Þorpið og þvermóðskan

Auglýsing

Segja má að 20. öldin hafi birt okkur í hnot­skurn heim­inn sem þorp; þyrp­ingu af húsum þar sem fólk býr og deilir sam­eig­in­legu rými; gengur um sömu göt­urn­ar, skipt­ist á vörum og orðum og teng­ist hvert öðru marg­vís­legum bönd­um, bæði efna­hags­legum og sið­ferði­leg­um. Það hefur nefni­lega komið á dag­inn að jörðin er í raun lítil og að allt mann­kyn deilir sam­eig­in­lega þessu litla rými, reiðir sig á sömu gæðin og hvers­dags­legar athafnir í einum afkima þessa heims­þorps hafa áhrif á fólkið sem býr á fjar­lægum jaðri þess.

En í öðrum skiln­ingi er heim­ur­inn sorg­lega langt frá því að vera þorp. Sumt fólk streit­ist við að loka sig af í eigin kima og vill byggja múra til að halda öðrum í burtu. Og svo eru þeir sem láta eins og jörðin sé óend­an­lega stór, að hún geti enda­laust skaffað meira og tekið við meiri úrgangi. Þeir sem mestu ráða gera hvað þeir geta til að vinna gegn þeim þorps­brag sem ann­ars hefði kannski getað þró­ast og eiga sér marga við­hlægj­endur í þeirri iðju.

Utan garðs

Á sama tíma og við finnum svo til­finn­an­lega fyrir því hvað jörðin er lítil eru reistir múrar og leit­ast við að búa til ný landa­mæri til að sundra rým­inu. Á sama tíma og örlög fólks hnýt­ast sífellt þéttar sam­an, vaxa upp hópar, fjöl­mennir og hávær­ir, sem varpa út þeim boð­skap að fólk sé í raun svo ólíkt hvað öðru að við eigum enga sam­leið. Eða öllu held­ur, skila­boðin eru þau að ekki sé til neitt „við“ sem nær yfir allt mann­kyn. „Við erum svo sér­stök,“ er sagt, og síðan bætt við til árétt­ing­ar: „Annað fólk (ef fólk skyldi kalla) er svo ólíkt að það ógnar sér­leika okk­ar“.

Auglýsing

Á meðan fólki er skipt í „okk­ur“ og „aðra“ – það fólk sem býr innan múr­anna og svo það sem eru utan þeirra og þar með fyrir utan lög og rétt – er lítið vit í að tala um heim­inn sem þorp. Þegar það fylgir sög­unni að það sem sam­eini „okk­ur“ og aðgreini frá „hin­um“ er hversu ólíkir þessir tveir hópar eru, þá er hug­myndin um heims­þorp vart annað en fjar­lægur draum­ur.

Þorpin eru og hafa verið af ólíku tagi. Sum ein­kenn­ast af jöfn­uði og sam­hygð, önnur lúta kannski sterku og óbil­gjörnu yfir­valdi. Hvernig sem þessu er farið eru þorps­búar allir settir undir lög og reglu – rétt­lát eða rang­lát eftir atvikum – en hinir sem ekki til­heyra þorp­inu – þau sem eru utan garðs – eru líka utan við lög og rétt. Ef allur heim­ur­inn væri þorp þá væru engir utan við lög og rétt, það væri ekk­ert utan­garðs­fólk því þorpið næði yfir allt rým­ið. En á hverjum degi erum við sorg­lega minnt á að fjöldi fólks býr utan við lög og rétt. Múr­arnir sem aðskilja fólk eru ekki lengur hlaðnir úr grjóti (nema í Ísr­ael og á nokkrum öðrum stöð­um) heldur með lögum og regl­um. Við sem erum innan múr­anna teljum okkur kannski trú um að lögin og regl­urnar séu sett til að stuðla að almanna­heill. Og í vissum skiln­ingi er það rétt, þau eiga að stuðla að heill þeirra sem eru innan múr­anna en skeyta litlu eða engu um þá sem eru utan garðs.

Lífs­verk­efnið

Lífs­verk­efni hverrar mann­eskju er að finna lífi sínu far­veg og merk­ingu. Þetta verk­efni er best unnið í tengslum við annað fólk og í snert­ingu við umhverf­ið, bæði mann­gert og villt. Hug­myndin um að heim­ur­inn sé þorp er fal­leg því hún lætur í ljósi von um að sá brunnur sem við getum ausið úr til að ljá lífi okkar merk­ingu þekki engin tak­mörk hér á jörð. Kannski mætti segja að hug­myndin um heims­þorp sé í raun hug­sjón um ótak­mörkuð sam­skipti og óþrjót­andi þrá eftir gagn­kvæmum skiln­ingi. Og raunar fæli hún þá einnig í sér hug­sjón um ótak­mark­aða ást, ekki róm­an­tíska ást heldur ást sem birt­ist í inni­legri þrá eftir feg­urð og sann­leika. Slík ást fer ekki í mann­grein­ar­á­lit heldur hefur hún sig yfir hverskyns sundr­ungu því það er ein­ungis með því að nálg­ast aðra mann­eskju sem elsku­verða sem hægt er að skilja hana.

En því miður er heim­ur­inn ekki þorp og sam­skipti fólks ein­kenn­ast ekki af þrá eftir gagn­kvæmum skiln­ingi. Sam­skipti sem ein­kenn­ast af græðgi, valda­fýsn og oflæti eru of algeng. Og það er ekki nóg með að slík sam­skipti séu algeng, heldur er þeim jafn­vel hampað af fólki í valda­stöðum (kannski ættum við að hugsa um Klaust­ur­málið í þessu sam­heng­i.)

Sundr­ung heims­ins

Sundr­ung heims­ins er samt ekki bara til komin vegna græðgi, valda­fýsnar og oflæt­is. Þær raddir verða sífellt hávær­ari sem segja að frá­brigði fólks séu til marks um óyf­ir­stíg­an­legan mun og að sér­stöðu menn­ing­ar­innar stafi ógn af því sem er fram­andi eða ólíkt. Stundum eru þessi sjón­ar­mið sett fram með fræði­legri íhug­un, öðrum stundum bera þau frekar vott um hræðslu við það sem er fram­andi.

Þegar ég var náms­maður vestur í Cal­gary í Kanada fyrir ríf­lega tutt­ugu árum kaus fólk í Quebec fylki um hvort það ætti að segja sig úr lögum við Kanada og stofna sjálf­stætt ríki. Rökin fyrir því að fylkið ætti að vera sjálf­stætt voru m.a. þau að fólkið í Quebec væri öðru­vísi en aðrir Kana­da­bú­ar, ekki síst af því að það tal­aði annað tungu­mál og ætti sér franskan upp­runa en ekki ensk­an. Í Cal­gary kynnt­ist ég Vest­ur­-Ís­lend­ing­um, m.a. Þór­dísi Gutn­ick sem hafði alist upp sem íslensk stúlka í vatna­hverf­inu í Saskatchewan, næsta fylki vestan við Winnipeg. Þór­dís gaf ekki mikið fyrir þau rök að Quebec ætti að vera sjálf­stætt af því að fólkið þar væri svo frá­brugðið öðrum Kana­da­bú­um. Hún var samt alveg sam­mála því að frönsku­mæl­andi íbúar í Quebec væru frá­brugðnir öðrum, en hún bætti því við að í Kanada væru allir í raun frá­brugðn­ir. Hún sem hafði alist upp á íslensku heim­ili á sléttum Saskatchewan gifst síðar Nel­son, sem var af gyð­inga­ættum og kom úr allt ann­ars konar umhverfi. Þau höfðu sest að í villta vestr­inu í Kana­da, unnið langa starfsævi sem félags­ráð­gjaf­ar, ekki síst með frum­byggjum Kana­da, sem reyndar virt­ust oft gleym­ast í allri umræð­unni um hverjir væru eins og hverjir væru öðru­vísi.

Sann­leik­ur­inn er sá að ef við höfum hug­rekki til að opna huga okkar fyrir því sem eru öðru­vísi – og líka hlusta á þá sem eru ann­arar skoð­un­ar, hafa aðra sögu að segja og sjá lífið í öðrum litum – þá verður sá brunnur merk­ingar sem við getum sótt í til að finna líf­inu gildi bæði dýpri og marg­slungn­ari. Lífið verður ríku­legra.

Sá sem lokar á marg­breyti­leik­ann kann að gera það af heimsku eða hug­leysi. Stundum er það ósjálfrátt við­bragð sem við­kom­andi er til­bú­inn að end­ur­skoða þegar tími og til­efni gef­ast en því miður er of algengt að marg­breyti­leika heims­ins sé mætt með þröng­sýni og þver­girð­ings­hætti. Það er ekki endi­lega sárs­auka­laust að opna hjarta sitt fyrir þeim heimi sem við byggj­um; að leyfa öðrum mann­eskjum að hræra við til­finn­ingum manns og hugs­un­um. Það sem blasir við er ekki alltaf fal­legt og þær til­finn­ingar sem kvikna í brjóst­inu eru ekki endi­lega þægi­leg­ar; stundum verðum við reið, stundum döp­ur.

Það þarf hug­rekki til að opna hjarta sitt og leyfa sér að elska heim­inn. Stundum kann að virð­ast hag­felld­ara að loka sig af og njóta þeirra gæða sem í hendi eru; bregða hönd fyrir augu og láta hinn stóra heim sigla sinn sjó. Heið­rekur Guð­munds­son frá Sandi orð­aði þetta með eft­ir­far­andi hætti í kvæð­inu „Ég minn­ist þess“. Síð­asta erindið er svona:

Er ljómar sól og lífið feg­urst er

og log­inn skín við jök­ul­tind­inn háa,

við skraut og munað skeikar gleðin mér,

þá skynja ég næm­ast kvöl hins hrjáða og smáa.

Þá finnst mér allt, sem fyrir augu ber,

af feg­urð snautt og tengt við strætið gráa.

– Þeim líður best sem lítið veit og sér

og lok­ast inni í fjalla­hringnum bláa.

En það sem er hag­fellt er ekki endi­lega gott eða rétt. Þótt manni kunni að líða vel inni í fjalla­hringnum bláa þar sem hnökrar heims­ins eru utan sjón­máls, þá er ekki þar með sagt að slíkt líf sé gott líf. Skeyt­ing­ar­leysi um hagi ann­arra kann að forða manni frá ónot­um, jafn­vel sárs­auka, en skeyt­ing­ar­leysi er ekki dygð heldur löst­ur.

Hug­sjón fyrir nýtt ár

Það gefur vart feg­urri hug­sjón fyrir nýtt ár en þá að fólk byggði heim­inn eins og hann væri þorp. En því miður er sú hug­sjón vart annað en fjar­lægur draumur á meðan þeir sem mestan mátt hafa virð­ast ein­beittir í því að una sælir við eigin for­rétt­indi og heimsku – loka sig inni í fjalla­hringnum bláa – og hampa eigin skeyt­ing­ar­leysi sem dygð hins sterka.

En getur ein lítil mann­eskja gert eitt­hvað þegar heimskan og valdið ganga fram hönd í hönd? Hver mann­eskja er í raun mátt­ug; þar sem hún mælir göt­urnar á venju­legum skóm, bundin sínu dag­lega amstri, býr hún yfir mætti til að skapa þorps­brag á þessum ann­ars ótrú­lega heimi. Þorp verður ekki til fyrir til­stilli vald­boðs, heldur verður það til þar sem fólk mæt­ist af vin­semd og með sam­vinnu­hug í hvers­dags­legum athöfn­um. Þar sem hand­takið ein­kenn­ist af hlýju fremur er stjórn­semi, þar sem til­litið lýsir við­ur­kenn­ingu frekar en skeyt­ing­ar­leysi og þar sem sam­skiptin ein­kenn­ast af því að hver sem er á sér líf og sögu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None