Hrós er vítamín sálarinnar

Ingrid Kuhlman skrifar í tilefni þess að alþjóðlegi hrósdagurinn er í dag.

Auglýsing

Alþjóð­legi hrós­dag­ur­inn á Íslandi verður hald­inn hátíð­legur í sjö­unda sinn föstu­dag­inn 1. mars n.k. Öll höfum við þörf fyrir að fá hrós. Það er ekk­ert sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægð­ara en hrós sem er sett fram af ein­lægni. Á vinnu­stöðum skiptir hrós sköpum fyrir frammi­stöðu og vellíðan starfs­manna. Hrós hvetur okkur til dáða og eflir sjálfs­traustið og stolt­ið. Vel meint og ein­lægt hrós ýtir undir jákvæð sam­skipti og getur breytt and­rúms­loft­inu í einni svip­an. Hrós er auk þess stað­fest­ing á því að við séum að gera réttu hlut­ina, gerum hlut­ina rétt og að það sé tekið eftir því. Með því að hrósa af ein­lægni sýnum við per­sónu­legan áhuga og við­ur­kenn­ingu.

Að veita gott hrós

Gott hrós er veitt á áber­andi og skýran hátt þannig að það fari ekki á milli mála að verið sé að hrósa. Hrós sem er vel sett fram ein­blínir á hegðun og atriði sem við getum haft stjórn á. Það er nákvæmt og sér­tækt. Gott hrós er ein­lægt, jákvætt orðað og veitt eins fljótt og hægt er eftir að til­tekin hegðun átti sér stað.

Auglýsing

Þegar við hrósum er gott að nefna í fyrsta lagi það sem við ætlum að hrósa fyr­ir, í öðru lagi að veita hrósið og í þriðja lagi að nefna hvers vegna við erum að hrósa. Ef við ætlum t.d. að hrósa fyrir góða skýrslu væri hægt að segja:

“Ég vil hrósa þér fyrir skýrsl­una sem þú skrif­aðir um verk­efnið sem við vorum að ljúka við. Mér finnst hún vönduð og afar skýr. Sér­stak­lega finnst mér gott að sjá hversu ítar­lega þú fjall­aðir um hindr­an­irnar sem komu upp og hvernig við náðum að yfir­stíga þær.“

Annað dæmi væri:

„Mig langar að hrósa þér fyrir að hafa rætt við Sig­ríði um sam­skipti ykkar sem hafa verið frekar stirð að und­an­förnu. Ég er ánægð með að þú skulir hafa haft frum­kvæði að þessu sam­tali. Ég veit að þetta var ekki auð­velt og tel að þetta muni hafa jákvæð áhrif á móral­inn í hópn­um.“

Að þiggja hrós

Það er ekki aðeins list að hrósa á góðan hátt heldur einnig að kunna að þiggja hrós. Stundum skiptir fólk um umræðu­efni þegar það fær klapp á bak­ið, verður vand­ræða­legt og horfir ofan í bring­una á sér, slær hrós­inu upp í fífla­gang eða byrjar jafn­vel að þræta við þann sem veitti hrós­ið. Leyfum okkur að gleðj­ast yfir hrósi og venjum okkur á að horfa í augu þess sem hrós­aði okk­ur. Segjum orð eins og „Takk fyr­ir“, „Ég með það mik­ils“ eða „Virki­lega gaman að heyra“. Þessi við­brögð sýna að við höfum með­tekið hrósið og gefa þeim sem hrós­aði okkur til­finn­ing­una að við kunnum að meta það. Ekki er nauð­syn­legt að end­ur­gjalda með hrósi nema okkur finn­ist við­kom­andi eiga það skil­ið. 

Það er fátt sem yljar manni eins um hjarta­rætur og ein­lægt hrós. Æfum okkur mark­visst í að hrósa fólk­inu í kringum okkur fyrir það sem það á hrós skilið fyr­ir. Gott og sann­fær­andi hrós kostar ekki krónu en getur gert krafta­verk.

Höf­undur hrinti hrós­deg­inum á Íslandi af stað árið 2013 og stofn­aði Face­book-­síðu kringum hann. Þar setja um 3.000 manns reglu­lega inn hrós.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar