Að ljúka æviskeiði sínu í sátt

Ingrid Kuhlman skrifar um það sem fólk sér eftir í lífinu þegar að er við það að mæta dauðanum.

Auglýsing

Þegar líður að ævi­lokum hafa margir þörf fyrir að líta til baka og velta fyrir sér hvað skiptir raun­veru­lega máli. Til­finn­ingar sem skjóta upp koll­inum á þessum síð­ustu stundum lífs­ins eru margar og marg­vís­legar eins og afneit­un, reiði, ótti, eft­ir­sjá, stolt, þakk­læti og sátt. 

Bronnie Ware, ástr­alskur hjúkr­un­ar­fræð­ingur sem sinnti líkn­andi með­ferð í fjölda­mörg ár og varði miklum og dýr­mætum tíma með deyj­andi fólki, hefur haldið því fram að fólk þrosk­ist mikið við það að horfast í augu við eigin dauð­leika. Þegar hún spurði fólk hvað það sæi eftir í líf­inu tók hún eftir rauðum þræði í svörum þess. Í bók sinni, The Top Five Secrets of the Dying, segir hún frá algeng­ustu fimm svör­un­um:

1. „Ég vildi að ég hefði haft kjark til að lifa líf­inu á mínum eigin for­sendum í stað þess að lifa því lífi sem aðrir ætl­uð­ust til af mér“

Þegar fólk er með­vitað um að jarð­vist þess er að ljúka sjá margir eftir því að hafa ekki látið drauma sína ræt­ast. Flestir sjá ekki eftir því sem þeir gerðu heldur eftir öllu því sem þeir gerðu ekki en ætl­uðu alltaf að fram­kvæma. Það er mjög mik­il­vægt að láta draumana ræt­ast. Um leið og fólk missir heils­una er það oft um sein­an.

Auglýsing

2. „Ég vildi að ég hefði unnið minna og varið tíma með fjöl­skyld­unni“

Margir voru með eft­ir­sjá yfir því að hafa tekið vinn­una fram yfir fjöl­skyld­una og varið of litlum tíma með börn­unum sínum og maka. Þeir sögð­ust m.a. hafa misst af æsku barn­anna sinna. Ekki margir ósk­uðu þess á dán­ar­beði að hafa varið meiri tíma á skrif­stof­unn­i.  

3. „Ég vildi að ég hefi haft hug­rekki til að tjá til­finn­ingar mín­ar“

Margir sögð­ust hafa byrgt inni til­finn­ingar sínar í þeim til­gangi að halda frið­inn og forð­ast átök. Þeir  sættu sig við með­al­mennsku í stað þess að blómstra og lifa líf­inu til fulls. Margir þró­uðu jafn­vel með sér sjúk­dóma vegna bit­urðar og gremju sem þeir burð­uð­ust með.

4. „Ég vildi að ég hefði ræktað sam­bandið við vini mína“

Fólk áttar sig oft ekki á þeim verð­mætum sem fel­ast í gömlum vin­skap fyrr en það er um sein­an. Margir höfðu með árunum misst tengsl við góða vini og sáu eftir því að hafa ekki fjár­fest tíma og orku í dýr­mætri vin­átt­unni. Á end­anum er það nefni­lega það sem lífið snýst um.

5. „Ég vildi að ég hefði leyft mér að vera ham­ingju­sam­ari“

Það virð­ist sem svo að fólk geri sér fyrst grein fyrir því þegar líður að ævi­lokum að ham­ingja er val. Margir sögð­ust hafa verið fastir í viðjum van­ans og haft áhyggjur af áliti ann­arra. Ótti við breyt­ingar fékk þá til að þykj­ast vera ánægðir á meðan þeir þráðu innst inni að öðl­ast meiri ham­ingju. Þeir gripu þar af leið­andi ekki tæki­færi sem buð­ust til að breyta sínu lífi til betri veg­ar.  

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar.

FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Ríkisstjórnin kynnti nýtt skattþrep fyrir lægstu tekjurnar
Í tillögum um breytingar á skattkerfinu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í morgun voru lagðar til jafnar skattalækkanir upp á nokkur þúsund krónur á mánuði á alla einstaklinga með tekjur upp að 900 þúsund krónum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar