Að ljúka æviskeiði sínu í sátt

Ingrid Kuhlman skrifar um það sem fólk sér eftir í lífinu þegar að er við það að mæta dauðanum.

Auglýsing

Þegar líður að ævi­lokum hafa margir þörf fyrir að líta til baka og velta fyrir sér hvað skiptir raun­veru­lega máli. Til­finn­ingar sem skjóta upp koll­inum á þessum síð­ustu stundum lífs­ins eru margar og marg­vís­legar eins og afneit­un, reiði, ótti, eft­ir­sjá, stolt, þakk­læti og sátt. 

Bronnie Ware, ástr­alskur hjúkr­un­ar­fræð­ingur sem sinnti líkn­andi með­ferð í fjölda­mörg ár og varði miklum og dýr­mætum tíma með deyj­andi fólki, hefur haldið því fram að fólk þrosk­ist mikið við það að horfast í augu við eigin dauð­leika. Þegar hún spurði fólk hvað það sæi eftir í líf­inu tók hún eftir rauðum þræði í svörum þess. Í bók sinni, The Top Five Secrets of the Dying, segir hún frá algeng­ustu fimm svör­un­um:

1. „Ég vildi að ég hefði haft kjark til að lifa líf­inu á mínum eigin for­sendum í stað þess að lifa því lífi sem aðrir ætl­uð­ust til af mér“

Þegar fólk er með­vitað um að jarð­vist þess er að ljúka sjá margir eftir því að hafa ekki látið drauma sína ræt­ast. Flestir sjá ekki eftir því sem þeir gerðu heldur eftir öllu því sem þeir gerðu ekki en ætl­uðu alltaf að fram­kvæma. Það er mjög mik­il­vægt að láta draumana ræt­ast. Um leið og fólk missir heils­una er það oft um sein­an.

Auglýsing

2. „Ég vildi að ég hefði unnið minna og varið tíma með fjöl­skyld­unni“

Margir voru með eft­ir­sjá yfir því að hafa tekið vinn­una fram yfir fjöl­skyld­una og varið of litlum tíma með börn­unum sínum og maka. Þeir sögð­ust m.a. hafa misst af æsku barn­anna sinna. Ekki margir ósk­uðu þess á dán­ar­beði að hafa varið meiri tíma á skrif­stof­unn­i.  

3. „Ég vildi að ég hefi haft hug­rekki til að tjá til­finn­ingar mín­ar“

Margir sögð­ust hafa byrgt inni til­finn­ingar sínar í þeim til­gangi að halda frið­inn og forð­ast átök. Þeir  sættu sig við með­al­mennsku í stað þess að blómstra og lifa líf­inu til fulls. Margir þró­uðu jafn­vel með sér sjúk­dóma vegna bit­urðar og gremju sem þeir burð­uð­ust með.

4. „Ég vildi að ég hefði ræktað sam­bandið við vini mína“

Fólk áttar sig oft ekki á þeim verð­mætum sem fel­ast í gömlum vin­skap fyrr en það er um sein­an. Margir höfðu með árunum misst tengsl við góða vini og sáu eftir því að hafa ekki fjár­fest tíma og orku í dýr­mætri vin­átt­unni. Á end­anum er það nefni­lega það sem lífið snýst um.

5. „Ég vildi að ég hefði leyft mér að vera ham­ingju­sam­ari“

Það virð­ist sem svo að fólk geri sér fyrst grein fyrir því þegar líður að ævi­lokum að ham­ingja er val. Margir sögð­ust hafa verið fastir í viðjum van­ans og haft áhyggjur af áliti ann­arra. Ótti við breyt­ingar fékk þá til að þykj­ast vera ánægðir á meðan þeir þráðu innst inni að öðl­ast meiri ham­ingju. Þeir gripu þar af leið­andi ekki tæki­færi sem buð­ust til að breyta sínu lífi til betri veg­ar.  

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar