Löglegt brottkast

Fram­kvæmda­stjóri Orku­set­urs skrifar um brottkast á metani.

Auglýsing

Þegar Íslend­ingar heyra um brott­kast á fiski, verða flestir bæði reiðir og hneyksl­að­ir. Það eru mjög eðli­leg við­brögð enda er fisk­ur­inn í sjónum ekki bara sam­eig­in­leg auð­lind allra lands­manna heldur líka afar verð­mæt. Þetta er ein­fald­lega sóun á sam­eig­in­legri auð­lind. 

Við eigum aðra sam­eig­in­lega auð­lind sem ekki allir átta sig á, en það er líf­rænn úrgang­ur. Fáir setja sam­nefn­ara milli úrgangs og auð­linda en víða leyn­ast verð­mæt­in. Um nokk­urt skeið hefur verið unnið metan­gas úr úrgangi frá urð­un­ar­stöðvum í Reykja­vík og á Akur­eyri.  Þetta er afar mik­il­væg lofts­lags­að­gerð því ef metanið sleppur óbrennt upp í and­rúms­loftið hefur hvert tonn um tutt­ugu­falt verri loft­lags­á­hrif en hvert tonn af CO2. Á næsta ári opnar svo ný gas­gerð­ar­stöð hjá Sorpu sem tvö­faldar þessa met­an­vinnslu.

Óásætt­an­legt brott­kast auð­linda

Þá kemur að brott­kast­inu. Aðeins lítil hluti af þessu verð­mæta met­ani, sem nýta má sem hágæða­elds­neyti á stærri og minni bif­reið­ar, er í dag nýtt­ur. Meiri­hlut­anum er bara hent eða rétt­ara sagt brennt í til­felli Sorpu. Á urð­un­ar­stað Sorpu í Álfs­nesi fer fram stans­lauss brennsla á met­ani til einskis sem duga myndi á 5-6000 fólks­bíla eða hell­ing af fólks- eða vöru­flutn­inga­bíl­um. Þetta fárán­lega brott­kast verð­mæta er óásætt­an­legt og eig­in­lega verra en brott­kast á fiski.  

Auglýsing

Brott­kast á fiski sam­anstendur oft­ast af smáum eða verð­minni fiski sem sjó­menn freist­ast til að láta frá sér á meðan metan­gas er Svans­vottað hágæða elds­neyti sem er marg­falt umhverf­is­vænna en hefð­bundið jarð­efna­elds­neyti. Það myndi lík­lega ein­hverjum bregða ef olíu­trukkar myndu stans­laust keyra á afvikin stað og dæla bens­íni á til­gangs­laust bál, engum til gagns.

Vand­ræða­laus nýt­ing

Á Akur­eyri hafa nú um nokk­urt skeið keyrt almenn­ings­vagnar vand­ræða­laust á norð­lensku met­ani með miklum umhverf­isá­vinn­ingi. Auk nokk­urra teg­unda af gæða­fólks­bílum frá við­ur­kenndum aðil­um, bjóða nokkrir af þekkt­ustu bíla­fram­leið­endum heims upp á vöru- og fólks­flutn­inga­bif­reiðar sem ganga fyrir met­ani. Metanið er  ekki bara með hlut­lausa kolefn­islosun heldur er það ein­fald­lega ódýr­ara. Hvernig má það vera að ein­ungis tveir af 150 vögnum Strætó BS keyra á met­ani? Af hverju í ósköp­unum býður ekk­ert flutn­inga­fyr­ir­tæki upp á kolefn­is­hlut­lausa vöru­flutn­inga inn­an­bæjar eða milli Reykja­víkur og Akur­eyrar á met­an­flutn­inga­bíl­u­m? 

 Ein­hverjir benda á raf­stræt­is­vagna sem eru, sem betur fer, komnir í umferð í Reykja­vík. Inn­leið­ing raf­vagna gerir það samt ekk­ert minna fárán­legt að brenna jafn umhverf­is­vænni lausn út í loftið á með­an. Þessar lausnir fara vel saman og það myndi líka létta á nauð­syn­legri inn­viða­upp­bygg­ingu fyrir raf­vagna ef ein­hverjir tugir vagna gengju á met­ani.

Okkar auð­lind

Meta­nauð­lindin er ekki bara í eigu okkar í gegnum eign­ar­hald sveit­ar­fé­lag­anna. Það erum við sem leggjum til hrá­efnið þ.e. líf­ræna úrgang­inn.  Það er þess vegna á okkar ábyrgð að nýta þetta umhverf­is­væna elds­neyti með skyn­sam­legum hætti. Hættum að henda og byrjum að nýta.

Höf­undur er fram­­kvæmda­­stjóri Orku­­set­­urs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar