Menntun er ekki gripin upp úr götunni

Ingimar Ólafsson Waage fjallar um menntamál í aðsendri grein en hann segir að skólar gegni afar mikilvægu hlutverki við miðlun siðferðilegra gilda og skipti viðhorf kennara miklu máli á þeim vettvangi.

Auglýsing

Flestum er mik­il­vægi mennt­unar ljóst. Menntun er horn­steinn sam­fé­laga, það er með menntun sem þjóðum tekst að ná tökum eigin vel­ferð, taka sér á hendur ábyrgð á eigin til­veru; menntun er þannig lífs­nauð­syn­leg ef þjóðir vilja hafa eitt­hvað um það að segja hvernig fram­tíð þeirra þró­ast.

Menntun er þó ekki gripin upp úr göt­unni, hún vex ekki á trjánum og við getum ekki reitt okkur á að mennt­unin komi með far­fugl­unum yfir haf­ið. Við verðum að vinna sjálf að henni og þar gegna kenn­arar afar mik­il­vægu hlut­verki – svo ekki sé meira sagt!

En hvers vegna ætti ungt fólk að sækj­ast eftir því að verða kenn­ar­ar?

Auglýsing

Þrjár víddir kenn­ara­starfs­ins

Senni­lega eru svörin við þeirri spurn­ingu jafn mörg og starf­andi kenn­arar en mig langar til að nefna þrjú mik­il­væg atriði sem geta skipt máli þegar ákvarð­anir eru teknar um fram­tíð­ar­starf­ið.

Það má hugsa um kenn­ara­starfið frá þremur mis­mun­andi sjón­ar­hornum sem hvert um sig getur verið mik­il­vægt inn­legg í ákvarð­anir sem tengj­ast vali á fram­tíð­ar­starf­inu og þeirri menntun sem skiptir máli í því sam­hengi.

Drif­kraft­ur­inn

Fyrsta ástæð­an, og kannski hin aug­ljós­asta í hugum margra, er fag­lega hlið­in. Áhugi á til­teknu fagsviði er gjarnan drif­kraft­ur­inn hjá þeim sem kjósa að mennta sig til kennslu. Brenn­andi áhugi á íslensku, eðl­is­fræði eða mynd­list fær fólk oft til að hugsa um fagið út frá sjón­ar­hóli miðl­un­ar, að kenna þessar greinar getur dýpkað skiln­ing­inn á þeim og þannig getur lær­dóms­þráin orðið að drif­krafti fyrir þá sem vilja verða kenn­ar­ar. Þessi hugsun á sér djúpar heim­speki­legar rætur því for­vitnin hefur allt frá tímum forn-Grikkja verið aðals­merki hug­suða og vís­inda­manna.

Stuðn­ingur við börn og ung­menni

Önnur ástæðan teng­ist áhug­anum á því að vera þátt­tak­andi í því að styðja börn og ung­menni í því að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Kenn­arar geta þannig veitt nem­endum tæki­færi til að takast á við dýpri og flókn­ari spurn­ingar um mann­lega til­veru; heim­speki­legar spurn­ingar sem snerta vanga­veltur um það hvað hið góða líf feli í sér og hvernig mann­eskj­unni sé kleift að haga lífi sínu þannig að til far­sældar horfi til lengri tíma. Slíkar spurn­ingar eru sið­ferði­legs eðlis og end­ur­spegla mik­il­vægar hug­myndir um mann­kosta­menntun en því má halda fram að raun­veru­leg mark­mið mennt­unar séu einmitt fólgin í því að leit­ast við að verða meiri mann­eskja í anda þess sem Páll Skúla­son benti ítrekað á í skrifum sínum um nám og mennt­un.

Kenn­arar veki nem­endur til umhugs­unar

Þriðja ástæðan á rætur sínar að rekja til áhug­ans á sam­fé­lags­legum mál­efnum og þörf­inni til að láta gott af sér leiða. Þar vega þungt mik­il­vægar spurn­ingar um jafn­rétti, mann­rétt­indi, félags­legt rétt­læti og lýð­ræði.

Skólar gegna afar mik­il­vægu hlut­verki við miðlun sið­ferði­legra gilda en við­horf kenn­ara skipta miklu máli á þeim vett­vangi. Kenn­arar hafa þannig hlut­verki að gegna að vekja nem­endur til umhugs­unar um jafn­rétti kynj­anna, mann­rétt­indi, stöðu ólíkra hópa í bæði í nær­sam­fé­lag­inu og á alþjóða­vísu að ógleymdu lýð­ræð­inu sem horn­steins sam­fé­lags­ins. Lýð­ræði þarfn­ast þess að við séum með­vituð um stöðu þess á hverjum tíma og ein áhrifa­mesta leiðin til þess að við­halda lif­andi lýð­ræði felst í því að setja umræður um lýð­ræði á dag­skrá í skóla­stofum lands­ins.

Ættir þú að verða kenn­ari?

Ef þessar hug­myndir hringja ein­hverjum bjöllum hjá þér er spurn­ing hvort þú ættir ekki að hug­leiða það hvort kennsla eða starf með börnum og ung­mennum geti ekki verið far­sæll starfs­vett­vangur fyrir þig.

Höf­undur er aðjúnkt og starf­andi fag­stjóri sjón­lista í list­kennslu­deild, mynd­lista­mað­ur. Hann er með M.Ed í heim­speki mennt­unar frá Háskóla Íslands og er í dokt­ors­námi í mennta­vís­ind­um. Hann hefur auk þess kennt heim­speki, lífs­leikni og mynd­mennt og verið umsjón­ar­kenn­ari nem­enda á ung­linga­stigi í Garða­skóla í Garðabæ í ára­fjöld.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar