2019 er ár aðgerða

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að árið 2019 sé sannarlega ár tækifæranna, árið sem stefnumótandi ákvarðanir séu teknar til langs tíma og ár aðgerða sem varði veginn til aukinnar hagsældar.

Auglýsing

Árið 2018 var ár grein­inga og umræð­u en árið 2019 verður ár ákvarð­ana og upp­bygg­ing­ar til fram­tíð­ar. Nið­ur­staða kjara­samn­inga, end­ur­skoðun pen­inga­stefnu, stefnu­mót­un um fjár­mála­mark­að­inn, ­mótun mennta­stefn­u, ný­sköp­un­ar­stefnu og orku­stefnu og tíma­bær inn­viða­upp­bygg­ing eru meðal verk­efna sem eru nú þegar á dag­skrá og verða til lykta leidd árið 2019. Þarna vantar atvinnu­stefnu sem ætti að vera rauði þráð­ur­inn í stefnu­mótun stjórn­valda. ­Stjórn­völd ættu að móta slíka stefnu.

Öll þau mál­efni sem nefnd eru hér að framan lúta að sam­keppn­is­hæfn­i. ­Sam­keppn­is­hæfni þjóða er eins og heims­meist­ara­mót í lífs­gæð­um. Því framar sem ríki standa, þeim mun meiri verð­mæti verða til og þar með verður meira til skipt­anna. Allir vinna. Þess vegna reyna ríki heims stöðugt að bæta sig og gera betur á helstu svið­um. Þau fjögur mál­efni sem mestu varða ­fyr­ir­ fram­leiðni og þar með sam­keppn­is­hæfni eru mennt­un, inn­við­ir, nýsköpun og starfs­um­hverfi. Með umbótum í þessum fjórum mála­flokkum stöndum við betur að vígi í alþjóð­legri sam­keppn­i. Hér á landi má gera betur og tím­inn til umbóta er nú, þegar efna­hags­legri end­ur­reisn er lokið með miklum ágæt­um, nú síð­ast með áformum um frek­ari losun hafta. Hug­vit verður drif­kraftur vaxtar á þess­ari öld, rétt eins og hag­kvæm nýt­ing nátt­úru­auð­linda var for­senda fram­fara á síð­ustu öld. Hug­vitið þarf að virkja í meira mæli til að ­skapa þau auknu verðmæti sem þarf til að standa undir auknum lífs­gæð­um.

Öll skip rísa á flóð­inu

Um þessar mundir móta stjórn­völd stefnu í ýmsum lyk­il­mála­flokkum sbr. mennta­mál­um, nýsköp­un, orku­málum og innviðum þar sem horft er til langs tíma. Atvinnu­stefna snýr al­mennt að því að bæta skil­yrði til rekstrar og þannig miðar hún að bættri sam­keppn­is­hæfni. Atvinnu­stefnu eiga stjórn­völd að móta nú og hafa hana til hlið­sjónar við aðra stefnu­mót­un ­sem fer fram. Þannig fæst nauð­syn­legt sam­hengi og fjár­munir verða nýttir á hag­kvæm­astan hátt. ­Fjölgun iðn­mennt­aðra á vinnu­mark­aði, átak í upp­bygg­ingu inn­viða og hús­næð­is, frekari hvatar til nýsköp­un­ar og stöðugt, hag­kvæmt og skil­virkt starfs­um­hverfi eru meðal áherslu­mála sem nefnd eru í nýlegri skýrslu Sam­taka iðn­að­ar­ins um atvinnu­stefn­u. 

Auglýsing

Íslenskt gjörið svo vel

Krefj­andi rekstr­ar­skil­yrði settu mark sitt á atvinnu­lífið þar sem sam­spil launa­hækk­ana og sterkrar krónu gerðu Ísland að einu dýrasta landi heims 2018. Ekk­ert iðn­ríki hefur gengið í gegnum við­líka sveiflur í raun­gengi síns gjald­mið­ils eins og Ísland síð­ustu ár, hvort heldur á mæli­kvarða verð­lags eða launa. Þetta dregur sam­keppn­is­hæfni Íslands nið­ur­. ­Fjöl­mörg störf hurfu fyrir vikið og rót­grónum iðn­fyr­ir­tækjum var lokað eða starf­semi skert. Hætt er við því að ­starf­sem­i ­sem einu sinni er lögð af hér á land­i kom­i ekki aft­ur. Það er eft­ir­sjá eftir því og þeim verð­mætum sem áður urðu til hér­ en verða í fram­tíð­inni til erlend­is. Þessu þarf að gefa meiri gaum og meta hvort hags­munir til skemmri tíma fari saman við lang­tíma­hags­muni lands­manna þegar valið er á milli inn­lendrar eða erlendrar fram­leiðslu. Það er ágætt að minn­ast þess nú þegar kjara­samn­ingar eru að losna að það er ­sam­eig­in­legt markmið laun­þega og atvinnu­rek­enda að hér á landi verði til sem flest störf og að verð­mæta­sköpun verði sem mest.

Umræður og aðgerðir

Þó eru jákvæð teikn á lofti. Áhugi á iðn- og starfs­námi tók kipp og jókst aðsókn um þriðj­ung en 16% grunn­skóla­nema völdu slíkt nám. Betur má ef duga skal og er stefnt að því að 30% grunn­skóla­nema velji iðn- og starfs­nám árið 2030. Mikil und­ir­bún­ings­vinna og grein­ing á sér stað í mennta­málum þjóð­ar­innar og er mikil eft­ir­vænt­ing í garð nýrrar mennta­stefnu sem nú er í mót­un. Sam­tök iðn­að­ar­ins hafa þegar gert grein fyrir sínum áherslum sem miða meðal ann­ars að því að fjölga iðn- og starfs­mennt­uðum á vinnu­mark­aði og styðja við nýsköpun og hug­vits­drifið hag­kerfi til fram­tíð­ar­. Þannig þró­ast mannauð­ur­inn í takt við þarfir atvinnu­lífs­ins. Breyt­inga er þörf.

Mik­il­vægur áfangi náð­ist þegar stjórn­völd lög­festu frek­ari hvata til nýsköp­unar á árinu. Slíkir hvatar hafa þegar sannað gildi sitt hér á landi sem og erlend­is. Skiln­ingi stjórn­valda á mik­il­vægi þessa ber að fagna. ­Virkjun hug­vits í meira mæli er for­senda auk­innar verð­mæta­sköp­unar og þar með auk­inna lífs­gæða. Nýsköp­un­ar­stefna stjórn­valda er í mótun og verður kynnt 2019. ­Miklar vonir eru bundnar við þá stefnu­mörkun enda getur Ísland sann­ar­lega orðið nýsköp­un­ar­land með til­heyr­andi verð­mæta­sköp­un.

Fjár­fest­ing í dag er hag­vöxtur á morg­un. Und­an­far­inn ára­tug hefur inn­viða­upp­bygg­ing setið á hak­anum og inn­viðir lands­ins í sumum til­vikum ekki til þess bærir að þjóna sínu hlut­verki. Með hlið­sjón af þessu voru það nokkur von­brigði að sjá fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar til næstu fimm ára þar sem aukn­ing til mála­flokks­ins var í engu sam­ræmi við hina gríð­ar­legu fjár­fest­ing­ar­þörf. Nú lítur þó út fyrir að veru­lega verði bætt í fram­kvæmdir næstu sex árin ­gangi áætl­anir sam­göngu­ráð­herra og Alþingis eftir en þær verða að óbreyttu sam­þykktar í jan­ú­ar. Fram­kvæmda­árið 2019 verður von­andi stað­reynd.

Íbúðum fjölg­aði hraðar á árinu 2018 en árin áður. Betur má ef duga skal þar sem byggja þarf 55 þús­und nýjar íbúðir til árs­ins 2050. Árið 2018 mynd­að­ist sam­eig­in­legur skiln­ingur á því að vand­inn á hús­næð­is­mark­aði væri fram­boðsvandi, þ.e. að það þyrfti að byggja fleiri íbúðir til að ná jafn­vægi. Til að koma í veg fyrir sam­bæri­legan skort á íbúð­u­m í fram­tíð­inn­i ­með við­líka verð­hækk­un­um þarf að hrinda í fram­kvæmd veru­legum umbótum árið 2019 er lúta að stjórn­sýslu, reglu­verki og afgreiðslu sveit­ar­fé­laga.

Starfs­um­hverfi hefur verið í brennid­epli á árinu, rétt eins og mennta­mál, inn­viða­upp­bygg­ing og ný­sköp­un. Umræða hefur þroskast og má þar nefna hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerfið og vinnu við end­ur­skoðun pen­inga­stefn­u. Árið 2019 er tími aðgerða. Inn­leiða þarf umbætur á pen­inga­stefnu, sam­eina Seðla­banka og Fjár­mála­eft­ir­lit og fram­kvæma breyt­ingar varð­andi fjár­mála­mark­að­inn sem geta leitt til lægri vaxta ef rétt er á málum hald­ið. Mikið er í húfi. Trygg­inga­gjald þarf og að lækka frekar en áformað er.

Iðn­aður lætur sig umhverf­is- og lofts­lags­mál sann­ar­lega varða. Íslensk fyr­ir­tæki hafa náð miklum árangri á því sviði og hafa metnað til að gera enn betur til að mæta skuld­bind­ingum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Iðn­að­ur­inn mun ekki láta sitt eftir liggja á nýju ári í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um. Stjórn­völd hafa einnig sett lofts­lags­málin á dag­skrá og munu von­andi láta verkin tala árið 2019. Orku­stefna stjórn­valda er í mótun og má búast við nið­ur­stöðum þeirrar vinnu í lok árs 2019. Þar verður að taka til­lit til þeirrar stað­reyndar að það er mikil eft­ir­spurn eftir orku, jafnt frá hefð­bundnum iðn­aði og nýjum iðn­aði. Hin hreina raf­orka lands­ins skapar Íslandi sér­stöðu meðal ann­arra ríkja og höfum við því góða sögu að segja í lofts­lags­mál­um. Hag­stætt orku­verð hefur skapað Íslandi for­skot í sam­keppni við önnur ríki en dregið hefur úr því for­skot­i. ­Skýr atvinnu­stefna gæti auð­veldað þessa stefnu­mót­un.

Ár tæki­færa og aðgerða

Árið 2019 er sann­ar­lega ár tæki­færanna, árið sem stefnu­mót­andi ákvarð­anir eru teknar til langs tíma og ár aðgerða sem varða veg­inn til auk­innar hag­sæld­ar. Umræður og grein­ing­ar­vinna árs­ins 2018 hafa und­ir­búið jarð­veg­inn og auð­velda ákvarð­ana­töku og aðgerðir árs­ins 2019. Skýr sýn stjórn­valda sendir skila­boð til almenn­ings og atvinnu­lífs og hefur áhrif á ákvarð­ana­töku og athafn­ir. Látum þau áhrif verða jákvæð og leysa orku úr læð­ingi sam­fé­lag­inu til heilla.

Sig­urður Hann­es­son er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin
Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit