Sátt um Reykjavíkurflugvöll

Auglýsing

Stað­setn­ing flug­vall­ar­ins í Reykja­vík hefur valdið fjaðrafoki og hörðum deilum um langt ára­bil. Skiptar skoð­anir hafa verið um hvað skuli gera í þeim efnum en sumir standa fast á því að völl­ur­inn eigi að vera óhreyfður í Vatns­mýr­inni á meðan aðrir vilja færa hann til Kefla­vík­ur. Og svo eru það enn aðrir sem telja að færa eigi völl­inn annað innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Und­an­farin miss­eri hefur hins vegar kveðið við annan tón þegar kemur að umræð­unni um Reykja­vík­ur­flug­völl. Sá tónn gefur manni von um að flestir séu nú orðnir sam­mála um afdrif vall­ar­ins, það er að segja að Reykja­vík­ur­flug­völlur verði áfram í Vatns­mýr­inni þangað til annar jafn góður eða betri kostur verði til­bú­inn til notk­unar fyrir inn­an­lands­flug­ið. Þessu til stuðn­ings er rétt að nefna að í meiri­hluta­sátt­mála Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Vinstri Grænna og Pírata í Reykja­vík segir orð­rétt:

„Rekstr­ar­ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vallar verður tryggt meðan unnið er að und­ir­bún­ingi nýs flug­vallar í nágrenni borg­ar­inn­ar. Aðal­skipu­lagi Vatns­mýrar verði breytt og lokun flug­vall­ar­ins seinkað þegar samn­ingar hafa náðst við ríkið um Borg­ar­línu sem styður við nauð­syn­lega upp­bygg­ingu á Ártúns­höfða, í Elliða­ár­vogi, á Keldum og í Keldna­holt­i.“

Auglýsing

Skyn­semi og sátt á Alþingi

Í byrjun febr­úar sam­þykkti Alþingi svo Sam­göngu­á­ætlun þar sem ályktað var um Reykja­vík­ur­flug­völl en í henni segir orð­rétt:

„Reykja­vík­ur­flug­völlur gegnir mik­il­vægu hlut­verki við mest allt sjúkra­flug, sem mið­stöð inn­an­lands­flugs og sem vara­flug­völlur í milli­landa­flugi. Fram kom fyrir nefnd­inni að 15–20 ár tæki að byggja upp nýjan flug­völl á öðrum stað, eins og lagt er til m.a. í skýrslum um mál­efn­ið. Meiri­hlut­inn leggur því áherslu á að Reykja­vík­ur­flug­velli verði vel við haldið og hann byggður upp að því marki að hann sinni því hlut­verki sem hann skipar á öruggan og við­un­andi hátt, þar til sam­bæri­leg, full­búin lausn finn­st, flytj­ist flug­völl­ur­inn úr Vatns­mýri.“

Umræðan um völl­inn hélt áfram nú á dög­unum þegar mælt var fyrir þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að Alþingi ályktaði að efnt skyldi til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vallar með því að spyrja:

„Vilt þú að flug­völlur og mið­stöð inn­an­lands-, kennslu- og sjúkra­flugs verði áfram í Vatns­mýr­inni í Reykja­vík uns annar jafn­góður eða betri kostur er til­bú­inn til notk­un­ar?“

Þeir sem tóku þátt í þeirri umræðu, bæði þeir sem eru með og á móti þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni, lögðu áherslu á að málið sner­ist um að flug­völl­ur­inn yrði áfram í Vatns­mýr­inni þangað til að annar jafn góður eða betri kostur yrði til­bú­inn til notk­un­ar. Og sam­kvæmt því yrði unn­ið. Það er fagn­að­ar­efni að umræðan um Reykja­vík­ur­flug­völl hefur færst úr skot­gröf­unum yfir í lausn­ar­miða skyn­sama umræðu.

Með hlið­sjón af fram­an­greindu má segja að meiri sátt ríki um til­vist vall­ar­ins nú en áður.

Skorað á sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra að leita sátta

Hingað til hafa miklar deilir um stað­setn­ingu vall­ar­ins hamlað vexti og við­gangi starf­sem­innar á Reykja­vík­ur­flug­velli um ára­bil. Í þessu sam­bandi er rétt að nefna að Land­helg­is­gæslan hefur þurft að búa við að nota bráða­birgða­hús­næði frá árinu 1980 og því ekki getað byggt við­un­andi aðstöðu fyrir flug­starf­semi sína. Þá hefur ekki tek­ist að byggja upp sóma­sam­lega flug­stöð fyrir inn­an­lands­flug­ið. Að auki má nefna að flug­kennsla hefur verið horn­reka á vell­inum þar sem engar fyr­ir­ætl­anir hafa legið fyrir um upp­bygg­ingu á svæð­inu fyrir þá starf­semi. Síð­ast en ekki síst má ekki gleyma því mik­il­væga hlut­verki að Reykja­vík­ur­flug­völlur er vara­flug­völlur í milli­landa­flugi en komið hefur fyrir að t.d. vélar Icelandair hafa þurft að lenda í Reykja­vík vegna óhag­stæðra vind­átta í Kefla­vík.

Í ljósa þeirrar almennu sáttar sem nú ríkir um mál­efni Reykja­vík­ur­flug­vallar skora ég á sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, Sig­urð Inga Jóhanns­son, og Reykja­vík­ur­borg að sam­mæl­ast um yfir­lýs­ingu þess efnis að heim­ila upp­bygg­ingu á flug­tengdri starf­semi á Reykja­vík­ur­flug­velli til næstu 20 ára. Sam­hliða því að flug­braut­unum yrði við­haldið og bættar á meðan annar jafn­góður eða betri kostur verði fund­inn og kom­inn í gagn­ið. Slík yfir­lýs­ing yrði þýð­ing­ar­mikil fyrir þá starf­semi sem nú þegar er vell­in­um.

Það tekur 20 ár að byggja annan flug­völl. Fjár­fest­ingar þurfa oft um 20 ára afskrift­ar­tíma sem er sá tími sem tekur að koma öðrum flug­velli í gagn­ið. Þannig ættu engin rök að mæla gegn því að heim­ila upp­bygg­ingu fyrir flug­starf­semi á Reykja­vík­ur­flug­velli á meðan hugað er að öðrum kostum og hafin er upp­bygg­ing á öðrum flug­velli.

Með sátt af þessu tagi gætum við fækkað þeim málum sem stofna til deilna á milli lands­byggðar og höf­uð­borg­ar. Þannig gætum við hafið upp­bygg­ingu mik­il­vægra og fjöl­breyttra þjón­ustu­þátta sem gerir bæði borg og bæi öfl­ugri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None