Veittu þér tækifæri til að heimsækja stað sem sameinar ýmsa ferðaþjónustu. Taktu þátt í gleðinni inni í sjálfbærni, ýmissi skemmtun og þjónustu. Einhvern veginn svona gæti auglýsing frá nýstárlegu blönduðu sjálfbærniþorpi og skemmtigarði hljóðað. Þar sem mjög fjölþætt starfsemi gæti verið.
Ég er búinn að ganga með svona hugmynd í maganum í mörg ár og smám saman þróað hana áfram. Ég hef verið að kynna þessa hugmynd hingað og þangað. Meira að segja heimsótt tvo arkitekta og sýnt þeim. Þó þeim hafi líkað hugmyndin þá hafa þeir bent mér á hversu dýrt það væri að setja hana í gang og byggja hana upp. Þó þeir hafi ekki alveg 100% skilið út á hvað hún gengur. Nokkuð sem ég eiginlega vissi þó ég hefði verið að koma hugmyndinni inn. Bara að láta gera umhverfismat kostar víst meira en 1 milljón. Hugsið ykkur að þið sem hvort sem er íslenskir eða erlendir ferðamenn getið komið inn til að skoða og njóta. Eða bara að sækjast í afþreyingu. Getið komið inn í skemmtilegt umhverfi og notið þar ýmissar þjónustu.
Að ganga inn í garð þar sem væri sala íslensks handverks og sala matvæla sem væri hvort sem er eigin ræktun grænmetis á staðnum, sem og sala kjötvara beint frá býli.
Að geta farið inn á kaffihús og veitingastað.
Að eiga þess kost að fara með hundinn í sérstakan leikgarð með laug, rennibraut og sérstakt leiksvæði.
Að fara í mini-golf og aðra fjölskylduleiki.
Að ganga innan um blóm, tré og fugla, setjast niður í framandi garði í miðju svæðisins og njóta afslöppunar. Að heimsækja stórt hús með sýningarsölum og með stóru sviði utandyra þar sem meira að segja hljómsveitir koma fram.
Að leigja sér sumarhús, fyrir til dæmis ættarmót og innifalið væri aðgangur að sölum stóra hússins þar sem hægt væri að setja upp veislur og skemmtiatriði.
Að eiga þess kost að leigja sér hest og fara í stutta reiðtúra.
Að eiga þess kost að leigja smá svæði á vægu verði þar sem hægt væri að rækta eigið grænmeti og jafnvel selja það á markaðnum.
Að komast inn í umhverfi þar sem hægt væri að koma inn með tillögur að úrbótum í því þorpi og á því svæði sem viðkomandi á heima.
Til að byggja upp svona garð væri best að gera það sem ódýrast eins og til dæmis byggja húsin úr bjálka og þar til gerðu timbri. Reikna mætti að það kostaði ca. 250 milljónir að byggja upp svæðið og koma því í starfsemi. Hugsa mætti sér að nokkrir fjárfestar kæmu þar að. Einnig að öryrkjar og aldraðir væru sérstaklega boðnir velkomnir. Annað hvort til að selja eigin list og handverk, eða fara í vinnu hjá aðilum sem eru með starfsemi á svæðinu, í 4 til 7 tíma á dag allt eftir getu. Það er hægt að sjá fyrir sér að umfang gesta og ferðamanna gæti aukist um 30% á svæðinu. En þá yrði að setja svona starfsemi niður á miðsvæði. Þar sem bílar geta komið að úr öllum áttum. Þeir sem hafa áhuga að skoða nánar um málið geta sótt sér sérstakt PDF-skjal hér.
Ágæta fólk, ég færi ykkur skjalið ÞÓRSGARÐUR til að vega og meta.