Fullvalda og frísk í vinnunni

Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM segir það samfélagslegt verkefni að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði en aðgerðir sem stuðla að félagslegum stöðugleika og bæta kjör fjölskyldna í landinu hafi jafnframt þau áhrif að styrkja stöðu kvenna.

Auglýsing

„Til hvers er full­veldi ef fólki líður illa?“ spurði Guðni Th. Jóhann­es­son for­seti Íslands í ræðu við setn­ingu Alþingis í haust. Þar hitti hann, eins og oft áður, naglann á höf­uð­ið. Þungi hefur færst í umræð­una um líðan og heilsu vinn­andi fólks á árinu. Stétt­ar­fé­lög greina víða mik­inn und­ir­liggj­andi vanda á vinnu­mark­aði og atvinnu­rek­endur fara heldur ekki var­hluta af hon­um. Öll spyrjum við okk­ur: Hvað veld­ur? Fólk á besta aldri er að missa heils­una vegna álags í vinnu og einka­lífi. Ef það kemst í þrot tekur langan tíma að ná aftur fullri heilsu. Fyrir utan áfallið sem það er fyrir ein­stak­ling­inn að missa heils­una vegna álags – að lenda í kulnun – þá fylgir því tekju­tap og tap fyrir sam­fé­lagið allt. Það er því til mik­ils að vinna að koma í veg fyrir að svona fari.

70% þeirra sem leita til VIRK starfsend­ur­hæf­ing­ar­sjóðs eru konur og á und­an­förnum árum hefur háskóla­mennt­uðum konum sem leita aðstoðar sjóðs­ins fjölgað veru­lega. Þessi stað­reynd segir okkur sögu af vinnu­mark­aði þar sem álag á konum er óhóf­legt. Margar þeirra upp­lifa mikla streitu og eiga á hættu að lenda í kuln­un. En þessar stað­reyndir segja okkur ekki síður sögu af stöðu kvenna í sam­fé­lag­inu. Við verðum því að spyrja okkur hvað valdi og kryfja ástæð­urnar til mergjar t.d. með rann­sóknum á vinnu­mark­aði.

Þola konur ekki álag?

Um leið og spurn­ingin er orðuð blasir við hversu frá­leit hún er. Dr. Ingi­björg H. Jóns­dóttir pró­fessor við Háskól­ann í Gauta­borg og for­stöðu­maður Institu­tet för stress­med­icin er leið­andi í umræð­unni um streitu og kulnun á vinnu­mark­aði. Hún seg­ir: „Brýnt er að beina umræð­unni um streitu­valda á vinnu­stað, aðstæðum stjórn­enda og kynja­mun­inn í réttan far­veg. Að við gerum okkur grein fyrir raun­veru­legum orsökum þess að konur eru í meiri­hluta hvað varðar veik­inda­fjar­veru, oft lang­tíma vegna streitu­kenndra ein­kenna. Ef við höldum áfram að leita skýr­ingar í líf­eðl­is­fræði kvenna eða að konur skuli ekki þola streitu­á­lag eins vel og karl­menn, komum við ekki til með að leysa streitu­vanda­málin á vinnu­stöð­u­m.“

Auglýsing

Ástæð­unnar er oftar en ekki að leita í vinnu­um­hverfi kvenna. Rann­sóknir sýna að vinnu­skil­yrði eru oftar verri á vinnu­stöðum þar sem konur eru í meiri hluta. Og hvar eru þær í meiri hluta? Í heil­brigð­is- og mennta­kerf­inu í eril­sömum störfum þar sem unnið er með fjölda fólks og skjól­stæð­inga alla daga vik­unn­ar. Ingi­björg bendir okkur á að í Sví­þjóð sé umræðan að bein­ast frá ein­stak­lingum og að þeim þáttum sem lúta að vinnu­skil­yrðum og skil­grein­ingu starfa. Skýrar kröfur og við­ráð­an­legt álag eru lík­legri til að stuðla að heil­brigði starfs­manna en óljósar kröfur og stöðugt ofur­á­lag. Hvað varðar ofur­á­lagið verður mér hugsað til stórra heil­brigð­is­stofn­ana sem haldið er úti með lág­marks­mönnun nær allt árið. Og þegar kemur að óljósum eða ef til vill óraun­hæfum kröfum verður mér hugsað til grunn­skóla­kenn­ara og kröf­unnar um að þeir sinni upp­eldi barna í meiri mæli en eðli­legt getur talist.

Langvar­andi álag í vel­ferð­ar­kerf­inu

Ég ætla að leyfa mér að varpa fram til­gátu um ástæður þess að fleiri konur en karlar missa heils­una á Íslandi og þurfa á starfsend­ur­hæf­ingu að halda réttum ára­tug eftir hrun. Margar þess­ara kvenna starfa við kennslu, vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­þjón­ustu. Þær starfa hjá hinu opin­bera; ríki og sveit­ar­fé­lög­um. Þær voru ekki í hópi þeirra sem misstu vinn­una strax í kjöl­far efna­hags­hruns­ins en í byrjun krepp­unnar misstu margir vinnu á almenna mark­aðn­um, t.d. í bygg­ing­ar­iðn­aði og þjón­ustu­störf­um. Það gerð­ist ekki í sama mæli hjá hinu opin­bera. Þar tók hins vegar við kjara­rýrnun í margs konar formi sam­hliða ráðn­ing­ar­fryst­ingu sem leiddi til und­ir­mönn­unar og meira álags á mörgum vinnu­stöðum en eðli­legt getur talist. Auð­vitað er myndin flókn­ari en við erum að tala um heilan ára­tug við aðstæður sem kannski væri hægt að bjóða fólki upp á í skamman tíma.

Ein­stak­lingnum ekki um að kenna

Þessi reynsla ætti að kenna okkur að hætta að leita orsaka fyrir streitu­sjúk­dómum og kulnun – eða nýgengi örorku svo að annað títt­nefnt dæmi sé nefnt – ein­ungis hjá ein­stak­ling­unum en horfa frekar á stóru mynd­ina; vinnu­um­hverf­ið, sam­skipti og aðstæður á vinnu­stað, óraun­hæfar kröf­ur, óljósar starfs­lýs­ingar o.þ.h. Að ógleymdum þeim aðstæðum sem sam­fé­lagið býr konum og barna­fjöl­skyldum almennt.

Ábyrgð atvinnu­rek­enda og stétt­ar­fé­laga er viss­lega mikil en hún er ekki minni sú er hvílir á herðum stjórn­valda. Það er sam­fé­lags­legt verk­efni að bæta stöðu kvenna á vinnu­mark­aði en aðgerðir sem stuðla að félags­legum stöð­ug­leika og bæta kjör fjöl­skyldna í land­inu hafa jafn­framt þau áhrif að styrkja stöðu kvenna á vinnu­mark­aði.

Höf­undur er for­maður BHM.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit