Hinn heilagi ritstjóri Bændablaðsins

Joachim Fischer fjallar um skrif ritstjóra Bændablaðsins í febrúar síðastliðnum þar sem hann heldur því fram að skriffinnunum í Brussel með pennunum einum að vopni sé að takast það sem Hitler með milljónaher tókst ekki.

Auglýsing

Fyrir u.þ.b. 30 árum birt­ist í Tím­an­um, mál­gagni hins aft­ur­halds­sama bænda­flokks, Fram­sókn­ar­flokks­ins, grein eftir Stein­grím Her­manns­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra lands­ins. Þótt ótrú­legt sé, leyfði Stein­grímur sér í grein­ar­skrif­unum að halda því fram að Helmut Kohl, þáver­andi kansl­ari heima­lands míns, sam­bands-­rík­is­ins Þýska­lands, stefndi að því að fram­kvæma það sem Hitler hafði mis­tekist, þ.e. að ná yfir­ráðum yfir og kúga þjóðir Aust­ur-­Evr­ópu.

Auð­vitað fór Stein­grímur út fyrir vel­sæm­is­mörk í grein­ar­skrif­un­um. Þótt tján­inga­frelsi sé einn af horn­steinum frjálsra sam­fé­laga, þá er fjöldi skoð­ana sem frjálsir fjöl­miðlar forð­ast sjálf­vilj­ugir að fjalla um vegna eðlis þeirra. Af illri nauð­syn eru tak­mörk fyrir slíkum skrifum og orð­ræðum á for­sendum sann- og heið­ar­leika, nákvæmni, sið­ferði og ekki síst til­lit­semi fyrir öðrum og er óásætt­an­legt að fara út fyrir slík tak­mörk.

Því miður virð­ast móðg­anir og ósann­indi af ofan­greindum toga enn við­loð­andi a.m.k. hluta bænda­stétt­ar­inn­ar. Þ. 28 febr­úar s.l., skrif­aði Hörður Krist­jáns­son, rit­stjóri Bænda­blaðs­ins, áróð­urs­rits sem er fjár­magnað af almannafé í gegnum nið­ur­greiðslur til land­bún­að­ar­ins, grein í ritið undir fyr­ir­sögn­inni „Hið Heilaga ESB“. Þar heldur hann því fram að skrif­finn­unum í Brus­sel með penn­unum einum að vopni sé að takast það sem Hitler með millj­óna­her tókst ekki, að kúga og arð­ræna Evr­ópu.

Auglýsing

Það er í hæsta máta eðli­legt að skoð­anir manna á Evr­ópu­banda­lag­inu séu mis­mun­andi, á móti því eða með því, eða jafn­vel hlut­laus­ar. En að bera Evr­ópu­banda­lagið saman við Hitler og gjörðir hans og hans fylgi­fiska, er í fyrsta lagi móðg­andi og sær­andi, en ekki síður vottur um hreina fávisku og algjört skiln­ings­leysi á sög­unni. Því miður læð­ist að manni sá grunur að bar­átta við­kom­andi við að verja hags­muni bænda­stétt­ar­innar á kostnað neyt­enda, svipti þennan „risa“ íslenskrar blaða­mennsku get­unni til að hugsa rök­rétt.

Þessum manni á að víkja úr starfi!

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar