Lenging fæðingarorlofs mikilvægt samfélagsmál

Auglýsing

Leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs er í senn risa­stórt hags­muna­mál barna og for­eldra en ekki síður mik­il­væg aðgerð fyrir sam­fé­lagið allt. Það er mik­il­vægt fyrir þroska barns­ins að fá tæki­færi til að njóta fyrsta árs ævi sinnar fyrst og fremst í faðmi for­eldra sinna. Á sama tíma er mik­il­vægt fyrir báða for­eldra að geta notið þessa mik­il­væga tíma án þess að það skerði tæki­færi þeirra á vinnu­mark­aði. Ísland var leið­andi í fæð­ing­ar­or­lofs­mál­um, sér­stak­lega þegar kemur að því að báðir for­eldrar eigi sjálf­stæðan rétt til töku fæð­ing­ar­or­lofs. Sá þáttur er ekki síður risa­stór aðgerð til að jafna tæki­færi og kjör kynj­anna. Mik­ill árangur náð­ist þegar nýja lög­gjöfin var tekin upp og feður fóru í auknum mæli að taka fæð­ing­ar­or­lof. Það fór að vera eðli­legt að feður væru í orlofi og gengju um með barna­vagna, færu með börnin til læknis og sinntu öllum þörfum þeirra. Þörfum sem á árum áður var yfirleitt sinnt af mæðr­um. Í kjöl­far hruns­ins var dregið úr fjár­magni út úr sjóðnum með því að lækka veru­lega hámarks­greiðslur sem greiddar voru út. Sú aðgerð dró veru­lega úr því að feður tækju fæð­ing­ar­or­lof, vegna þess að því miður er það enn svo að karl­menn hafa oftar hærri laun en kon­ur. Áherslur stjórn­valda á síð­ustu árum hafa verið að hækka hámarks­greiðslur aftur og á árinu 2018 var hámarkið komið í 600.000 kr. á mán­uði, en nú er komið að því að lengja orlofið úr 9 mán­uðum í 12 mán­uði.

Mark­mið er að bjóða upp á kerfi sem hvetur og tryggir báðum for­eldrum jafna mögu­leika á að ann­ast barn sitt í fæð­ing­ar­or­lofi, þangað til barn­inu býðst dag­vist­un. Án þess að það hafi í för með sér veru­lega röskun hvað varðar þátt­töku hvors for­eldris um sig á vinnu­mark­aði. Á sama tíma er mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lögin tryggi dag­vistun þegar fæð­ing­ar­or­lof­inu slepp­ir. Flest sveit­ar­fé­lög hafa það á sinni stefnu­skrá og sum eru að sinna því vel, önnur þurfa að taka sig á til að tryggja þá mik­il­vægu þjón­ustu.

Lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni, öldrun þjóð­ar­innar

Fæð­ing­ar­tíðni hefur lækkað veru­lega á síð­ustu ára­tugum þó Ísland skeri sig enn úr með hærri tíðni en víða á Vest­ur­lönd­um. Árið 2016 átti hver kona að með­al­tali 1,75 börn sem er það minnsta sem mælst hefur frá því að mæl­ingar hófust árið 1853. Árið 2017 lækk­aði talan enn frekar og var þá 1,71 barn á hverja konu. Almennt er miðað við að hver kona þurfi að eign­ast 2,1 barn að með­al­tali til að við­halda mann­fjöld­anum til lengri tíma lit­ið. Það er því ljóst að við þurf­um, til að við­halda mann­fjöld­an­um, að bjóða fleira fólk vel­komið í okkar sam­fé­lag og lík­lega verður eng­inn hörgull á fólki sem vill flytja til okkar á okkar fal­legu og frið­sam­legu eyju.

Auglýsing

Þjóðin eld­ist hratt eins og víð­ast hvar í vest­rænum heimi. Bæði er það vegna lægri fæð­ing­ar­tíðni en líka vegna þess að við lifum leng­ur. Með öldrun þjóð­ar­innar fækkar vinn­andi höndum á hvern elli­líf­eyr­is­þega. Árið 2018 voru 4,7 ein­stak­lingar á vinnu­aldri fyrir hvern ein­stak­ling 65 ára eða eldri. Árið 2050 verða þessi tala komin niður í 2,7 sam­kvæmt mann­fjölda­spám. Allar aðgerðir okkar þurfa að miða að því að bregð­ast við þess­ari breyttu sam­fé­lags­mynd og hafa vissu­lega verið að gera það m.a. með öfl­ugri upp­bygg­ingu líf­eyr­is­sjóðs­kerf­is­ins, áherslu á heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­mál en ekki síður með áherslu á nýsköp­un, rann­sóknir og þró­un. En það er líka mik­il­vægt að hvetja frekar en letja til barn­eigna. Við eigum að halda áfram að byggja fjöl­skyldu­vænt og gott sam­fé­lag þar sem ein­stak­lingar fá jöfn tæki­færi á vinnu­mark­aði og geta sam­ræmt skyldur sínar þar við skyldur og lang­anir til að njóta sam­vista með fjöl­skyldu sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None