Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum

Ferðamáti samtímans er í raun eftirspurnardrifinn og sjálfkeyrandi bílar gætu aukið eftirspurn. Þeir virðast einnig munu auka umferð og telja sérfræðingar að hún geti jafnvel aukist um 20-30% á komandi árum.

Auglýsing

Fyrir nokkrum dögum birt­ist í Kjarn­anum grein eftir Jennýju Ruth Hrafns­dóttur verk­fræð­ing og vil ég bregð­ast við henni. Það er vegna þess að skoð­anir og fram­tíð­ar­sýn í grein­inni eru útbreiddar í tækni­sam­fé­lag­inu – og af því að ég var í því sam­fé­lagi um ára­tuga skeið og hef margoft séð vænt­ingar um að tækninýj­ungar breyti heim­inum - sem þær svo gera ekki, að minnsta kosti ekki á þann hátt sem ráð var fyrir gert.

Það er í raun­inni svo að ferða­máti sam­tím­ans er „eft­ir­spurn­ar­drif­inn“ eins og Jenný Ruth kýs að kalla aðstæður fram­tíð­ar. Það er því ekk­ert nýtt. Engin ferð er farin nema þörf beri til. Ef sjálf­keyr­andi bílar koma til sög­unnar munu þeir ekki minnka þá eft­ir­spurn, jafn­vel auka hana. Þeir munu þó einkum auka umferð af því að sá akstur bíla sem bæt­ist við þegar þeir eru tómir er við­bót­ar­um­ferð. Þetta er raunar „no-brainer“. Það er raun­veru­lega svo að öll þau bíla­stæði sem nú eru til staðar draga úr umferð og sjá til þess að engin óþarfa umferð eigi sér stað. Þessu eru sölu­menn jákvæðra áhrifa sjálf­keyr­andi bíls­ins farnir að játa og kom nýlega fram að í Seattle er gert ráð fyrir 20-30% aukn­ingu umferðar með til­komu sjálf­keyr­andi bíla. Sjálf­keyr­andi bílar gætu myndað nýjan topp í til­beiðslu mann­kyns­ins á bíl­um, sem kannski kemur á óvart.

Annað atriði sem Jenný Ruth reiknar ekki með er það gríð­ar­lega land­rýni sem umferðin tek­ur. Nú er talið að um 50% af borg­ar­landi Reykja­víkur fari undir umferð­ar­mann­virki og tengd svæði. Hér er um að ræða gríð­ar­leg verð­mæti sem er sóað á alt­ari einka­bíls­ins. Óhjá­kvæmi­lega verður haldið áfram á þess­ari braut eftir því sem bíla­um­ferð eykst, jafn­vel þótt almenn­ings­sam­göngur bygg­ist upp. Þær þurfa að taka hlut­falls­lega mikið meira af umferð þegar sjálf­keyr­andi bílar koma til en nú er - en aðeins þannig er hægt að minnka land­rými fyrir umferð.

Auglýsing

Jenný Ruth nefnir ýmis dæmi um til­raunir sem verið er að gera hér og þar í heim­inum og staldra ég einkum við eina þeirra sem er dæmið frá Man­hatt­an. Þar hefur verið hannað módel sem hermir eftir umferð um borg­ina og getur fækkað bílum með „samnýt­ingu bíl­ferða“. Samnýt­ing bíl­ferða er eina sjón­ar­mið þeirra sem telja að sjálf­keyr­andi bílar muni breyta ferða­venjum sem gæti raun­veru­lega gert það. En verra er að samnýt­ing bíl­ferða hef­ur:

(i) Ekk­ert með sjálf­keyr­andi bíla að gera, það er breyt­ing sem hægt er að gera í dag ef áhugi er á. Eng­inn slíkur áhugi er fyrir hendi – hvorki hjá þeim sem taka leigu­bíla og því síður hjá þeim sem nota einka­bíl. Ég hvet Jennýju Ruth og aðra hug­sjóna­menn að prófa að skipu­leggja samnýt­ingu bíl­ferða til og frá Graf­ar­vog­inum og minnka þannig umferð á anna­tím­um.

(ii) Annað atriði er að samnýt­ing þarf að vera nokkuð mikil áður en hún dregur úr umferð þegar bílar verða sjálf­keyr­andi. Um leið og bíll fer að keyra far­þega­laus um göt­urnar skapar hann aukna umferð eins og áður seg­ir. Ef öll umferð færi fram á samnýttum sjálf­keyr­andi bílum - nú eru 1,1 far­þegi í bíl – þurfa allt að 2,2 að vera að jafn­aði í bíl til þess að jafn mikil umferð sé og er nú. Þá er átt við að bíl­arnir keyri tómir til baka til að sækja nýja far­þega sem sinna erindum á öðrum tíma en hinir fyrri.

Þá nefnir Jenný Ruth ekki annað sem sölu­menn nýrra hug­mynda um sjálf­keyr­andi bíla nefna oft, það er samnýt­ing bíla, sem þýðir að ein­stak­lingar eiga ekki bíla, heldur félög og þeir eru samnýttir af mörgum – ruglum þessu ekki saman við samnýt­ingu bíl­ferða. Það getur verið þjóð­fé­lags­lega hag­kvæmt að bílar séu betur nýttir en nú er og að þeim fækki eða fjölgi alla vega ekki - en minnkar senni­lega ekki umferð. Nema annað komi til og þá ég við að sam­eig­in­legir bílar auki eft­ir­spurn eftir almenn­ings­sam­göng­um. Samnýt­ing bíla getur minnkað þörf fyrir bíla­stæði. Þessi fram­tíð­ar­sýn dregur ekki úr þörf fyrir almenn­ings­sam­göngur – verði hún að veru­leika.

Að lokum vil ég hvetja Reykja­vík­ur­borg og sveit­ar­fé­lögin fimm í nágrenni hennar til að flýta upp­bygg­ingu almenn­ings­sam­gangna. Mikil og upp­söfnuð þörf er fyrir hendi og fer ein­ungis vax­andi.

Höf­undur hefur um langt ára­bil tekið þátt í alþjóð­legu sam­starfi um sam­fé­lags­leg áhrif nýj­unga upp­lýs­inga­tækn­innar – og meðal ann­ars um sjálf­keyr­andi bíla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar