Enn um áhættumat Hafrannsóknarstofnunarinnar vegna laxeldis í kvíum

Lektor í fiskeldi við Háskólann á Hólum skrifar um um áhættumat vegna hugsanlegrar erfðablöndunar í laxeldi, sem nú er í brennidepli vegna lagasetningar.

Auglýsing

Umræðan um verð­mæta­sköpun og þróun sam­fé­laga

Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hefur nú lagt fram laga­frum­varp sem varðar fisk­eldi  á Íslandi. Laga­setn­ingin bein­ist einkum að reglu­verki um eldi laxa í kví­um. Í frum­varp­inu kemur fram að styðj­ast skuli við áhættu­mat Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­innar vegna hugs­an­legrar erfða­blöndun eld­is­laxa við villta íslenska laxa­stofna og allt skipu­lag við upp­bygg­ingu kvía­eldis á laxi við strendur lands­ins skuli taka mið af því.

Und­ir­rit­aður gerði all nokkrar athuga­semdir við áhættu­matið í þeirri mynd sem það var lagt fram og sendi athuga­semdir inn á sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Haf­rann­sókn­ar­stofnun hefur svarað þessum athuga­semd­unum fyrir sitt leyti.

Það er auð­vitað mjög jákvætt og nauð­syn­legt að vilji sé til staðar til að ræða for­sendur sem varða mik­il­vægt mál­efni eins og áhættu­matið er, enda tekið fram að um lif­andi plagg sé að ræða. Tækið sem búið er til á að verða grund­völlur laga­setn­ingar og þarf að fá umræðu og skoð­un. Und­ar­legri er sú orð­ræða sumra ann­ara að í rök­studdum athuga­semdum sé fólgin ein­hvers­konar árás á vís­indi eða vís­inda­stofnun og stappi nærri land­ráði að bera þær upp. Gagn­rýnin umræða er lífs­nauð­syn­legur drif­kraftur ef styðj­ast á við rann­sóknir og vís­indi á annað borð við ákvarð­ana­töku.

Auglýsing
Niðurstaða áhættu­mats­ins eins og hún liggur nú fyr­ir, og miðar við útgefið burð­ar­þols­mat, leiðir til að fyr­ir­hugað 30 þús­und tonna lax­eldi á frjóum laxi í Ísa­fjarð­ar­djúpi er bann­að, einkum vegna hugs­an­legrar erfða­blönd­unar eld­is­laxa  við laxa í Laug­ar­dalsá, Hvanna­dalsá og Langa­dalsá. Einnig eru settar skorður við lax­eldi á sunn­an­verðum Aust­fjörðum sem skerða fyr­ir­ætl­anir um önnur 30 þús­und tonn. Þær skorður byggj­ast aðal­lega á hugs­an­legri erfða­blöndun við „nátt­úru­lega laxa­stofna“ í Breið­dalsá, en ekki eru allir á einu máli um að þessi nátt­úru­legi stofn sé til stað­ar. Aug­ljóst er að þessar skorður á upp­bygg­ingu lax­eldis fyrir Vestan og Austan hafa gríð­ar­lega efna­hags­lega þýð­ingu og áhrif á fram­vindu byggðar á svæð­inu. Verð­mæti 60 þús­und tonna af eld­is­laxi slaga í að jafn­gilda 2/3 af verð­mæti núver­andi  þorskafla á Íslands­miðum –upp úr sjó. Í því ljósi er áhættu­mat Haf­rannsókna­stofn­un­ar­innar vegna lax­eldis í kvíum ekki síðra hags­muna­mál sam­fé­lags­ins en ráð­gjöf hennar um veiðar og afla­mark villtra sjáv­ar­fiska. Hér verða sjón­ar­mið í því sam­hengi ekki viðruð nánar en sjónum beint enn og aftur að for­sendum og nið­ur­stöðu áhættu­mats­ins sem og svörum Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­innar við áður fram­komnum athuga­semdum mínum á sam­ráðs­gátt­inni.

1. Þrösk­ulds­gildi 4%

Athuga­semd var gerð við að í áhættu­mat­inu er sett við­mið þar sem líkanið reiknar líkur á að fjöldi eld­is­laxa í á fari yfir 4% af heildar fjölda í lík­legum klak­fiska­stofni sem eftir verður í á hverju sinni. Líkanið er látið reikna sam­kvæmt inn­settum for­sendum fyrir hverja á fyrir sig. Athuga­semdin var gerð í ljósi nýs lík­ans (IB­SEM) frá Nor­egi, sem reynir að meta hugs­an­leg erfða­blönd­un­ar­á­hrif við mis mikla inn­blönd­un. Nið­ur­staða norska lík­ans­ins er að þó inn­blöndun verði 10% hafi það ekki mark­tæk áhrif á villta stofn­inn. Ef inn­blöndun verður mun meiri, t.d. 30-50% geti það haft áhrif til fækk­unar í villtra fiska stofn­in­um. Í hvor­ugu til­fell­inu er þó um upp­söfnuð áhrif að ræða þannig að ef inn­blöndun hættir má búast við að stofn­inn fari aftur í sama horf, hratt við litla inn­blöndun en á lengri tíma hafi hún verið mikil (Castell­ani et al. 2018). Nátt­úru­valið hreinsar upp hugs­an­lega erfða­blöndun samkvæmt lík­an­inu. Líkanið styðst við mat á hæfni (fit­ness) eld­is­fisks við að kom­ast af í villtri nátt­úru. Þær rann­sóknir voru gerðar á 10. ára­tug síð­ustu aldar (4-5 kyn­slóð kyn­bóta) (Flem­ing et al. 1996, Flem­ing et al. 2000). Höf­undar mátu þá að hæfni eld­is­laxa til að kom­ast af og fjölga sér væri um 16% af hæfni villtra laxa. Áður nefnt IBSEM líkan gerir þó ekki ráð fyrir að hæfni eld­is­laxa minnki með hverri nýrri kyn­slóð kyn­bóta. Ný rann­sókn (Skala et al. 2019) á hæfni laxa af 10.-11. kyn­bættri kyn­slóð bendir til að hæfni (heildar fit­ness) hafi minnkað niður í 3,67-5,25%, þó reiknað sé með gömlu við­miði um þátt­töku eld­is­laxa í æxlun – 17,5% (Flem­ing et al. 2000; Glover et al. 2017).

Grund­vallar ágrein­ing­ur­inn um hætt­una af hugs­an­legri erfða­blöndun felst í þeirri kenn­ingu sumra að eld­is­lax með lak­ari hæfni til að kom­ast af og fjölga sér í villtri nátt­úru sam­an­borið við villtan lax, muni ryðja villta lax­inum burtu. Aðrir hafa bent á að það sé órök­rétt því nátt­úru­valið sé strangt og sífellt að henda út ein­stak­lingum sem ekki eru vel aðlag­aðir að umhverf­inu. Hvernig á minnkuð hæfni (fit­ness) hjá eld­is­laxi að minnka með­al­tals hæfni hjá villtum laxi - sem er aðlag­aður að sínu umhverfi í mjög langan tíma? Hver hæfni hreinna eld­is­laxa og blend­inga við íslenska villta laxa í íslenskri nátt­úru er ekki þekkt, og verður ekki skorið úr nema með rann­sóknum á Íslandi. Það eru hins­vegar hreinar get­gátur að ætla fyr­ir­fram að norskum eld­is­laxi með mjög skerta hæfni til að kom­ast af og fjölga sér í nátt­úr­unni muni farn­ast betur við íslenskar aðstæður en við norskar eða írskar. Í til­raunum í Burris­hool á Írlandi var hæfni eld­is­laxa af norskum stofni metin um 2% af hæfni villtra írskra stofna (McG­innity et al. 2003). Í nýrri rann­sókn á laxi í vatna­kerfi Tano (Tana) í Finn­landi var nið­ur­staða höf­unda að stað­bundin aðlögun stofna leiddi til að æxl­un­ar­ár­angur hrygna var met­inn 9,6 sinnum meiri og hænga 2,9 sinnum meiri hjá aðlag­aða heima­fisk­inum í sam­an­burði við aðkomu­fisk (Mobley et al. 2019).

Auglýsing
Fáeinar rann­sóknir eru til á stofn­gerð íslenskra laxa­stofna (Dan­í­els­dóttir ofl. 1997; Ólafs­son ofl. 2016), sem sýna aðgrein­ingu laxa­stofna eftir ám og vatna­svæð­um. Þeir sem þekkja sögu fiski­ræktar (og fisk­eldis og haf­beit­ar) á Íslandi vita að ekki var ævin­lega sér­stak­lega vel hirt um að útsett seiði væru upp­runnin úr þeirri sömu á (sjá t.d. Þór Guð­jóns­son 1989). Und­an­farin 5-6 ár hefur um 6 millj­ónum laxa­seiða verið sleppt í íslenskar ár. Stærstur hluti þeirra hefur lík­lega farið í ár sem ekki bera nátt­úru­lega laxa­stofna (Rangár, Jök­ulsá á Dal, Breið­dalsá, Skógaá, Hafnará), þó nákvæmar tölur og upp­lýs­ingar um fjölda og upp­runa þeirra fáist ekki afhentar frá Fiski­stofu. Vel er þekkt að nátt­úru­legt flakk alinna göngu­seiða er mun meira en nátt­úru­legra villtra seiða sem vaxa upp í ánni (nátt­úru­legt flakk er þegar lax gengur úr hafi í aðra á en hann er upp­runn­inn úr eða honum var sleppt í). Á haf­beit­ar­ár­unum var mörgum millj­ónum seiða sleppt víða um land, mest þó S-Vest­an­lands og Vest­an­lands. Upp­runi þeirra fiska var marg­vís­leg­ur. Umsvifa­mest í haf­beit­inni var fyr­ir­tækið Silf­ur­lax sem sleppti seiðum aðal­lega úr Hrauns­firði á Snæ­fells­nesi. Sam­kvæmt heim­ildum var sá fiskur sam­an­safn stór­laxa úr Stóru-­Laxá í Hrepp­um, Sog­inu, Víði­dalsá, Laxá í Aðal­dal og e.t.v. víð­ar. Kyn­bætur fóru fram á haf­beit­ar­laxi, aðal­lega í Kolla­firði, frá 1980 en marg­vís­legar sleppi- og end­ur­heimtutil­raunir voru gerðar frá því snemma á sjö­unda ára­tugnum (Á. Ísaks­son ofl. 1997; Þ. Guð­jóns­son 1973; 1977 og 1989 ). Í fjöl­miðlum á sínum tíma töl­uðu veiði­rétt­ar­eig­endur t.d. á Snæ­fells­nesi og í Dölum um að umtals­verður fjöldi laxa sem gengi í árnar á svæð­inu væri haf­beit­ar­lax og haf­beit­ar­stöðv­arnar væru einnig að veiða villtan lax. Merk­ingar sýndu að villu­göngur voru á bil­inu <1% til >20%, mis­mun­andi eftir svæðum (Á. Ísaks­son 1997). Þegar Silf­ur­lax hætti starf­semi voru seiða­ár­gangar seldir í Rangárnar og hafa að lík­indum verið upp­hafið að seiða­slepp­ing­arnar hafa verið umfangs­meiri síðan (per­sónu­legar upp­lýs­ing­ar).

Sam­kvæmt áður nefndum stofn­gerð­ar­rann­sóknum (Dan­í­els­dóttir ofl. 1997; Ólafs­son ofl. 2016), sjást lítil ummerki eftir þessa fiski­rækt og umfangs­miklu haf­beit við stofna­grein­ing­una. Því þarf að útskýra hvernig eld­is­laxi, sem er orðið hús­dýr eftir 12-14 kyn­slóða kyn­bætur og með mjög skerta hæfni til að kom­ast af í villtri nátt­úru, á að takast að skilja eftir sig erfða­fræði­leg spor í íslenskum ám úr því að íslenska lax­in­um, héðan og það­an, tekst það ekki.

2. Útsetn­ing­ar­stærð, árs­tími og kyn­þroski

Útsetn­ing­ar­stærð og útsetn­ing­ar­tími eld­is­laxa­seiða í kvíar ræður miklu um afdrif þeirra og lífs­mögu­leika ef þau sleppa út í villta nátt­úru. Ald­ur, lík­ams­á­stand og ljóslota sem þau hafa upp­lifað ræður mestu um kyn­þroska. Það er ekki óvænt að 90% (11 fiskar) af þeim eld­is­löxum (sam­tals 12 fiskar) sem gengu upp í íslenskar ár og veidd­ust síð­ast­liðið sumar hafi verið kyn­þroska, enda kyn­þrosk­inn sem hvetur þá til far­ar­innar upp í ána. Það segir hins­vegar ekki að 90% þeirra eld­is­laxa sem sleppa og flokk­ast undir síð­búið strok verði kyn­þroska. Frétt­næmara er að geld­fiskur var einn þeirra sem gengu í á. Óljóst er hvort hann ætti þá að telj­ast með við áður nefnt 4% þrösk­ulds­gildi inn­blönd­un­ar.

Í svari Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar við athuga­semdum mínum er tekið undir þá stað­reynd að ljósa­stýr­ing í lax­eldi dragi mjög úr kyn­þroska í fisk­eldi en álita­efni er hvenær búast má við að fiskur sem sleppur úr ljósa­stýr­ingu verður kyn­þroska. Það varðar svo­kall­aðan hættu­tíma sem not­aður er í lík­an­inu. Fram­leiðslu­stýr­ing í íslensku lax­eldi þarf að byggja á útsetn­ingu laxa­seiða af ýmsum stærð­ar­hóp­um, enda aðstæður hér víða kjörnar til að ala laxa­seiði og stærri lax við stöðugar aðstæður á landi. Þetta þarf að gera í við­leitni til að jafna fram­leiðsl­una niður á sem flesta mán­uði árs­ins svo afsetn­ingu afurða verði reglu­legri. Sjáv­ar­hiti við Ísland setur hins­vegar þær skorður að óvit­legt er að setja seiði í kvíar nema hita­stig sé +6°C (hugs­an­lega 4°C en þá á upp­leið). Því eru tæki­færi á núver­andi eld­is­svæðum að setja út seiði ein­skorðuð við tíma­bilið jún­í-sept­em­ber, en sjáv­ar­hiti er almennt hæstur í ágúst-sept­em­ber. Búast má við að lax­eld­is­fyr­ir­tækin noti bland­aða leið, þ.e. setji bæði út stóran fisk (post smolt), sem alin eru lengur á landi (í ferskvatni eða salt­vatn­i), eða minni fisk (smolt), sem eru ódýr­ari í fram­leiðslu, út yfir þetta tíma­bil. Aukin reynsla mun skera úr hvaða útsetn­ing­ar­tími og útsetn­ing­ar­stærð hentar best á hverju svæði. Þró­unin í lax­eldi er þó hvar­vetna í átt að ala fisk­inn stærri á landi áður en hann fer í kvíar því það styttir fram­leiðslu­tíma í sjó.

Sú skýr­ing­ar­mynd sem gefin er á hættu­tíma, í svari Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar við athuga­semd­um, er lík­lega ekki að lýsa raun­veru­legum hættu­tíma á sann­fær­andi hátt. Margar rann­sóknir (t.d. Thorpe et al. 1998) benda til að kyn­þroska­á­kvörðun hjá villtum laxi sé tekin með margra mán­aða fyr­ir­vara fyrir nátt­úru­legan hrygn­ing­ar­tíma, og stýr­ist af stuttri ljóslotu á tíma­bil­inu nóv­-j­an. Vera má að eld­is­lax sem er jafnan í betri holdum hafi eitt­hvað rýmri tíma, en aldur hans og stærð skiptir þá máli. Fjöldi rann­sókna sýna þó að ef eld­is­fisk­ur­inn er hafður á stöð­ugu ljósi frá nóv­-a­príl er kyn­þroski um haustið á bil­inu 0-3%. Hættu­tím­inn ætti því í öllum til­fellum skýr­ing­ar­mynd­ar­innar að vera tíma­bilið á fyrsta (og eftir atvikum á öðrum) vetri í sjó, þ.e. sá tími sem fisk­ur­inn sleppur undan til­bú­inni langri ljóslotu. Ef fisk­ur­inn sleppur ekki undan ljóslot­unni verður hann ekki kyn­þroska um haustið og þarf því að lifa af í annan vetur í nátt­úr­unni. Mæl­ingar á kyn­þroska íslenskra eld­is­laxa sem slátrað hefur verið að vetri (Des­em­ber og Febr­ú­ar) en hafa verið á ljóslotu­stýr­ingu á fyrsta vetri eldis stað­festa að eng­inn kyn­þroski er til staðar (Gunnar Þórð­ar­son 2017, Ólafur Sig­ur­geirs­son 2019). Ljóslotu­stýr­ingin ætti einnig að ná til seinni vetr­ar­ins, eftir atvikum og þá verður til annar hættu­tími meðan árgöngum er slátrað upp. Fram­leiðslu­ferlar hafa því ólíkan hættu­tíma en tengj­ast líka útsetn­ing­ar­stærð.

Útsetn­ing­ar­stærð seiða/­fisks á hverjum tíma skiptir hér einnig máli um lík­lega lifun og end­ur­heimtur ef taka á mið af þeim rann­sókn­ar­nið­ur­stöðum sem liggja fyr­ir. Til­raunir norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ar­innar (MRI) á end­ur­heimtum stroku­laxa náðu ma. til slepp­inga göngu­seiða utan hefð­bund­ins göngu­tíma (haustsmolt). Í sleppi- og end­ur­heimtutil­raunum á haustsmoltum (n=23 þús­und, þyngd <230g) skil­aði aðeins einn fiskur sér til baka, eftir mældar end­ur­heimtur næstu 3 árin (0,004%). Lík­lega ganga seiðin hratt á haf út jafn­vel þó þau sleppi að hausti en lifun þeirra virð­ist vera hverf­andi lítil (Skil­brei, 2013). Stærri seiði (kringum 500g) sem voru búin að vera sum­ar­langt í sjó en sleppt að hausti gáfu sam­an­lagðar end­ur­heimtur eftir 1-3 ár í sjó um 0,2% (Skil­brei et al. 2015). Haustseiði (um 100g smolt) eða stærri seiði sem sleppa að hausti til (eftir að nátt­úru­leg ljóslota tekur að stytt­ast og göngur villtra seiða eru afstaðn­ar) eru því talin vera mun minni ógn og afar ólík­leg til að bland­ast við villta laxa­stofna sam­an­borið við vorseiði (Skil­brei, 2013). Sam­an­burður á lífslíkum eld­is-haustsmolta og vor­smolta í hafi eru taldar vera 1:39  (T­ar­anger et al. 2012). Í sleppitil­raunum MRI (n= 8023, þyngd >900g) lifðu aðeins 0,09% lax­anna af 1 ár í sjó eða lengur (Skil­brei et al. 2015). Sé fisk­ur­inn ekki kyn­þroska, eða á leið í kyn­þroska um haustið þegar hann sleppur eru litlar líkur á að hann leiti upp í fersk­vatn sama ár. Lífslíkur hans til að lifa í villtri nátt­úru til hausts árið síðar eru mjög litl­ar. Þess vegna er tíðni kyn­þroska eld­is­fisks á fram­leiðslu­tím­an­um, einkum að sumri og hausti mik­il­vægar upp­lýs­ingar fyrir áhættu­matið því þær varða áhætt­una af því að kyn­þroska stór lax gangi upp í fersk­vatn og tím­ann sem hann hefur til ráð­stöf­un­ar.     

Auglýsing
Í áhættu­matslík­an­inu er hættan af snemm­búnu stroki og síð­búnu stroki metin hvor með sínum hætti eins og eðli­legt er (og eng­inn mis­skiln­ingur þar um af minni hálf­u). Þegar líkanið er síðan látið reikna nið­ur­stöðu áhættu­mats­ins, með öllum sínum breyt­um, er gert ráð fyrir að fjöldi fiska sem strjúka sé í jöfnum hlut­föllum (50/50) úr hvorum flokki. Ekki er útskýrt hvers vegna það er gert, ekki er gerður sér­stakur grein­ar­munur á útsetn­ing­ar­tíma eða stærð og ekki getið um við hvaða stærð fisk­ur­inn fær­ist upp um flokk (úr flokkun snemm­bú­ins stroks í flokk síð­bú­ins stroks) eftir því sem hann vex í eld­inu. Það er hins­vegar áríð­andi. Að auki má almennt búast við að hætta á slepp­ingum sé meiri að vetri en sumri. Þannig má búast við að það taki 100g seiði um 2,5 mán­uði frá útsetn­ingu að ná um 250g þyngd fari það í sjáv­ar­hita um 8°C að sumri. Fisk­ur­inn er því kom­inn í allt annan og minni áhættu­flokk strax í sept­em­ber hafi hann farið í sjó um mán­aða­mót jún­í-júlí, svo dæmi sé tek­ið. Sleppi hann þá benda allar rann­sókn­ar­nið­ur­stöður til að nán­ast allir fisk­arnir muni týn­ast í hafi. Rök fyrir að síð­búið strok sé í lægri áhættu­flokki en ekki hærri eru til­tekin hér neð­ar.

Af ein­hverjum ástæðum er gagn­virka áhættu­matslíkanið ekki finn­an­legt lengur á heima­síðu Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar. Engu að síður eru til myndir af nið­ur­stöðum þess þegar ein­stökum for­sendum er hnikað til (Laxar fisk­eldi- Mats­skýrsla-2018). Þegar for­sendum lík­ans­ins er ein­ungis breytt á þann veg að hlut­föllum snemm­bú­ins stroks vs. síð­bú­ins stroks er hliðrað úr 50:50 í 30:70 (eins og mögu­lega gæti gefið raunsann­ari mynd) kemur fram að engin á sem notuð er til við­mið­unar fer yfir 4% þrösk­ulds­gildið í fjölda eld­is­fiska af heildar klak­fiska­stofni.Mynd 1. Niðurstaða áhættumatslíkansins þegar hlutföllum snemmbúins stroks og síðbúins stroks er hliðrað úr 50:50 í 30:70 en aðrar breytur látnar standa óbreyttar. (Laxar fiskeldi- Matsskýrsla-2018)



3. End­ur­heimtur göngu­seiða

Almennt er við­ur­kennt að lak­ari end­ur­heimtur göngu­seiða úr hafi sé ein helsta skýr­ingin á hruni nátt­úru­legra laxa­stofna í Atl­ants­hafi. Hrunið varð sam­tímis í nán­ast öllum laxa­stofnum á skömmum tíma, einkum á ára­bil­inu 1985-1990, meira í suð­læg­ari löndum og meira í þeim löndum þar sem ekk­ert lax­eldi var eða er til staðar (mynd 2). Raunar var hrunið hafið áður en lax­eldið var orðið svo nokkru næmi. Til að bregð­ast við lélegri laxa­gengd hafa villt göngu­seiði verið alin upp í fisk­eld­is­stöðvum og sleppt í ár, í marga ára­tugi. Afrakstur þess er hins­vegar að jafn­aði mjög lít­ill. Þannig voru með­al­tals end­ur­heimtur merktra göngu­seiða á Íslandi á ára­bil­inu 1986-1991 um 0,68% (Magnús Jóhanns­son ofl. 1994, skýrsla VMST-S/94011.). Nýverið gaf NASCO út skýrslu þar sem áhætta og ávinn­ingur slíkrar fiski­ræktar er met­inn og er hún áhuga­vert inn­legg í umræð­una um verndun og upp­bygg­ingu villtra laxa­stofna (NASCO. 2017).Mynd 2. Þróun á afla (tonn heilfiskur) villtra laxa í N-Atlantshafi á árabilinu 1960-2017. Svæðaskipting einkennd með litum (ICES, 2018).



Þess eru örugg­lega fá dæmi að end­ur­heimtur alinna göngu­seiða hafi náð 5% hér á landi eins og notað er sem við­mið­un­ar­tala í áhættu­matslík­an­inu. Þekkt er að end­ur­heimtur alinna eld­is­göngu­seiða er mun lak­ari en alinna villtra seiða. Því er stuðst við stuð­ul­inn 0,37 sem er nið­ur­staða norskrar til­raunar frá 1997. Það gefur reikn­aðar mögu­legar end­ur­heimtur lax­eld­isseiða upp á 1,85% (5% x 0,37). Í áður­nefndum umfangs­miklum sleppi- og end­ur­heimtutil­raunum MRI, hvar eld­is­fiski var sleppt úr eld­isk­ví, en var bæði end­ur­heimtur með veiðum í sjó og í ferskvatni, var heildar end­ur­heimtu­hlut­fall göngu­seiða sem sleppt var að vori eða fyrri part sum­ars (n= 64 þús­und sleppt, þyngd <230g) sam­tals 0,36% (Skil­brei et al. 2015). Tekið er fram að ekki sé sjálf­gefið að sá hluti fisks­ins sem veiddur var í net og gildrur á strand­svæðum hefði náð að ganga upp í fersk­vatn. Til árétt­ingar er tafla með nið­ur­stöðum end­ur­heimtutil­rauna MRI birt hér neðar (Tafla).Tafla. Yfirlit yfir niðurstöður sleppi- og endurheimtutilrauna norsku Hafrannsóknarstofnunarinnar, framkvæmdar 2005-2010. Niðurstöðurnar eru flokkaðar eftir stærð seiða/fiska og tíma þegar þeim var sleppt lausum úr kví (Skilbrei et al. 2015).



Af töfl­unni má sjá nið­ur­stöður lang viða­mestu rann­sókna sem gerðar hafa verið á end­ur­heimtum slopp­inna eld­is­laxa. Þar kemur fram að end­ur­heimtur vor­göngu­seiða sem sleppt var að vori voru í heild 0,36%. Það eru meira en fimm­falt minni end­ur­heimtur við snemm­búið strok en kosið er að miða við í áhættu­mat­inu (1,85%), og sagt ákveðið í var­úð­ar­skyni. Tekið er fram í svari við athuga­semdum að lík­lega er um eitt­hvað ofmat að ræða og vissu­lega má taka undir það út frá fyr­ir­liggj­andi til­rauna­nið­ur­stöðum og mæl­ingum af end­ur­heimtum villtra göngu­seiða í íslenskum ám. Fróð­legt er að prófa að hnika end­ur­heimtu­hlut­falli villtu göngu­seið­anna sem stuðst er við í lík­an­inu niður í 3% og halda lif­un­ar­hlut­fall­inu milli villtra- og eld­is­göngu­seiða áfram 0,37 og öðrum for­sendum óbreytt­um. Þá verða ætl­aðar end­ur­heimtur eld­is­göngu­seiða úr snemm­búnu stroki 1,11% í stað 1,85%. Nið­ur­staðan sést á mynd 3. Allar árnar sem líkanið skoðar verða með áætl­aðan eld­is­lax undir 4% þrösk­ulds­gild­inu og metið burð­ar­þol verður eitt tak­mark­andi þáttur við fyr­ir­hug­aða upp­bygg­ingu lax­eld­is.Mynd 3. Niðurstaða áhættumatslíkans ef metið endurheimtuhlutfall villtra slepptra gönguseiða er lækkað úr 5% í 3%, sem gera ætlaðar endurheimtur sloppinna eldisseiða úr snemmbúnu stroki 1,11% í stað 1,85% (miðað við lifunarhlutfall eldis/villtra = 0,37).



4. Síð­búið strok, end­ur­heimtur og fjöldi fiska

Í svari Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar vegna athuga­semda við áhættu­matið kemur fram að gert er ráð fyrir að 3,3% laxa sem sleppa við síð­búið strok gangi upp í ár. Það er önd­vert við allar raun­mæl­ingar að end­ur­heimtur stærri laxa séu meiri en end­ur­heimtur á smoltum sem sleppa. Miðað við mældar nið­ur­stöður norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ar­innar (sjá töflu) eru þetta á bil­inu 10-40X meiri ætl­aðar end­ur­heimtur en mældar hafa ver­ið. Síðan er tekið til við að máta líkanið við fjölda veiddra eld­is­laxa á síð­ast­liðnu sumri. Þar seg­ir:

„Í áhættu­mati er gert ráð fyrir að 3,3% af stroku­löxum úr síð­búnu stroki gangi í ár. Ef 22 laxar hafa gengið í ár og það hafi verið 3,3% af þeim sem sluppu hafa því sam­kvæmt mati 660 laxar slopp­ið. Í fyrra var til­kynnt strok 142.975 laxa í Nor­egi. Miðað við fram­leiðslu­tölur er það um 0,11 laxar á fram­leitt tonn. Það gæfi miðað við 10.000 tonna eldi 1.100 laxa. Þessar frum­nið­ur­stöður vökt­unar bendir til þess að áhættu­matið gefi nokkuð raun­hæfa mynd“.



Hér er eitt­hvað brogað í útreikn­ing­um. Í áhættu­mat­inu er nefni­lega gert ráð fyrir að 0,8 fiskar sleppi á hvert tonn fram­leitt (en ekki 0,11) vegna þess að not­ast er við marg­föld­un­ar­stuðlinn 4. Við það voru gerðar athuga­semdir sem svarað er seinna í svari Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar.



Sam­kvæmt árs­skýrslu dýra­læknis fisk­sjúk­dóma var heildar fram­leiðsla á laxi 13.448 tonn árið 2018. Sam­kvæmt áhættu­matslík­an­inu hefðu þá 10.758 laxar átt að hafa slopp­ið. Ef við gerum (eins og í lík­an­inu) ráð fyrir að 50% þeirra hafi verið við síð­búið strok sem birt­ast þá á árinu 2018 gerir það 5380 laxar og 3,3% þeirra hafa gengið upp í ár, eða 177 laxar og við 50% veiði­á­lag hefðu 88 eld­is­laxar átt að hafa veiðst. Því verður ekki séð að áhættu­mat­ið, eins og það var lagt fram, end­ur­spegli eitt eða neitt í þessu til­liti eins og reynt er að leiða í ljós með reikn­ings­kúnstum í svar­inu við athuga­semd­un­um.

Það er auð­vitað fagn­að­ar­efni ef á að end­ur­skoða þann stuðul sem not­aður er til að meta fjölda tap­aðra laxa fyrir hvert tonn fram­leitt (úr 0,8/tonn í 0,11/tonn) og miða hann við tölur sem nálg­ast raun­veru­leik­ann. Það var lagt til í athuga­semd­um. Búast má við að Haf­rann­sókn­ar­stofnun birti nið­ur­stöð­una við fyrsta tæki­færi end­ur­skoð­unar á áhættu­mat­inu. Nær­tækt er að fá tölur frá Nor­egi yfir fang­aða og talda eld­is­laxa og bera saman við upp­gef­inn fjölda stroku­laxa. Ef tölur eru skoð­aðar yfir fjölda til­kynntra slopp­inna eld­is­laxa og stang­veiddra eld­is­laxa í Nor­egi sést að fylgnin er 0,33 sem merkir að þar er nán­ast ekk­ert sam­band (mynd 4., SSB.no). Athuga þarf að vara­samt getur verið að horfa á með­al­tals hlut­fall eld­is­laxa í á í stóra sam­heng­inu. Mið­gildi gefur rétt­ari mynd. Ef t.d. veið­ast 5 villtir laxar í á og 5 eld­is­laxar gerir það 50% hlut­fall eld­is­laxa í við­kom­andi smáá.Mynd 4. Þróun í hlutfalli stangveiddra eldislaxa og fjölda skráðra sloppinna eldislaxa í Noregi.



Loks er athygl­is­vert að skoða nið­ur­stöðu lík­ans­ins ef end­ur­heimtu­stuð­ull villtra slepptra göngu­seiða er færður niður úr 5% í 4%, kyn­þroska­stuð­ull­inn úr 15% í 14% og fjöldi slopp­inna fiska úr 0,8/tonn niður í 0,7/tonn. Nið­ur­staðan verður (mynd 5) að allar ár lenda undir 4% inn­blönd­un­ar­hlut­fall­inu og burð­ar­þols­matið verður eitt tak­mark­andi.Mynd 5. Niðurstaða áhættumats ef þremur stuðlum er hnikað til, endurheimtuhlutfall villtra eldisgönguseiða úr 5% í 4% (sem gerir skv. líkani endurheimtuhlutfall eldisseiða 1,48 í stað 1,85), kynþroski síðbúinna strokinna fiska færður úr 15% í 14% og mati



Athygl­is­verður stuð­ull í lík­an­inu, sem hefur tals­vert mikið vægi, er kall­aður heim­sækni­stuð­ull. Í áhættu­mats­skýrsl­unni er hann útskýrður þannig: „Gera má ráð fyrir því að sjó­göngu­seiði upp­lifi eld­iskvíar og strönd­ina nálægt þeim sem heim­kynni sín. Því getur valdið lykt af fiski og þá sér­stak­lega af kyn­þroska fiski. Þetta leiðir til tregðu þeirra að leita lengra burt. Í fyrsta mati gerum við ráð fyrir að lykt jafn­gildi fisk­magni á við 20% stroku­laxa frá stroku­stað. Þessi stuð­ull hefur nokkuð mikil áhrif og stærð hans mun verða ljós­ari með vökt­un“.

Nauð­syn­legt er að fá nán­ari útskýr­ingar á for­sendum og fræði­legum bak­grunni þessa stuð­uls og tölu­legrar ákvörð­unar á hon­um. Því var 20% valið en ekki 10% eða 30%? Lykt af hvaða kyn­þroska fisk ætli sé verið að tala um? Hvernig og hvenær ætli lykt­ar­skyns-inn­prentun (olfact­ory inprint­ing) seið­anna hafi farið fram?

Auglýsing
Í áhættu­mats­skýrsl­unni er einnig tekið fram að nátt­úru­legt flakk geti í sumum til­fellum orðið nokkuð hátt eða allt að 10% til 20% (Sta­bell 1984). Umfjöllun um það má einnig sjá í skýrslu Árna Ísaks­sonar frá 1994, m.a. um nátt­úr­legt flakk við seiða­slepp­ingar og haf­beit fyrri ára, eins og áður sagði. Einnig koma fram háar tölur fyrir nátt­úru­legt flakk hjá Atl­ants­haf­s­laxi í yfir­lits­grein frá 2014 (Keifer og Caudill, 2014). Nátt­úru­legt flakk er talið mik­il­vægt til að við­halda erfða­breyti­leika hjá laxa­stofn­um, sér­stak­lega ef stofnar eru litl­ir. Sú stað­reynd finnst mér skipta máli, nú þegar margir smáir aðgrein­an­legir stofnar eru sagðir fundnir í smáum ám á Vest­fjörðum og sunn­an­verðum Aust­fjörð­um. Í áhættu­mats­skýrsl­unni segir einnig: „Þrösk­ulds­gildið fyrir enga eða nær enga hættu á erfða­blöndun var því valið með til­liti til lægri marka nátt­úru­legs flakks sem er um 4% en 10% fyrir mikla hættu á erfða­blöndun sem efri mörk áhættu­dreif­ing­ar“. Ekki er hægt að skilja þetta öðru­vísi en að átt sé við að nátt­úru­legt flakk sé metið mikið í ám nálægt eld­is­svæð­unum en minna ann­ars stað­ar. Er vitað hvernig nátt­úru­legt flakk skipt­ist svæð­is­bundið eða milli áa á Íslandi? Er þá hægt að leggja mat á hvað nátt­úru­leg erfða­blöndun á mik­inn þátt í að við­halda erfða­breyti­leika í laxa­stofn­un­um? Er reiknað með að „nátt­úru­legt“ flakk kyn­bættra eld­is­göngu­seiða sé sam­bæri­legt og villtra eld­isseiða?

Loka­orð

Eng­inn ágrein­ingur hefur verið gerður um að eld­is­lax sleppur úr kvíum, getur gengið upp í ár og tekið þátt í æxlun við villtan lax. Flestir hall­ast einnig að því að fjöldi frjórra eld­is­laxa sem ganga í ár auki líkur á erfða­blönd­un, þó það sé ekki ein­hlítt að erfða­blöndun mælist þrátt fyrir marga eld­is­laxa í á (sjá t.d. Glover et al. 2012). Ástand villtu stofn­anna skiptir miklu svo sam­keppni á hrygn­ing­ar­tíma og á seiða­stigi sé næg, eink­an­lega í þeim ám sem hafa getu til að fram­leiða mikið af seið­um. Kyn­bætur í 12-15 kyn­slóðir hafa hins­vegar dregið veru­lega úr hæfni eld­is­lax­ins til að kom­ast af í nátt­úr­unni. Það er órök­rétt að mikil hætta stafi af fiski sem hefur skerta getu til að fjölga sér og kom­ast af við nátt­úru­legar aðstæð­ur.

Þegar áhættu­matslíkanið var kynnt sum­arið 2017 var tekið fram að ætl­unin væri að not­ast við bestu fáan­legu gögn og rann­sókn­ir. Mér sýn­ist vafa­mál að það sé gert og stundum not­ast við tölu­lega stuðla án sér­stakra raka. Þess vegna eru þessar athuga­semdir skrif­að­ar.

Heim­ildir (þess­arar greinar og athuga­semda á sam­ráðs­gátt):

Abrantes,K.G.,Lyle,J.M.,N­ichols,P.D.,and­Semmens,J.M.2011.Do exotic salmon­ids feed on native fauna after escap­ing from aqu­acult­ure cages in Tasman­ia, Australia? Cana­dian Journal of Fis­heries and Aqu­atic Sci­ences, 68: 1539–1551.

Anon 2018. Rømt opp­drettslaks i vass­drag. Rapport fra det nasjonale overvåk­ingsprogrammet 2017. Fis­ken og havet, særn­r.2-2018

Árni Jóhann Óðins­son. 1991 Fisk­rann­sóknir í Breið­dalsá 1990. Veiði­mála­stofnun VMST-A/910005.

Árni Frið­riks­son. 1940. Lax-­rann­sóknir 1937-1939. Rit Fiski­deildar 1940 – nr. 2. Atvinnu­deild Háskól­ans.

Castell­ani M, Heino M, Gil­bey J, Araki H, Svåsand T, Glover KA. Mod­el­ing fit­ness changes in wild Atl­antic salmon populations faced by spawn­ing intrusion of domest­icated escapees. Evol Appl. 2018;11:1010–1025. https://doi.org­/10.1111/eva.12615

Chittenden CM, Rik­ard­sen AH, Skil­brei OT, Dav­id­sen JG, Halttunen E, Skardhamar J, Scott McK­inley R (2011) An effect­ive met­hod for the recapt­ure of escaped far­med salmon. Aqu­acult Environ Inter­act 1:215-224. https://doi.org­/10.3354/a­ei0002

Flem­ing, I. A., Hind­ar, K., Mjolner­od, I. B., Jons­son, B., Bals­tad, T., & Lamb­erg, A. (2000). Lifetime success and inter­act­ions of farm salmon invad­ing a native population. Proceed­ings of the Royal Soci­ety of London Series B-Biolog­ical Sci­ences, 267, 1517–1523.

Flem­ing, I. A., Jons­son, B., Gross, M. R., & Lamb­erg, A. (1996). An experimental study of the reprod­uct­ive behaviour and success of far­med and wild Atl­antic salmon (Salmo sal­ar). Journal of App­lied Ecology, 33, 893–905.

Flem­ing, I. A., Lamb­erg, A., & Jons­son, B. (1997). Effects of early experience on the reprod­uct­ive per­for­mance of Atl­antic salmon. Behavioral Ecology, 8, 470–480.

Garcia de Lean­iz, C., I. A. Flem­ing , S. Einum , E. Ver­spoor , W. C. Jor­dan , S. Consu­egra , N. Aubin-Horth , D. Lajus , B. H. Letcher , A. F. Youngson , J. H. Webb , L. A. Vøl­lestad, B. Vill­anu­eva, A. Fergu­son and T. P. Quinn. (2007). A crit­ical review of adaptive genetic vari­ation in Atl­antic salmon: implications for conservation. Biol. Rev. (2007), 82, pp. 173–211. 173 doi:10.1111/j.1469-185X.2006.00004.x

Glover, K. A., Per­toldi, C., Besni­er, F., Wenn­evik, V., Kent, M., and Skaala, Ø. (2013). Atl­antic salmon

populations invaded by far­med escapees: quanti­fy­ing genetic introgression with a Bayes­ian app­roach and SNPs. BMC Genet­ics, 14: 4.

Glover, K. A., Skaala, O., Sovik, A. G. E., & Helle, T. A. (2011). Genetic differ­enti­ation among Atl­antic salmon reared in sea-cages reveals a non­random distri­bution of genetic mater­ial from a breed­ing programme to commercial prod­uct­ion. Aqu­acult­ure Res­e­arch, 42, 1323–1331.

Glover, K. A., Quin­tela, M.,Wenn­evik, V., Besni­er, F., Sør­vik, A.G.E., and Skaala, Ø. (2012). Three decades of far­med escapees in the wild: A spati­o-temporal ana­lysis of population genetic struct­ure throug­hout Norway. PLoS ONE, 7: e43129.

Glover, K. A., Sol­berg, M. F., McG­innity, P., Hind­ar, K., Ver­spoor, E., Coul­son, M. W., … Svåsand, T. (2017). Half a cent­ury of genetic inter­act­ion between far­med and wild Atlan tic salmon: Status of knowledge and unanswered questions. Fish and Fis­heries, 18(5), 890–927. https://doi.org­/10.1111/fa­f.12214

Glover,K.A.,  Mon­ica F. Sol­berg, Francois Besnier & Øystein Skaala. 2018. Cryptic introgression: evidence that sel­ect­ion and plast­icity mask the full phen­o­typic potential of domest­icated Atl­antic salmon in the wild. Sci­entific Reportsvolume 8, Art­icle num­ber: 13966 (2018)

Gudjons­son, Th. 1977. Recapt­ures of Atl­antic salmon tag­ged at the estu­arv of the river Glfusa-Hvita. Iceland. ICES CM 1977/M: 46.

Gudjons­son, Th. 1973. Smolt rear­ing, stock­ing and tag­ged adult salmon recapt­ure in Iceland. International Atl­antic Salmon Founda­tion. Special Publication Series, 4(l): 227-235.

Guð­jóns­son, Þór. 1989. Frá starf­semi lax­eld­is­stöðvar rík­is­ins í Kolla­firði. Upp­runi laxa­stofns­ins í stöð­inni, seiða­töl­ur, haf­beit og seiða­fram­leiðsla. Skýrsla Veiði­mála­stofn­unar (VM­ST-R/89022

Guðni Guð­bergs­son, Þórólfur Ant­ons­son og Sig­urður Már Ein­ars­son. 2011, Fisk­rækt með seiða­slepp­ing­um. Stefna Veiði­mála­stofn­un­ar. Nið­ur­stöður fag­funda, sam­an­tekt:  VM­ST/11059 Des­em­ber 2011).

Gunnar Þórð­ar­son. 2017. Kyn­þroska­hlut­fall slát­ur­lax hjá Arn­ar­laxi (Fram­kvæmt 1. des­em­ber 2017. Mat­ís. Skýrsla unnin fyrir LF og Hafró vegna áhættu­mats.

Han­sen, L. P. 2006. Migration and sur­vi­val of far­med Atl­antic salmon (Salmo salar L.) rel­e­a­sed from two Norweg­ian fish farms. ICES Journal of Mar­ine Sci­ence, 63: 1211–1217.

Han­sen, L.P. and Jons­son, B. 1989. Salmon ranching experiments in the river Imsa: Effect of tim­ing of Atl­antic salmon (Salmo sal­ar) smolt migration on sur­vi­val to adults. Aqu­acult­ure 82:367-373.

Han­sen, L.P. and Jons­son, B. 1991a. The tim­ing of Atl­antic salmon smolt and post-smolt rel­e­ase on the distri­bution of adult return. Aqu­acult­ure 98:61-71.

Han­sen, L. P., and Youngson, A. F. 2010. Disper­sal of large far­med Atl­antic salmon, Salmo sal­ar, from simulated escapes at fish farms in Norway and Scotland. Fis­heries Mana­gement and Ecology, 17: 28–32.

Han­sen, T. J. Per Gunnar Fjelldal, Ole Fol­kedal, Tone Våg­seth, Frode Opp­e­dal. 2017. Effects of light source and intensity on sexual maturation, growth and swimm­ing behaviour of Atl­antic salmon in sea cages. Aqu­acult Environ Inter­act. Vol. 9: 193–204,

Harm­on, P.R., B.D. Glebe and R.H. Pet­er­son. 2003. The effect of photoper­iod on growth and maturation of Atl­antic salmon (Salmo sal­ar) in the Bay of Fundy. Project of the Aqu­acult­ure Colla­borative Res­e­arch and Develop­ment Program. Can. Tech. Rep. Fish. Aqu­at. Sci. 2458: iv + 16 p.

Hislop, J. R. G., and Webb, J. H. 1992. Escaped far­med Atl­antic salmon, Salmo salar L., feed­ing in Scott­ish coas­tal waters. Aqu­acult­ure and Fis­hery Mana­gement, 23: 721–723.

Isaks­son, A., S. Oskars­son, S. M. Ein­ars­son, and J. Jon­as­son. Atl­antic salmon ranching: past problems and fut­ure mana­gement. ICES Journal of Mar­ine Sci­ence, 54: 1188-l 199. 1997

Iver­sen, M., Myhr, A. I. & Wargelius A., 2016. App­roaches for dela­y­ing sexual maturation in salmon and their possi­ble ecolog­ical and ethical implications, Journal of App­lied Aqu­acult­ure, Volume 28, Issue 4

Jons­son, B., and Jons­son, N. 2006. Cult­ured Atl­antic salmon in nat­ure: a review of their ecology and inter­act­ion with wild fis­h.ICESJo­urna lof Mar­ine Sci­ence, 63: 1162–1181.

Jons­son, N., Jons­son, B., and Han­sen, L. P. 2003. Mar­ine sur­vi­val and growth of wild and rel­e­a­sed hatchery-r­eared Atl­antic salmon. Journal of App­lied Ecology, 40: 900-911.

Kan­sta­d-Hans­sen, Ö.,  Sondre Bjørn­bet, Vemund Gjert­sen og And­ers Lamb­erg 2016: Dri­vtell­ing av gyt­efisk, med reg­istrer­ing av innslag og uttak av rømt opp­drettslaks, i laks­eførende elver i Nor­dland og Troms i 2015. Ferskvanns­biologen, rapport nr 2016-2.

Keffer, M.L. & Caudill, C.C., 2014. Hom­ing and stra­y­ing by ana­dromous salmon­ids: a review of mechan­isms and rates. Rev Fish Biol Fis­heries, 24:333-368.

Lamb­erg, A.,  Øy­vind Kan­stad Hans­sen, Rita Strand, Vemund Gjert­sen og Sondre Bjørn­bet 2016:Innslag av rømt opp­drettslaks i Orkla og Gaula i 2013 ti l 2015, en test av metoder. SNA-rapport nr 4-2016.

Leclercq, E., J.F. Taylor, M. Sprague and H. Migaud. 2011. The potential of alt­ernative light­ing‐­sy­stems to suppress pre‐har­vest sexual maturation of 1+ Atl­antic salmon (Salmo sal­ar) post‐smolts reared in commercial sea‐cages. Aqu­acultural Engineer­ing, Volume 44, Issue 2, Pages 35‐47

Magnús Jóhanns­son, Árni Ísaks­son, Þröstur Elliða­son og Sum­ar­liði Ósk­ars­son, 1996. Main­ten­ance of Ang­ling in the Rangá river in Southern Iceland. ICES. C. M. 1996/M:6 : 14 bls.

Magnús Jóhanns­son og Sig­urður Guð­jóns­son 1996. Fisk­rækt. Freyr. 11:463-471.

McG­innity, P., Prodöhl, P., Fergu­son, A., Hynes, R., ó Maoiléi­digh, N., Baker, N., Cott­er, D., O’Hea, B., Cooke, D., Rogan, G., Tagg­art, J., & Cross, T. 2003. Fit­ness red­uct­ion and potential ext­inct­ion of wild populations of Atl­antic salmon, Salmo sal­ar, as a result of inter­act­ions with escaped farm salmon. Proceed­ings of the Royal Soci­ety of London, Series B, 270: 2443-2450. htt­p://r­spb.royalsoci­e­typu­bl­is­hing.org­/content/270/1532/2443.­full.pdf

Mobley,K.B,  Hanna Gran­rot­h-Wild­ing1, Mikko Ell­men, Juha-Pekka Vähä, Tutku Aykanat, Susan E. John­ston, Panu Orell, Jaakko Erk­in­aro, Craig R. Primmer. 2019. Home ground advanta­ge: Local Atl­antic salmon have hig­her reprod­uct­ive fit­ness than disper­sers in the wild. Sci. Adv. 2019; 5 : eaav1112

NASCO. 2017. Und­er­stand­ing the risks and benefits of hatchery and stock­ing act­i­vities to wild Atl­antic salmon populations. 2017. Report of a Them­e-ba­sed Special Session of the Council of NASCO. NASCO Council document CNL(17)61. 116pp. ISBN: 978-0-9514129-7-8

NN, 2017. Sam­ar­beidsprosjektet Elvene Rundt Trond­heims­fjor­den og Sal­Mar ASA 2017. Rapport 30 – 2017, Vet­er­inær­instituttet.( https://www.vet­inst.no/rapporter-og-pu­blika­sjoner/rapporter/2017/­sam­ar­beidsprosjektet-el­vene-rund­t-trond­heims­fjor­den-og-sal­mar-a­sa-2017).

NN. 2018. ICES. North Atl­antic Salmon Stocks.  https://doi.org­/10.17895/ices.pub.4335

Pigg­ins, D. J., and Mills, C. P. R. 1985. Comparative aspects of the biology of naturally prod­uced and hatchery-r­eared Atl­antic salmon smolts (Salmo salar L.). Aqu­acult­ure, 45: 321-333.

Olsen, R. E., and Skil­brei, O. T. 2010. Feed­ing prefer­ence of recapt­ured Atl­antic salmon Salmo salar foll­owing simulated escape from fish pens during autumn. Aqu­acult­ure Environ­ment Inter­act­ions, 1: 167–174.

Opp­edal,f., G. L. Tar­anger, J-E. Juell, T. Han­sen., 1999. Growth, osmor­eg­ul­ation and sexual maturation of und­erye­ar­l­ing Atl­antic salmon smolt Salmo sal­ar L. exposed to differ­ent intensities of cont­inu­ous light in sea cages Aqu­acult­ure res­e­arch, 30 (7), 491-499

Opp­edal,F., A. Berg, R.E. Olsen, G.L. Tar­anger, T. Han­sen. 2006. Photoper­iod in seawa­ter influ­ence sea­sonal growth and chem­ical composition in autumn sea-trans­fer­red Atl­antic salmon (Salmo salar L.) given two vaccines. Aqu­acult­ure, 254 (2006), pp. 396-410

Salon­iemi, I., Jokikokko, E., Kalli­o-Ny­breg, I., Jutila, E., and Pasanen, P. 2004. Sur­vi­val of reared and wild Atl­antic salmon smolts: size matt­ers more in bad years. ICES Journal of Mar­ine Sci­ence, 61: 782-787.

Skaala, Ö., Sofie Knut­ar, Kevin Glover. 2016. Rømt og vill fisk i Etneel­va; resultat frå den heildekk­ande fiskefella. Etneel­va-2016-Års­rapport-Hav­for­sk­ings­instituttet. (htt­p://ut­fisk­ing.no/wp-content/uploads/2017/03/Et­neel­va-2016-%C3%85rs­rapport-Hav­for­sk­ings­instituttet.pdf)

Skaala, Ø.,  Francois Besnier  Reidar Borgstrøm Bjørn­Tor­geir Bar­laup  Anne Grete Sør­vik Eirik Nor­mann Britt Iren Østebø  Mich­ael Møller Han­sen Kevin Alan Glover. 2019. An extensive comm­on‐g­ar­den study with domest­icated and wild Atl­antic salmon in the wild reveals impact on smolt prod­uct­ion and shifts in fit­ness traits. Evolution­ary App­lications. 2019;1–16.  https://doi.org­/10.1111/eva.12777

Skil­brei, O. T. 2010a. Red­uced migratory per­for­mance of far­med Atl­antic salmon post-smolts from a simulated escape during autumn. Aqu­acult­ure Environ­ment Inter­act­ions, 1: 117–125.



Skil­brei, O. T. 2010b. Adult recapt­ures of far­med Atl­antic salmon postsmolts all­owedto escape during sum­mer. Aqu­acult­ureEn­viron­ment Inter­act­ions, 1: 147–153.

Skil­brei, O. T. 2013. Migratory behaviour and ocean sur­vi­val of escaped out-of-­sea­son smolts of far­med Atl­antic salmon Salmo sal­ar. Aqu­acult­ure Environ­ment Inter­act­ions, 3: 213–221.

Skil­brei,O.T.,F­in­sta­d,B.,­Ur­dal,K.,Bakk­e,G.,Kroglund,F.,and Strand, R. 2013. Impact of early salmon lou­se, Lepeopht­heirus salmon­is, infesta­tion and differ­ences in sur­vi­val and mar­ine growth of sea-ranched Atl­antic salmon, Salmo salar L., smolts 1997–2009. Journal of Fish Dise­a­ses, 36: 249–260.

Skil­brei, O.T., Heino, M., & Svåsand, T., 2015, Using simulated escape events to assess the annual num­bers and dest­inies of escaped far­med Atl­antic salmon of differ­ent life stages from farm sites in Norway, ICES Journal of Mar­ine Sci­ence, 72(2), 670–685. doi:10.1093/icesjms/fsu133

Skil­brei,O.T.,Hol­st,J.C.,Asplin,L.,and­Holm,M.2009.Vert­icalmovem­ents of “escaped” far­med Atl­antic salmon (Salmo sal­ar) - a simulation study in a western Norweg­ian fjord. ICES Journal of Mar­ine Sci­ences, 66: 278–288.



Skil­brei, O. T., Hol­st, J. C., Asplin, L., and Morten­sen, S. 2010. Horizon­tal movem­ents of simulated escaped far­med Atl­antic salmon (Salmo sal­ar) in a western Norweg­ian fjord. ICES Journal

of Mar­ine Sci­ence, 67: 1206–1215.

Skil­brei,O.T.,andJørg­en­sen,T.2010.Recapt­ureofcult­uredsalmon­foll­owing a large-scale escape experiment. Aqu­acult­ure Environ­ment Inter­act­ions, 1: 107–115.



Skil­brei, O. T., Skul­stad, O. F., and Han­sen, T. 2014. The prod­uct­ion reg­ime influ­ences the migratory behaviour of escaped far­med Atl­antic salmon (Salmo salar L.). Aqu­acult­ure, 424–425: 146–150.

Skil­brei, O. T., and Wenn­evik, V. 2006. The use of catch statist­ics to mon­itor the abund­ance of escaped far­med Atl­antic salmon and rain­bow trout in the sea. ICES Journal of Mar­ine Sci­ence, 63: 1190–1200.

Skoglund, H.,  Bjørn T. Bar­laup, Eirik Straume Nor­mann, Tore Wiers, Gunnar Bekke Leh­mann, Bjørnar Skår, Ulrich Pulg, Knut Wiik Voll­set, Gaute Velle, Sven-Erik Gabriel­sen & Sebast­ian Stranzl. 2016: Gyt­efisk­tell­ing og uttak av rømt opp­drettslaks i elver på Vest­landet høsten 2015. LFI-rapport nr 266.. htt­p://www.­fisker­i­d­ir.no/content/down­loa­d/15892/230770/version/6/fi­le/unires­e­arch-gyt­efisk­tell­ing-romtlaks-2015.pdf

Sig­urður Guð­jóns­son, 1995. Fisk­rækt með seiða­slepp­ing­um. Kím­blað­ið. 8: 20-23.

Sol­berg, M. F., Zhang, Z. W., Nil­sen, F. & Glover, K. A. 2013. Growth react­ion norms of domest­icated, wild and hybrid Atl­antic salmon families in response to differ­ing social and physical environ­ments. Bmc Evolution­ary Biology 13, 234,  https://doi.org­/10.1186/1471-2148-13-234 (2013).

Solem, Ø., Hed­ger, R. D., Urke, H. A., Kristen­sen, T., Økland, F., Ulvan, E. M., and Uglem, I. 2013. Movem­ents and disper­sal of far­med Atl­antic salmon foll­owing a simulated-escape event. Environ­mental Biology of Fis­hes, 96: 927–939.

Soto, D., Jara, F., and Mor­eno, C. 2001. Escaped salmon in the inner seas, southern Chile: facing ecolog­ical and social con­flicts. Ecolog­ical App­lications, 11: 1750-1762

Tar­anger, G.L., Svåsand, T., Kvamme B.O., Krist­i­an­sen T. S. and Boxa­spen K.K. (2012). Risk assess­ment of Norweg­ian aqu­acult­ure [Risikov­urder­ing norsk fiskeopp­drett] (In Norweg­i­an). Fis­ken og havet, særn­um­mer 2-2012. 131 pp.

Tar­anger, G.L., Svåsand, T., Kvamme, B.O., Krist­i­an­sen T.S., and Boxa­spen, K. (Eds) (2014). Risk assess­ment of Norweg­ian aqu­acult­ure 2013 (in Norweg­i­an). Fis­ken og Havet, Særn­um­mer 2-2014.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar