Hinn heilagi ritstjóri Bændablaðsins

Joachim Fischer fjallar um skrif ritstjóra Bændablaðsins í febrúar síðastliðnum þar sem hann heldur því fram að skriffinnunum í Brussel með pennunum einum að vopni sé að takast það sem Hitler með milljónaher tókst ekki.

Auglýsing

Fyrir u.þ.b. 30 árum birt­ist í Tím­an­um, mál­gagni hins aft­ur­halds­sama bænda­flokks, Fram­sókn­ar­flokks­ins, grein eftir Stein­grím Her­manns­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra lands­ins. Þótt ótrú­legt sé, leyfði Stein­grímur sér í grein­ar­skrif­unum að halda því fram að Helmut Kohl, þáver­andi kansl­ari heima­lands míns, sam­bands-­rík­is­ins Þýska­lands, stefndi að því að fram­kvæma það sem Hitler hafði mis­tekist, þ.e. að ná yfir­ráðum yfir og kúga þjóðir Aust­ur-­Evr­ópu.

Auð­vitað fór Stein­grímur út fyrir vel­sæm­is­mörk í grein­ar­skrif­un­um. Þótt tján­inga­frelsi sé einn af horn­steinum frjálsra sam­fé­laga, þá er fjöldi skoð­ana sem frjálsir fjöl­miðlar forð­ast sjálf­vilj­ugir að fjalla um vegna eðlis þeirra. Af illri nauð­syn eru tak­mörk fyrir slíkum skrifum og orð­ræðum á for­sendum sann- og heið­ar­leika, nákvæmni, sið­ferði og ekki síst til­lit­semi fyrir öðrum og er óásætt­an­legt að fara út fyrir slík tak­mörk.

Því miður virð­ast móðg­anir og ósann­indi af ofan­greindum toga enn við­loð­andi a.m.k. hluta bænda­stétt­ar­inn­ar. Þ. 28 febr­úar s.l., skrif­aði Hörður Krist­jáns­son, rit­stjóri Bænda­blaðs­ins, áróð­urs­rits sem er fjár­magnað af almannafé í gegnum nið­ur­greiðslur til land­bún­að­ar­ins, grein í ritið undir fyr­ir­sögn­inni „Hið Heilaga ESB“. Þar heldur hann því fram að skrif­finn­unum í Brus­sel með penn­unum einum að vopni sé að takast það sem Hitler með millj­óna­her tókst ekki, að kúga og arð­ræna Evr­ópu.

Auglýsing

Það er í hæsta máta eðli­legt að skoð­anir manna á Evr­ópu­banda­lag­inu séu mis­mun­andi, á móti því eða með því, eða jafn­vel hlut­laus­ar. En að bera Evr­ópu­banda­lagið saman við Hitler og gjörðir hans og hans fylgi­fiska, er í fyrsta lagi móðg­andi og sær­andi, en ekki síður vottur um hreina fávisku og algjört skiln­ings­leysi á sög­unni. Því miður læð­ist að manni sá grunur að bar­átta við­kom­andi við að verja hags­muni bænda­stétt­ar­innar á kostnað neyt­enda, svipti þennan „risa“ íslenskrar blaða­mennsku get­unni til að hugsa rök­rétt.

Þessum manni á að víkja úr starfi!

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar