Þegar Dagur upplýsti Braggamálið og fann upp internetið

Auglýsing



Nýverið kom út kolsvört skýrsla Innri End­ur­skoð­unar Reykja­víkur um Bragga­málið svo­kall­aða. Rang­lega hef­ur verið haldið fram af stuðn­ings­mönnum meiri­hlut­ans í borg­inni að málið snú­ist ein­göngu um fram­úr­keyrslu á kostn­aði. Benda menn þá gjarnan á annað böl verra til að bæta Bragga­bölið. En hið rétta er að frá byrjun var orðið ljóst að hér­ hefðu lög og reglur verið brotn­ar.

Auglýsing
  • Ít­rekað var farið var fram úr sam­þykktum fjár­heim­ild­um. Þetta er brot á sveita­stjórn­ar­lög­um.

  • Skrif­stofu­stjóri Skrif­stofu Eigna og Atvinnu­þró­unar við­ur­kennir í skýrsl­unni að hann hafði lítið sem ekk­ert eft­ir­lit haft með fram­kvæmd­inni. Þvert á skyldur sín­ar.

  • Borg­ar­stjóri brást eft­ir­lits­skyldu sinni sem yfir­maður SAE. En hann hefði átt að hafa eft­ir­lit með eins miklu frá­viki eins og þarna var búið að mynd­ast.

  • Inn­kaupa­reglur borg­ar­innar voru broti þar sem verkið var ekki boðið út. Ekki aðeins leiðir slíkt til auk­ins kostn­að­ar, heldur er það brot á jafn­ræði milli verk­taka. Enda leiðir skýrsla IE í ljós að þeir sem voru fengnir til verks­ins voru vinir og kunn­ingjar þeirra sem stýrðu verk­inu.

  • Árið 2015 kom út skýrsla frá Innri end­ur­skoðun þar sem farið var yfir galla í því hvernig SEA var rek­in. IE full­yrðir í skýrsl­unni að ef farið hefði verið eftir leið­bein­ingum þeirra frá þeim tíma hefði Bragga­málið ekki komið upp. Þeir sem stjórna borg­inni hljóta að bera fulla ábyrgð á því að ekki var hlustað á aðvar­an­irn­ar.

  • Lög og reglur um skjala­stjórn opin­berra stofn­ana voru þver­brotnar að mati Borg­ar­skjala­safns. Því engar fund­ar­gerðir eða gögn eru til yfir hvernig flestar ákvarð­anir er varða SEA og Bragg­ann. Vegna þess að gögn voru ekki haldin eða þeim jafn­vel eytt, gæti reyndar verið að margur maðk­ur­inn hafi ekki enn fund­ist í þess­ari mysu.



Þessi listi er auð­vitað ekki tæm­andi yfir þau afglöp sem nú eru orðin opin­ber­lega við­ur­kennd. Sum hver var minni­hlut­inn í borg­inni þeg­ar ­bú­inn að benda á. En það stöðv­aði ekki Dag B. Egg­erts­son borg­ar­stjóra að koma í öllum helstu fjöl­miðlum lands­ins um leið og skýrslan kom út og básúna þeirri ­sögu­skýr­ingu sinni að hann hefði sjálfur átt heið­ur­inn af því að málið upp­lýst­ist. Og það hefði í raun verið hans meiri­hluti og leitan eftir upp­lýs­ingum sem varð til þess að málið varð rann­sak­að. Í við­tali í Kast­ljósi og á Stöð 2 mátti heyra eft­ir­far­andi í máli borg­ar­stjóra:

DagSlide1.PNG

Dagur snýr sem sagt vörn í sókn og lætur eins og hann hafi ­upp­lýst mál­ið. Vísar þá til þess að hann hafi vakið sér­staka athygli á fram­úr­keyrsl­unn­i á Borg­ar­ráðs­fundi í sumar þegar við­auki við fjár­fest­inga­á­ætlun var lagð­ur­ ­fyr­ir. Hér má sjá brot af umræddum við­auka:



 

Úr viðauka við fjárfestingaáætlun dagsett 10. ágúst

Hvergi í fund­ar­gögnum frá við­kom­andi Borg­ar­ráðs­fundi er hins ­vegar að finna umrædd varn­að­ar­orð Dags borg­ar­stjóra. Þó það sé reyndar tek­ið fram að verkið sé komið fram úr áætl­un, þá fylgir því líka rétt­læt­ing á fram­úr­keyrsl­unni þar sem m.a. er rang­lega sagt að húsið sé frið­að. 

Enda gerir meiri­hlut­inn í Borg­ar­ráði enga athuga­semd við þennan við­auka við fjár­fest­inga­á­ætlun í nærri 100 liðum og sam­þykkir hann án þess að nein ályktun sé rituð í fund­ar­gerð. Þannig að borg­ar­stjór­inn er hrein­lega að ljúga þegar hann segir að hann hafi vakið sér­staka athygli á þessu. En hins vegar kom ályktun frá minni­hlut­anum þar sem athuga­semdir voru gerð­ar­ við Bragg­ann og Hlemm Mat­höll:

Úr fundargerð Borgarráðs 16. ágúst







Fund­ar­gerð Borg­ar­ráðs frá 16. Ágúst



Við­auk­inn við fjár­fest­inga­á­ætlun var sam­þykktur og með því átti að breiða yfir að búið væri að fara í stór­felld fjár­út­lát án þess að borg­ar­stjórn­/­borg­ar­ráð væri búið að ­sam­þykkja það fyr­ir­fram. Þau sam­þykktu fjár­út­látin bara eft­irá og ætl­uð­u ­greini­lega að von­ast til að þar með væri mál­inu lok­ið. Því fór fjarri að þau ætl­uðu sér að gera neitt meira mál úr Bragg­anum á þessum tíma­punkti. Þetta þótti óheppi­leg fram­úr­keyrsla og kannski skilj­an­leg þar sem húsið var að sögn borg­ar­stjóra frið­að.



Minni­hlut­inn í borg­inni hélt hins­veg­ar á­fram að ræða þessa fram­úr­keyrslu. Var þá t.d. farið að benda á að Inn­kaupa­ráð hefði marg­sinnis óskað eftir áliti Borg­ar­lög­manns, sem hafði beðið í meira en ár með að svara ­fyr­ir­spurnum vegna máls­ins. Fyrsta fréttin af mál­inu birt­ist svo á RÚV eftir að ­fjöldi borg­ar­full­trúa minni­hlut­ans höfðu vakið máls á þessu í ræðu og riti.



Ein af fyrstu fréttum fjölmiðla um Braggamálið



Almenn­ingur fór líka að fá áhuga á mál­inu og fóru menn að bera saman kostnað Bragg­ans við t.d. 4.200 fm hátækni­vætt fjós í G­unn­bjarn­ar­holti sem kost­aði álíka mikið og Bragga­bygg­ing­in. Nú voru flest­ir farnir að sjá að hér væri ekki allt með felldu.

Færsla af Facebook þar sem borinn er saman kostnaður við tvo ólíka húsakosti

Þann 6. Sept­em­ber fór minni­hlut­inn í borg­inni fram á að sjá sund­ur­lið­aða kostn­að­ar­á­ætlun vegna Bragg­ans. Ekki var það borg­ar­stjóri eða ­meiri­hlut­inn sem fóru fram á þær upp­lýs­ing­ar:



Fyrirspurn minnihlutans í borginni á Borgarráðsfundi 6. september

Fund­ar­gerð ­Borg­ar­ráðs 6. Sept­em­ber



Þann 19. Sept­em­ber var svar við fyr­ir­spurn minni­hlut­ans til­bú­ið á borði borg­ar­stjóra en hann átti að kynna svarið á Borg­ar­ráðs­fundi dag­inn eft­ir.



Svar við fyrirspurn minnihlutans, stílað á Borgarráð. Dagsett 19. september.

Svar við fyr­ir­spurn minni­hlut­ans



Sama dag og svarið við fyr­ir­spurn minni­hlut­ans var komið á skrif­borðið hjá ­borg­ar­stjóra kemur hann í fréttum og seg­ist hafa „óskað eftir minn­is­blað­i“ ­vegna máls­ins. Leiða má líkur að því að hann hafi hrein­lega þá séð í hvað ­stefndi eftir að hafa lesið svarið og vildi láta líta út eins og hann hefð­i ­sjálfur óskað eftir þessum upp­lýs­ing­um. (meira að þessu síð­ar)

Dagur segist hafa óskað eftir

Frétt mbl.is þar sem dagur talar um „minn­is­blað­ið“



20. sept­em­ber er svarið við fyr­ir­spurn minni­hlut­ans kynnt í Borg­ar­ráð­i. Þá fyrst heyr­ist í meiri­hlut­anum í borg­inni. En það er ekki alveg sá tónn sem ­Dagur sagði að hefði verið í Kast­ljós­vitð­al­inu nú fyrir jól­in. Því meiri­hlut­inn hans Dags kennir Minja­stofnun um hvernig Bragg­inn fór fram úr áætlun og hverg­i er minnst á: brot á sveita­stjórn­ar­lögum eða brot á inn­kaupa­reglum borg­ar­inn­ar. ­Meiri­hlut­inn hans Dags var alveg sof­andi fyrir því enn á þessu stigi máls­ins.



Meirihlutinn ályktaði loks um Braggamálið þegar svar við fyrirspurn minnihlutans var kynnt í Borgarráði

Fund­ar­gerð ­borg­ar­ráðs 20. sept



Dagur bætti um betur sama dag í við­tali við fréttir Stöðv­ar 2 þegar hann vildi ekki við­ur­kenna að nein mis­tök hefðu verið gerð við end­ur­bætur Bragg­ans. Engin mis­tök þýðir vænt­an­lega: engin lög brot­in, engar reglur brotn­ar, eng­in ­stjórn­sýsla í mol­um. Engin mis­tök gerð, sagði hann. Raunar fjall­aði allt við­talið um að Minja­stofnun væri um að kenna hvernig verkið fór fram úr ­á­ætl­un­um. Þetta er í hróp­andi mót­sögn við það sem hann segir síðar í Kast­ljós­við­tali: að hann hafi upp­lýst um að lög hefðu verið brotin á Borg­ar­ráðs­fundi 16. Ágúst.



Dagur segir engin mistök gerð og kennir Minjastofnun um framúrkeyrsluna

Fréttainn­skot Stöðv­ar 2 þar sem Dagur kennir Minja­stofnun um allt og neitar fyrir mis­tök



Minja­stofnun svar­aði svo fyrir sig strax dag­inn eftir og sór af sér alla ábyrgð. Húsið væri hreint ekki friðað sam­kvæmt lögum og álit þeirra að­eins ráð­gef­andi.

Forstöðumaður Minjastofnunar svarar borgarstjóra fullum hálsi

Frétt RÚV þar sem for­stöðu­maður Minja­stofn­unar segir ábyrgð­ina alla borg­ar­innar



Eftir þetta varð sífellt erf­ið­ara fyrir borg­ar­stjóra að ­kenna öðrum um eða láta eins og ekk­ert væri. Því fjöl­miðlar fóru að gera sér­ ­mat úr kostn­að­ar­sund­ur­lið­in­inni sem minni­hlut­inn óskaði eftir og kom þá ýmis­legt furðu­legt í ljós. Mætti þar ­nefna:

  • Verk­fræð­is­ofan Efla fékk sam­an­lagt 33 millj­ónir í tengslum við verk­ið.

  • Mar­grét Leifs­dóttir arki­tekt skrif­aði á sig 1300 tíma við hönn­un. Ásamt 600 klukku­tímum í umsjón og eft­ir­lit og 100 klukku­stundir í vett­vangs­ferð­ir.
  • 170 klukku­tímar fóru í að hanna lýs­ingu og velja lampa.
  • Nið­ur­rif á bragga kost­uðu 30 millj­ónir
  • Ástands­skoðun kost­aði 27 millj­ónir
  • Ofl. Í þessum dúr.

Mið­flokk­ur­inn í Reykja­vík flutti svo til­lögu í borg­ar­ráði um að rann­sókn færi fram á Bragga­mál­inu. Miðað við fjöl­miðla­at­hygl­ina sem mál­ið hafði þá fengið var orðið erfitt fyrir meiri­hlut­ann í borg­inni að gera annað en að spila með í því. En þeim tókst þó að vísa mál­inu til Innri End­ur­skoð­un­ar, þar sem þau gætu mögu­lega haft ein­hver áhrif á útkomu skýrsl­unn­ar. Eng­inn hef­ur enn getað útskýrt hvernig það hefði verið verra að aðili ótengdur borg­inn­i ­rann­sak­aði mál­ið. En svo fór að Innri end­ur­skoðun var falið verk­efnið og mál­in­u vísað þang­að.

Miðflokkurinn flutti tillögu um rannsókn á Braggamálinu



Í umræðum um til­lögu Mið­flokks­ins kom borg­ar­stjóri í pont­u og hélt langa ræðu um það hvernig þetta væri í raun allt Minja­stofnun að kenna, hvernig verkið fór fram úr áætl­un. Svo vís­aði hann í dul­ar­fulla „minn­is­blað­ið“ ­sem hann sagði áður að hann hefði beðið um. „Minn­is­blað­ið“ sem hann las upp úr í ræðu­stól borg­ar­stjórnar er dag­sett 19. Sept­em­ber og er að því er virð­ist orð­rétt eins og svarið við fyr­ir­spurn minni­hlut­ans sem var kynnt í borg­ar­ráði 20. Sept­em­ber. Það er erfitt að gera ráð fyrir öðru hér en að borg­ar­stjóri hafi aldrei beð­ið um neitt minn­is­blað, heldur ein­fald­lega eignað sér fyr­ir­spurn minni­hlut­ans til­ að láta líta út eins og hann hefði óskað eftir því.



Hér má heyra ræðu borg­ar­stjóra þar sem hann les úr „minn­is­blað­inu“  Byrjar á 5:56:16



Fjöl­miðlar héldu áfram að tæta málið í sig næstu daga og má ­segja að nið­ur­læg­ing borg­ar­stjórn­ar­meiru­hlut­ans hafi verið algjör þegar frétt­ir bár­ust af höf­und­ar­rétt­ar­vörðum strá­um.



Athlægi. Málið náði hámarki fáranleikans þegar fréttir bárust af stráunum við Braggann.

Frétt DV um stráin



Þegar þarna var komið við sögu var borg­ar­stjóri og ­meiri­hlut­inn í borg­inni orðin að athlægi allra lands­manna og því ekki seinna vænna en að koma með síð­búnar yfir­lýs­ingar um að málið skyldi upp­lýst. Enda seinna sama dag kom yfir­lýs­ing meiri­hlut­ans í frétt á RÚV og dag­inn eftir þessi færsla á fés­bók­ar­síðu borg­ar­stjóra:

Vinir dags hjá RÚV gerðu frétt með yfirlýsingu hans sama dag og málið með stráin kom upp

Hér er færsla ­Dags þar sem hann lýsir yfir að málið skuli allt upp­lýst. Síðar var til­laga sama efnis flutt í Borg­ar­ráð­i. 



En meira að segja eftir þessa yfir­lýs­ingu borg­ar­stjóra voru blaða­menn enn að lenda í að borg­ar­starfs­menn reyndu að gera rann­sókn fjöl­miðla erf­ið­ari.



Dagur að kveldi kom­inn

Það rétta í mál­inu er sem sagt ekki að Dagur og hans ­meiri­hluti hafi vakið máls á fram­úr­keyrslu í Bragga­verk­efn­inu frá upp­hafi. Það er ekki heldur rétt að þau hafi á nokkru stigi máls­ins vakið athygli á að þarna væru framin lög­brot, eins og Dagur sagði í Kast­ljós­við­tali nú fyrir jól. Þvert í móti var stöðugt vísað til þess að húsið væri friðað og að Minja­stofnun bæri ábyrgð á því að verk­efnið hefði orðið svona kostn­að­ar­samt. Ekki heldur er það rétt að þau ósk­uðu nokkru sinni eftir upp­lýs­ingum um mál­ið. 



  • Það var minni­hlut­inn í borg­inni sem hélt þessu máli á lofti.

  • Það var minni­hlut­inn í borg­inni sem óskaði eftir nán­ari upp­lýs­ingum um mál­ið. 

  • Það var minni­hlut­inn í borg­inni sem bað um rann­sókn á mál­inu.



Þökk sé þeim og fjöl­miðlum sem héldu þessu máli til streitu á meðan borg­ar­stjóri og merihlut­inn kenndu öðrum um.



Meiri­hlut­inn kom viku eftir að þeir voru hafðir að fíflum í öllum fjöl­miðlum lands­ins með yfir­læt­is­lega til­lögu um að „nú skuli allt ­rann­sak­að“.  Sýnd­ar­mennska sem aðeins var hægt að toppa með því að eigna sér allan heið­ur­inn af því að málið var upp­lýst dag­inn sem skýrsla Innri End­ur­skoð­unar kom út.






Hér má sjá mynd­band þar sem ég fer yfir þessi atrið­i:













































































































































































Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None