Hugleiðingar heimamanns um Hvalárvirkjun og Árneshrepp

Héðinn Birnir Ásbjörnsson frá Djúpavík segir að upp sé runnin ögurstund í málefnum Árneshrepps. Hvalárvirkjun geti verið einn þeirra þátta sem skipta máli en fyrst og fremst þurfi pólitískan vilja.

Auglýsing

Á Vest­fjörðum er fólk ekki óvant því að hafa fyrir líf­inu. Óblíð nátt­úru­öfl hafa mótað þar útsjón­ar­sama Íslend­inga, sem eru útbúnir seiglu og lang­lund­ar­geði. Nú bregður hins vegar svo við að Vest­firð­ingar þurfa að berj­ast fyrir til­veru­rétti sínum á mörgum víg­stöðvum í einu. Barist er fyrir bættum sam­göng­um, fyrir því að mega stunda fisk­eldi og fyrir því að mega virkja vatns­föllin í eigin heima­byggð.

Átaka­línur eru oft ekki alveg skýrar enda eru mál­efnin um margt ólík. Eitt eiga þessi mál þó sam­eig­in­legt - þau snerta öll sam­spil nýt­ing­ar, umhverf­is­á­hrifa og afkomu. Átökin hafa víða orðið ljót og óvægin og á tímum mjög hatrömm og per­sónu­leg.

Van­hæfur ráð­herra

Athygl­is­verð er ein­örð afstaða umhverf­is­ráð­herra í mál­efnum Vest­fjarða en hann hefur ekki farið leynt með afstöðu sína til ákveð­inna mála vestra. Það er skoðun mín að umhverf­is­ráð­herra sé alger­lega van­hæfur til að fjalla um mál­efni Vest­fjarða þar sem hann barð­ist áður með oddi og egg, sem fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, gegn nán­ast öllum upp­bygg­ing­ar­á­formum á Vest­fjörð­um.

Það skal tekið fram að ég skipa mér í hóp nátt­úr­vernd­ar­sinna og hef því skiln­ing á því að nátt­úran skuli njóta vafans. Ég er engu að síður tals­maður þess að nátt­úran sé nýtt í sam­ræmi við sjálf­bæra þróun og ekki síst með byggða­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi.

For­dæma­laus eigna­upp­taka

Sem leik­maður og heima­maður er ég fylgj­andi Hval­ár­virkjun og hef fengið mig fullsaddan af stöð­ugum áróðri virkj­un­ar­and­stæð­inga (frið­un­ar­sinna) - áróðri þar sem sann­leik­ur­inn víkur oftar en ekki fyrir mál­staðn­um. Mál­staður frið­un­ar­sinna er ill­skilj­an­legur en hann virð­ist að mestu ganga út á heild­ar­friðun á svoköll­uðum Dranga­jök­ul­svíð­ern­um, sem myndi þýða stór­fellda og for­dæma­lausa eigna­upp­töku og sjálf­krafa flutn­ing á umráða­rétti eig­enda jarð­anna til rík­is­ins.

Auglýsing
Þegar and­stæð­ingar virkj­unar tala fyrir friðun virð­ist það gleym­ast að Hval­ár­virkjun hefur þegar farið í gegnum nál­ar­auga stjórn­sýsl­unn­ar, fyrst í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar og  svo í gegnum umhverf­is­mat og skipu­lags­breyt­ing­ar. Það ferli hefur tekið mörg ár. Þar kom að fjöld­inn allur af spek­ing­um, sveit­ar­stjórn­ar­mönnum og ráð­herrum og verður að telja að málið hafi fengið nægj­an­lega umfjöllun á þeim stig­um. Almenn­ingi gafst þar tæki­færi til að senda inn breyt­ing­ar­til­lögur og aðrar umkvart­an­ir, sem í sumum til­fellum var komið til móts við.  

Óeðli­leg afskipti íslenskra auð­kýf­inga

Ýmsum með­ulum hefur verið beitt í bar­átt­unni gegn virkj­un­ar­fram­kvæmd­unum í Ófeigs­firði. Má þar nefna óeðli­leg afskipti íslenskra stór­kaup­manna, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manns umhverf­is­ráð­herra og ann­arra nafn­tog­aðra ein­stak­linga. Ósannar full­yrð­ingar og myndefni um yfir­vof­andi nátt­úru­spjöll tengd fram­kvæmd­inni hafa ítrekað verið settar fram og til­raunir hafa verið gerðar til stór­felldra upp­kaupa á atvinnu­rekstri og jörðum í hreppn­um.

Stein­inn tók svo úr þegar frið­un­ar­sinnar gerðu til­raun til yfir­töku á hreppnum fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar vorið 2018 með því að flytja í hrepp­inn lög­heim­ili ein­stak­linga á kosn­inga­aldri gagn­gert til að hafa áhrif á úrslit kosn­ing­anna. Þetta getur ekki flokk­ast undir neitt annað en aðför að lýð­ræð­inu. Yfir­takan mistókst og er mik­ill meiri­hluti aðal- og vara­manna í hrepps­nefnd Árnes­hrepps fylgj­andi virkj­un­ar­á­form­um.

Ábyrgð frið­un­ar­sinna

Nú er svo komið að hluti hins háværa minni­hluta í hreppnum er til­bú­inn að fram­selja (með frið­un) eign­ar­hald á jörð sinni í þeim til­gangi að reyna að koma í veg fyrir eða hafa áhrif á fram­vindu mála í Ófeigs­firði og til að koma höggi á ferða­þjón­ustu í hreppn­um.

Ljóst má vera að þessi fram­koma ákveð­ins hóps er ekki til þess fallin að skapa frið eða stuðla að áfram­hald­andi búsetu í Árnes­hreppi. Það er mín skoðun að frið­un­ar­sinnar eigi stóran þátt í stöð­unni eins og hún er í dag. Sá áróð­ur, sem rek­inn er af háværum minni­hluta frið­un­ar­sinna, á ekk­ert skylt við nátt­úru­vernd - hvað þá sjálf­bæra þró­un.

Virkjun fylgja fram­farir

Það liggur fyrir að virkj­un­ar­fram­kvæmdum mun fylgja veru­leg inn­viða­upp­bygg­ing. Veg­ur­inn frá Ing­ólfs­firði inn í Ófeigs­fjörð verður lag­aður og ráð­gert er að leggja veg yfir Ófeigs­fjarða­heiði yfir í Ísa­fjarð­ar­djúp sem hring­tengir hrepp­inn að sumri til. Allar vega­bætur eru af því góða. Afhend­ingar­ör­yggi raf­magns stór­batn­ar, jafn­vel um leið og fram­kvæmdir hefjast, þar sem áætlað er að leggja nýjan raf­magns­streng að fram­kvæmda­svæð­inu ásamt ljós­leið­ara. Á sama tíma gefst tæk­færi til að tengja staði sem fram að þessu hafa ekki verið tengdir við raf­magn, eins og Eyri við Ing­ólfs­fjörð. Þriggja fasa raf­magn bætir lífs­gæði og sam­keppn­i­stöðu hrepps­ins og skapar hugs­an­lega störf. Svo má nefna að hrepp­ur­inn fær stór­auknar tekj­ur, m.a. af fast­eigna­gjöldum og útsvari, á þeim 4-5 árum sem fram­kvæmdir standa yfir. Það gæti orðið nægj­an­leg vítamín­sprauta til að snúa byggða­þró­un­inni í hreppnum við.

Engar galdra­lausnir

Eins og staðan er núna mun heils­árs­bú­seta í Árnes­hreppi líða undir lok ef ekk­ert kemur til sem styður og skapar tæki­færi til atvinnu og gerir íbúum kleift að blómstra og dafna. Ekk­ert eitt kemur í veg fyrir áfram­hald­andi hnignun sveit­ar­fé­lags­ins. Hvorki þjóð­garður né virkjun eru galdra­lausnir í því sam­hengi heldur þurfa margir sam­hang­andi þættir að koma til. Hval­ár­virkjun getur verið einn þeirra þátta en fyrst og fremst þarf póli­tískan vilja. Þing­menn fjórð­ungs­ins síð­ustu ára­tugi hafa brugð­ist Árnes­hreppi. Staðan á ekki að þurfa að koma á óvart þar sem krafan um betri sam­göngur og jöfnun búsetu­skil­yrða hefur verið hávær í gegnum tíð­ina. Þrátt fyrir þá kröfu­gerð hafa engar stórar vega­bætur átt sér stað í hreppnum síðan 1994.

Auglýsing
Ég er tals­maður upp­bygg­ingar á lands­byggð­inni og hef þrátt fyrir allt enn trú á gömlu heima­byggð­inni. Það er mér og fjöl­skyldu minni hjart­ans mál að sveitin lifi af. Í ald­ar­fjórð­ung höfum við gert allt okkar til að leggja mál­staðnum lið, m.a. í gegnum fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið okkar í Djúpa­vík.

Ríkið ber sína ábyrgð

Tæki­færin eru mörg í Árnes­hreppi. Það eina sem þarf er að koma auga á þau og vinna út frá þeim. Þar að finna van­nýttar auð­lindir á borð við heitt vatn, land­gæði, riðu­laust og sjúk­dóma­laust sauð­fjár­rækt­ar­svæði, gjöful fiski­mið og mörg tæki­færi í ferða­þjón­ustu. Um Árnes­hrepp verður ekki skrifað án þess að nefna bændur sem hafa í tím­ans rás náð ótrú­legum árangri í kyn­bótum á sauð­fé. Nú er svo komið að féð á Ströndum er með hærri fall­þunga en þekk­ist ann­ars staðar á land­inu. Það er rík­is­ins að styðja við þá sér­stöðu og hlúa að afskekktum byggðum eins og Árnes­hreppi með því að tryggja sæmi­legar sam­göngur og styrkja inn­viði. Upp á það hefur veru­lega vant­að.

Runnin er upp ögur­stund í mál­efnum Árnes­hrepps. Því er tími til kom­inn fyrir þá, sem á annað borð vilja áfram­hald­andi byggð í hreppn­um, að snúa bökum saman í þeim mál­efnum sem sam­staða er um. Nágranna­sveit­ar­fé­lögin á Vest­fjörðum verða að láta sig varða um mál­efni Árnes­hrepps - sér­stak­lega í eins stóru máli og fram­kvæmdin í Ófeigs­firði er. Það yrði mikið högg fyrir Vest­firði í heild ef heils­árs­bú­seta leggð­ist af í Árnes­hreppi. Það er mik­il­væg­ara en nokkru sinni fyrr að vest­firsk sveit­ar­fé­lög standi vörð um sam­eig­in­lega hags­muni sína.

Höf­undur er upp­al­inn í hreppn­um, býr þar hluta úr árinu og er stoltur raf­bíla­eig­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar