Að ljúka æviskeiði sínu í sátt

Ingrid Kuhlman skrifar um það sem fólk sér eftir í lífinu þegar að er við það að mæta dauðanum.

Auglýsing

Þegar líður að ævi­lokum hafa margir þörf fyrir að líta til baka og velta fyrir sér hvað skiptir raun­veru­lega máli. Til­finn­ingar sem skjóta upp koll­inum á þessum síð­ustu stundum lífs­ins eru margar og marg­vís­legar eins og afneit­un, reiði, ótti, eft­ir­sjá, stolt, þakk­læti og sátt. 

Bronnie Ware, ástr­alskur hjúkr­un­ar­fræð­ingur sem sinnti líkn­andi með­ferð í fjölda­mörg ár og varði miklum og dýr­mætum tíma með deyj­andi fólki, hefur haldið því fram að fólk þrosk­ist mikið við það að horfast í augu við eigin dauð­leika. Þegar hún spurði fólk hvað það sæi eftir í líf­inu tók hún eftir rauðum þræði í svörum þess. Í bók sinni, The Top Five Secrets of the Dying, segir hún frá algeng­ustu fimm svör­un­um:

1. „Ég vildi að ég hefði haft kjark til að lifa líf­inu á mínum eigin for­sendum í stað þess að lifa því lífi sem aðrir ætl­uð­ust til af mér“

Þegar fólk er með­vitað um að jarð­vist þess er að ljúka sjá margir eftir því að hafa ekki látið drauma sína ræt­ast. Flestir sjá ekki eftir því sem þeir gerðu heldur eftir öllu því sem þeir gerðu ekki en ætl­uðu alltaf að fram­kvæma. Það er mjög mik­il­vægt að láta draumana ræt­ast. Um leið og fólk missir heils­una er það oft um sein­an.

Auglýsing

2. „Ég vildi að ég hefði unnið minna og varið tíma með fjöl­skyld­unni“

Margir voru með eft­ir­sjá yfir því að hafa tekið vinn­una fram yfir fjöl­skyld­una og varið of litlum tíma með börn­unum sínum og maka. Þeir sögð­ust m.a. hafa misst af æsku barn­anna sinna. Ekki margir ósk­uðu þess á dán­ar­beði að hafa varið meiri tíma á skrif­stof­unn­i.  

3. „Ég vildi að ég hefi haft hug­rekki til að tjá til­finn­ingar mín­ar“

Margir sögð­ust hafa byrgt inni til­finn­ingar sínar í þeim til­gangi að halda frið­inn og forð­ast átök. Þeir  sættu sig við með­al­mennsku í stað þess að blómstra og lifa líf­inu til fulls. Margir þró­uðu jafn­vel með sér sjúk­dóma vegna bit­urðar og gremju sem þeir burð­uð­ust með.

4. „Ég vildi að ég hefði ræktað sam­bandið við vini mína“

Fólk áttar sig oft ekki á þeim verð­mætum sem fel­ast í gömlum vin­skap fyrr en það er um sein­an. Margir höfðu með árunum misst tengsl við góða vini og sáu eftir því að hafa ekki fjár­fest tíma og orku í dýr­mætri vin­átt­unni. Á end­anum er það nefni­lega það sem lífið snýst um.

5. „Ég vildi að ég hefði leyft mér að vera ham­ingju­sam­ari“

Það virð­ist sem svo að fólk geri sér fyrst grein fyrir því þegar líður að ævi­lokum að ham­ingja er val. Margir sögð­ust hafa verið fastir í viðjum van­ans og haft áhyggjur af áliti ann­arra. Ótti við breyt­ingar fékk þá til að þykj­ast vera ánægðir á meðan þeir þráðu innst inni að öðl­ast meiri ham­ingju. Þeir gripu þar af leið­andi ekki tæki­færi sem buð­ust til að breyta sínu lífi til betri veg­ar.  

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar