Opið bréf til Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar

Kevin Stanford og Karen Millen, sem voru á meðal stærstu viðskiptavina Kaupþings fyrir hrun, skrifa opið bréf til tveggja af helstu stjórnendum bankans á þeim tíma.

Kevin Stanford og Karen Millen
Kevin Stanford og Karen Millen
Auglýsing

Hreiðar og Magn­ús.

Karen Mil­len og ég höfum verið talin „vinir Kaup­þings“, en þar sem við vorum notuð í svika­myllu sem þið bjugguð til, og tíu árum síðar hefur Kaup­þing stefnt okkur á nýjan leik vegna svika ykk­ar, þá viljum við koma eft­ir­far­andi á fram­færi.

Kaupin á Karen Mil­len árið 2001 voru fyrstu erlendu við­skiptin sem Kaup­þing tók þátt í. Í kjöl­farið vorum við hvött til að kynna aðra við­skipta­vini fyrir bank­an­um, eins og Ármann Þor­valds­son sagði frá í bók sinni „Æv­in­týra­eyj­an“.

Auglýsing
Í apríl 2005 not­uðum við hluta af hagn­aði af sölu af Karen Mil­len sem trygg­ingu fyrir lánum þegar við keyptum hluta­bréf í Kaup­þingi fyrir 60 millj­ónir punda í apríl 2005. Það sem Karen og ég vissum ekki á þeim tíma var að bréfin höfðu verið í „geymslu“ (óseld) frá því í hluta­bréfa­út­boði Kaup­þings þann 11. ágúst og 15. októ­ber 2004. Hluta­bréfa­aukn­ingin nam 92,4 millj­örðum íslenskra króna, sem tvö­fald­aði stærð bank­ans og gerði honum mögu­legt að kaupa FIH bank­ann í Dan­mörku. Hins vegar voru flest hluta­bréfin seld, fyrir utan mín og Karen­ar, án nokk­urra trygg­inga ann­arra en bréf­anna sjálfra.

Við unnum með Kaup­þingi frá árinu 2001 og litum á ykkur sem við­skipta­fé­laga og „vin­i“.

Þann 6. ágúst 2008 mis­not­uðuð þið ykkur hins vegar traust okkar með því að nota okkur í sam­særi með Deutsche Bank til að lækka skulda­trygg­ing­ar­á­lag Kaup­þings. Við vorum nauð­syn­leg í svik­unum eins og lýst er í kröfu gegn Deutsche Bank (skjal 1). Saka­mála­rann­sóknin sem fylgdi í kjöl­farið skað­aði orð­spor okkar og mögu­leika okkar til að stunda áfram við­skipti.  

Hreið­ar, þann 6. ágúst 2008 hringdir þú í mig og sagðir mér að Kaup­þing væri „komið í gegnum versta storm­inn“ og spurðir mig hvort ég vildi kaupa fleiri hluta­bréf í bank­an­um, án þess að nefna magn. Ég man dag­inn vel því ég var í París vegna afmælis eig­in­konu míns.

Magn­ús, þú sendir mér svo tölvu­póst þann 18. ágúst 2008 (skjal 2) þar sem þú stað­festir að „við“ (sem þýðir Kaup­þing banki í Lúx­em­borg, eins og kemur fram á yfir­liti mínu: skjal 3) hefðum keypt 17.300.000 hluti í Kaup­þingi. Þessi hluta­bréf voru skráð á mitt nafn en eig­andi þeirra var Kaup­þing í Lúx­em­borg. Banka­yf­ir­lit mitt sýnir að Kaup­þing í Lúx­em­borg lét mig fá yfir­drátt vegna þessa án þess að láta mig vita.

Hreið­ar, þú varst svo ákærður hinn 19. sept­em­ber 2016, vegna við­skipta með þín eigin bréf í Kaup­þingi sem þú seldir sama dag og þú hringir í mig, 6. ágúst 2008. Í útdrætti úr ákærunni segir (skjal 4) að hún sé á „hendur ákærða Hreið­ari Má fyrir inn­herja­svik með því að hafa 6. ágúst 2008 selt 812.000 hluti í Kaup­þingi banka hf., sem hann keypti í eigin nafni sama dag, til einka­hluta­fé­lags­ins Hreið­ars Más Sig­urðs­sonar kt. 500506-1990, sem var í eigu og laut stjórn ákærða, fyrir 571.648.000 krónur þrátt fyir að hafa þá búið yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum um Kaup­þing banka hf. sem hann var áskynja um í starfi sínu sem for­stjóri þess banka og lutu að því að skráð mark­aðs­verð hluta­bréfa í bank­anum gaf á þessum tíma ranga mynd af verð­mæti þeirra og hærri en efni stóðu til, vegna langvar­andi mark­aðs­mis­notk­unar með hluta­bréf í bank­anum sem þá hafði staðið yfir að minnsta kosti frá nóv­em­ber 2007 og ákærði átti þátt í.“

Hæsti­réttur Íslands dæmdi þig svo Hreiðar (skjal 5) þann 6. októ­ber 2016 í fang­elsi fyrir hið meinta lán sem veitt var þann 6. ágúst 2008 án sam­þykk­is, þar á meðal minn­ar.   

Auglýsing
Hinn 21. ágúst 2008 keyptir þú, Magn­ús, skulda­bréf Kaup­þings fyrir 7 millj­ónir Banda­ríkja­dala í nafni Karenar án þess að hún hefði hug­mynd um það. Við­skipta­stjóri Karen­ar, Spencer Wall, lýsti atvikum í vitna­skýrslu (skjal 6).

Eftir hrunið þann 12. nóv­em­ber 2008 færðir þú tap Karen­ar, vegna kaupa þinna á skulda­bréfum Kaup­þings, inn á minn reikn­ing í Kaup­þingi í Lúx­em­borg án þess að segja mér frá því.

Þann 10. sept­em­ber 2008 sendi Ármann Þor­valds­son eft­ir­far­andi tölvu­póst til mín (skjal 7):

„Hæ Kevin. Það er æðis­legt hversu vel þér gengur með All Saints, og ég gæti ekki verið ánægð­ari fyrir þína hönd – mik­ill árang­ur. Fólk er hrif­ið! Ég get flesta daga í októ­ber, ég myndi stinga upp á fimmtu­dag­inn annan eða átt­unda. Gengur það? Ann­ars er ég mjög góður og okkur gengur vel í að koma okkur út úr krís­unni (sjö, níu, þrett­án). Bestu kveðj­ur, Ármann.“

Hinn 25. sept­em­ber 2008 sendi ég ykkur báðum upp­færslu á eigna­safni mínu í Kaup­þingi í Lúx­em­borg sem var sett saman af end­ur­skoð­anda mín­um, Tony Bogod, þar sem stuðst var við trygg­ing­ar­hlut­föll og eig­in­fjár­möt sam­þykkt af Magn­úsi. Tony Bogod sagði að eigna­safnið væri innan áður sam­þykktra við­miða og að innan þess væri eigið fé upp á 105 millj­ónir punda.

Sama dag, eftir stjórn­ar­fund í Kaup­þingi (þar sem þú felldir úr gildi ábyrgð starfs­manna bank­ans á lánum sínum vegna þess að þú vissir að bank­inn væri gjald­þrota), þá svar­aði þú upp­færslu minni Hreið­ar, klukkan 19:00 (skjal 8):

„Sæll Kevin og takk fyrir upp­lýs­ing­arn­ar, það er upp­örvandi að sjá hversu mik­ill fag­maður þú hefur verið og við erum mjög hrifnir af þinni Kaupt­hink­ing!

Ég, Magnús og Ármann hlökkum til næstu mán­aða og að vinna náið með þér við að ná þínum mark­miðum og styðja við hug­myndir þín­ar. Ég þarf kannski ekki að segja þér, en þú hefur unnið þér inn mikla virð­ingu meðal okkar vegna þess hvernig þú hefur tæklað þau vanda­mál sem við höfum lent í.

Allt það besta, Hreið­ar.“

Auglýsing
Því er haldið fram að þann 3. októ­ber 2008 hafi eigna­safnið mitt verið flutt frá Kaup­þingi í Lúx­em­borg (þar sem ég hafði haft mín banka­við­skipti frá árinu 2001) til Kaup­þings á Íslandi, (önnur vís­vit­andi lygi sem þurfti flókna svika­myllu og fölsuð skjöl til að láta ganga upp) sem var hluti af sam­særi ykkar um að nota eignir mínar til að end­ur­skipu­leggja og kaupa Kaup­þing í Lúx­em­borg.

Þann 6. októ­ber 2008 tókst þér, Hreið­ar, á ótrú­legan hátt að plata Seðla­banka Íslands til að lána Kaup­þingi 500 milljón evrur þegar þú vissir að Kaup­þing var gjald­þrota; þú not­aðir svo 171 milljón evrur af pen­ingum landa þinna til að borga niður skuld Kaup­þings í Lúx­em­borg við Lindsor Hold­ings Cor­poration (skjal 9) til að und­ir­búa yfir­töku þína á Kaup­þingi í Lúx­em­borg (greiðslu­stað­fest­ing, skjal 10).

Seðla­banki Íslands end­ur­heimti aldrei þessar 171 milljón evrur sem þú milli­færðir til Lúx­em­borg­ar.

Áætlun ykkar um að taka yfir Kaup­þing í Lúx­em­borg fól í sér að þið báðir mis­not­uðuð aðstöðu ykkar til að færa skuldir frá Lúx­em­borg til Íslands án sam­þykkis réttra aðila, sem bjó til meira en millj­arð evru skuld frá Kaup­þingi hf. við Kaup­þing í Lúx­em­borg (m.a. hin meinta til­færsla á eignum mín­um) sem setti Kaup­þing í Lúx­em­borg í hag­stæða stóðu í tengslum við end­ur­skipu­lagn­ingu.

Magn­ús, eftir hrunið sagðir þú mér að þú hefði áhyggjur af því hvað við myndum segja við sak­sóknarann, svo þú baðst mig um að hitta þig, en krafð­ist þess að fund­ur­inn yrði í gufu­baði vegna þess að þú værir hræddur um að ég myndi taka upp sam­tal okkar (sjá upp­töku hér að neð­an).



Þú sagðir mér á fund­inum að skila­nefnd Kaup­þings hefði ákveðið að taka eignir mínar og nota þær til að borga skuldir Kaup­þings á Íslandi við Kaup­þing í Lúx­em­borg (sjá upp­töku hér að neð­an).



Þú sagðir mér einnig að Steinar Þór Guð­geirs­son, þá for­maður skila­nefndar Kaup­þings, hafi neitað að skrifa undir minn­is­blað sem dag­sett var 20. febr­úar 2009 (sjá skjal 11), sem útli­staði sam­komu­lagið (skjal 12) dag­sett 3. mars 2009, vegna þess að hann sagði að í minn­is­blað­inu fælist sam­særi um að stela eignum frá mér og nota þær til að borga niður skuldir Kaup­þings á Íslandi gagn­vart Kaup­þingi í Lúx­em­borg (sjá upp­töku hér að neð­an).  



Magn­ús, þú stjórn­aðir samn­inga­við­ræð­unum og varst á sama tíma að und­ir­búa kaup þín á hinum end­ur­reista banka í Lúx­em­borg ásamt Ágústi og Lýði Guð­munds­son­um. Það var áætlun ykk­ar.

Í yfir­heyrslu hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara sagðir þú: (skjal 13) „Móð­ur­fé­lagið lagði sig í líma við að afhenda okkur fjár­muni, lét okkur til að mynda fá fjár­muni Kevin Stan­fords og önnur skulda­bréf og annað drasl og dóterí sem þeir áttu til þess að geta staðið við sínar skuld­bind­ing­ar.“

Nú er tek­ist á um eign­irnar sem stolið var af mér í dóms­máli sem rekið er í Lúx­em­borg við Kaup­þing ehf. og Banque Havil­l­and.

Ég tók upp sam­tal okkar Magnús til að sanna svind­lið, þessi gögn eru hins vegar ekki hægt að leggja fram í dómi í Lúx­em­borg, en ég hef síðar sannað þessa fram­vindu með fram­lagn­ingu skjala.

Blekk­ingar ykkar í ágúst 2008, sem þið hafið farið í fang­elsi fyr­ir, hafa nú á nýjan leik komið upp á yfir­borðið því Kaup­þing ehf. hefur nú ólög­lega krafið okkur um meira en 200 milljón pund (m.a. drátt­ar­vexti í tíu ár) vegna láns sem Kaup­þing hf. á að hafa lánað mér til að kaupa hina verð­lausu 17.300.000 hluti í bank­anum þann 19. ágúst 2008, án vit­neskju minnar eða neins sam­þykk­is. (skjöl 14-14.2). Lána­samn­ingur var gerður eftir fall bank­ans af „Nýja Kaup­þing­i“. (skjal 15). Á meðan þið lifið á pen­ingum vegna „Kaupt­hink­ing”, sem geymdir eru á leyni­legum banka­reikn­ingum eig­in­kvenna ykkar í Sviss, erum við nauð­beygð til að verj­ast órétt­látum kröfum frá arf­tökum Kaup­þings í Lúx­em­borg (Banque Havill­and) og Kaup­þingi hf. sem nota blekk­ingar ykkar til að reyna að hagn­ast.

Það er líka kald­hæðn­is­legt að eftir að þið stáluð (171 milljón evr­um) af íslensku þjóð­inni, sem myndi duga til að borga fyrir nýtt þjóð­ar­sjúkra­hús, til að fjár­magna hug­myndir ykkar um að kaupa Kaup­þing í Lúx­em­borg, þá heldur íslenska þjóðin áfram að fjár­magna hót­elin ykkar í gegnum rík­is­bankana, Lands­banka og Íslands­banka. Það er líka ótrú­legt að Stefnir hf., dótt­ur­fé­lag Arion banka (sem áður hét Kaup­þing hf.), hafi fjár­fest í hót­el­verk­efnum ykk­ar.

Við bjóðum ykkur að hrekja ásak­anir okk­ar, og ef þið getið það ekki, þá virð­ist það liggja fyrir að í þessu til­tekna til­viki borgi glæpir sig á Íslandi.

Kevin Stan­ford og Karen Mil­len OBE.

Ensk útgáfa grein­ar­inn­ar/Eng­l­ish version of the art­icle

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar