Foreldraútilokun er andleg misnotkun á barni

Grein í tilefni af alþjóðlegum degi vitundarvakningar um foreldraútilokun 25. apríl 2019.

23-april-2014_13983717045_o.jpg
Auglýsing

Hvað er for­eldra­úti­lok­un?

Til eru nokkrar skil­grein­ingar á for­eldra­úti­lokun (e. Parental Ali­enation) en mun­ur­inn felst aðal­lega í því hvaða hlið máls­ins er verið að rann­saka. Kjarn­inn er ætíð sá sami. Hér eru tvö dæmi:

 • Þegar barn, oft­ast í miðju skiln­að­ar­á­taka for­eldranna, tekur mjög sterka afstöðu með öðru for­eldr­inu (úti­lok­andi for­eldr­inu) og hafnar sam­bandi við hitt for­eldrið (úti­lok­aða for­eldrið) án raun­veru­legrar ástæðu.
 • Ástæðu­laus höfnun barns á for­eldri sem það áður átti ást­ríkt sam­band við. Höfn­unin lýsir sér í sér­stakri úti­lok­andi hegðun sem á sér rót úti­lok­andi hegðun hins for­eldr­is­ins.

Auglýsing

Eru þetta ekki bara skiln­að­ar­á­tök sem jafna sig með tím­an­um?

Því miður alls ekki. Það er grund­vall­ar­munur á for­eldra­úti­lokun og eðli­legum sár­indum á milli for­eldra sem standa í skiln­aði. Flestir for­eldrar sem ganga í gegnum erf­iðan skilnað missa ein­hvern tím­ann út úr sér eitt­hvað nei­kvætt í garð hins for­eldr­is­ins að barni áheyr­andi eða sýna van­þóknun á annan hátt. Það er eðli­legt og jafnar sig yfir­leitt fljót­lega.

For­eldra­úti­lokun er allt annað fyr­ir­bæri og lýsir sér á annan hátt. Dr. Amy JL Baker, sem er einn helsti sér­fræð­ingur heims í for­eldra­úti­lokun hefur tekið saman 17 hegð­un­ar­ein­kenni for­eldris sem beitir úti­lok­un. Þessum hegð­un­ar­mynstrum má skipta í 5 flokka. Úti­lok­andi for­eldrið:

 1. gefur barn­inu eitruð skila­boð um að hitt for­eldrið sé hættu­legt, vilji ekki vera til staðar og elski ekki barnið
 2. tak­markar umgengni og sam­skipti barns­ins við úti­lok­aða for­eldrið
 3. leit­ast við að afmá úti­lok­aða for­eldrið úr huga og hjarta barns­ins og skipta því út fyrir annað
 4. hvetur barnið til að bregð­ast trausti úti­lok­aða for­eldr­is­ins
 5. grefur undan for­eldra­valdi úti­lok­aða for­eldr­is­ins

For­eldrið sem beitir þessum aðferðum úti­lok­unar nær með þeim að skapa tog­streitu og fjar­lægð í sam­bandi barns­ins við úti­lok­aða for­eldr­ið. Sum börn geta stað­ist þennan þrýst­ing á að velja annað for­eldri sitt en afneita hinu. Þegar þrýst­ing­ur­inn verður of mik­ill og barn hafnar öðru for­eldri sínu án raun­veru­legrar ástæðu er talað um for­eldra­úti­lok­un. Sam­band (eða öllu heldur sam­bands­leysi) barns­ins við úti­lok­aða for­eldrið er þá afleið­ing af nei­kvæðri inn­ræt­ingu úti­lok­andi for­eldr­is­ins fremur en raun­veru­legri reynslu barns­ins af úti­lok­aða for­eldr­inu.

Ein­kennum sem börn sem beitt eru for­eldra­úti­lokun sýna má skipta upp í 8 hegð­un­ar­mynst­ur. Börn sem beitt eru úti­lokun sýna yfir­leitt flest eða öll þessi ein­kenni:

 1. ófræg­ing­ar­her­ferð í garð úti­lok­aða for­eldr­is­ins
 2. létt­væg­ar, óljósar og jafn­vel fárán­legar ástæður fyrir höfnun úti­lok­aða for­eldr­is­ins
 3. skort á raun­sæi við mat á báðum for­eldrum, annað er algott og hitt alvont
 4. iðr­un­ar­leysi yfir ósann­gjarnri fram­komu við úti­lok­aða for­eldrið
 5. skil­yrð­is­laus stuðn­ingur við úti­lok­andi (elskaða) for­eldrið
 6. það vísar til atburða sem aldrei hafa gerst
 7. það þyk­ist hafa kom­ist að þess­ari nið­ur­stöðu alger­lega eitt og sjálft (the indepentent thinker)
 8. óvildin er einnig færð yfir á nán­ustu fjöl­skyldu og vini úti­lok­aða for­eldr­is­insEr for­eldra­úti­lokun (e. Parental Ali­enation) við­ur­kennt hug­tak sem byggir á vís­inda­legum grunni?

Já, tví­mæla­laust. Í gagna­grunni alþjóð­legs fræða­hóps um for­eldra­úti­lokun (e. PASG, Parental Ali­enation Study Group) er að finna vís­anir í 800 eig­ind­legar rann­sóknir og 200 meg­in­d­legar rann­sóknir frá 38 löndum á for­eldra­úti­lok­un.

Þegar leitað er að „parental ali­enation“ í ICD-11, nýj­ustu útgáfu (2018) að gagna­grunni Alþjóða heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar (e. WHO) kemur upp kafli QE52.0 um vanda í sam­skiptum for­sjárað­ila og barns en kafl­inn tekur til „al­var­legra og langvar­andi erf­ið­leika og van­virkni í sam­bandi barns og for­sjárað­ila þess“.

AACAP – Amer­ican Academy of Child and Ado­lescent Psychi­atry til­tekur sér­stak­lega í leið­bein­ingum sínum til fag­að­ila við mat á for­ræð­is­málum beri að skoða sér­stak­lega til­felli þar sem barn verður ein­stak­lega fjand­sam­legt öðru for­eldri sínu vegna lík­inda á að þar sé um for­eldra­úti­lokun að ræða.

APSAC - Amer­ican Pro­fessional Soci­ety on the Abuse of Children veitir fag­að­ilum leið­bein­ingar um rann­sókn á ásök­unum um ofbeldi gagn­vart börnum og heim­il­is­of­beldi í tengslum við skiln­að­ar- og for­ræð­is­mál. Þar segir að þegar ekki er talið að ásökun um ofbeldi eigi við rök að styðj­ast geti skýr­ingin á ásök­un­inni verið til­raun til að úti­loka barnið frá for­eldri sínu. Sterkar vís­bend­ingar um for­eldri inn­ræti barni sínu nei­kvæð við­horf til hins for­eldr­is­ins verði að skoða með bestu hags­muni barns­ins í huga. Slík inn­ræt­ing sé and­leg mis­notkun á barni.

Í rit­inu eft­ir­far­andi vís­bend­ingar til­tekn­ar:

 • að tak­marka, grípa inn í eða grafa undan mik­il­vægum fjöl­skyldu­tengslum barns (t.d. með því að tak­marka sam­skipti barns­ins við for­eldri sitt og segja barn­inu að sam­skipta­leysið sé vegna þess að for­eldrið elski ekki barn­ið)
 • að setja barnið í holl­ustuklemmu og þrýsta á það að velja á milli for­eldra sinna

APA – Amer­ican Psycholog­ical Associ­ation gefur út hand­bók um „rétt­ar­fræði­lega sál­fræði“ (e. For­ensic Psychology) en þar er sér­stakur kafli um for­ræð­is­mál og umgengni. Í þeim kafla er sér­stak­lega fjallað um úti­lokun gagn­vart barni (e. Child Ali­enation).

Amer­ican Psychi­at­ric Associ­ation gefur reglu­lega út hand­bók um grein­ingar og töl­fræði um and­legar rask­anir (e. Diagnostic and Statist­ical Manual of Mental Dis­order­s). Í síð­ustu útgáfu (DSM-5), 2013 er í þremur köflum rætt um þennan vanda undir kafl­anum diagnostic code V 995.51 “child psycholog­ical abuse”:

 • Barn sem þol­andi sam­bandserf­ið­leika for­eldris: Þar sem talað er um „nei­kvæð áhrif sam­bandserf­ið­leika for­eldris (s.s. mikil átök, streita og illt umtal) á barn“
 • Vanda­mál í sam­skiptum for­eldris og barns þar sem talað er um til­vik s.s. þar sem barn ætlar for­eldri sínu illt, sýnir því fjand­skap og hafnar því án raun­veru­legrar ástæðu
 • And­leg mis­notkun á barni – þegar verið er að skaða eða yfir­gefa fólk (eða hluti) sem barn­inu er kært

Fleiri dæmi mætti nefna um stofn­anir og sam­tök sem taka á for­eldra­úti­lokun sem ofbeldi og and­lega mis­notkun gagn­vart barni. Þá hefur í nýlegum rann­sóknum verið rök­stutt hvernig for­eldra­úti­lokun upp­fyllir skil­yrði fyrir skil­grein­ingu sem heim­il­is­of­beldi (e. Domestic Violence)

Á ráð­stefnu fag­fólks á vegum Associ­ation of Family and Concili­ation Court var eft­ir­far­andi spurn­ing lögð fyrir 300 þátt­tak­endur á ráð­stefn­unni: „Telur þú að sumum börnum sé snúið svo gegn öðru for­eldri sínu af hinu for­eldr­inu að þau hafni því án raun­veru­legrar ástæð­u?“ (e. Do you think that some children are man­ipulated by one parent to irrationally and unju­stifi­ably reject the other parent?) 98% svar­enda töldu svo vera.

For­eldra­úti­lokun er heim­il­is­of­beldi og mis­notkun á barni

Eins og fram hefur komið hafa margar stofn­anir og sam­tök á sviði barna­verndar skil­greint þá hegðun að úti­loka barn frá for­eldri sínu sem and­lega mis­notkun á barni. Í nýlegri rit­rýndri grein í Psycholog­ical Bul­letin er rök­stutt hvernig for­eldra­úti­lokun upp­fyllir skil­yrði til að vera skil­greind sem bæði and­leg mis­notkun á barni og ofbeldi í nánum sam­böndum því mark­mið úti­lok­un­ar­innar er að valda úti­lok­aða for­eldr­inu skaða.

Í loka­orðum hvetja þau yfir­völd til að taka for­eldra­úti­lokun inn í þessar skil­grein­ingar svo hægt verði að taka á því með þeim ferlum sem fyrir hendi eru. Hluti af vand­anum er að yfir­völd s.s. lög­gjafi, dóms­vald­ið, barna­vernd­ar­yf­ir­völd o.s.frv. lítur ekki á for­eldra­úti­lokun sem ofbeldi gagn­vart barni og for­eldri. Með því að láta ofbeldið afskipta­laust eru yfir­völd hluti af vanda­mál­inu, hluti af ofbeld­inu.

Afleið­ingar for­eldra­úti­lok­unar eru alvar­legar og langvar­andi

For­eldra­úti­lokun veldur barni miklum og langvar­andi skaða. Með því að ala á hatri og fyr­ir­litn­ingu barns­ins í garð for­eldris síns er því inn­rætt sjálfs­fyr­ir­litn­ing auk þess sem barnið gengur í gegnum flókið sorg­ar­ferli vegna for­eldr­is­ins sem það missir en fær ekki að syrgja. Meðal afleið­inga á börn eru auknar líkur á kvíða, þung­lyndi, áhættu­hegðun og fíkni­sjúk­dómum auk þess sem úti­lokuð börn eru lík­legri til að eiga í alvar­legum vand­ræðum í nánum sam­böndum síðar á lífs­leið­inni.

Afar brýnt er að for­eldra­úti­lokun verði skil­greind sem ofbeld­i/mis­notkun á barni og ferlar skap­aðir til að grípa hratt og fag­lega inn í mál af þessu tagi.

Á Face­book- og heima­síðu Félags um for­eldra­jafn­rétti er að finna ýmsan fróð­leik um for­eldra­úti­lok­un. Þar er einnig hægt að leggja inn fyr­ir­spurnir og ganga í félagið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar