Opið bréf til ráðherra og alþingismanna Vinstri grænna

Ole Anton Bieltvedt, formaður Jarðarvina, skrifar opið bréf til ráðherra og alþingismanna Vinstri grænna.

Auglýsing

Kæru ráðherrar og alþingismenn Vinstri grænna.

Enn eru hvalveiðimál á dagskrá, gegn væntingum, þar sem menn töldu, að þeim – langreyðaveiðunum – hefði lokið fyrir fullt og allt í fyrrahaust, þegar veiðiheimildir, sem Sigurður Ingi gaf út 2013, runnu út. Réttlætti forsætisráðherra nýjar langreyðaveiðar í fyrra sumar með því, að illt væri að rugla stjórnsýsluna með breytingum á reglugerðum, sem í gildi væru. Þótti sumum það yfirborðskennd skýring.

Nú er orðrómur á kreiki um það, að ríkisstjórnin ætli að gefa út ný langreyða veiðileyfi til Hvals hf. Vekur þetta furðu undirritaðs og annarra, sem af þessu hafa heyrt. Trúa menn vart sínum eigin eyrum.

Er helzta vonin, að þetta sé – eins og margt – marklaust slúður. Vil ég trúa því, þar til annað kemur á daginn. Ekki þarf að minna ykkur á ykkar eigin samþykktir frá 2015 í þessu máli, en m.a. voruð þið kjörin á þing út á þessa stefnu; friðun hvala. Fyrir einhverju verður „grænt“ líka að standa.

Auglýsing

Nýlega var haft eftir forsætisráðherra, að hún hefði aðallega gengið í VG af umhverfisástæðum. Túlkar einhver „umhverfi“ bara sem loft? Fyrir undirrituðum er „umhverfisvernd“ og „grænt“; dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Verður þar eitt ekki greint frá öðru. Vonandi geta allir verið sammála um það.

Í stjórnarsáttmála er ljómandi ákvæði um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Gladdi það margan manninn. Því miður hefur samt engin breyting orðið í þessum málum, undir ykkar forsæti og stjórn, nema síður sé.

Langreyðaveiðar hófust að nýju, í fullum stíl, fleiri hreindýr voru drepin í fyrrahaust, en nokkru sinni fyrr, mest allt kýr, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, ekkert bólar á verndun sela, þó að þeir hafi lengi verið í bráðri útrýmingarhættu, pólarrefurinn er hundeltur og ofsóttur, og til þess varið 100 milljónum árlega af almannafé, þó að enginn skaði liggi fyrir af hans völdum síðustu áratugi, stórfellt og stjórnlaust dráp á villtum fuglum heldur áfram, þó að fimm helztu dýra- og vistfræðingar landins hafi gert og birt skýrslu í apríl 2016 um það, að 11 fuglategundir, þ.á.m lundi, hrafn og kjói, væru í bráðri útrýmingarhættu, og, að veiðiálag á 6 villtum fuglum væri of hátt og ógnaði tilveru þeirra, þar á meðal grágæs, langvía, álka og rjúpa.

Nýlega hlutaðist ríkisstjórnin líka til um það, að 100 milljónum var veitt af fjármunum almennings til þess að styðja taprekstur 12 loðdýrabænda, sem reyndar fara fram á 200 milljónir í vibót, en þessi „brúgrein“ er eitthvert það heiftarlegasta dýraníð, sem sögur fara af, og er búið að banna hana í flestum siðmenntuðum löndum, meðan að hún er styrkt í stórum stíl með allmannafé af þessaru ríkisstjórn. Er grænt orðið grátt eða svart?

Átak í loftlagsmálum upp á 6,8 milljarða á næstu árum er þakkarvert, og ykkur til sóma, en það er því miður það eina, sem þið getið státað af í „grænum málum“. Og, ef fjárhæðin er skoðuð í vissu samhengi, t.a.m. því, að á nákvæmlega sama tíma á að verja 120 milljörðum, nánast tuttugufaldri upphæð, til uppbyggingar flugstöðvarinnar í Keflavík – sem þó er líka gott mál -, þá fer glansinn nokkuð af 1.34 milljarði á ári í lotlagsvernd.

Aftur að hvalveiðimálum. 

Nýlega gaf H.Í. út skýrslu um hvalveiðimál. Jafn illt og það er, þar sem Háskólinn ætti auðvitað að leggja áherzlu á vönduð, hlutlæg og akademísk vinnubrögð, þá er innihald þessarar skýrslu hrein sýndarmennska og út í hött. Útskýri ég það nánar í grein í Morgunblaðinu, „Þegar bullið flæðir yfir bakkana“, 31.01.19.

Í millitíðinni staðfesti Háskóli Íslands við okkur, að hann hefði unnið „þróunarverkefni“ fyrir Hval hf, frá hausti 2017 fram til vors 2018, og fengið sex milljónir króna fyrir. Í beinu framhaldi af því fól sjávarútvegsráðherra HÍ, í nafni ríkisstjórnarinnar, að kanna fýsileika strafssemi Hvals hf. Góð og vönduð vinnubrögð það.

Hér má líka nefna, að við höfum - með góðri hjálp lögfræðinga okkar, Ragnars Aðalsteinssonar hrl og hans félaga - kært Hval hf fyrir margvísleg meint lög- og reglugerðabrot, sem í okkar augum eru augljós og skýr, og er málið nú hjá ríkissaksóknara. Vonumst við til, að hann muni gefa út ákæru á hendur Hval hf innan fárra mánaða.

Ef orðrómur um nýjar langreyðaveiðar á við rök að styðjast, er það erindi þessa opna bréfs, að hvetja ykkur til þess, að standa eins og veggur gegn slíkri leyfisveitingu. Standa við samþykktir ykkar og stefnu, án frekari eftirgjafar. Ef Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn vilja slíta stjórnarsamstarfi vegna hvalveiða, þá má sú skömm fylgja þeim og fara með þeim hætti inn í sögubækurnar.

Stefna skal standa, eins og forsætisráðherra sagði í þingræði 02.05.18, og, það er betra – líka uppbyggilegra til frambúðar – að falla með sóma fyrir málstaðinn, heldur en að standa með skömm og vanvirðu.

Ekki væri það gott, að minnast 20 ára afmælis Vinstri grænna með grundvallar svikum við sjálfa sig og fylgjendur sína.

Að lokum þetta: 

Sumir vilja reyna að gera hvalveiðar að fullveldismáli; Þessir menn verða að átta sig á því, að við lifum á tímum alþjóðasamfélagsins, þar sem menn verða að virða frjáls tjáskipti og skoðun annarra þjóða, og, þar sem réttur til athugasemda og skoðanaskipta hlýtur að ná yfir landsmæri og höf. Var íslenzka ríkisstjórin ekki að enda við að hafa afskipti af málefnum Venesúela!? Auk þess eru hvalir flökkudýr, sem fæðast mest við Vestur Afríku, og flakka svo um heimshöfun; þeir eru á engan hátt íslenzk séreign, hvað þá íslenzk auðlind, ef frjáls spendýr geta flokkast undir auðlindir.

Höfundur er formaður Jarðarvina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar