Vertu sú manneskja sem þig langar að hitta

„Helvítishugtakið birtist ekki alltaf eins og í ævintýrum, með logandi eldum, pyntingartólum og glottandi skratta djúpt ofan í iðrum jarðar.“

Auglýsing

Á þessum tíma árs­ins fagna hinir ólík­ustu hópar heims­ins líf­inu. Fagna hver með sínum hætti og hver af sinni ástæðu, hvort sem það er af trú­ar­legum toga, vegna þess að er sólin farin að hækka á lofti eða bara fagna því að vera til og njóta lífs­ins. Við lifum að öllum lík­indum bara einu sinni og því ekki að finna sér til­efni til þess að gera sér glaðan dag? Til þess eru jól­in, að staldra við, gleyma um stund amstri hvers­dags­ins og njóta þess að vera til.

Ég velti því nokkuð fyrir mér þegar ég fór að huga að pistli þessum hvort það væri við­eig­andi á þessum tíma­punkti, kl. 18 á aðfanga­dags­kvöldi að gera hel­víti að umtals­efni. Hug­myndir flestra um hel­víti eru ófagrar og stang­ast all­veru­lega á við hið góða og fagra sem við flest leit­umst við að leggja rækt við á jól­un­um. Það ríkir síður en svo jóla­andi í hel­víti. En svo ákvað ég að láta slag standa, jú um hel­víti skal það vera, sem þið sem eruð svo hug­rökk að slökkva ekki á við­tækj­unum fáið að heyra um í dag.

Hel­vít­is­hug­takið birt­ist ekki alltaf eins og í ævin­týrum, með log­andi eld­um, pynt­ing­ar­tólum og glott­andi skratta djúpt ofan í iðrum jarð­ar.

Auglýsing

Árið 1944, þegar Evr­ópa var þjökuð af átökum seinni heims­styrj­ald­ar­innar og Frakk­land var her­setið af nas­istum skrif­aði franski rit­höf­und­ur­inn, heim­spek­ing­ur­inn og húman­ist­inn Jean – Paul Sar­tre leik­rit sem ber tit­il­inn Luktar dyr í íslenskri þýð­ingu. Í leik­rit­inu segir frá þremur ein­stak­ling­um, tveimur konum og einum karli, þeim Inez, Estelle og Garcin. Þre­menn­ing­arnir höfðu ekki verið til fyr­ir­myndar í lif­anda lífi og þegar kemur að dóms­degi eiga þau ekk­ert betra skilið en vist í víti og það vissu þau vel. Þegar Garcin kemur til hel­vítis verður hann vissu­lega nokkuð hissa og spyr „Hvar eru pynt­ing­ar­tól­in?” Ekk­ert bendir til þess að hann sé í raun kom­inn til hel­vít­is. Þar eru engin pynt­ing­ar­tól að sjá, þar eru engir log­andi eldar og eng­inn skratti sem gerir honum mark­visst lífið leitt. Hvers konar hel­víti er þetta eig­in­lega? er sú hugsun sem kemur upp í huga þre­menn­ing­anna. Það hlýtur ein­hver að vera þarna til þess að gera þeim lífið leitt, þau voru jú dæmd til vít­is­vist­ar. Eitt­hvað er þetta hel­víti skrít­ið. Þau eru þrjú sam­an­komin í einu her­bergi. Að vísu eru engin pynt­ing­ar­tól og eng­inn opin­ber skratti til að gera þeim lífið leitt, en hlut­skipti þeirra er þannig að þau geta aldrei yfir­gefið her­bergið sem er þar að auki glugga­laust, þau geta aldrei slökkt ljósið og þau munu hvorki þurfa né geta sof­ið. Smátt og smátt eftir því sem tím­inn líður og þau átta sig á að þau sitja uppi með hvert ann­að, fer að renna upp fyrir þeim ljós. Ein­hver hlýtur að eiga að gera þeim lífið leitt, þau eru jú í víti, en hver? „Hver heldur þú að ég sé?” spyr Garcin Inez og Inez svar­ar, þú ert : „...sá sem átt eftir að pynta mig.” Garcin svar­ar: „...Finnst þér ég virki­lega líkj­ast ein­hverjum sem er lík­legur til þess að gera þér lífið leitt?”

Inez hafði svo sann­ar­lega hitt naglann á höf­uðið því í þeim aðstæðum sem þeim þeim var búin átti Garcin ekki bara eftir að reyn­ast Inez skeinu­hætt­ur. Hún átt­aði sig ekki á því á þessu augna­bliki að hún átti sjálf eftir að verða sú sem gera myndi líf Garcins að hel­víti lík­ast. Estelle, sú þriðja í her­berg­inu átti síðan eftir að koma við sögu og hafa áhrif í þeim mann­lega harm­leik sem var í upp­sigl­ingu og þau gátu með engu móti flú­ið. Þau voru föst í aðstæðum sínum í upp­lýstu, lok­aðu her­bergi , þrjú ein, þar sem þau voru dæmd til að dvelja enda­laust án þess að geta nokkurn tíma fengið frið frá hvert öðru.

Sú mynd sem rit­höf­und­ur­inn Sar­tre dregur upp af hel­víti felst í þeim aðstæðum sem ein­stak­ling­unum er búin og þau Inez, Garcin og Estelle átta sig loks á að þau eru hvert öðru hel­víti. Við­horf þeirra til hvers ann­ars, við­mót allt og sam­skipti er hel­víti lík­ast. „Hel­víti það er annað fólk” eru skila­boð Sar­tres.

Leik­rit þetta rifj­að­ist upp fyrir mér eftir að hafa fylgst með  sam­fé­lags­um­ræð­unni und­an­farnar vik­ur. Við erum öll í ein­hverjum aðstæð­um, eng­inn lifir í tóma­rúmi, og við erum síður en svo ein í heim­in­um, við búum í sam­fé­lagi við annað fólk. Öll hugsum við eitt­hvað, segjum eitt­hvað og gerum eitt­hvað. Hugs­an­ir, orð og breytni okkar kalla fram við­brögð ann­arra. Ein­hverjir hugsa eitt­hvað, segja eitt­hvað og gera eitt­hvað og ein­hverjir aðrir fara að hugsa, tala og gera og fyrr en var­ir, ef við lítum í kringum okkur er íslenskt sam­fé­lag meira og minna fast í ein­hvers­konar hel­víti Sar­tres þar sem „all­ir” hafa skoð­an­ir, „all­ir” eru virkir í athuga­semd­um, „all­ir” eru hand­hafar sann­leik­ans og „all­ir” eru bestu dóm­ar­arnir og „eng­inn” kemst undan og „eng­inn” getur flúið aðra, hugs­anir ann­arra, orð og gjörð­ir. Þannig er líf okkar hvers um sig sam­ofið lífi ann­arra rétt eins og líf þre­menn­ing­anna í leik­riti Sartres.  

Hel­víti Sar­tres er vissu­lega ekki upp­byggi­legt til ígrund­unar á aðfanga­dags­kvöldi, en leið­indi lífs­ins og vit­undin um þján­ing­una, sem oftar en ekki fylgir því að vera mann­eskja er einmitt oft vel til þess fallin að draga megi af ein­hvern lær­dóm.  Kjarn­inn í kenn­ingu Sar­tres um mann­leg sam­skipti birt­ist í inn­taki áður­nefnds leik­rits. Mann­leg sam­skipti eiga það oft til að ein­kenn­ast af átökum og tog­streitu, jafn­vel hat­rammri tog­streitu. Sar­tre hefur margoft verið gagn­rýndur fyrir þessa sýn sína á mann­legt sam­fé­lag og sam­skipti, fyrst og fremst fyrir það að ein­blína um of á ljót­leika lífs­ins þegar mann­leg sam­skipti eru ann­ars veg­ar. Hann hefur vissu­lega sitt­hvað til síns máls, en sam­skipti fólks geta hins­vegar verið alls­kon­ar, bæði góð og slæm eins og sam­tíð­ar­maður Sar­tres, Maurice Mer­leau-Ponty benti á. Sam­skipti geta verið hel­víti lík­ust en hann benti á mik­il­vægt atriði sem er þetta: „Þó að hinir séu hel­víti þýðir það ekki að ég sé eitt­hvert himna­rík­i.”

Hér hvetur Mer­leau-Ponty til þess að við séum með­vituð um það hver við erum í sam­skiptum okkar við annað fólk og þá ábyrgð sem hver og einn hefur í sam­fé­lagi sínu við aðra.  Hann bætir einnig við að ekk­ert okkar kemst undan því að koma ein­hverri reglu á þá óreiðu sem oft og tíðum fylgir mann­legum sam­skip­um. Við þekkjum eflaust öll óreið­una sem kann að fylgja því að eiga í sam­skiptum við annað fólk. Þessi óreiða sem fylgir til­vist okkar öskrar á ábyrgð okkar og dæmir okkur til ábyrgð­ar. Við komumst ekki undan því að bera ábyrgð á hugs­unum okk­ar, orðum og gjörð­um. Við komumst ekki undan því að bera ábyrgð á því að vera við sjálf og hvernig við sýnum umheim­inum hver við erum með athöfnum okk­ar.

Löng­unin og til­raun­irnar til þess að flýja ábyrgt líf eru hluti af breysk­leika mennsk­unn­ar. Mann­eskjan á það til að breyta gegn betri vit­und og harma þann dóm sem felst í því að þurfa að standa með sjálfri sér. „Ábyrgð­in, það er minn harm­leik­ur”, er setn­ing sem kom fram í dæg­ur­laga­texta á 8. ára­tugn­um. Ábyrgðin er harm­leikur þeirra sem kjósa að bera ekki ábyrgð, harm­leikur þeirra sem kjósa að kjósa sig ekki sjálfa. En þrátt fyrr ítrek­aðar til­raunir til þess að flýja sjálfan sig inn í heim afsakana, inn í heim sem er fullur af blóra­bögglum þá mun það í raun aldrei takast. Mann­eskjan verður þegar upp er staðið að taka fulla ábyrgð á sjálfri sér þar sem hún er bund­inn þeim aðstæðum sem hún er í hverju sinni. Ef ég get ómögu­leg haft áhrif á aðstæður mínar get ég að minnsta kosti haft áhrif á hug­ar­far mitt og það við­horf sem ég kýs að hafa í þessum aðstæð­um. Þar liggur ábyrgð sér­hverrar mann­eskju.

Fyrst Sar­tre hefur verið hér til umræðu er ekki úr vegi að vísa til ann­ars sem fram kom í skrifum hans. Hann setti fram ágæta ágæta grein­ingu á í hverju það felst að vera mann­eskja, frjáls og ábyrg. Við skulum gefa honum orð­ið:

„Mað­ur­inn er ekki ein­ungis eins og hann hugsar sér, heldur eins og hann vill vera, og eins og hann hugsar sér sjálfan sig eftir að hann er orð­inn til, eins og hann ætlar sér að vera um leið og hann varpar sér mót til­veru sinni; mað­ur­inn er ekk­ert annað en það sem hann gerir úr sér.”

Sér­hvert okkar er ekk­ert annað en það sem við hugs­un, segjum og ger­um. Það er sama hversu mikið við þrætum fyrir að vera við sjálf, hversu mikið við afneitum sjálfum okk­ur, við erum aldrei neitt annað og verðum aldrei neitt annað en það sem við sýnum umheim­inum með breytni okk­ar, hug­ar­fari og verk­um. Við erum sífellt að skapa okkur sem mann­eskjur segir Sar­tre, en við erum ekki bara að skapa okkur sem mann­eskjur með breytni okk­ar, við erum jafn­framt að gefa það til kynna hvernig við teljum að mann­eskjan eigi að vera. Gefum Sar­tre aftur orð­ið:

„Sér­hver athöfn okkar sem stuðlar að sköpun þess manns sem við viljum vera, skapar um leið mynd af mann­inum eins og við teljum að hann eigi að ver­a.”   

Kjarn­ann í orðum Sar­tres um mennsk­una fann ég eitt sinn í spak­mæli á daga­tali. Þar stóð: „Vertu sú mann­eskja sem þig langar að hitta.” Við ættum ef til vill að ganga lengra í ábyrgð okkar á eigin til­veru og í stað þess að segja „Vertu sú mann­eskja sem þig langar að hitta“, ættum við að full­yrða: „Þú ert ávallt sú mann­eskja sem þig langar að hitta.“

Ef til vill mætti nútíma íslend­ing­ur­inn vera með­vit­aðri um að hann er ávallt að velja sjálfan sig eins og hann birt­ist öðru fólki, hvort sem hann vill það eða ekki. Ég mæli með því að þið hlust­endur góðir sem og aðrir lands­menn hafið eft­ir­far­andi spurn­ingu í huga: Hvað ef allt sem átt hefur sér stað í lífi ykk­ar, allar ykkar hugs­an­ir, orð og gjörðir myndu end­ur­taka sig aftur og aftur út í hið óend­an­lega. Væru þið til í að hlusta á sjálf ykkur og horfa, væru þið sátt og ánægð, eða myndu þið vilja að eitt­hvað væri öðru­vísi?   

Kannski eru ein­hver ykkar sem svarið spurn­ingu minni ját­andi og ef til vill ein­hver sem svo gera ekki. Sama hvert svar ykkar er þá komumst við aldrei frá því að kjósa sjálf okkur í þeim aðstæðum sem okkur eru bún­ar. Við erum eftir allt saman sú mann­eskja sem við sjálf myndum vilja hitta en á sama tíma er ábyrgðin mörgum okkar harm­leik­ur. Í því felst vand­inn við að vera mann­eskja. Eftir stendur samt sem áður spurn­ing­in: Hvernig mann­eskja ætlar þú að vera?

Jóla­hug­vekjan var flutt á X-inu 977, 24. des­em­ber 2018.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar