Opið bréf til ráðherra og alþingismanna Vinstri grænna

Ole Anton Bieltvedt, formaður Jarðarvina, skrifar opið bréf til ráðherra og alþingismanna Vinstri grænna.

Auglýsing

Kæru ráð­herrar og alþing­is­menn Vinstri grænna.

Enn eru hval­veiði­mál á dag­skrá, gegn vænt­ing­um, þar sem menn töldu, að þeim – lang­reyða­veið­unum – hefði lokið fyrir fullt og allt í fyrra­haust, þegar veiði­heim­ild­ir, sem Sig­urður Ingi gaf út 2013, runnu út. Rétt­lætti for­sæt­is­ráð­herra nýjar lang­reyða­veiðar í fyrra sumar með því, að illt væri að rugla stjórn­sýsl­una með breyt­ingum á reglu­gerð­um, sem í gildi væru. Þótti sumum það yfir­borðs­kennd skýr­ing.

Nú er orðrómur á kreiki um það, að rík­is­stjórnin ætli að gefa út ný lang­reyða veiði­leyfi til Hvals hf. Vekur þetta furðu und­ir­rit­aðs og ann­arra, sem af þessu hafa heyrt. Trúa menn vart sínum eigin eyr­um.

Er helzta von­in, að þetta sé – eins og margt – mark­laust slúð­ur. Vil ég trúa því, þar til annað kemur á dag­inn. Ekki þarf að minna ykkur á ykkar eigin sam­þykktir frá 2015 í þessu máli, en m.a. voruð þið kjörin á þing út á þessa stefnu; friðun hvala. Fyrir ein­hverju verður „grænt“ líka að standa.

Auglýsing

Nýlega var haft eftir for­sæt­is­ráð­herra, að hún hefði aðal­lega gengið í VG af umhverf­is­á­stæð­um. Túlkar ein­hver „um­hverfi“ bara sem loft? Fyrir und­ir­rit­uðum er „um­hverf­is­vernd“ og „grænt“; dýra-, nátt­úru- og umhverf­is­vernd. Verður þar eitt ekki greint frá öðru. Von­andi geta allir verið sam­mála um það.

Í stjórn­ar­sátt­mála er ljóm­andi ákvæði um dýra-, nátt­úru- og umhverf­is­vernd. Gladdi það margan mann­inn. Því miður hefur samt engin breyt­ing orðið í þessum mál­um, undir ykkar for­sæti og stjórn, nema síður sé.

Lang­reyða­veiðar hófust að nýju, í fullum stíl, fleiri hrein­dýr voru drepin í fyrra­haust, en nokkru sinni fyrr, mest allt kýr, upp­haf­lega frá 8 vikna kálfum þeirra, ekk­ert bólar á verndun sela, þó að þeir hafi lengi verið í bráðri útrým­ing­ar­hættu, pól­ar­ref­ur­inn er hund­eltur og ofsótt­ur, og til þess varið 100 millj­ónum árlega af almanna­fé, þó að eng­inn skaði liggi fyrir af hans völdum síð­ustu ára­tugi, stór­fellt og stjórn­laust dráp á villtum fuglum heldur áfram, þó að fimm helztu dýra- og vist­fræð­ingar land­ins hafi gert og birt skýrslu í apríl 2016 um það, að 11 fugla­teg­und­ir, þ.á.m lundi, hrafn og kjói, væru í bráðri útrým­ing­ar­hættu, og, að veiði­á­lag á 6 villtum fuglum væri of hátt og ógn­aði til­veru þeirra, þar á meðal grá­gæs, lang­vía, álka og rjúpa.

Nýlega hlut­að­ist rík­is­stjórnin líka til um það, að 100 millj­ónum var veitt af fjár­munum almenn­ings til þess að styðja tap­rekstur 12 loð­dýra­bænda, sem reyndar fara fram á 200 millj­ónir í vibót, en þessi „brú­grein“ er eitt­hvert það heift­ar­leg­asta dýra­níð, sem sögur fara af, og er búið að banna hana í flestum sið­mennt­uðum lönd­um, meðan að hún er styrkt í stórum stíl með all­mannafé af þessaru rík­is­stjórn. Er grænt orðið grátt eða svart?

Átak í loft­lags­málum upp á 6,8 millj­arða á næstu árum er þakk­ar­vert, og ykkur til sóma, en það er því miður það eina, sem þið getið státað af í „grænum mál­u­m“. Og, ef fjár­hæðin er skoðuð í vissu sam­hengi, t.a.m. því, að á nákvæm­lega sama tíma á að verja 120 millj­örð­um, nán­ast tutt­ugu­faldri upp­hæð, til upp­bygg­ingar flug­stöðv­ar­innar í Kefla­vík – sem þó er líka gott mál -, þá fer glans­inn nokkuð af 1.34 millj­arði á ári í lot­lags­vernd.

Aftur að hval­veiði­mál­u­m. 

Nýlega gaf H.Í. út skýrslu um hval­veiði­mál. ­Jafn illt og það er, þar sem Háskól­inn ætti auð­vitað að leggja áherzlu á vönd­uð, hlut­læg og akademísk vinnu­brögð, þá er inni­hald þess­arar skýrslu hrein sýnd­ar­mennska og út í hött. Útskýri ég það nánar í grein í Morg­un­blað­inu, „Þegar bullið flæðir yfir bakk­ana“, 31.01.19.

Í milli­tíð­inni stað­festi Háskóli Íslands við okk­ur, að hann hefði unnið „þró­un­ar­verk­efni“ fyrir Hval hf, frá hausti 2017 fram til vors 2018, og fengið sex millj­ónir króna fyr­ir. Í beinu fram­haldi af því fól sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra HÍ, í nafni rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að kanna fýsi­leika strafs­semi Hvals hf. Góð og vönduð vinnu­brögð það.

Hér má líka nefna, að við höfum - með góðri hjálp lög­fræð­inga okk­ar, Ragn­ars Aðal­steins­sonar hrl og hans félaga - kært Hval hf fyrir marg­vís­leg meint lög- og reglu­gerða­brot, sem í okkar augum eru aug­ljós og skýr, og er málið nú hjá rík­is­sak­sókn­ara. Von­umst við til, að hann muni gefa út ákæru á hendur Hval hf innan fárra mán­aða.

Ef orðrómur um nýjar lang­reyða­veiðar á við rök að styðjast, er það erindi þessa opna bréfs, að hvetja ykkur til þess, að standa eins og veggur gegn slíkri leyf­is­veit­ingu. Standa við sam­þykktir ykkar og stefnu, án frek­ari eft­ir­gjaf­ar. Ef Sjálf­stæð­is­menn og Fram­sókn­ar­menn vilja slíta stjórn­ar­sam­starfi vegna hval­veiða, þá má sú skömm fylgja þeim og fara með þeim hætti inn í sögu­bæk­urn­ar.

Stefna skal standa, eins og for­sæt­is­ráð­herra sagði í þing­ræði 02.05.18, og, það er betra – líka upp­byggi­legra til fram­búðar – að falla með sóma fyrir mál­stað­inn, heldur en að standa með skömm og van­virðu.

Ekki væri það gott, að minn­ast 20 ára afmælis Vinstri grænna með grund­vallar svikum við sjálfa sig og fylgj­endur sína.

Að lokum þetta: 

Sumir vilja reyna að gera hval­veiðar að full­veld­is­máli; Þessir menn verða að átta sig á því, að við lifum á tímum alþjóða­sam­fé­lags­ins, þar sem menn verða að virða frjáls tjá­skipti og skoðun ann­arra þjóða, og, þar sem réttur til athuga­semda og skoð­ana­skipta hlýtur að ná yfir lands­mæri og höf. Var íslenzka rík­is­stjórin ekki að enda við að hafa afskipti af mál­efnum Venes­ú­ela!? Auk þess eru hvalir flökku­dýr, sem fæð­ast mest við Vestur Afr­íku, og flakka svo um heims­höf­un; þeir eru á engan hátt íslenzk sér­eign, hvað þá íslenzk auð­lind, ef frjáls spen­dýr geta flokk­ast undir auð­lind­ir.

Höf­undur er for­maður Jarð­ar­vina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar