Ljósið í samúðargáfunni

Árni Már Jensson segir að við þurfum að minna okkur á að maðurinn er agnarsmá eind í lífríki alheimsins með takmarkaða þekkingu á efni og anda.

Auglýsing

Á páskum fögnum við sigri lífs­ins sem er okkur hvergi hug­leikn­ara en einmitt á þeim tíma­mótum er því er stork­að. 

Óvissan nagar og við upp­lifum ótta­blandnar hugs­anir fyrir því ókunna. Þekk­ing okkar er tak­mörkuð sem kyndir undir örvænt­ingu okkar og óvissu. Við skynjum að við erum ekki lengur við stjórn­völ­inn því eitt­hvert afl okkur æðra nálg­ast og fjar­lægir jafnt og þétt völdin yfir okkar eigin lífi. Við eygjum aðeins eina lausn; von­ina um að þetta afl sé afl ljóss­ins, afl hins góða.

Hug­ur­inn og lífið

Stundum eru himna­ríki og hel­víti líkt við para­dís eða vít­isloga og hvoru tveggja eiga sér ein­hverja stoð. Þessar tvær and­stæður lífs­ins bær­ast með okk­ur, hugs­unum okkar og gjörð­um. Himna­ríki eða hel­víti er okkar eigin hugur sem end­ur­varp­ast í mis­mun­andi blæ­brigðum allt okkar líf. Hug­ar­far okkar má líkja við óskrifað ljóð sem litar áruna mis­mun­andi orku sem veldur hug­breyt­andi áhrifum í sam­neyti okkar hvert við annað og líf­ríkið í heild. Við teljum oft að hugs­unin sé okkar prí­vat ver­öld sem eng­inn hafi getu né rétt til að skyggn­ast inn í en það er af og frá. Í mann­heimum á þetta við nokkur rök að styðj­ast en ekki í heimi and­ans, hins var­an­lega lífs og efn­is. Hugs­unin er end­ur­varp alls þess sem við verðum áskynja, með­vitað sem og ómeð­vit­að. Öll þekkjum við hug­boð og hug­hrif sem krist­all­ast í vit­und okkar og fram­kallar jafn­vel full­mót­aðar hug­mynd­ir, kenn­ingar eða lausn á flóknum við­fangs­efnum í dags­ins önn. Ljóð­skáld­um, rit­höf­undum og lista­mönnum eru þessi hug­hrif kunn­ug­leg og ást­kær í aðdrag­anda og vinnslu sköp­unar þeirra.

Auglýsing

Allir hugs­uðir eru þess með­vit­aðir að hug­mynd á sér sam­runa og úrvinnslu í heila okkar þó efni­við­ur­inn kunni að ber­ast víða að. Þannig er hug­ar­orka og flutn­ingur hennar sjaldan sýni­leg berum augum heldur er okkur fært að nema, mót­taka og vinna úr með flóknu gang­verki skyn­færa og heila­stöðva og end­ur­varpa þannig til hvers ann­ars og umhverf­is­ins.

Það er allrar athygli vert að lesa mann­legt sam­fé­lag frá tíma til tíma­bils og fylgj­ast með þeim ólíku hug­mynda­fræði­legu flóð­bylgjum sem flestir hafa skoðun á í dag þar til umræðan líður hjá á morgun og bíður þess að næsta flóð­bylgja ríði yfir dag­inn eft­ir. Hlut­verk okkar og þátt­taka í flóð­bylgju umræð­unnar er mik­il­væg, mjög mik­il­væg, því skoðun okkar myndar skoðun allra, sem fram­kallar ein­hvers­konar nið­ur­stöðu eða þráð sem sætt­ir, fari svo að meiri­hluti uni. Í þjóð­fé­lagi sem býr við heil­brigða skoð­ana­myndun ætti unandi nið­ur­staða fjöld­ans í flestum til­vik­um, ef ekki öll­um, að vera leið­ar­vísir okkar og þráður sann­leik­ans. E.t.v. eigum við Íslend­ingar tals­vert langt í land með að öðl­ast skiln­ing á æðri til­gangi þess að kom­ast að nið­ur­stöðu sem fjöld­inn unir, en á því er ein­föld skýr­ing; vald og fégirnd fárra. Allt líf er sam­ofin kerfi gagn­virkra sam­skipta, sýni­legra, ósýni­legra, meðvit­aðra og ómeð­vit­aðra. Líf­ríkið er þannig heill­andi fyr­ir­bæri og óþrjót­andi upp­spretta nýti­legrar þekk­ingar sem við ein­ungis þurfum að sækja til að skapa fal­legra og sann­gjarn­ara líf. En til þess þarf við­horf okkar að vera kær­leiksmið­að.

Við búum yfir afkasta­mik­illi hugs­ana­getu, sem orkar tví­mælis á líf okk­ar. Stundum náum við að frið­mæl­ast við umhverfi og líf­ríki en stundum ekki. Við höfum áttað okkur á að ef ekki á illa að fara í þróun okkar þurfum við marg­vís­leg kerfi og stofn­anir okkur til leið­bein­ingar og vernd­ar. Við þurfum einnig að vinna ötul­lega að auk­inni nýt­ingu hugs­unar okkar með aðstoð for­dóma­lausra rann­sókna sem miða að opnun landamæra hinna mis­mun­andi hug­mynda- og aðferða­fræði vís­ind­anna. Okkur ber að mynda skap­andi hugs­ana­vett­vang þver-þekk­ing­ar­legra-fræða, raun­vís­inda, hug­vís­inda, lista, trúar og anda.

Eitt for­dæmi af mörgum um þver-þekk­ing­ar­legan vett­vang er t.d. „Hub“ sem sett var á stofn af John Hop­k­ins Uni­versity fyrir u.þ.b. fimm árum síð­an. En til­gang­ur þess­ar­ar ­stofn­unar er að leita sam­runa og marg­feld­is­á­hrifa hinna ýmsu ólíku sér­fræð­inga til að þróa aðferða­fræði sem stuðlar að fram­för og nýjum upp­götv­un­um. 

Hug­myndir þurfa and­legt og þekk­ing­ar­legt rými til að öðl­ast verð­ugt líf. Við þurfum að losa um hólfa­skipt­ingu mennta­kerf­is­ins til að hleypa inn nýju súr­efni sem brýtur viðjar van­ans og hafa sam­fara því kjark og dirfsku til að sækja þekk­ingu á æðri mið.

T.a.m. gerði Sviss­neskur banki sér grein fyrir því að hann væri alls­kostar óhæfur til að raun­meta verð­mæti ákveð­ins lyfja­fyr­ir­tækis þar í landi án þess að ráða til sín þver­fag­legt teymi eðl­is­fræð­inga, lyfja­fræð­inga, líf­fræð­inga, hag­fræð­inga, stærð­fræð­inga, nátt­úru­fræð­inga, lækna, hjúkr­un­ar­fræð­inga, meina­tækna, verk­fræð­inga, hómópata og fjár­festa. Þekk­ing, við­horf og skoð­ana­skipti hóps­ins mynd­aði nið­ur­stöðu sem sætti heild­ina og reynd­ist tals­vert frá­brugðin þeim hug­myndum sem tak­mark­aðri þekk­ing­ar­grunnur færri fjár­mála­sér­fræð­inga komst áður að.

Með þver­fag­legu þekk­ing­arteymi helstu vís­inda­manna eigum við að búa svo að ylrækt, að hægt sé að fram­leiða undir gler­þaki allt græn­meti og ávexti til eigin neyslu og útflutn­ings. Við eigum að búa svo að líf­tækni að hægt sé að byggja upp öfl­uga starf­semi. Nú er t.a.m. komin CLED ljós­gjafar sem leysa af LED með 50% minni notkun orku. Ljósa­pera sem notar 5w varpar frá sér 100w án þess að hitna. Við höfum græna raf­orku til umhverf­is­vænnar fram­leiðslu sem skapar okkur algjöra sér­stöðu meðal þjóða heims. Ísland er eyja mik­illa vinda og er sú auð­lind van­nýtt en hana er mik­il­vægt að nýta með eigin hug­viti nýrra tækni vindraforku­stöðva sem hvorki veldur hávaða né merkj­an­legri sjón­meng­un. Við höfum þekk­ingu til að hanna og fram­leiða þessar vindraf­stöðvar hér­lendis til eigin vind-raforku­fram­leiðslu. Við eigum að leggja metnað í að keyra allan skipa og bif­reiða­flota okkar á grænum orku­gjöf­um. Fram­tíðar draumar raf­orku­út­flutn­ings um sæstreng eru á sama þró­un­ar­stigi og útflutn­ingur óunn­ins sjáv­ar­fangs. Raf­orkan er að vísu full­unnin afurð virkj­anna okkar en ein­ungis hrá­efni til hátækni­fram­leiðslu, iðn­aðar og auk­innar verð­mæta­sköp­un­ar. Við eigum að reka full­komn­ari raf­orku­drifnar almenn­ings­sam­göngur sem reknar eru fyrir sam­eig­in­lega sjóði og verða því ávalt full­nýtt­ar, gjald­eyr­is­spar­andi og umhverf­is­vernd­andi. Okkur ber að nýta getu okkar sem þjóð til að hugsa og taka metn­að­ar­full skref til fram­þró­unar okkar þjóð­fé­lags. Til að það megi ger­ast verður sann­girni og hagur allra að vera að leið­ar­ljósi.

Sú nið­ur­staða sem mynd­ast við sam­runa mis­mun­andi sér­þekk­ingu margra ólíkt hugs­andi aðila skilar jákvæðum marg­feld­is­á­hrifum þess sem ann­ars mætti vænta. Í þessu sam­hengi má nefna þann mikla þekk­ing­ar­fjár­sjóð sem þjóð okkar býr yfir en fær ekki notið sökum vald­bjög­unar lýð­ræð­is­ins. Það er brýnt fyrir fram­þróun efna­hags okk­ar, líf­ríkis og sam­fé­lags að end­ur­skoðuð stjórn­ar­skrá öðlist gildi. Stjórn­ar­skrá sem eykur vald­dreif­ingu og skilar rík­ari þekk­ingu fjöld­ans til stuðn­ings ákvörð­unum sem varðar Íslend­inga alla. Þetta er hinn eig­in­legi kjarni lýð­ræð­is­ins. Við óbreytta stjórn­ar­skrá eru fáir mis­vitrir stjórn­mála­menn að taka, oft á tíðum sér­hags­muna­tengdar ákvarð­an­ir, en á sama tíma að úti­loka þann þekk­ing­ar­auð sem þjóðin býr yfir. Það skilur hver hugs­andi sál að engin rök duga gegn marg­feldis áhrifum hug­arafls fjöld­ans gegn þröngri sýn fámenns hóps manna lit­uðum sér­hags­muna­tengsl­um. Sú end­ur­skoð­aða stjórn­ar­skrá sem fjöld­inn vill, kaus sér og unir, þarf að öðl­ast gildi.

Í veru­leika jarð­vist­ar­lífs­ins styðj­umst við menn­irnir við lög, reglur og venjur sem við höfum samið og úthlutað hvort öðru í við­leitni til að sið­væða sam­fé­lag okk­ar. Við höfum sett okkur þessar reglur við aðstæður sem við sjálf rákum okkur á að þyrfti til að friður megi ríkja meðal okk­ar. Við notum þessar reglur sem við­mið til aðgrein­ingar á réttu og röngu og hegnum hvort öðru að við­lögðum brotum okkar eigin laga og reglna. Til marks um þróun okkar verða hegn­ingar æ mann­úð­legri. Okkur hefur lærst að kær­leikur nærir kær­leik og að orsök flestra afbrota á rætur sínar í rang­læti gagn­vart hinum seka á ein­hverju tíma­bili ævi hans. Við horfum því meir til skiln­ings og betr­unar meðan á frels­is­svipt­ingu stend­ur, en harðrar refs­ing­ar. Við höfum stofn­anir s.s. lög­reglu, dóm­stóla og fulln­ust­u-­yf­ir­vald refs­inga. Stofn­anir þessar eiga að gæta hlut­leysis en fylgja lag­anna ramma. Í stuttu máli; við erum þess full­viss að við förum okkur að voða án reglna sem við setjum okkur sjálf, okkur til aðhalds og vernd­ar. Okkur hefur lærst að okkur er vart treystandi fyrir eigin hugs­unum og gjörðum sem í raun er ákveðin auð­mýkt og við­ur­kenn­ing smæðar okkar gagn­vart ein­hverju æðra sem við viljum nálg­ast og eiga sam­fé­lag við. Þetta er hluti jákvæðrar þró­unar okkar sem að lokum mun úthýsa grimmd og illsku sem því miður er langt ferða­lag.

Við megum ekki glata tengslum við æðri vit­und og anda í dag­legu lífi. Við byggjum sam­fé­lag okkar á fal­legri hug­sjón og krist­inni sið­fræði. Jesú gat orðið mikið niðri fyrir þegar á vegi hans varð órétt­læti. Hann velti um borðum víxlar­anna og gagn­rýndi harð­lega mis­mun­un, spill­ingu og hræsni. En hann vakti einnig með okkur vit­und hins hug­prúða hug­sjóna­manns. Þessa vit­und þurfum við að end­ur­vekja í kær­leiks­sam­tali við okkur sjálf, hvort ann­að, umhverf­is­ins og Guðs.

Það er stundum eins og við göng­umst ekki við til­vist sam­visk­unnar sem and­lega leið­bein­andi afli í lífi okk­ar. Því ef við næðum þeim þroska í jarð­vist að gera svo myndum við ekki þurfa á öllu þessu laga og reglu­verki að halda eða hvað? En lífið er langt ferða­lag sem aldrei tekur enda, þó for­vitni­leg umskipti bíði okkar við við­skilnað sálar og lík­ama. Þetta lífs­ins ferða­lag er ánægju­legt en erfitt, en umfram allt lær­dómur sem engin leið er að svindla sér gegnum án þess að þurfa að end­ur­taka próf­raun­irn­ar. Við bröltum áfram, mis­stígum okk­ur, er refs­að, leið­rétt­um, höldum áfram, mis­stígum okk­ur, er refs­að, leið­réttum og höldum áfram osfr­v., osfrv. Hjá sumum okkar er þetta eins og hringa­vit­leysa enda­leysunn­ar. En svo ger­ist eitt­hvað, við vöknum til and­legrar vit­und­ar, teng­ing mynd­ast við sam­visk­una og lær­dómur mis­tak­anna raun­ger­ist.

Við flestar hindr­anir sem við hrösum um, þurfum við ekki að eiga við refsiramma kerf­is­ins þar sem okkar eigin sam­viska sér um fulln­ust­una en sam­viska okkar er and­legur leið­ar­vísir sem ýmist angrar eða gleð­ur. Með­vit­und okkar um til­vist sam­visk­unnar og guð­dóm­legt eðli hennar til að leið­beina okkur og hjálpa í þró­un­inni skilur milli til­gangs og til­gangs­leysis í jarð­veru okk­ar.

Að kunna að skynja sam­visk­una og túlka, oft á tíðum óræð skila­boð henn­ar, ætti að vera skyldu­fag okkar allra frá vöggu til við­skiln­að­ar.

Öllum þeim kimum vit­und­ar­innar sem myrkar hugs­anir dvelj­ast getum við umbreytt með ljósi. Það eina sem þarf er að hlusta á sam­visk­una, þetta óræða vit­undar ang­ur, og iðka vilja til að fram­fylgja. Þannig ræktum við kær­leika lífs­ins í sam­fé­lagi hvert við annað og Guð. Því sam­viskan og Guð eiga sér sam­nefn­ara sem er rétt­læt­ið.

Fyrir 2019 árum síðan

Þegar and­stæðir orkupólar mæt­ast verður skamm­hlaup. Myrkur og hræsni var slíkt meðal manna að til­koma Jesú ork­aði á sam­fé­lagið sem skamm­hlaup. Hann var upp­reisn­ar­maður fyrir þær sakir einar að boða rétt­læti, kær­leika og eilíft líf, nokkuð sem allir hefðu átt að fagna. En tíð­ar­and­inn var annar og ein­kennd­ist af hræsni, vald­girnd, fégirnd og þjónkun fólks til lægri hvata. Fólk bjó við aðra guðs­mynd og ótt­að­ist refsi­vönd almætt­is­ins eins og um yfir­vald var að ræða. Skynjun fólks laut að guði refs­ing­ar, og fæl­ing­arótti því ráð­andi, sem var and­staða við hinn kær­leiks­ríka Guð sem Jesú nefndi gjarnan föð­ur­inn á himn­um.

Manns­son­ur­inn var dæmd­ur, smáð­ur, hýddur og nið­ur­lægður þyrni­kór­ónu í písl­ar­göng­unni til sárs­auka­fullrar kross­fest­ingar og dauða. „Faðir fyr­ir­gef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Voru orð Jesú í garð kval­ara sinna. Sonur Guðs reis upp á þriðja degi, sá hinn sami og mann­heimar dæmdu til harmdauða fyrir guð­last.

Kristur færði okkur viss­una og sann­leik­ann um upp­ris­una og áfram­hald lífs­ins. Kristur kenndi okkur að biðja án þess að efast. Kenndi okkur að vera við sjálf, menn meðal manna, og gang­ast við því sem gott er og rétt. Hann var auð­mjúk­ur, hug­rakkur og heið­ar­leg­ur. Hann sýndi okkur í verki að sam­líf okkar við Guð væri raun­veru­legur val­kostur í mann­heimum og að tungu­mál kær­leik­ans bæri ekki með sér ótta heldur ljós og von. Hann kenndi okkur að hlusta á hjartað og skynja köllun almætt­is­ins til góðra verka sem stundum krefð­ust mik­ils. Kristur lét ekki nægja að tala við okkur heldur sýndi okkur í verki og sann­aði að fölskva­laus bæn til algóðs Guðs til­heyrði okkar dag­lega hvers­dags­leika og á hana væri hlust­að. Hann færði okkur sönnur fyrir því að lækn­ing fyrir bæn væri raun­veru­leg í hvers­dags­leik­an­um. Hann sýndi með lífi sínu og harmdauða að mála­miðlun sann­leik­ans væri ekki föl til þyrm­ingar eigin lífs í mannheim­um. Hann kenndi okkur að lausn mis­taka okkar væri gegnum iðrun og fyr­ir­gefn­ingu. Kristur bauð myrkum mann­heimum byrg­inn með kær­leika, heið­ar­leika, hug­rekki og trú að vopni því hann vissi sem var, að ljós hans myndi lifa í vit­und mann­kyns við upp­risu og sam­runa við Guð. Upp­risu sem færði okkur öllum sönnun þess að algóður Guð er til staðar fyrir okkur og er hluti af okkur öll­um. Það eina sem við þurfum er vilji og trú til að gang­ast við honum í okkar lífi. Frá fæð­ingu til við­skiln­aðar var hlut­skipti Jesú að opna kær­leiksvit­und okkar í mann­heimum og full­komna vilja Guðs á jörð. Hann sýndi okkur með lífi sínu og gjörðum að Guð væri kær­leik­ur.

Pásk­arnir minna okkur á sigur lífs­ins yfir dauð­an­um. Sigur and­ans yfir efn­inu. Sigur kær­leik­ans yfir illsk­unni. Sigur ljóss­ins yfir myrkr­inu. Páska­boð­skap­ur­inn færir okkur von um kær­leiks­ríka fram­tíð. Boð­skap­ur­inn færir okkur trú­ar­vissu um að hið illa á ekki síð­asta orðið heldur líf­ið, kær­leik­ur­inn og ham­ingj­an.

Heil­un­ar­á­hrif nátt­úr­unn­ar.

Nú vorar senn og skiln­ing­ar­vitin þok­ast nær brum­hnöpp­um, fugla­söng og úti­veru. Litlu lit­skrúð­ugu blómin vakna af vetr­ar­dvala og vorilmur nátt­úr­unnar laðar til sín börn í leik. Engin vís­indi né önnur mann­anna verk leysa af hólmi það guð­lega spil­verk ljóss, lita, ilms og ang­urs sem nátt­úran færir okkur íklædd blæ­brigðum árs­tíð­anna.

Nær­gætni, nálgun og sam­runi nátt­úr­unn­ar, þess­arar við­kvæmu líf­keðju, er okkur mönnum blessun til lífs eða for­dæm­ing­ar. Án okkar dafnar nátt­úran eins og blóm­strið eina en við förumst án verndar hennar og gjafa. Þetta sköp­un­ar­verk fæðir okkur og klæðir og nærir sál okkar heilandi orku sem er óþrjót­andi upp­spretta list­sköp­un­ar, inn­blást­urs og vís­inda­legra fram­fara. Ekk­ert okkar skyldi taka líf­ríki nátt­úr­unnar fyrir sjálf­sagðan hlut sem áhuga hefur á að lifa í sátt við sjálfan sig, æðri vit­und og Guð.

Nýleg og athygli­verð rann­sókn um streitu sem birt var í „Fronti­ers in Psychology“ stað­festir að návist við nátt­úru dregur úr streitu svo um mun­ar. Þessi rann­sókn frá 2016 mið­aði að því að mæla magn streitu­horm­óns­ins cortisol í blóði fólks sem tóku þátt í könn­un­inni. Aðal­hvata­maður að rann­sókn­inni var Dr. Mar­yCarol Hunter, aðstoð­ar­pró­fessor við Uni­versity of Michig­an. Rann­sóknin náði yfir 8 vikna tíma­bil og máttu þátt­tak­endur velja sér umhverfi og tíma dags til úti­vist­ar. Dr. Mar­yCarol segir úti­vist­ina kunni að vera hag­kvæm­ustu lækn­ingu við streitu sem völ er á en rann­sóknin leiddi í ljós að úti­veran ein og sér hefði umtals­verð lækk­un­ar­á­hrif á cortisol og dró því veru­lega úr streitu­á­hrifum við­kom­andi í dag­legu lífi. Þátt­tak­endur voru á aldr­inum 22-70 ára og lækk­aði Cortisol magn u.þ.b tvö­falt á við það sem ann­ars mæld­ist með­al­tal hjá þátt­tak­end­um, eða frá u.þ.b. -11% í u.þ.b. -23%.

Til­gang­ur­inn með því að leyfa hverjum og einum þátt­tak­anda að velja sér stund og stað var til að sýna fram á með óyggj­andi hætti að auð­velt væri fyrir ein­stak­linga að njóta þess­ara „nátt­úru-pillu“ óháð per­sónu­legum aðstæð­um. Við getum því nýtt okkur þessa lífs­lengj­andi lausn í nálægð við heim­ili, vinnu­stað, skóla eða sjúkra­hús svo fátt eitt sé nefnt, óháð stund eða efna­hag. Rann­sókn þessi ætti einnig að vera leið­bein­andi fyrir lækna, kenn­ara og með­ferð­ar­full­trúa svo fáeinir séu nefndir og umfram allt fyrir okkur almenn­ing sem nú lifir að 50% hluta í þétt­býli og borgum og mun ná 70% hlut­falli árið 2050.

Páli Skúla­syni pró­fessor í heim­speki var sam­vist manns­ins við nátt­úr­una hug­leikin og velti m.a. fyrir sér sam­úð­ar­gáf­unni í grein sinni um anda og óbyggð­ir. Þetta sagði Páll:

„Við höfum í reynd tvenns konar skiln­ing á nátt­úr­unni. Ann­ars vegar þennan vís­inda­lega og tækni­lega skiln­ing. En sá skiln­ingur veitir okkur ekki inn­sýn í raun­veru­legt sam­band okkar við nátt­úr­una. Hins vegar er hinn and­legi skiln­ingur þar sem við tengj­umst nátt­úr­unni til­finn­inga­lega. Okkar verk­efni er að rækta þennan and­legan skiln­ing.“

Páll heldur áfram:

„Aristóteles kall­aði and­ann sem tekur á móti veru­leik­anum „nous patheti­kos“, sem á við hug okkar að svo miklu leyti sem hann er mót­tæki­legur fyrir því að skynja. Á íslensku hefur þetta verið þýtt sem sam­úð­ar­gáfa. Sam­úð­ar­gáfan ásamt sköp­un­ar­gáf­unni, nous poeti­kos, eru okkar grund­vall­ar­gáf­ur. Maður nemur veru­leik­ann, fær hann inn í sig, og svo þarf að vinna úr þeirri skynjun til að skapa.”

Páll bætir við: „Sköp­un­ar­gáf­unni hefur verið gert mjög hátt undir höfði und­an­farið og það er allt gott og bless­að, en ég tel að nú þurfum við að leggja meiri rækt við sam­úð­ar­gáf­una. Það gerum við með því að leggja miklu meiri rækt við það að kynna nátt­úr­una og undur hennar börnum okk­ar.“

Gáfur og víddir eru marg­vís­legar og fáar mýkri og fal­legri en sam­úð­ar­gáfan sem við getum skil­greint sem nokk­urs­konar end­ur­varp kær­leik­ans. Sam­úð­ar­gáfan felur í sér ást, virð­ingu og nær­gætni í umgengni okkar hvort við ann­að. Hún er tungu­mál hjart­ans í sam­fé­lag­inu og mynd­birt­ing mann­helg­inn­ar. Sam­úð­ar­gáfan er eitt af fal­legum frá­vörpum ást­ar­innar sem er hinn frjósami jarð­vegur alls lífs. Þessa gáfu ber okkur einnig að virkja skil­yrð­is­laust gagn­vart líf­rík­inu sem, eins annað af þess­ari ver­öld, við erum ein­ungis lít­ill hluti af.

En stærðin og tím­inn eru afstæð hug­tök og eitt lítið blóm er heil ver­öld í líf­rík­inu. Stundum þurfum við að staldra við og snerta nátt­úr­una hjarta okkar til að skilja næmi henn­ar, feg­urð, mik­il­vægi og marg­breyti­leika.

Skoðum aðeins líf­ríki eins lít­ils blóms

Goða­sól­ey, (ran­unculus ado­neus), er ljós­sækið blóm sem hreyfir sig eftir veðri og stöðu him­in­tungla. Goða­sóley veitir sól­inni í him­in­hvolf­inu eft­ir­för frá austri til vest­urs. Um nætur þegar skuggi mán­ans skýlir jörð­inni fyrir sólu er til­viljun hvernig blómið er meðan það hvílist í sem þægi­leg­astri stell­ingu. Í dögun vaknar það og snýr til aust­urs við upp­rás sól­ar. Ferð blóms­ins mynd­ast frá hreyfifrumum á sveigj­an­legum stað sem er rétt fyrir neðan blóm­haus­inn. Þessar hreyfifrumur dæla kal­íum-jónum í nálæga vefi og mynda þannig breyti­legan þrýst­ing sem ráða átt blóms­ins m.t.t. afstöðu sól­ar. Þetta litla blóm sem við veitum vart eft­ir­tekt í dag­legu lífi er sjálf­stætt líf­ríki í nátt­úr­unni sem lifir og hreyfir sig í takt við okkar sól­kerfi. Við menn­irn­ir, eins og litla blóm­ið, og allt annað líf, erum háð stuðn­ingi hvors ann­ars og líf­kerf­is­ins í heild.

Goða­sóley er t.a.m. ein­ungis ein teg­und plöntu af 8.7 milljón mis­mun­andi teg­undum líf­vera á móður jörð. En núver­andi vit­neskja vís­inda­sam­fé­lags­ins á fjölda mis­mun­andi líf­vera er almennt talin af skornum skammti og inn í taln­ingu vantar ver­öld örver­anna. Sem dæmi um tak­mark­aða þekk­ingu okkar á fjölda mis­mun­andi líf­vera þá fór Terry Erwin cara­bidolog­ist og starfs­maður Smith­son­ian Stofn­un­ar­innar inn í frum­skóg Pana­ma, lagði dúk undir tré og dreifði skor­dýra­eitri á stofn og krónu nokk­urra trjáa. Hann upp­götv­aði m.a. 1.100 nýjar teg­undir af bjöllu­ætt úr ein­ungis einu tré. Terry Erwing sagði í við­tali við Guar­dian að hæg­lega gætu fund­ist 30 milljón nýjar líf­verur í regn­skógum við mið­baug en ýmsir vís­inda­menn telja að regn­skóg­arnir hafi að geyma líf­verur og plöntur sem læknað geta alla sjúk­dóma mann­kyns.

Við þurfum að minna okkur á að mað­ur­inn er agn­arsmá eind í líf­ríki alheims­ins með tak­mark­aða þekk­ingu á efni og anda. Hans var­an­legi sigur getur ein­ungis verið and­legur og falist í auð­mýkt og virð­ingu fyrir Guði, líf­inu og gang­verki nátt­úr­unnar í heild. 

Í ímynd­aðri stærð okkar erum við lítið meira en end­ur­varp hvers ann­ars og umhverf­is­ins. En einmitt í end­ur­varp­inu höfum við mögu­leika á að bæta við örlít­illi þekk­ingu og kær­leika og skapa þannig betra og sann­gjarn­ara líf á plánetu jörð. Um þetta snýst þró­un­in.

Boð­skapur páskanna minnir okkur á sigur lífs­ins og and­ans. Pásk­arnir boða að Kristur er með okkur alla daga og gengur á undan okkur í heimi sem er ekki alltaf vin­veitt­ur. Hann lýsir okkur veg­inn í ver­öld sem getur verið myrkri skyggð, en eygir engu að síður birtu páska­sól­ar­innar í austri.



Höf­undur er áhuga­maður um betra líf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar