Austurvöllur okkar allra

Auglýsing

Það ólgar blóð í sam­fé­lags­um­ræð­unni okkar þessa dag­ana. Til­finn­ingar eru það fyrsta sem sést þegar orð­ræðan er skoð­uð. Fólk er sjóð­andi reitt yfir því að ein­hverjir hæl­is­leit­endur hafi ruslað út Aust­ur­völl og annað fólk er band­brjálað yfir því að þetta fólk skuli leyfa sér að vera sjóð­andi reitt. Ásak­anir ganga á víxl á milli hópa sem hafa mis­mun­andi afstöðu til útlend­inga­mála. Skot­graf­irnar dýpka við stóru orðin sem falla á báða bóga.

Hvað er til ráða? Mig langar að gera til­raun með þessum skrif­um. Til­raun til að skilja og til­raun til að brúa. Ég er lög­fræð­ingur og kenni flótta­manna­rétt í laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík. Ég vann auk þess árum saman sem lög­maður fyrir fólk á flótta sem hefur leitað til Íslands eftir alþjóð­legri vernd. Það væri því auð­velt fyrir les­endur að setja mig í kassa „góða fólks­ins” og loka eyrum og augum gagn­vart því sem mig langar til að segja á grund­velli þess að ég sé hlut­dræg. Ég bið samt í ein­lægni um að fólk lesi þetta til enda.

Mig langar til byrja á því að ber­skjalda mig. Mig langar til að segja við fólkið sem er sjóð­andi reitt yfir því að útlend­ing­arnir hafi ruslað út Aust­ur­völl: Ég skil ótt­ann sem veldur þess­ari reiði. Ég skil að þér líði eins og þú vitir hvað við, í þessu litla, eins­leita og frið­sæla sam­fé­lagi, höfum en ekki hvað við fáum ef sam­setn­ingin þjóð­ar­innar breyt­ist mikið á stuttum tíma. Ég skil að þú ótt­ist að upp­lifa þá til­finn­ingu að verða gestur í eigin landi. Ég skil að þú ótt­ist það að trú­ar­legt ofstæki geti leitt til gjörða í okkar landi sem sam­rým­ast ekki þeim mann­rétt­inda­við­miðum sem við byggjum sam­fé­lagið okkar á. Mér finnst þessi ótti ekki bara skilj­an­legur mér finnst hann að mörgu leyti líka rétt­læt­an­leg­ur. Það er eitt sem við þráum jú öll og það er að til­heyra. Á Íslandi getum við svo auð­veld­lega sagt að við til­heyrum því skýra og skil­greinda mengi sem er að vera Íslend­ing­ar. Hvað ef breyt­ing­arnar verða svo miklar og hraðar að við missum þessa til­finn­ingu?

Auglýsing

Það er sárs­auka­fullt að finn­ast maður ekki til­heyra. Þetta hafa rann­sóknir ítrekað sýnt og reyndar er það sér­stak­lega sárs­auka­full til­finn­ing að hafa upp­lifað það í æsku að vera utan­veltu, sem ger­ist til dæmis þegar fólki finnst því hafa verið hafnað af fjöl­skyldum sínum eða verið utan­veltu í skóla og vina­hóp­um. Nú sýna rann­sóknir til dæmis ítrekað að ungum drengjum líði illa og séu upp til hópa utan­veltu í skóla­kerf­inu en við höfum ekki fundið leiðir til að bregð­ast við því ástandi. Félags­fræð­ingar á borð við Brené Brown, hafa lagt fram kenn­ingar sem segja að ef maður upp­lifir slíka til­finn­ingu séu í raun bara þrjár leiðir til þess að kljást við afleið­ing­arn­ar:

  1. Láta eins og sárs­auk­inn sé ekki til staðar þar til hann lamar okkur að lok­um. Lík­am­inn gefur sig undan and­lega álag­inu sem felst í að bæla niður þessar erf­iðu til­finn­ing­ar.
  2. Nota sárs­auk­ann til þess að láta öðrum líða illa. Það er jú auð­veld­ara að valda öðrum sárs­auka en að gang­ast við því að maður upp­lifi hann sjálf­ur.
  3. Að gang­ast við sárs­auk­an­um, skilja hvaðan hann kemur og nota hann að lokum til þess að sjá betur og skilja heim­inn og sárs­auka ann­arra.

Á ýmsum stund­um, eins og þegar hæl­is­leit­endur tjalda skyndi­lega á Aust­ur­velli og setja spjöld á hann Jón okkar Sig­urðs­son, getur fólki upp­lifað ákveðið valda­leysi. Það finnur fyrir til­finn­ing­unni um að hér sé of langt gengið en hefur ekki völd til þess að breyta ástand­inu og hrópar því eins hátt og það getur á Net­inu að nú sé mál að linni. Þegar við reið­umst notum við gjarnan óheflaðra orða­lag en ann­ars. Ef við upp­lifum auð­mýk­ingu, eins og að verið sé að gera lítið úr okkar gildum og hefð­um, verðum við nógu reið til að láta allt það grimmasta sem okkur dettur í hug flakka. Auð­mýk­ing er reyndar sú til­finn­ing sem mann­skepnan á hvað erf­ið­ast með að vinna úr og hún er því orsök ótal deilna sem hægt væri að leysa en í stað þess að lausn finn­ist versna þær og stækka þar til allt logar í illindum og gremju. Bál sem er gríð­ar­lega flókið að hemja hvað þá slökkva.

Á til­finn­inga­legum hápunktum sem þessum er mik­il­vægt að allir þátt­tak­endur í sam­fé­lags­legri umræðu átti sig á mörkum tján­ing­ar­frels­is­ins. Tján­ing­ar­frelsið er ein af grunn­stoðum rétt­ar­rík­is­ins. Í því felst að öllum er heimil tján­ing en fólk ber ábyrgð á orðum sínum fyrir dómi. Sam­kvæmt almennum hegn­ing­ar­lögum tak­markast tján­ing­ar­frelsi borg­ar­anna með þeim hætti að refsi­vert er að breiða út hat­ursá­róður á opin­berum vett­vangi. Hat­ursá­róður er skil­greindur sem tal, texti, tján­ing eða fram­koma þar sem hvatt er til ofbeld­is, for­dóma eða for­dóma­fullrar hegð­unar gegn ein­stak­lingi eða hópi af fólki á grund­velli þjóð­ern­is, lit­ar­hátt­ar, kyn­þátt­ar, trú­ar­bragða, kyn­hneigðar eða kyn­vit­und­ar. Til hat­ursá­róð­urs telst einnig tján­ing þar sem mark­miðið er að van­virða, smána, hræða eða ógna við­kom­andi ein­stak­lingi eða hópi. Hver sem við­hefur slíka tján­ingu getur sætt sektum eða jafn­vel fang­elsi, sam­kvæmt lög­um. Þessi tak­mörkun tján­ing­ar­frels­is­ins er byggð á þeirri for­sendu að hat­ursá­róður brjóti gegn rétt­indum þeirra sem til­heyra umræddum hópum auk þess sem slík tján­ing brjóti gegn almanna­hags­mun­um. Hat­ursá­róður grefur undan sam­stöðu í sam­fé­lag­inu vegna þess að í slíkri tján­ingu felst alltaf ein­hvers konar hópa­skipt­ing í “okk­ur” og “hina”. Hins vegar getur sá sem tjáir sig með slíkum hætti sjálfur talið að hann sé að efla sam­stöðu meðal “sinna” en slík afstaða breytir engu hvað varðar túlkun lag­anna.

Til þess að upp­lifa það að við höfum völd þurfum við að finna að við getum haft áhrif á aðstæð­ur. Við lifum á tímum þar sem allt er að breyt­ast í kringum okkur og afar erfitt er að hafa stjórn á þeim aðstæðum sem eru uppi í sam­fé­lag­inu hverju sinni. Það gerir það að verkum að almennir borg­arar upp­lifa enn meira valda­leysi en ella.

Í grunn­inn eru allar mann­eskjur svip­að­ar. Við viljum að öðrum líki vel við okk­ur, hvort sem við við­ur­kennum það eða ekki. Við viljum til­heyra. Við viljum hafa stjórn á aðstæðum af því við ótt­umst það óþekkta. Skilj­an­lega. Það er erfitt að vera mann­eskja í dag á tímum ógn­ar­hraðra breyt­inga.

Geta okkar til að tengj­ast hvert öðru hefur mikil áhrif á það hversu góðu lífi við lif­um. Ómeð­höndl­aður innri sárs­auki veldur því að við veljum stundum með ómeð­vit­uðum hætti að valda öðru fólki sárs­auka. Flestir ef ekki allir eru að burð­ast með ósýni­legan bak­poka fullan af sárs­auka og skömm vegna fyrri upp­lifanna, þó að þeir séu vissu­lega mis­þung­ir. Ef við lítum nú öll í speg­il­inn og skoðum það hvaða sárs­auki það er sem við þurfum að vinna úr til þess að geta með­tekið sárs­auka ann­arra erum við ekki aðeins að minnka líkur á því að við meiðum aðra heldur einnig að auka gríð­ar­lega lík­urnar á eigin ham­ingju. Eitt­hvað þarf í öllu falli að ger­ast til að við sem sam­fé­lag getum tekið skref í átt að betri líðan og dýpri sam­kennd. Í dag erum við upp til hópa í skulda­súpu, ofnot­andi deyfi­lyf og áfengi, í mis­slöku lík­am­legu formi og undir of miklu álagi. Slíkt ástand elur varla af sér ham­ingjusama til­vist.

Ég trúi því að við sem mann­eskjur séum tengd hvort öðru á órjúf­an­legan hátt. Á hátt sem er umfangs­meiri en við sjálf fáum skil­ið. Það er ekki hægt að rjúfa þessi tengsl milli allra mann­eskja en það er hins vegar hægt að gleyma þeim. Mig langar til þess að tengj­ast fólk­inu sem er sjóð­andi reitt yfir því að flótta­menn hafi tjaldað á Aust­ur­velli. Ég er ósam­mála ýmsum full­yrð­ingum þeirra, og sumar tel ég að varði við fyrr­greind lög um bann við hat­ursá­róðri, en ég ætla ekki að leyfa teng­ingu minni við þetta fólk að gleym­ast. Með öðrum orð­um: rétt eins og við erum öll tengd flótta­mönn­unum sem grípa til þess örþrifa­ráðs að tjalda fyrir framan Alþingi til þess að fá áheyrn yfir­valda í land­inu okk­ar, erum við líka öll tengd fólk­inu sem tromp­ast af reiði yfir þessu og lætur þung orð falla. Við þurfum að reyna að skilja hvort annað betur og finna leiðir til að vald­efla almenna borg­ara. Ef okkur tekst að skilja betur hvert ann­að, og þann sárs­auka, ótta eða auð­mýk­ingu sem grund­vallar við­brögð okkar oft og tíð­um, getum við reynt að breyta því kerfi sem í gegnum ald­irnar hefur byggt á ofríki fárra yfir almenn­ingi.

Ég hef séð á nokkrum stöðum að fólkið sem hefur tjáð sig með nei­kvæðum hætti um mót­mæli flótta­manna á Aust­ur­velli hefur verið kallað „fas­istar” af öðrum borg­urum sem eru þeim ósam­mála. Sam­kvæmt mínum skiln­ingi þýðir fas­isti sá sem vill nota ofbeldi til þess að binda enda á lýð­ræð­is­legt stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag. Það að tromp­ast yfir auð­mýk­ingu á til­teknum gildum eða ótta við miklar breyt­ingar er ekki það sama og að vera fas­isti. Það að berja á fólki með orðum fyrir að vera reitt eða hrætt lætur fólk ekki hætta að vera reitt eða hrætt. Með því að stimpla þann sem lætur til­finn­inga­leg við­brögð flakka sem fas­ista erum við ekki að finna lausnir heldur að ýta frá okkur fólki. Þetta fólk finnur þá mögu­lega reiði sinni og ótta annan far­veg.

Við höfum ekki marga staði til þess að eiga í yfir­veg­uðu sam­tali um breyt­ing­arnar á heim­inum í dag. Við verðum að búa til slíka staði og lýð­ræð­is­legar aðferðir til að skilja betur hvert annað og ná tengslum í gegnum virka hlust­un. Það eru til hund­ruð húsa sem hafa verið byggð yfir íþróttir í land­inu en ekk­ert hús hefur sér­stak­lega verið byggt utan um sam­fé­lags­legt sam­tal borg­ar­anna. Við þetta bæt­ist að við búum við úrelt stjórn­kerfi sem býður upp opin­bera umræðu sem felst fyrst og fremst í rifr­ildi á milli kjör­inna full­trúa mis­mun­andi stjórn­mála­flokka, frekar en upp­byggi­legu sam­tali. Fyrir vikið hefur umræða um sam­fé­lags­leg gildi og gildi almennt ekki náð að þroskast.

Ég geri það að til­lögu minni að slíkt sam­tals­hús verði byggt, en í milli­tíð­inni að hald­inn verði sam­tals­fundur með þjóð­fund­ar­sniði á Aust­ur­velli okkar allra á næst­unni þar sem við reynum að koma saman skilja hvert annað og tengj­ast frekar en að öskra á hvert annað á net­inu.

Við erum sem fyrr segir tengd órjúf­an­legum bönd­um, treystum þau frekar en að hylja þau með gagn­kvæmu hatri. Í lok dags verður ekki hjá þeirri sam­fé­lags­legu stað­reynd kom­ist að það er miklu fleira sem sam­einar okkur sem mann­eskjur en sem sundr­ar.

„Hin­ir” eru nefni­lega „við”.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None