Foreldraútilokun er andleg misnotkun á barni

Grein í tilefni af alþjóðlegum degi vitundarvakningar um foreldraútilokun 25. apríl 2019.

23-april-2014_13983717045_o.jpg
Auglýsing

Hvað er for­eldra­úti­lok­un?

Til eru nokkrar skil­grein­ingar á for­eldra­úti­lokun (e. Parental Ali­enation) en mun­ur­inn felst aðal­lega í því hvaða hlið máls­ins er verið að rann­saka. Kjarn­inn er ætíð sá sami. Hér eru tvö dæmi:

  • Þegar barn, oft­ast í miðju skiln­að­ar­á­taka for­eldranna, tekur mjög sterka afstöðu með öðru for­eldr­inu (úti­lok­andi for­eldr­inu) og hafnar sam­bandi við hitt for­eldrið (úti­lok­aða for­eldrið) án raun­veru­legrar ástæðu.
  • Ástæðu­laus höfnun barns á for­eldri sem það áður átti ást­ríkt sam­band við. Höfn­unin lýsir sér í sér­stakri úti­lok­andi hegðun sem á sér rót úti­lok­andi hegðun hins for­eldr­is­ins.

Auglýsing

Eru þetta ekki bara skiln­að­ar­á­tök sem jafna sig með tím­an­um?

Því miður alls ekki. Það er grund­vall­ar­munur á for­eldra­úti­lokun og eðli­legum sár­indum á milli for­eldra sem standa í skiln­aði. Flestir for­eldrar sem ganga í gegnum erf­iðan skilnað missa ein­hvern tím­ann út úr sér eitt­hvað nei­kvætt í garð hins for­eldr­is­ins að barni áheyr­andi eða sýna van­þóknun á annan hátt. Það er eðli­legt og jafnar sig yfir­leitt fljót­lega.

For­eldra­úti­lokun er allt annað fyr­ir­bæri og lýsir sér á annan hátt. Dr. Amy JL Baker, sem er einn helsti sér­fræð­ingur heims í for­eldra­úti­lokun hefur tekið saman 17 hegð­un­ar­ein­kenni for­eldris sem beitir úti­lok­un. Þessum hegð­un­ar­mynstrum má skipta í 5 flokka. Úti­lok­andi for­eldrið:

  1. gefur barn­inu eitruð skila­boð um að hitt for­eldrið sé hættu­legt, vilji ekki vera til staðar og elski ekki barnið
  2. tak­markar umgengni og sam­skipti barns­ins við úti­lok­aða for­eldrið
  3. leit­ast við að afmá úti­lok­aða for­eldrið úr huga og hjarta barns­ins og skipta því út fyrir annað
  4. hvetur barnið til að bregð­ast trausti úti­lok­aða for­eldr­is­ins
  5. grefur undan for­eldra­valdi úti­lok­aða for­eldr­is­ins

For­eldrið sem beitir þessum aðferðum úti­lok­unar nær með þeim að skapa tog­streitu og fjar­lægð í sam­bandi barns­ins við úti­lok­aða for­eldr­ið. Sum börn geta stað­ist þennan þrýst­ing á að velja annað for­eldri sitt en afneita hinu. Þegar þrýst­ing­ur­inn verður of mik­ill og barn hafnar öðru for­eldri sínu án raun­veru­legrar ástæðu er talað um for­eldra­úti­lok­un. Sam­band (eða öllu heldur sam­bands­leysi) barns­ins við úti­lok­aða for­eldrið er þá afleið­ing af nei­kvæðri inn­ræt­ingu úti­lok­andi for­eldr­is­ins fremur en raun­veru­legri reynslu barns­ins af úti­lok­aða for­eldr­inu.

Ein­kennum sem börn sem beitt eru for­eldra­úti­lokun sýna má skipta upp í 8 hegð­un­ar­mynst­ur. Börn sem beitt eru úti­lokun sýna yfir­leitt flest eða öll þessi ein­kenni:

  1. ófræg­ing­ar­her­ferð í garð úti­lok­aða for­eldr­is­ins
  2. létt­væg­ar, óljósar og jafn­vel fárán­legar ástæður fyrir höfnun úti­lok­aða for­eldr­is­ins
  3. skort á raun­sæi við mat á báðum for­eldrum, annað er algott og hitt alvont
  4. iðr­un­ar­leysi yfir ósann­gjarnri fram­komu við úti­lok­aða for­eldrið
  5. skil­yrð­is­laus stuðn­ingur við úti­lok­andi (elskaða) for­eldrið
  6. það vísar til atburða sem aldrei hafa gerst
  7. það þyk­ist hafa kom­ist að þess­ari nið­ur­stöðu alger­lega eitt og sjálft (the indepentent thinker)
  8. óvildin er einnig færð yfir á nán­ustu fjöl­skyldu og vini úti­lok­aða for­eldr­is­ins



Er for­eldra­úti­lokun (e. Parental Ali­enation) við­ur­kennt hug­tak sem byggir á vís­inda­legum grunni?

Já, tví­mæla­laust. Í gagna­grunni alþjóð­legs fræða­hóps um for­eldra­úti­lokun (e. PASG, Parental Ali­enation Study Group) er að finna vís­anir í 800 eig­ind­legar rann­sóknir og 200 meg­in­d­legar rann­sóknir frá 38 löndum á for­eldra­úti­lok­un.

Þegar leitað er að „parental ali­enation“ í ICD-11, nýj­ustu útgáfu (2018) að gagna­grunni Alþjóða heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar (e. WHO) kemur upp kafli QE52.0 um vanda í sam­skiptum for­sjárað­ila og barns en kafl­inn tekur til „al­var­legra og langvar­andi erf­ið­leika og van­virkni í sam­bandi barns og for­sjárað­ila þess“.

AACAP – Amer­ican Academy of Child and Ado­lescent Psychi­atry til­tekur sér­stak­lega í leið­bein­ingum sínum til fag­að­ila við mat á for­ræð­is­málum beri að skoða sér­stak­lega til­felli þar sem barn verður ein­stak­lega fjand­sam­legt öðru for­eldri sínu vegna lík­inda á að þar sé um for­eldra­úti­lokun að ræða.

APSAC - Amer­ican Pro­fessional Soci­ety on the Abuse of Children veitir fag­að­ilum leið­bein­ingar um rann­sókn á ásök­unum um ofbeldi gagn­vart börnum og heim­il­is­of­beldi í tengslum við skiln­að­ar- og for­ræð­is­mál. Þar segir að þegar ekki er talið að ásökun um ofbeldi eigi við rök að styðj­ast geti skýr­ingin á ásök­un­inni verið til­raun til að úti­loka barnið frá for­eldri sínu. Sterkar vís­bend­ingar um for­eldri inn­ræti barni sínu nei­kvæð við­horf til hins for­eldr­is­ins verði að skoða með bestu hags­muni barns­ins í huga. Slík inn­ræt­ing sé and­leg mis­notkun á barni.

Í rit­inu eft­ir­far­andi vís­bend­ingar til­tekn­ar:

  • að tak­marka, grípa inn í eða grafa undan mik­il­vægum fjöl­skyldu­tengslum barns (t.d. með því að tak­marka sam­skipti barns­ins við for­eldri sitt og segja barn­inu að sam­skipta­leysið sé vegna þess að for­eldrið elski ekki barn­ið)
  • að setja barnið í holl­ustuklemmu og þrýsta á það að velja á milli for­eldra sinna

APA – Amer­ican Psycholog­ical Associ­ation gefur út hand­bók um „rétt­ar­fræði­lega sál­fræði“ (e. For­ensic Psychology) en þar er sér­stakur kafli um for­ræð­is­mál og umgengni. Í þeim kafla er sér­stak­lega fjallað um úti­lokun gagn­vart barni (e. Child Ali­enation).

Amer­ican Psychi­at­ric Associ­ation gefur reglu­lega út hand­bók um grein­ingar og töl­fræði um and­legar rask­anir (e. Diagnostic and Statist­ical Manual of Mental Dis­order­s). Í síð­ustu útgáfu (DSM-5), 2013 er í þremur köflum rætt um þennan vanda undir kafl­anum diagnostic code V 995.51 “child psycholog­ical abuse”:

  • Barn sem þol­andi sam­bandserf­ið­leika for­eldris: Þar sem talað er um „nei­kvæð áhrif sam­bandserf­ið­leika for­eldris (s.s. mikil átök, streita og illt umtal) á barn“
  • Vanda­mál í sam­skiptum for­eldris og barns þar sem talað er um til­vik s.s. þar sem barn ætlar for­eldri sínu illt, sýnir því fjand­skap og hafnar því án raun­veru­legrar ástæðu
  • And­leg mis­notkun á barni – þegar verið er að skaða eða yfir­gefa fólk (eða hluti) sem barn­inu er kært

Fleiri dæmi mætti nefna um stofn­anir og sam­tök sem taka á for­eldra­úti­lokun sem ofbeldi og and­lega mis­notkun gagn­vart barni. Þá hefur í nýlegum rann­sóknum verið rök­stutt hvernig for­eldra­úti­lokun upp­fyllir skil­yrði fyrir skil­grein­ingu sem heim­il­is­of­beldi (e. Domestic Violence)

Á ráð­stefnu fag­fólks á vegum Associ­ation of Family and Concili­ation Court var eft­ir­far­andi spurn­ing lögð fyrir 300 þátt­tak­endur á ráð­stefn­unni: „Telur þú að sumum börnum sé snúið svo gegn öðru for­eldri sínu af hinu for­eldr­inu að þau hafni því án raun­veru­legrar ástæð­u?“ (e. Do you think that some children are man­ipulated by one parent to irrationally and unju­stifi­ably reject the other parent?) 98% svar­enda töldu svo vera.

For­eldra­úti­lokun er heim­il­is­of­beldi og mis­notkun á barni

Eins og fram hefur komið hafa margar stofn­anir og sam­tök á sviði barna­verndar skil­greint þá hegðun að úti­loka barn frá for­eldri sínu sem and­lega mis­notkun á barni. Í nýlegri rit­rýndri grein í Psycholog­ical Bul­letin er rök­stutt hvernig for­eldra­úti­lokun upp­fyllir skil­yrði til að vera skil­greind sem bæði and­leg mis­notkun á barni og ofbeldi í nánum sam­böndum því mark­mið úti­lok­un­ar­innar er að valda úti­lok­aða for­eldr­inu skaða.

Í loka­orðum hvetja þau yfir­völd til að taka for­eldra­úti­lokun inn í þessar skil­grein­ingar svo hægt verði að taka á því með þeim ferlum sem fyrir hendi eru. Hluti af vand­anum er að yfir­völd s.s. lög­gjafi, dóms­vald­ið, barna­vernd­ar­yf­ir­völd o.s.frv. lítur ekki á for­eldra­úti­lokun sem ofbeldi gagn­vart barni og for­eldri. Með því að láta ofbeldið afskipta­laust eru yfir­völd hluti af vanda­mál­inu, hluti af ofbeld­inu.

Afleið­ingar for­eldra­úti­lok­unar eru alvar­legar og langvar­andi

For­eldra­úti­lokun veldur barni miklum og langvar­andi skaða. Með því að ala á hatri og fyr­ir­litn­ingu barns­ins í garð for­eldris síns er því inn­rætt sjálfs­fyr­ir­litn­ing auk þess sem barnið gengur í gegnum flókið sorg­ar­ferli vegna for­eldr­is­ins sem það missir en fær ekki að syrgja. Meðal afleið­inga á börn eru auknar líkur á kvíða, þung­lyndi, áhættu­hegðun og fíkni­sjúk­dómum auk þess sem úti­lokuð börn eru lík­legri til að eiga í alvar­legum vand­ræðum í nánum sam­böndum síðar á lífs­leið­inni.

Afar brýnt er að for­eldra­úti­lokun verði skil­greind sem ofbeld­i/mis­notkun á barni og ferlar skap­aðir til að grípa hratt og fag­lega inn í mál af þessu tagi.

Á Face­book- og heima­síðu Félags um for­eldra­jafn­rétti er að finna ýmsan fróð­leik um for­eldra­úti­lok­un. Þar er einnig hægt að leggja inn fyr­ir­spurnir og ganga í félagið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar