Rafbílavæðing, klofinn Sjálfstæðisflokkur, Mathöll og þjóðarleikvangur

Reglulegur pistill formanns borgarráðs Reykjavíkur á Kjarnanum um borgarmálin sem tilvalið er að ræða í heita pottinum! Fréttir úr borgarráði frá 04 apríl 2019.

Auglýsing

Í heitu pott­unum er fátt meira rætt þessa dag­ana en það hvort vorið sé kom­ið. Lóan er komin að kveða burt snjó­inn og það í orðs­ins fyllstu merk­ingu. Síð­asta vika hófst með snjó­komu í Reykja­vík, sama dag og vor­hrein­gern­ing borg­ar­innar átti að hefj­ast en vik­unni lauk svo með dásam­legum sól­ar­dög­um. Fram und­an­ eru eflaust fleiri dagar þar sem kall­ast vetur og vor, með til­heyr­andi and­stæð­um. Nú er frítt í strætó á gráum dög­um, til­raun sem við erum mjög ánægð með og mun von­andi bera til­ætl­aðan árang­ur.  

Upp­bygg­ing vegna raf­bíla­væð­ing­ar i Reykja­vík

Lagt var fyrir borg­ar­ráð sam­komu­lag við Orku­veitu Reykja­víkur og Veit­ur ohf. um upp­bygg­ingu inn­viða til hleðslu á raf­bílum í Reykja­vík á næstu þremur árum. Mark­miðið er að koma upp hleðslu­bún­aði fyrir raf­bíla, sér­stak­lega ætlað þeim sem eiga erfitt með að koma upp slíkum bún­aði heima fyrir og starfs­fólki Reykja­vík­ur­borg­ar. Stefna okkar  í lofts­lags­málum er skýr og við vinnum mark­visst gegn svifryki, m.a. með því að leggja áherslu á vist­væna ferða­máta og styðja við orku­skipti í sam­göng­um. Þessi samn­ingur er einmitt þess eðlis því með því að tryggja inn­viði fyrir raf­bíla auð­veldum við íbúum borg­ar­innar að eiga og reka raf­bíla. 

Um er að ræða þrenns konar aðgerð­ir. Settar verða upp 30 hleðslur við starfs­stöðvar Reykja­vík­ur­borg­ar, ýmist við skóla, stofn­anir eða aðra starfs­staði borg­ar­innar og 60 hleðslum verður komið fyr­ir­ víðs veg­ar á landi borg­ar­inn­ar. Auk þess verða 120 millj­ónir settar í sér­stakan sjóð til að styrkja hús­fé­lög fjöl­býl­is­húsa til að koma upp hleðslu­bún­aði. Gert er ráð fyrir að kostn­aður Reykja­vík­ur­borgar vegna sam­komu­lags­ins verði 20 milj­ónir kr. á ári í þrjú ár.                                             

Auglýsing

Frum­kvæð­is­skýrsla innri end­ur­skoð­unar vegna verk­legra fram­kvæmda og inn­kaupa­mála

Innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borgar kynnti skýrslu um úttekt á verk­legum fram­kvæmdum og inn­kaupa­málum í vik­unni. Úttektin felur ann­ars vegar í sér skoðun á til­teknum verk­fram­kvæmdum og hins vegar á inn­kaupa­mál­um. Þær verk­legu fram­kvæmdir sem rýndar voru sér­stak­lega í úttekt­inni eru fram­kvæmdir við Sund­höll Reykja­vík­ur, Mat­höll á Hlemmi, við­bygg­ingu við Vest­ur­bæj­ar­skóla og gerð hjóla­stígs við Grens­ás­veg. 

Nið­ur­staða er að þrjár fram­kvæmdir fóru ekki yfir kostn­að­ar­á­ætlun eða eru innan óvissum­við­miða. Ein fram­kvæmd­anna fór umfram þau, það var Mat­höllin sem fór 79% fram úr áætl­un. 

Ég verð að segja að ég fagna þess­ari skýrslu. Fyr­ir­sagnir ýmissa fjöl­miðla gáfu til kynna að skýrslan væri svört og að um fram­úr­keyrslur væri að ræða en reyndin er önn­ur. Lang­flestar fram­kvæmdir borg­ar­innar ganga vel og eru í sam­ræmi við áætl­anir og inn­an­ vik­marka. Þau fáu verk­efni sem eru það ekki eiga það m.a. sam­eig­in­legt að farið var af stað í fram­kvæmdir áður en hönnun lá fyrir og ástand bygg­inga hafði verið full­kann­að.  

Slík vinnu­brögð eru að sjálf­sögðu ekki í lagi og því leggjum við mikla áherslu á að breyta því hvernig nálg­ast skal fram­kvæmdir borg­ar­inn­ar, Það verður að passa vel upp á kostn­að­ar­á­ætl­anir og áætla nægan tíma til und­ir­bún­ings. Einmitt þess vegna stöndum við nú í miklum umbótum á stjórn­sýslu borg­ar­innar sem m.a. er ætlað að bæta ákvarð­ana­töku, auka gegn­sæi í fram­kvæmdum borg­ar­innar og styrkja inn­kaupa- og fram­kvæmda­ráð sem mun efla eft­ir­lit með inn­kaup­um, útboðum og fram­kvæmd­um.

En skýrslan veltir því einnig upp hvort önnur sjón­ar­mið liggi að baki van­metnum kostn­að­ar­á­ætl­un­um. Því hvort fram­kvæmdir sem fara langt yfir áætl­anir geti orðið þess vald­andi að ein­hverjir álíti að um ásetn­ing starfs­manna borg­ar­innar sé að ræða í trausti þess að hægt sé að sækja við­bót­ar­fjár­heim­ildir síð­ar, þegar of seint er að stöðva fram­kvæmd­ir. Ég á erfitt með að trúa að nokkur sem starfar hjá borg­inni, hvorki kjörnir full­trúa né starfs­fólk, myndi gera slíkt vís­vit­andi. Hjá Reykja­vík­ur­borg er unnið af heil­indum fyrir borg­ar­búa og slík vinnu­brögð og skamm­tíma­hugsun myndu ganga þvert á það.   

Skýrslu sem þess­ari er ætlað að rýna vinnu­brögð, greina mál og koma með til­lögur að því sem betur má fara. Þær ábend­ingar mun ég svo sann­ar­lega  taka með mér inn í þá vinnu sem framund­an er. 

Þings­á­lyktun um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð flug­vallar í Vatns­mýri

Stundum fram­kalla sak­leys­is­leg mál ágrein­ing og geta jafn­vel orðið að eins konar póli­tísku hættu­svæði. Umsögn borg­ar­lög­manns um þings­á­lyktun um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, sem lögð var fyrir borg­ar­ráð, er dæmi um slíkt.  Í þessu máli þurfti borg­ar­ráð að taka afstöðu til umsagnar borg­ar­lög­manns og þá kom í ljós þre­faldur klofn­ingur meðal borg­ar­ráðs­full­trúa Sjálf­stæð­is­manna. Umsögnin var sam­þykkt með 5 atkvæðum borg­ar­ráðs­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata, Vinstri grænna og Hildar Björns­dótt­ur, borg­ar­ráðs­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gegn atkvæði Mörtu Guð­jóns­dótt­ur, borg­ar­ráðs­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Eyþór Lax­dal Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sat hjá við afgreiðslu máls­ins. Málið mun fara til end­an­legrar stað­fest­ingar borg­ar­stjórnar og þá verður áhuga­vert að sjá hvað aðrir borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks gera.

Þjóð­ar­leik­vangur

Mikil umræða hefur verið um aðstöðu­mál fyrir íþróttir í Laug­ar­dalnum og hafa ýmis íþrótta­sam­bönd vakið máls á því að huga verði að nýjum þjóð­ar­leik­vangi fyrir hand­bolta, körfu­bolta og frjálsar íþrótt­ir. Borg­ar­ráð hefur þegar líst yfir áhuga á að fara yfir þessi mál en þjóð­ar­leik­vangur er ekk­ert einka­mál Reykja­vík­ur­borg­ar. Því var lagt fyrir borg­ar­ráð bréf Reykja­vík­ur­borgar til mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins þar sem óskað er eftir afstöðu ráðu­neyt­is­ins til ábend­inga frjáls­í­þrótta sam­bands­ins um þjóð­ar­leik­vang í frjálsum íþróttum ann­ars vegar og hins vegar til ábend­inga hand­knatt­leiks­sam­bands­ins og Körfuknatt­leiks­sam­bands­ins um aðstöðu sér­sam­banda fyrir inn­an­húss­í­þróttir og skil­grein­ingu á þjóð­ar­leik­vangi þeirra. Það er ágætt að minna á þetta nú því á mið­viku­dag­inn er einmitt lands­leikur í hand­bolta á milli Íslands og N-Ma­kedón­íu. Áfram Ísland!

Þetta og margt fleira var til umfjöll­unar í borg­ar­ráð­i s.l. fimmtu­dag líkt og lesa má í fund­ar­gerð borg­ar­ráðs á reykja­vik.is en ég læt hér við sitja í bili.

 Höf­undur er odd­viti Við­reisnar og for­maður borg­ar­ráðs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit