Löglegt brottkast

Fram­kvæmda­stjóri Orku­set­urs skrifar um brottkast á metani.

Auglýsing

Þegar Íslend­ingar heyra um brott­kast á fiski, verða flestir bæði reiðir og hneyksl­að­ir. Það eru mjög eðli­leg við­brögð enda er fisk­ur­inn í sjónum ekki bara sam­eig­in­leg auð­lind allra lands­manna heldur líka afar verð­mæt. Þetta er ein­fald­lega sóun á sam­eig­in­legri auð­lind. 

Við eigum aðra sam­eig­in­lega auð­lind sem ekki allir átta sig á, en það er líf­rænn úrgang­ur. Fáir setja sam­nefn­ara milli úrgangs og auð­linda en víða leyn­ast verð­mæt­in. Um nokk­urt skeið hefur verið unnið metan­gas úr úrgangi frá urð­un­ar­stöðvum í Reykja­vík og á Akur­eyri.  Þetta er afar mik­il­væg lofts­lags­að­gerð því ef metanið sleppur óbrennt upp í and­rúms­loftið hefur hvert tonn um tutt­ugu­falt verri loft­lags­á­hrif en hvert tonn af CO2. Á næsta ári opnar svo ný gas­gerð­ar­stöð hjá Sorpu sem tvö­faldar þessa met­an­vinnslu.

Óásætt­an­legt brott­kast auð­linda

Þá kemur að brott­kast­inu. Aðeins lítil hluti af þessu verð­mæta met­ani, sem nýta má sem hágæða­elds­neyti á stærri og minni bif­reið­ar, er í dag nýtt­ur. Meiri­hlut­anum er bara hent eða rétt­ara sagt brennt í til­felli Sorpu. Á urð­un­ar­stað Sorpu í Álfs­nesi fer fram stans­lauss brennsla á met­ani til einskis sem duga myndi á 5-6000 fólks­bíla eða hell­ing af fólks- eða vöru­flutn­inga­bíl­um. Þetta fárán­lega brott­kast verð­mæta er óásætt­an­legt og eig­in­lega verra en brott­kast á fiski.  

Auglýsing

Brott­kast á fiski sam­anstendur oft­ast af smáum eða verð­minni fiski sem sjó­menn freist­ast til að láta frá sér á meðan metan­gas er Svans­vottað hágæða elds­neyti sem er marg­falt umhverf­is­vænna en hefð­bundið jarð­efna­elds­neyti. Það myndi lík­lega ein­hverjum bregða ef olíu­trukkar myndu stans­laust keyra á afvikin stað og dæla bens­íni á til­gangs­laust bál, engum til gagns.

Vand­ræða­laus nýt­ing

Á Akur­eyri hafa nú um nokk­urt skeið keyrt almenn­ings­vagnar vand­ræða­laust á norð­lensku met­ani með miklum umhverf­isá­vinn­ingi. Auk nokk­urra teg­unda af gæða­fólks­bílum frá við­ur­kenndum aðil­um, bjóða nokkrir af þekkt­ustu bíla­fram­leið­endum heims upp á vöru- og fólks­flutn­inga­bif­reiðar sem ganga fyrir met­ani. Metanið er  ekki bara með hlut­lausa kolefn­islosun heldur er það ein­fald­lega ódýr­ara. Hvernig má það vera að ein­ungis tveir af 150 vögnum Strætó BS keyra á met­ani? Af hverju í ósköp­unum býður ekk­ert flutn­inga­fyr­ir­tæki upp á kolefn­is­hlut­lausa vöru­flutn­inga inn­an­bæjar eða milli Reykja­víkur og Akur­eyrar á met­an­flutn­inga­bíl­u­m? 

 Ein­hverjir benda á raf­stræt­is­vagna sem eru, sem betur fer, komnir í umferð í Reykja­vík. Inn­leið­ing raf­vagna gerir það samt ekk­ert minna fárán­legt að brenna jafn umhverf­is­vænni lausn út í loftið á með­an. Þessar lausnir fara vel saman og það myndi líka létta á nauð­syn­legri inn­viða­upp­bygg­ingu fyrir raf­vagna ef ein­hverjir tugir vagna gengju á met­ani.

Okkar auð­lind

Meta­nauð­lindin er ekki bara í eigu okkar í gegnum eign­ar­hald sveit­ar­fé­lag­anna. Það erum við sem leggjum til hrá­efnið þ.e. líf­ræna úrgang­inn.  Það er þess vegna á okkar ábyrgð að nýta þetta umhverf­is­væna elds­neyti með skyn­sam­legum hætti. Hættum að henda og byrjum að nýta.

Höf­undur er fram­­kvæmda­­stjóri Orku­­set­­urs.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar