Hinn heilagi ritstjóri Bændablaðsins

Joachim Fischer fjallar um skrif ritstjóra Bændablaðsins í febrúar síðastliðnum þar sem hann heldur því fram að skriffinnunum í Brussel með pennunum einum að vopni sé að takast það sem Hitler með milljónaher tókst ekki.

Auglýsing

Fyrir u.þ.b. 30 árum birtist í Tímanum, málgagni hins afturhaldssama bændaflokks, Framsóknarflokksins, grein eftir Steingrím Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra landsins. Þótt ótrúlegt sé, leyfði Steingrímur sér í greinarskrifunum að halda því fram að Helmut Kohl, þáverandi kanslari heimalands míns, sambands-ríkisins Þýskalands, stefndi að því að framkvæma það sem Hitler hafði mistekist, þ.e. að ná yfirráðum yfir og kúga þjóðir Austur-Evrópu.

Auðvitað fór Steingrímur út fyrir velsæmismörk í greinarskrifunum. Þótt tjáningafrelsi sé einn af hornsteinum frjálsra samfélaga, þá er fjöldi skoðana sem frjálsir fjölmiðlar forðast sjálfviljugir að fjalla um vegna eðlis þeirra. Af illri nauðsyn eru takmörk fyrir slíkum skrifum og orðræðum á forsendum sann- og heiðarleika, nákvæmni, siðferði og ekki síst tillitsemi fyrir öðrum og er óásættanlegt að fara út fyrir slík takmörk.

Því miður virðast móðganir og ósannindi af ofangreindum toga enn viðloðandi a.m.k. hluta bændastéttarinnar. Þ. 28 febrúar s.l., skrifaði Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins, áróðursrits sem er fjármagnað af almannafé í gegnum niðurgreiðslur til landbúnaðarins, grein í ritið undir fyrirsögninni „Hið Heilaga ESB“. Þar heldur hann því fram að skriffinnunum í Brussel með pennunum einum að vopni sé að takast það sem Hitler með milljónaher tókst ekki, að kúga og arðræna Evrópu.

Auglýsing

Það er í hæsta máta eðlilegt að skoðanir manna á Evrópubandalaginu séu mismunandi, á móti því eða með því, eða jafnvel hlutlausar. En að bera Evrópubandalagið saman við Hitler og gjörðir hans og hans fylgifiska, er í fyrsta lagi móðgandi og særandi, en ekki síður vottur um hreina fávisku og algjört skilningsleysi á sögunni. Því miður læðist að manni sá grunur að barátta viðkomandi við að verja hagsmuni bændastéttarinnar á kostnað neytenda, svipti þennan „risa“ íslenskrar blaðamennsku getunni til að hugsa rökrétt.

Þessum manni á að víkja úr starfi!

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Vel yfir 100 smit annan daginn í röð
Í þessum mánuði hafa 810 manns greinst með kórónuveiruna innanlands. Yfir 77 prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Síðustu tvo daga hefur smitfjöldinn farið vel yfir 100.
Kjarninn 28. júlí 2021
Katrín Baldursdóttir
Hvað er frelsi?
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar