Opið bréf til Örnólfs Thorssonar

„Ég reikna með því að óhemjan í honum, sem ég held að hafi átt rætur í pirringi, hafi öll endað ykkar megin í fjölskyldunni.“

Auglýsing

Ágæti Örn­ólfur ég biðst afsök­unar á því að ég sendi þér bréf þegar erindi mitt er við bróður þinn hann Guð­mund Andra. Mér fannst ein­hvern veg­inn rétt­ara að senda orð mín til þín og biðja þig að vefja þau inn í bóm­ull og flytja þau þannig til hans. Guð­mundur Andri er nefni­lega í Sam­fylk­ing­unni og mér skilst að það sé ekki rétt­látt að leggja meira á mann en það og alls ekki bréf af þess­ari gerð. En þetta er það sem ég vildi sagt hafa:

Guð­mundur Jón­atans­son fædd­ist 12. des­em­ber 1829 á Hofi í Flat­eyj­ar­dal. 13. sept­em­ber 1849 kvænt­ist hann Stein­unni „yngri“ Þor­kels­dóttur sem fædd­ist 1. júlí 1828 á Brett­ing­stöðum í Flat­eyj­ar­dal. Þau hjón bjuggu  alla sína búskap­ar­tíð á Brett­ing­stöðum og eign­uð­ust tíu börn. Það elsta var Páll sem var langafi minn í móð­ur­ætt föður míns og það yngsta Vil­hjálmur sem var langafi þinn og Guð­mundar Andra í föð­ur­ætt föður ykk­ar. Við Guð­mundur Andri og þú erum því allir Brett­ingar þannig að þegar við deilum er um að ræða fjöl­skyldu­erj­ur, en þær hafa til­hneig­ingu til þess að ein­kenn­ast meira af nöldri en raun­veru­legum ágrein­ingi. Guð­mundur Andri skrif­aði pistil sem birt­ist í Kjarn­anum á föstu­dag­inn, sem mér virð­ist vera lítið annað en pirr­ingur út í mig, en hann stendur lík­lega í þeirri trú að hún sé við­brögð við  grein eftir mig sem birt­ist í Frétta­blað­inu tveimur dögum áður og fjall­aði um orku­mál. Það er göf­ugt verk og jafn­vel skylda manns að vera pirr­aður út í ætt­ingja sína og Guð­mundur Andri rækir hana af stakri prýði. Það sem mér finnst merki­leg­ast við pistil hans er að hann virð­ist engu síður pirr­aður út í þau atriði í grein minni sem hann er sam­mála en þau sem hann er ósam­mála.

Nú skulum við skoða þau atriði í grein minni sem ollu pirr­ingi allt að 8.5 á Richterska­la:

Auglýsing

1. Í byrjun grein­ar­innar minnt­ist ég lít­il­lega á Ein­stein vegna þess að í mínum huga er hann faðir eða guð­faðir flestra nýrra hugs­ana um orku frá því í byrjun síð­ustu ald­ar. Síðar   í grein­inni  lagði ég til að raf­magn á Íslandi yrði selt á kostn­að­ar­verði meðal ann­ars til þess að hlúa að græn­met­is­ræktun í gróð­ur­hús­um. Við­brögð Guð­mundar Andra voru: „Þetta hljómar vel og aldrei að vita nema hægt hefði verið að kom­ast að þessum nið­ur­stöðum án atbeina Ein­stein.“ Ég vona heitt og inni­lega að hér sé um að ræða til­raun til þess að tjá pirr­ing vegna þess að ef svo er hefur honum bróður þínum tek­ist snilld­ar­lega, ef þetta var hins vegar til­raun til þess að vera fynd­inn  er ég hræddur um að það hafi ekki endi­lega gengið upp. Við fyr­ir­gefðum slíkt af því það er innan fjöl­skyld­unn­ar. Og síðan heldur hann áfram: „Við í Sam­fylk­ing­unni höfum til dæmis talað á Alþingi um nauð­syn þess að innlend græn­met­is­fram­leiðsla njóti lægra raf­magns­verðs, þó meg­in­rök okkar snú­ist að vísu um lofts­lags­vá­na, sem Kára láist að nefna þó að þar sé um að ræða stærsta úrlausn­ar­efni okkar tíma --.“ Þarna velur hann bróðir þinn óheppi­legt orða­lag vegna þess að „við í Sam­fylk­ing­unni“ sam­þykktu nýverið að styðja við upp­bygg­ingu á kís­il­veri á Bakka þar sem brennd eru kol lofts­lagi hnatt­ar­ins til bölv­un­ar.  Þar sem ég er hvorki í  stjórn­mála­flokki né nokkrum ann­ars konar flokki eru það bara við  Kári Stef­áns­son sem erum hins vegar sam­mála því að eitt af því sem feng­ist við að Íslend­ingar rækt­uðu sjálfir sitt græn­meti í gróð­ur­hús­um, vermt og lýst af  vist­vænni orku, er fram­lag til þess að hemja loft­lags­breyt­ing­arnar hættu­legu. Og það er göf­ugt. 

2. Í grein­inni benti ég á að það virt­ist sem eina mark­mið Lands­virkj­unar væri að fá sem hæst verð fyrir raf­magn og ein leið sem hún vildi nota til þess væri að selja það um sæstreng til ann­arra landa. Við þessu brást bróðir þinn (og frændi minn) með eft­ir­far­andi: “Eitt vefst þó fyrir mér. Ég átta mig ekki alveg á því að það sé endi­lega áhyggju­efni í sjálfu sér að hærra verð kunni að fást fyrir íslenska orku til stór­kaup­enda en nú tíðkast. Er það and­stætt almanna­hags­munum að Land­virkjun fái góðan arð af orku­sölu ef slíkt orku­sala færi um sæstreng til útlanda fremur en til álbræðslu og kís­il­verk­smiðju á Íslandi? Ég hefði haldið að það gæti jafn­vel verið í almanna­þágu að selja íslenska orku á góðu verði (að ekki sé talað um lofts­lags­mál­in), fari svo ólík­lega að lagður verði sæstrengur frá Íslandi til Evr­ópu.” Ég get ein­fald­lega ekki verið bróður þínum sam­mála hér þótt ég vilji leggja ýmis­legt á mig til þess að halda frið í fjöl­skyld­unni. Ég held því sem sagt fram að það væri and­stætt almanna­hags­munum á Íslandi að selja raf­magn um sæstreng af eft­ir­farndi ástæð­um: a. Ef við seldum raf­magn til Evr­ópu í gegnum  sæ­streng yrðum við sam­kvæmt reglum EES að verð­leggja það eins við báða enda. Þar af leið­andi myndi verð á raf­magni hækka mikið á Íslandi og taka frá íslenskum atvinnu­vegum það for­skot sem felst í ódýrum aðgangi að vist­vænni orku. b. Ég held að það eigi að vera okkur kapps­mál að nýta raf­ork­una okkar hér heima til þess að búa til vörur og rækta jurtir og geyma gögn. Við eigum ekki að sætta okkur við að láta aðra hirða virð­is­auk­ann sem í því felst. c. Það er nokkuð víst að innan skamms muni krafan um að minnka mengun við alls konar fram­leiðlu gera það að verkum að það þætti nokkur fengur að  því að fá að sinna henni á landi þar sem vist­væna orkan er aðgengi­legri en í flestum öðrum lönd­um. Þess vegna eigum við ekki að veita henni úr landi heldur nýta hana sem okkar sér­stæði til þess að búa til verð­mæti hér, ekki ann­ars stað­ar. d. Það er lík­legt að sæstrengur myndi kalla á enn meiri virkj­ana­vafstur og þykir mörgum nóg vegið að íslenskri nátt­úru með því sem komið er.

3. Greinin mín end­aði á eft­ir­far­andi máls­grein sem bróður þínum finnst greini­lega vega á ósann­gjarnan hátt að heiðri Alþing­is:

En ef Alþingi sam­þykir orku­pakk­ann þriðja held ég að við lifum það svo sem af vegna þess að við erum öll, 350 þús­und, orðin atvinnu­menn og konur í því að takast á við þau bjána­sköp kjör­inna full­trúa þjóð­ar­innar sem þeir fremja gjarnan í nágrenni Aust­ur­vall­ar, þau afdrifa­ríku inni í hlöðnu stein­húsi sem blasir við Jóni Sig­urðs­syni, þau sem eru næstum tak­marka­laust eymd­ar­leg í dep­urð sinni í öðrum húsum þar í nágrenn­inu.

Um þann hluta sem lýtur að Klaust­urs­mál­inu segir Guð­mundur Andri: “Og þau gefa ekki nokkra mynd af starfi eða fram­göngu þing­manna almennt. Eig­in­lega er ekki hægt að draga víð­tæk­ari álykt­anir af Klaust­ur­málum en þær að áfengi gerir hvern mann að bjána sem þess neytir í óhófi –“ Ekki ætla ég að deila við bróður þinn um þá ályktun að áfengi neytt í óhófi geri menn að bján­um, en ég er honum hins vegar  ósam­mála þegar hann segir að það megi ekki draga af því víð­tæk­ari álykt­an­ir. Til dæmis er sá bjána­skapur sem fimm­menn­ing­arnir hafa framið í tengslum við Klaust­ur­málið eftir að rann af þeim sínu verri en skít­mælgin undir áhrif­um. Þeir hafa veist að Báru þeirri sem tók upp sam­ræð­urnar og gefið í skyn að hún hafi verið útsend­ari illra afla og hafi jafn­vel fengið fé fyrir vik­ið. Hvaða máli skiptir það? Þeir sögðu það sem þeir sögðu og hvort það var tekið upp eða af hverjum breytir þar engu. Það er sem sagt ýmis­legt sem bendir til þess að þessir ágætu þing­menn séu tölu­verðir bjánar af sjálfum sér og þurfi  ekki endi­lega hjálp áfengis til. Annað sem er í mínum huga mun alvar­legra er að á meðan þing­menn­irnir fimm hafa verið að reyna að bjarga sjálfum sér frá brenni­vínsskandalnum með því að henda skit í Báru liggur fyrir Alþingi frum­varp til laga um að auka aðgengi að áfengi í íslensku sam­fé­lagi, þótt það sé óyggj­andi að aukið aðgengi þýðir aukin neysla fólks og er ekki lík­legt að þing­menn séu þar und­an­tekn­ing. Þannig frum­varp hefur skotið upp koll­inum á hverju ári í langan tíma sem ein­hvers konar stað­fest­ing á við­var­andi ábyrgð­ar­leysi kjör­inna full­trúa þjóð­ar­inn­ar. Það sem meira er, Alþing­is­menn sitja þeygj­andi hjá meðan núver­andi heil­brigð­is­mála­ráð­herra reynir kerf­is­bundið að grafa undan  Vogi, sem er eina með­ferð­ar­stofn­unin á Íslandi sem sinnir áfeng­is­sjúk­lingum af fullri alvöru. Það má ekki gleym­ast að ráð­herra starfar í umboði Alþing­is. Litli bróðir þinn og kollegar hans bera end­an­lega ábyrgð á aðför­inni að Vogi.

Síðan segir Guð­mundur Andri: “Á Alþingi situr með öðrum orðum ósköp ein­fald­lega það fólk sem við höfum kosið þang­að. Þessu fólki er ætlað að setja sig inn í flókin mál fyrir hönd kjós­enda sinna, með eigin sam­visku að leið­ar­ljósi og þær hug­sjónir sem það deilir með kjós­endum sín­um. Þetta fólk er hvorki betra né verra en ger­ist og geng­ur, það kemur úr þjóð­ar­djúp­inu, full­trúar kjós­enda sinna sem eru af ýmsu tagi. Þing­menn geta reynst lat­ir, dug­leg­ir, drykk­felld­ir, bind­ind­is­sam­ir, mælskir, dauf­leg­ir, mál­efna­leg­ir, ómál­efna­leg­ir.”

Þetta er allt rétt og satt en þetta fólk gaf kost á sér og náði kosn­ingu. Það þýðir ein­fald­lega að til þess eru gerðar meiri kröfur en til ann­ars venju­legs fólks. Það stjórnar land­inu. Þess vegna verður það að þola að það sé gagn­rýnt harka­lega þegar fólk­inu í  land­inu finnst það standi sig illa og að það sé hætt og spælt. Ef marka má nýlegar kann­anir um traust lands­manna til Alþingis er lít­ill vafi á því að lands­menn gefa stofn­un­inni fall­eink­un. Ég er sam­mála bróður þínum um að það sé ekki gott.

Langa­langafi okkar hann Guð­mundur Jón­atans­son var sagður dálít­ill glanni. Hann lék sér til dæmis að því að standa á hest­baki, sem ég veit fyrir víst að er ekki á allra færi. Hann skaut fugla og refi af hest­baki sem bendir til þess að hann hafi átt hross sem voru betur tamin en mín. Hann gerði sér það líka að leik að strengja reipi milli strompa á Brett­ing­stöðum og ganga síðan á reip­inu. Hann var sem sagt tölu­verður glanni og ekki eins hátt­prúður og stilltur og ég. Ég reikna með því að óhemjan í hon­um, sem ég held að hafi átt rætur í pirr­ingi, hafi öll endað ykkar megin í fjöl­skyld­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar