Hrós er vítamín sálarinnar

Ingrid Kuhlman skrifar í tilefni þess að alþjóðlegi hrósdagurinn er í dag.

Auglýsing

Alþjóð­legi hrós­dag­ur­inn á Íslandi verður hald­inn hátíð­legur í sjö­unda sinn föstu­dag­inn 1. mars n.k. Öll höfum við þörf fyrir að fá hrós. Það er ekk­ert sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægð­ara en hrós sem er sett fram af ein­lægni. Á vinnu­stöðum skiptir hrós sköpum fyrir frammi­stöðu og vellíðan starfs­manna. Hrós hvetur okkur til dáða og eflir sjálfs­traustið og stolt­ið. Vel meint og ein­lægt hrós ýtir undir jákvæð sam­skipti og getur breytt and­rúms­loft­inu í einni svip­an. Hrós er auk þess stað­fest­ing á því að við séum að gera réttu hlut­ina, gerum hlut­ina rétt og að það sé tekið eftir því. Með því að hrósa af ein­lægni sýnum við per­sónu­legan áhuga og við­ur­kenn­ingu.

Að veita gott hrós

Gott hrós er veitt á áber­andi og skýran hátt þannig að það fari ekki á milli mála að verið sé að hrósa. Hrós sem er vel sett fram ein­blínir á hegðun og atriði sem við getum haft stjórn á. Það er nákvæmt og sér­tækt. Gott hrós er ein­lægt, jákvætt orðað og veitt eins fljótt og hægt er eftir að til­tekin hegðun átti sér stað.

Auglýsing

Þegar við hrósum er gott að nefna í fyrsta lagi það sem við ætlum að hrósa fyr­ir, í öðru lagi að veita hrósið og í þriðja lagi að nefna hvers vegna við erum að hrósa. Ef við ætlum t.d. að hrósa fyrir góða skýrslu væri hægt að segja:

“Ég vil hrósa þér fyrir skýrsl­una sem þú skrif­aðir um verk­efnið sem við vorum að ljúka við. Mér finnst hún vönduð og afar skýr. Sér­stak­lega finnst mér gott að sjá hversu ítar­lega þú fjall­aðir um hindr­an­irnar sem komu upp og hvernig við náðum að yfir­stíga þær.“

Annað dæmi væri:

„Mig langar að hrósa þér fyrir að hafa rætt við Sig­ríði um sam­skipti ykkar sem hafa verið frekar stirð að und­an­förnu. Ég er ánægð með að þú skulir hafa haft frum­kvæði að þessu sam­tali. Ég veit að þetta var ekki auð­velt og tel að þetta muni hafa jákvæð áhrif á móral­inn í hópn­um.“

Að þiggja hrós

Það er ekki aðeins list að hrósa á góðan hátt heldur einnig að kunna að þiggja hrós. Stundum skiptir fólk um umræðu­efni þegar það fær klapp á bak­ið, verður vand­ræða­legt og horfir ofan í bring­una á sér, slær hrós­inu upp í fífla­gang eða byrjar jafn­vel að þræta við þann sem veitti hrós­ið. Leyfum okkur að gleðj­ast yfir hrósi og venjum okkur á að horfa í augu þess sem hrós­aði okk­ur. Segjum orð eins og „Takk fyr­ir“, „Ég með það mik­ils“ eða „Virki­lega gaman að heyra“. Þessi við­brögð sýna að við höfum með­tekið hrósið og gefa þeim sem hrós­aði okkur til­finn­ing­una að við kunnum að meta það. Ekki er nauð­syn­legt að end­ur­gjalda með hrósi nema okkur finn­ist við­kom­andi eiga það skil­ið. 

Það er fátt sem yljar manni eins um hjarta­rætur og ein­lægt hrós. Æfum okkur mark­visst í að hrósa fólk­inu í kringum okkur fyrir það sem það á hrós skilið fyr­ir. Gott og sann­fær­andi hrós kostar ekki krónu en getur gert krafta­verk.

Höf­undur hrinti hrós­deg­inum á Íslandi af stað árið 2013 og stofn­aði Face­book-­síðu kringum hann. Þar setja um 3.000 manns reglu­lega inn hrós.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar