Löglegt brottkast

Fram­kvæmda­stjóri Orku­set­urs skrifar um brottkast á metani.

Auglýsing

Þegar Íslend­ingar heyra um brott­kast á fiski, verða flestir bæði reiðir og hneyksl­að­ir. Það eru mjög eðli­leg við­brögð enda er fisk­ur­inn í sjónum ekki bara sam­eig­in­leg auð­lind allra lands­manna heldur líka afar verð­mæt. Þetta er ein­fald­lega sóun á sam­eig­in­legri auð­lind. 

Við eigum aðra sam­eig­in­lega auð­lind sem ekki allir átta sig á, en það er líf­rænn úrgang­ur. Fáir setja sam­nefn­ara milli úrgangs og auð­linda en víða leyn­ast verð­mæt­in. Um nokk­urt skeið hefur verið unnið metan­gas úr úrgangi frá urð­un­ar­stöðvum í Reykja­vík og á Akur­eyri.  Þetta er afar mik­il­væg lofts­lags­að­gerð því ef metanið sleppur óbrennt upp í and­rúms­loftið hefur hvert tonn um tutt­ugu­falt verri loft­lags­á­hrif en hvert tonn af CO2. Á næsta ári opnar svo ný gas­gerð­ar­stöð hjá Sorpu sem tvö­faldar þessa met­an­vinnslu.

Óásætt­an­legt brott­kast auð­linda

Þá kemur að brott­kast­inu. Aðeins lítil hluti af þessu verð­mæta met­ani, sem nýta má sem hágæða­elds­neyti á stærri og minni bif­reið­ar, er í dag nýtt­ur. Meiri­hlut­anum er bara hent eða rétt­ara sagt brennt í til­felli Sorpu. Á urð­un­ar­stað Sorpu í Álfs­nesi fer fram stans­lauss brennsla á met­ani til einskis sem duga myndi á 5-6000 fólks­bíla eða hell­ing af fólks- eða vöru­flutn­inga­bíl­um. Þetta fárán­lega brott­kast verð­mæta er óásætt­an­legt og eig­in­lega verra en brott­kast á fiski.  

Auglýsing

Brott­kast á fiski sam­anstendur oft­ast af smáum eða verð­minni fiski sem sjó­menn freist­ast til að láta frá sér á meðan metan­gas er Svans­vottað hágæða elds­neyti sem er marg­falt umhverf­is­vænna en hefð­bundið jarð­efna­elds­neyti. Það myndi lík­lega ein­hverjum bregða ef olíu­trukkar myndu stans­laust keyra á afvikin stað og dæla bens­íni á til­gangs­laust bál, engum til gagns.

Vand­ræða­laus nýt­ing

Á Akur­eyri hafa nú um nokk­urt skeið keyrt almenn­ings­vagnar vand­ræða­laust á norð­lensku met­ani með miklum umhverf­isá­vinn­ingi. Auk nokk­urra teg­unda af gæða­fólks­bílum frá við­ur­kenndum aðil­um, bjóða nokkrir af þekkt­ustu bíla­fram­leið­endum heims upp á vöru- og fólks­flutn­inga­bif­reiðar sem ganga fyrir met­ani. Metanið er  ekki bara með hlut­lausa kolefn­islosun heldur er það ein­fald­lega ódýr­ara. Hvernig má það vera að ein­ungis tveir af 150 vögnum Strætó BS keyra á met­ani? Af hverju í ósköp­unum býður ekk­ert flutn­inga­fyr­ir­tæki upp á kolefn­is­hlut­lausa vöru­flutn­inga inn­an­bæjar eða milli Reykja­víkur og Akur­eyrar á met­an­flutn­inga­bíl­u­m? 

 Ein­hverjir benda á raf­stræt­is­vagna sem eru, sem betur fer, komnir í umferð í Reykja­vík. Inn­leið­ing raf­vagna gerir það samt ekk­ert minna fárán­legt að brenna jafn umhverf­is­vænni lausn út í loftið á með­an. Þessar lausnir fara vel saman og það myndi líka létta á nauð­syn­legri inn­viða­upp­bygg­ingu fyrir raf­vagna ef ein­hverjir tugir vagna gengju á met­ani.

Okkar auð­lind

Meta­nauð­lindin er ekki bara í eigu okkar í gegnum eign­ar­hald sveit­ar­fé­lag­anna. Það erum við sem leggjum til hrá­efnið þ.e. líf­ræna úrgang­inn.  Það er þess vegna á okkar ábyrgð að nýta þetta umhverf­is­væna elds­neyti með skyn­sam­legum hætti. Hættum að henda og byrjum að nýta.

Höf­undur er fram­­kvæmda­­stjóri Orku­­set­­urs.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar