur?

Auglýsing

Aug­ljós­asta svarið er auð­vitað vöxtur ferða­þjón­ust­unn­ar, enda fór þessi gósentíð á gjald­eyr­is­mark­aði saman við hams­lausan vöxt í hvort tveggja komum ferða­manna til lands­ins og afgangi af þjón­ustu­við­skiptum við útlönd. Þegar betur er að gáð stenst sú skýr­ing ekki skoð­un, að minnsta kosti ekki ein og sér.

Ferða­þjón­ustan – og allt hitt líka

Eins og sjá má á Mynd 1 námu upp­söfnuð gjald­eyr­is­kaup Seðla­bank­ans (sem jafn­framt eru gagn­legur mæli­kvarði á inn­flæði fjár­magns umfram útflæði, því bank­inn keypti að jafn­aði „yf­ir­fall­ið“ á gjald­eyr­is­mark­aði á tíma­bil­inu sem um ræð­ir) and­virði hátt í 400 millj­arða króna á árinu 2016. Á sama tíma nam afgangur af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum innan við 160 millj­örð­um, sem merkir að ef bank­inn hefði keypt hvern ein­asta doll­ar, evru eða pund sem þjóð­ar­búið afl­aði með útflutn­ingi umfram inn­flutn­ing, hefði það numið innan við helm­ingi veltu bank­ans.

Tafla 1.Af Töflu 1 að dæma virð­ist fjár­mála­kerfið ábyrgt fyrir enn enn meiri styrk­ing­ar­þrýst­ingi en ferða­þjón­ustan á árinu, en þar fór saman umtals­verð fram­virk sala gjald­eyr­is, minnkun gnótt­stöðu stóru bank­anna þriggja sam­fara breyt­ingum á efna­hags­reikn­ingum þeirra, lækkun gjald­eyr­is­inn­lána og veru­leg aukn­ing útlána til inn­lendra aðila í erlendri mynt. Þá lögð­ust jafn­framt ýmsir ein­skipt­isliðir á sömu sveif, auk þess sem nýfjár­fest­ing (einkum á skulda­bréfa­mark­aði) var með ágætum og útflæði líf­eyr­is­sjóða var tak­markað vegna fjár­magns­hafta. Þá er ótal­inn við­skipta­kjara­bat­inn sem leiddi af lækkun olíu­verðs og öðrum þátt­um. Það voru því fleiri kraftar að verki við styrk­ingu krón­unnar en bara ferða­þjón­ustan

Þýðir það þá að ferða­þjón­ustan hafi engu skipt á tíma­bil­inu? Vita­skuld ekki, en það bendir hins vegar til þess að áhrif ferða­þjón­ust­unnar hafi miklu frekar verið þau að valda hækkun jafn­væg­is­raun­geng­is­ins (þ.e. þess gengis sem sam­ræm­ist sjálf­bæru ytra jafn­vægi í þjóð­ar­bú­skapn­um), heldur en að skapa gjald­eyr­is­við­skiptin sem ollu á end­anum styrk­ingu krón­unnar og stækkun gjald­eyr­is­forð­ans. Ef ekki væri fyrir mik­inn afgang af ferða­þjón­ustu, þá hefði styrk­ing krón­unnar dregið niður við­skipta­jöfn­uð­inn sam­hliða auknum inn­flutn­ingi á tíma­bil­inu – enda færð­ist afgangur af vöru­við­skiptum úr um 8 millj­arða afgangi árið 2013 í yfir 160 millj­arða halla í fyrra (á gengi hvors árs). Þess er að auki skemmst að minn­ast að síð­ast þegar raun­gengið náði álíka hæðum fylgdi því mik­ill við­skipta­halli og erlend skulda­söfn­un; það er birt­ing­ar­mynd þess­arar hækk­unar jafn­væg­is­raun­geng­is­ins að sjálf­bærni erlendu stöðu þjóð­ar­bús­ins skuli ekki teflt í tví­sýnu sam­hliða geng­is­hækk­un­inni 2014-2016.

Gósentíð á gjaldeyrismarkaði.

Höf­undur er hag­fræð­ingur hjá GAMMA. Greinin birt­ist hér aðeins að hluta, en hún birt­ist í heild í Vís­bend­ingu sem kom út í gær. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit