Vængstífða gullgæsin

Jóna Fanney Friðriksdóttir fjallar um ferðaþjónustuna í aðsendri grein og spyr hvort stjórnvöld og rekstraraðilar ætli að nýta þá gullgæs á ábyrgan og sjálfbæran hátt.

Auglýsing

Eftir ham­farir banka­hruns og ösku­mistur jök­uls­ins lenti gull­gæsin við sviðna strönd Íslands. Öllum að óvörum urðu umskipti í efna­hags­málum þjóð­ar­inn­ar. Á örfáum árum fimm­fald­að­ist fjöldi ferða­manna til lands­ins og þjóð­ar­kakan stækk­aði á ævin­týra­legan hátt. Veislu­borðið svign­aði undan kræs­ing­un­um. Kapp­hlaupið hófst um að ná sem stærstu sneið­inni og sem mest á sinn disk.

Á árinu 2007 voru 68 ferða­skrif­stofur skráðar með leyfi frá Ferða­mála­stofu. Tíu árum síðar voru þær orðnar 308. Á þessum sama tíma jókst fjöldi fyr­ir­tækja sem bjóða uppá afþr­ey­ingu tengda ferða­þjón­ustu um 900% eða úr 150 fyr­ir­tækjum í 1.348. Svona mætti halda lengi áfram.

Breytt sam­fé­lags­um­gjörð

Ferða­þjón­usta er flókin atvinnu­grein, hún kemur inn á fjöl­mörg svið atvinnu­lífs­ins og getur af sér margs­konar afleidd störf. Áhrif grein­ar­innar geta verið bæði góð og slæm.

Auglýsing

Síð­ustu ár hefur umræðan um ábyrga ferða­þjón­ustu einnig skotið upp koll­inum hér á landi. Þá er átt við að grein­inni sé stýrt og að sjálf­bærni sé höfð að leið­ar­ljósi þannig að efna­hags­leg­ir, umhverf­is­legir og sam­fé­lags­legir þættir verði í jafn­vægi. Þannig mætti not­ast áfram við mynd­lík­ing­una um veislu­borð­ið, að því sé stýrt hvernig borð­hald fer fram. Mark­miðið með þeirri stýr­ingu er að allir fari sáttir úr veisl­unni, fremur en að freku gest­irnir ryðji sér leið að kræs­ing­un­um, skilji eftir allt í rúst og hina gest­ina með kaldar kart­öflur í fang­inu.

Umhverf­is­leg, efna­hags­leg og sam­fé­lags­leg fót­spor ferða­þjón­ust­unnar eru orðin greini­leg í sam­fé­lag­inu, enda hefur hingað til lítið verið gert til að sporna við þróun fjölda­túrisma á Íslandi. Hér­lendis lýtur því greinin lög­málum sem þekkt eru um allan heim, s.s. undir nöfnum eins og áreitisk­varða (Dox­ey) og lífs­ferli áfanga­staða (Butler).

Þegar lítil sem engin stýr­ing er á þróun vin­sælla áfanga­staða og helsti drif­kraft­ur­inn er gróða­sjón­ar­mið blasir við hnignun grein­ar­innar og óánægja heima­manna. Und­ir­boð og svört atvinnu­starf­semi blómstra sem leiðir til skekktrar sam­keppn­is­stöðu þeirra fjöl­mörgu fyr­ir­tækja sem eru að gera vel. Eft­ir­lit er mátt­lít­ið. Áskor­unin felst í því að skipu­leggja leiðir til að koma í veg fyrir hnign­un­ina og vinna að fram­gangi ferða­þjón­ustu í þá átt að sátt ríki á öllum sviðum sam­fé­lags­ins.

Að bíta í eigið skott

Fylgi­fiskar fjölda­túrisma eru margir og vel þekkt­ir. Hvað hag­ræn áhrif varðar gildir þar lög­málið að lítil stað­bundin fyr­ir­tæki byrja að helt­ast úr lest­inni, sam­runi og sam­þjöppun á sér stað og fjöl­þjóð­leg stór­fyr­ir­tæki rata inná þessa mark­aði til að fá bita af kök­unni. Þannig er ekki óal­gengt að efna­hags­legur leki eigi sér stað, þ.e. að gjald­eyr­is­tekjur flæði út úr land­inu. Að sama skapi eykst hús­næð­is­vandi heima­manna, fram­færslu­kostn­aður eykst, lág­launa­störfum innan grein­ar­innar fjölgar, heima­menn flýja ákveðin hverfi og staði, þar sem stað­bundið menn­ing­ar­legt yfir­bragð þjóð­ar­innar fer hverf­andi. Vöru­merkja­væð­ing menn­ing­ar­arfs­ins, í okkar til­viki lunda­búð­ir, yfir­taka bæj­ar­brag­inn.

Þessi skóla­bók­ar­dæmi fræði­manna um heim allan hljóma kunn­ug­lega, ekki satt?

Alþekkt er einnig að fjölda­ferða­mennsku fylgi sú þróun að þol­mörk umhverf­is­þátt­ar­ins eru þan­in. Nátt­úran, aðal­að­drátt­ar­afl grein­ar­innar og það sem hún byggir fyrst og fremst á, er nú víða komin að þol­mörk­um. Inn­viðir lands­ins eru farnir að láta á sjá og fjár­magn ekki nægj­an­legt til að aðlaga þá álag­inu sem fjölda­ferða­mennskan hefur í för með sér. Fjöldi þjón­ustu­þátta, eins og vega­kerf­ið, heil­brigð­is­þjón­usta og lög­gæsla eru þarafleið­andi í lama­sessi.

Er ferða­þjón­ustan á Íslandi að bíta í eigið skott og ganga frá sjálfri sér?

Víst er að neyt­enda­vit­und ferða­manna hefur aldrei verið meiri og það er ekk­ert lög­mál að ferða­menn komi til lands­ins. Þeir fara ein­fald­lega annað ef áfanga­stað­ur­inn stenst ekki vænt­ingar þeirra.

Þol­mörk sam­fé­lags­ins á enda

Það er ólga í yfir­stand­andi kjara­við­ræðum og fólki er sagt að kröfur verka­lýðs­fé­lag­anna ógni rekstr­ar­skil­yrðum ferða­þjón­ust­unn­ar. Síð­ustu vik­urnar hefur athyglin beinst að þeim lægst laun­uðu innan grein­ar­inn­ar. Sann­ar­lega ekki að ósekju. Ferða­þjón­ustan er borin uppi af lág­launa­fólki á Íslandi. Lág­marks­laun í land­inu eru nú 300 þús­und krónur og það þarf ekki stærð­fræð­ing til að reikna það út að á þessum launum ná fáir endum saman á Íslandi í dag. Þetta eru laun þeirra ófag­lærðu sem starfa við t.a.m. þrif, mót­töku gesta og veit­inga­sölu en þau eru einnig sam­bæri­leg þeim fag­lærðu í grein­inni s.s. rútu­bíl­stjóra og hámennt­aðra leið­sögu­manna.

Ferða­þjón­ustan er stór áhrifa­valdur í íslensku efna­hags­lífi síð­ustu ára og sam­tímis hefur hún fært stjórn­völdum og fyr­ir­tækjum í grein­inni margar og flóknar áskor­an­ir. Ábyrgð stjórn­valda er mikil varð­andi fram­tíð­ar­stefnu­mótun grein­ar­inn­ar. Nú er hins vegar komið þol­mörkum sam­fé­lags­ins, ekki síst lág­launa­stétt­ar­innar sem heldur lyk­ilat­vinnu­grein þjóð­ar­innar gang­andi.

Áleitin spurn­ing skýtur því því óneit­an­lega upp koll­in­um; Ætla stjórn­völd og rekstr­ar­að­ilar að nýta gull­gæs­ina á ábyrgan og sjálf­bæran hátt þannig að allir þætt­ir, efna­hags­leg­ir, umhverf­is­legir og sam­fé­lags­legir verði metnir heilt yfir? Eða á skeyt­ing­ar­leysi villta vest­urs­ins að hlað­borð­inu að vera leið­ar­ljósið áfram? Gull­gæsin lenti við strönd Íslands, fær­andi hendi í ösku­mistrið fyrir nokkrum árum. Ef ekk­ert verður að gert er næsta víst að hún liggi vængstífð í nýsvið­inni jörð, fyrr en síð­ar.

Höf­undur er í fram­boði til stjórnar VR. Kosn­ingar standa nú fram raf­rænt á www.vr­.is til hádegis föstu­dag­inn, 15. mars.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar