Hvaða máli skiptir menntun?

Forseti Menntavísindasviðs skrifar grein sem er hluti af átaki um vitundarvakningu um menntun og mikilvægi kennara.

Auglýsing

Þessi spurn­ing virð­ist fremur fánýt og ef til vill óþörf. Hver myndi halda því fram að menntun skipti litlu sem engu máli? Við þurfum ekki nema að huga að eigin lífs­ferli til að átta okkur á þeim áhrifum sem kenn­arar og mennta­stofn­anir hafa haft á líf okk­ar. Á hverjum virkum degi allan árs­ins hring ganga börn á Íslandi í leik­skóla,  180 daga árs­ins sækja 6-16 ára börn á Íslandi grunn­skóla, og all­flest ung­menni á Íslandi inn­rit­ast á ein­hverjum tíma­punkti í fram­halds­skóla, þó ekki ljúki þau öll námi. Það virð­ist svo aug­ljóst að menntun skipti máli, að við gefum okkur sjaldan tíma til að spyrja hvaða máli skiptir mennt­un? Þó er mik­il­vægt að velta þess­ari spurn­ingu fyrir sér, því hún knýr á um að við veltum fyrir okkur mark­miði og til­gangi mennt­un­ar.

Mótun fram­tíð­ar­borg­ara

Þegar glöggt er skoð­að, og jafn­vel þó um yfir­borðs­skoðun sé að ræða, þá blasa við að minnsta kosti tvær ólíkar leiðir til að svara þess­ari spurn­ingu. Sé litið til opin­berrar orð­ræðu um menntun og ríkj­andi áhersl­ur, er ljóst að almennt er talið að menntun skipti miklu máli fyrir fram­gang og þróun sam­fé­lags­ins sjálfs, ekki síst atvinnu­lífs­ins. Ég ætla að kalla það hina tækni­legu sýn á mennt­un. Þessi sýn á menntun byggir á því að menntun felist í því að þjálfa og fræða fram­tíð­ar­borg­ara til að leggja sitt fram í verka­skipt­ingu sam­fé­lags­ins, mennta fólk til ólíkra starfa, í okkar eigin þágu sem og sam­fé­lags­ins alls. Mæli­kvarð­inn á menntun er hér fyrst og fremst met­inn í fram­leiðslu­getu og efna­hags­stöðu sam­fé­lags­ins. Þegar horft er til nem­enda, er einkum horft til getu og færni á ákveðnum skil­greindum fagsvið­um, sem og útskrift­ar­töl­ur, atvinnu­mögu­leika og aðra skýra og mæl­an­lega þætti.

Ræktun mennsk­unnar

Önnur leið til að svara því hvaða máli menntun skiptir horfir fremur til ein­stak­lings­ins sjálfs, þroska hans og mögu­leika, og í raun til list­ar­innar að lifa sem mann­eskja. Köllum þetta sjón­ar­horn á mark­mið mennt­unar hina húmanísku sýn. Þessi sýn á menntun á sér djúpar rætur í hug­mynda­sögu mann­kyns. Þeim fræjum sem grísku heim­spek­ing­arnir sáðu á fornöld um að menntun fælist í því að rækta mennsk­una og mögu­leika hvers ein­stak­lings, hefur sann­ar­lega lif­að. Það er þó ekki sam­fé­lag­inu sjálfu að þakka og því síður mennta­kerfum vest­rænna sam­fé­lagi. Fremur má segja að þessi hug­sjón sé enn lif­andi þrátt fyrir sífellt sterk­ari þrýst­ing á hinn hag­nýta árangur mennt­un­ar, á hina tækni­legu sýn á mennt­un.

Auglýsing

Því fer fjarri að ég ætli að halda því fram að hin tækni­lega eða hag­nýta sýn sé röng. Menntun er und­ir­staða fram­fara í sam­fé­lag­inu, tryggir þróun þekk­ingar og atvinnu­lífs. Menntun tryggir stoðir efna­hags- og atvinnu­lífs­ins, sem stuðlar að auknum lífs­gæðum ein­stak­linga, mögu­leikum þeirra og far­sæld. Ég held því á hinn bóg­inn fram að hið húmaníska svar eigi ávallt að koma fyrst, að þroski hvers ein­stak­lings sé hið eig­in­lega mark­mið mennt­un­ar. Rökin fyrir því eru þau að öll vel­meg­un, vel­sæld og lífs­gæði sem við getum orðið okkur úti um eru einskis nýt ef við höfum ekki til að bera hyggju­vit, þroska og lífs­gildi til að nýta mögu­leika okk­ar, tæki og tól til góðs.

Kenn­arar og mennta­hug­sjónin

Hverjir standa vörð um hina húmanísku mennt­un? Það eru kenn­arar allra skóla­stiga, sem alla daga eru í sam­skiptum við börn og ungt fólk. Kenn­arar sem hafa helgað líf sitt mennta­hug­sjón­inni. Kenn­arar sem vita að nám er per­sónu­legt, nám er aðstæðu­bundið og nám er þroski. Færni og þekk­ing skipta að sjálf­sögðu máli, miklu máli, og opna dyr ein­stak­linga að veru­leik­an­um, nátt­úr­unni og sam­fé­lag­inu. Við þjálfum hæfi­leika okk­ar, dóm­greind og grein­andi hugsun með því að takast á við nýjar áskor­anir og ögrandi verk­efni. En listin að lifa, listin að vera mann­eskja, tengj­ast öðru fólki, leita eigin leiða og lausna – þetta er kjarn­inn í því að þroskast, að mennt­ast.

Tog­streitan eilífa um hið vissa og óvissa

Bók­mennt­ir, nátt­úru­fræði, stærð­fræði, tungu­mál, listir og sam­fé­lags­greinar skapa vett­vang fyrir nám og þroska, efla and­lega og lík­am­lega skynj­un, og gefa færi á bæði grein­andi og skap­andi hugs­un. Við verðum ekki öll rit­höf­und­ar, vís­inda­menn, lista­menn eða verk­fræð­ingar en við búum öll yfir óend­an­legum mögu­leikum sem finna sér mis­mun­andi far­vegi. Mennta­kerfið á að hlúa að mögu­leikum allra til þroska og far­sæld­ar, að gefa öllum færi á að kynn­ast heim­inum á ólíka vegu. Heim­spek­ing­ur­inn Sig­urður Nor­dal flutti fyr­ir­lestra fyrir réttum hund­rað árum um þroska­hug­sjón­ina sem köll­uð­ust Ein­lyndi og marg­lyndi. Í fyr­ir­lestr­unum setti Sig­urður fram kenn­ingu sína um ein­lyndi og marg­lyndi sem grunn­þætti sál­ar­lífs­ins. Sam­kvæmt kenn­ing­unni þá snýst líf okkar að miklu leyti um að finna jafn­vægið þarna á milli, en einnig að lifa í tog­streit­unni um hið vissa og hið óvissa, vera við­kvæm en samt sterk. Ég vek athygli áhuga­samra á ráð­stefnu sem haldin verður í Hann­es­ar­holti næst­kom­andi laug­ar­dag 27. apríl til heið­urs Sig­urði Nor­dal, þar sem boð­skapur hans í fyr­ir­lestr­a­r­öð­inni er krufinn í ljósi nútím­ans.

Hvaða máli skiptir menntun fyrir þig?

Ein megin nið­ur­staða Sig­urðar Nor­dals er að „allt líf, sem er vert þess að lifa því, gengur út á að sam­rýma ósam­rým­an­legar and­stæður …“, ná valdi á tog­streit­unni sem gjarnan ein­kennir líf okk­ar, fanga hana, gera hana að skap­andi krafti. Þessa ábyrgð höfum við öll, bæði sem ein­stak­lingar og sem sam­fé­lag. Gerum okkur ljósa þá tog­streitu sem er að finna í ólíkum hug­myndum um mark­mið mennt­un­ar. Gerum ekki til­raun til að breiða yfir hana, veltum fyrir okkur hvaða afleið­ingar það hefur að hafa hina húmanísku sýn á menntun ávallt í aft­ur­sæt­inu, en ekki í for­grunni. Kenn­arar vita að menntun snýst ekki ein­göngu um það sem augað mæl­ir, heldur fremur það sem hjartað nem­ur. Það er á ábyrgð okkar allra að for­gangs­raða rétt í mennta­kerf­inu, hlusta á þann vitn­is­burð sem kenn­arar gefa og veita hverju barni og ung­menni svig­rúm til að þroska hæfi­leika sína á eigin for­send­um. Hvaða máli skiptir menntun fyrir þig?

Höf­undur er for­seti Mennta­vís­inda­sviðs Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar