Löglegt brottkast

Fram­kvæmda­stjóri Orku­set­urs skrifar um brottkast á metani.

Auglýsing

Þegar Íslend­ingar heyra um brott­kast á fiski, verða flestir bæði reiðir og hneyksl­að­ir. Það eru mjög eðli­leg við­brögð enda er fisk­ur­inn í sjónum ekki bara sam­eig­in­leg auð­lind allra lands­manna heldur líka afar verð­mæt. Þetta er ein­fald­lega sóun á sam­eig­in­legri auð­lind. 

Við eigum aðra sam­eig­in­lega auð­lind sem ekki allir átta sig á, en það er líf­rænn úrgang­ur. Fáir setja sam­nefn­ara milli úrgangs og auð­linda en víða leyn­ast verð­mæt­in. Um nokk­urt skeið hefur verið unnið metan­gas úr úrgangi frá urð­un­ar­stöðvum í Reykja­vík og á Akur­eyri.  Þetta er afar mik­il­væg lofts­lags­að­gerð því ef metanið sleppur óbrennt upp í and­rúms­loftið hefur hvert tonn um tutt­ugu­falt verri loft­lags­á­hrif en hvert tonn af CO2. Á næsta ári opnar svo ný gas­gerð­ar­stöð hjá Sorpu sem tvö­faldar þessa met­an­vinnslu.

Óásætt­an­legt brott­kast auð­linda

Þá kemur að brott­kast­inu. Aðeins lítil hluti af þessu verð­mæta met­ani, sem nýta má sem hágæða­elds­neyti á stærri og minni bif­reið­ar, er í dag nýtt­ur. Meiri­hlut­anum er bara hent eða rétt­ara sagt brennt í til­felli Sorpu. Á urð­un­ar­stað Sorpu í Álfs­nesi fer fram stans­lauss brennsla á met­ani til einskis sem duga myndi á 5-6000 fólks­bíla eða hell­ing af fólks- eða vöru­flutn­inga­bíl­um. Þetta fárán­lega brott­kast verð­mæta er óásætt­an­legt og eig­in­lega verra en brott­kast á fiski.  

Auglýsing

Brott­kast á fiski sam­anstendur oft­ast af smáum eða verð­minni fiski sem sjó­menn freist­ast til að láta frá sér á meðan metan­gas er Svans­vottað hágæða elds­neyti sem er marg­falt umhverf­is­vænna en hefð­bundið jarð­efna­elds­neyti. Það myndi lík­lega ein­hverjum bregða ef olíu­trukkar myndu stans­laust keyra á afvikin stað og dæla bens­íni á til­gangs­laust bál, engum til gagns.

Vand­ræða­laus nýt­ing

Á Akur­eyri hafa nú um nokk­urt skeið keyrt almenn­ings­vagnar vand­ræða­laust á norð­lensku met­ani með miklum umhverf­isá­vinn­ingi. Auk nokk­urra teg­unda af gæða­fólks­bílum frá við­ur­kenndum aðil­um, bjóða nokkrir af þekkt­ustu bíla­fram­leið­endum heims upp á vöru- og fólks­flutn­inga­bif­reiðar sem ganga fyrir met­ani. Metanið er  ekki bara með hlut­lausa kolefn­islosun heldur er það ein­fald­lega ódýr­ara. Hvernig má það vera að ein­ungis tveir af 150 vögnum Strætó BS keyra á met­ani? Af hverju í ósköp­unum býður ekk­ert flutn­inga­fyr­ir­tæki upp á kolefn­is­hlut­lausa vöru­flutn­inga inn­an­bæjar eða milli Reykja­víkur og Akur­eyrar á met­an­flutn­inga­bíl­u­m? 

 Ein­hverjir benda á raf­stræt­is­vagna sem eru, sem betur fer, komnir í umferð í Reykja­vík. Inn­leið­ing raf­vagna gerir það samt ekk­ert minna fárán­legt að brenna jafn umhverf­is­vænni lausn út í loftið á með­an. Þessar lausnir fara vel saman og það myndi líka létta á nauð­syn­legri inn­viða­upp­bygg­ingu fyrir raf­vagna ef ein­hverjir tugir vagna gengju á met­ani.

Okkar auð­lind

Meta­nauð­lindin er ekki bara í eigu okkar í gegnum eign­ar­hald sveit­ar­fé­lag­anna. Það erum við sem leggjum til hrá­efnið þ.e. líf­ræna úrgang­inn.  Það er þess vegna á okkar ábyrgð að nýta þetta umhverf­is­væna elds­neyti með skyn­sam­legum hætti. Hættum að henda og byrjum að nýta.

Höf­undur er fram­­kvæmda­­stjóri Orku­­set­­urs.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar