Furðulegur væll blaðamanna

Auglýsing

Þ.e.a.s. þeir vilja eftirfarandi: „Blaðamannafélag Íslands segir að það skref að taka RÚV af auglýsingamarkaði sé „nauðsynlegt skref í átt til hagfelldara rekstrarumhverfis“. Þó þurfi að bæta RÚV tekjutapið úr ríkissjóði og passa upp á að niðurskurður bitni ekki á fréttastofu RÚV“.

Þetta þýðir á íslensku, að almenningur reki einkarekna fjölmiðla. Blaðamenn segja að rekstur fjölmiðla sé mikilvægur þjóðinni svo hún sé upplýst um allt það er að gerast hjá þjóðinni. Geti þar með veitt stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. En minnast ekki orði á stórfyrirtækin í einkaeigu og eða á hagsmunasamtök sem þurfi aðhald.

Það er greinilegt á öllu að þingheimur er mjög svag fyrir því að fyrir því að styrkja einkarekna fjölmiðla vegna þess hversu mikilvægir þeir eru. Vandamálið er bara það, að það eru ekki allir fjölmiðlar jafn mikilvægir. Margir þeirra eru bara í raun ómerkilegir og ekki reknir til að þjóna almenningi.

Auglýsing

Helstu fjölmiðlar landsins fyrir utan RÚV eru nánast ekkert annað en verkfæri í höndum hagsmuna aðila. Fjölmiðlar er matreiða sína framleiðslu eftir hagsmunum eigenda sína þótt oft sé reynt að fela slíka ritstýringu. Það getur varla verið mikilvægt að fyrir þjóðina að styrkja slíka starfssemi.

Það er morgunljóst, að margir fjölmiðlar berjast í bökkum rekstrarlega séð. Væntanlega vegna þess að þeir eru sennilegast allt of margir. Fólk vill ekki greiða hærri gjöld til að fá þessa miðla til sín, einnig að margir landar hafa andstæðar hugmyndir en þær sem miðlarnir predika í málflutningi sínum.

Það má eiginlega ganga út frá því sem vísu, að ef það rími sem myndast við að RÚV færi af auglýsingamarkaði og að fjölmiðlar yrðu síðan styrktir enn frekar, kallar það á, að fjölmiðlum fjölgi og til framtíðar verður jafn erfitt að reka fjölmiðla í landinu.

Auðvitað getur ekki verið eðlilegt að launafólk styrki einkarekna fjölmiðla. Þ.e.a.s. launafólk borgi þeim sérstaklega fyrir heimabakaðan málflutning hagsmuna aðila ( almennt kallað áróður) með misheiðarlegum fjölmiðlum. Það er staðreynd, að RÚV hefur til þessa verið eini fjölmiðillinn sem almenningur getur treyst á. Nú vilja blaðamenn og aðrir veikja þennan fjölmiðill.

Það er ótrúlegt að stór hluti þingmanna skulu vilja styrkja einkarekna fjölmiðla án þess að setja nein skilyrði fyrir slíkum styrkjum. Það er vissulega rétt að margir fjölmiðlar eru heiðarlegir og eru ekki málpípa ákveðinna hagsmuna. Það á bara alls ekki við um alla fjölmiðla, helst þeirra sem eru í stærri kantinum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit