Ég skíðaði á mann

Tvær ástarsögur til þjóðskrár, ríkisskattstjóra, útlendingastofnunar og viðeigandi ráðherra í tilefni af 1. maí.

Auglýsing

Það bar eitt sinn við að ég skíðaði á mann. Hann féll kylli­flatur (fyrir mér) og nokkrum árum síðar gengum við í hjóna­band á fjall­stoppi nálægt norð­ur­skaut­inu. Það vill hins vegar þannig til að ég er íslenskur rík­is­borg­ari en hann er frá ótil­greindu landi utan Evr­ópu. Útlend­ingur utan Schengen. Sem dóttir lang­holts og lyng­mós, bað ég eig­in­mann minn um að flytja til mín heim svo við gætum verið frjáls við ysta haf. Þar væru heitir brunn­ar, blær­inn hreinn, hátign jökla, vatnið tærast, sum­ar­kvöldin blíð­ust og fjallstind­arnir feg­urst­ir. Hann keypti þetta og féllst á flutn­ing­inn.

Starfs míns vegna þekki ég að bið­tími eftir að umsókn verði fyrst tekin til athug­unar hjá Útlend­inga­stofnun getur verið allt að 6 mán­uð­ir. Við ákváðum því að hafa vaðið fyrir neðan okkur og lögðum inn umsókn um dval­ar­leyfi fyrir eig­in­mann minn u.þ.b. 4 mán­uðum áður en áætlað væri að hann hæfi störf á Íslandi. Aðal­lega til að hafa bæði belti og axla­bönd - enda má maki íslensks rík­is­borg­ara vera á land­inu þegar sótt er um dval­ar­leyfi (a liður 1. mgr. 51. gr. útlend­inga­laga) og byrja að vinna áður en dval­ar­leyfi er veitt (skv. vinnu­reglu UTL og má í öllu falli leiða af 1. og 2. mgr. 82. gr. útlend­inga­laga) sem er eðli­leg regla í ljósi fram­færslu­skyldu hjóna gagn­vart hvoru öðru.

Nú stytt­ist í að eig­in­maður minn eigi að byrja að vinna á Íslandi. Enn hefur ekki verið litið á umsókn hans hjá Útlend­inga­stofn­un. Við fórum því aftur á stúf­ana til að kanna hvort að hægt væri að sækja um kenni­tölu svo hann geti stofnað til launa­reikn­ings hjá við­skipta­banka. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum fengnum frá bönk­unum eru þeir allir sem einn hættir að sækja um kenni­tölur fyrir útlend­inga, síð­asti bank­inn breytir sínum reglum í dag 1. maí. Starfs­fólk Þjóð­skrár tjáði mér að kerfis­kenni­tölur væru nú ein­göngu veittar útlend­ingum sem ekki hygð­ust dvelja á land­inu, svo sem erlendum hlut­höfum eða stjórn­ar­mönnum í fyr­ir­tækj­um.

Auglýsing

Kennitalan verður með öðrum orðum ekki veitt án útgef­ins dval­ar­leyf­is.

Banka­reikn­ingur launa­manns verður ekki stofn­aður án kenni­tölu.

Hjá Útlend­inga­stofnun feng­ust þær upp­lýs­ingar að ekk­ert væri hægt að gera nema bíða því „kerfin tala ekki sam­an”. Réttur maka íslensks rík­is­borg­ara til atvinnu á meðan dval­ar­leyfi hefur ekki verið veitt er dauður laga­bók­stafur í fram­kvæmd.

Köttur út í mýri.

Þó saga okkar hafi annan og betri endi, þá er það ekki vegna þess að kerfið sé sann­gjarnt, fyr­ir­sjá­an­legt og að það virki fyrir erlent launa­fólk sem hefur rétt til að stunda atvinnu á meðan beðið er eftir dval­ar­leyfi. Eina ástæðan er sú að mað­ur­inn sem ég skíðaði á forðum getur sótt um dval­ar- og atvinnu­leyfi á grund­velli sér­fræði­þekk­ingar sinn­ar. Við erum svo jafn­framt þeirrar gæfu aðnjót­andi að hafa tök á því að reiða fram him­in­hátt þjón­ustu­gjald Útlend­inga­stofn­unar til að fá umsýslu umsókn­ar­innar á ljós­hraða íslenskrar stjórn­sýslu. Allt svo hægt sé að greiða mann­inum laun og standa skil á lög­bundnum skatt­greiðsl­um. Þegar hann hefur fullan rétt á því að stunda atvinnu á Íslandi sam­kvæmt lög­um.  

Setti upp á sig stýri.

Segjum sem svo að and­lag þess­arar ást­ar­sögu hér að ofan væru hjónin Ísleifur og Erlend­ur. Ísleifur er sonur land­vers og skers. Erlendur er útlend­ingur utan Schengen. Ég býð upp á annan endi til fróð­leiks:  

Það voru góð ráð dýr fyrir Ísleif og Erlend sem hafði þegar hafið störf. Ísleifur bauð atvinnu­veit­and­anum að greiða laun Erlends inn á sinn eigin launa­reikn­ing. Atvinnu­veit­and­inn féllst á það með sem­ingi, enda var honum ekki fylli­lega ljóst hvernig ætti þá að standa skil á stað­greiðslu af laun­un­um. Þar að auki var þetta auð­vitað ólög­legt, bæði gagn­vart skatt­inum og í skiln­ingi eign­ar­rétt­ar­á­kvæðis stjórn­ar­skrár­inn­ar, það vissi atvinnu­veit­and­inn, enda má hann ekki greiða öðrum laun en laun­þeg­anum sjálf­um. Atvinnu­veit­and­inn lét samt Erlend vinna myrkr­anna á milli, það voru hvort sem er ekki til neinir papp­írar yfir það að Erlendur væri í vinnu hjá hon­um.

Ísleifur á hinn bóg­inn stjórn­aði aðgangi Erlends að laun­unum með harðri hendi. Skammt­aði Erlendi viku­lega vasa­pen­inga og minna ef honum fannst Erlendur ekki hafa komið nægi­lega vel fram við sig þá vik­una. Ísleifur vissi líka að hann kæm­ist upp með þetta. Erlendur var hvort sem útlend­ingur sem var nýkom­inn til lands­ins og þekkti engan sem hann gæti ráð­fært sig við. Svo vissi Ísleifur líka að Erlendur kunni ekki íslensku og móð­ur­mál Erlends væri ekki lík­legt til að gagn­ast honum við að leita réttar síns.

Erlendur var orð­inn fjötr­aður í þræla­vinnu þar sem launin voru greidd Ísleifi sem hafði breyst svo skyndi­lega og orðið grimmur og gráð­ug­ur, eftir að þeir fluttu til Íslands. Erlendur vissi ekki hvenær hann gæti losnað úr þessum aðstæðum því það litla sem hann skildi þegar hann hafði sam­band við stjórn­völd væri að hann yrði bara að bíða því „kerfin töl­uðu ekki sam­an”. Erlendur var í bágri stöðu og upp á eig­in­mann sinn kom­inn varð­andi fram­færslu. Öxlin sig­in, bakið bogið af byrði þungri – tómum mal.

Úti er ævin­týri.

Þessi harm­þrungni endir á ást­ar­sögu Ísleifs og Erlends er ekki úr lausu lofti grip­inn. Fjöl­mörg dæmi eru kunn þeim sem þekkja til aðstæðna erlendra rík­is­borg­ara að núver­andi ómögu­leiki til að fá útgefna kenni­tölu skapar aðstæður sem eru til þess fallnar að valda grafal­var­legu tjóni og þján­ingum fyrir marga ber­skjald­aða ein­stak­linga, mis­mun­unar og rétt­inda­missis í and­stöðu við ákvæði stjórn­ar­skrár og alþjóð­legar skuld­bind­ing­ar.

Að baki hverju kerfi „sem ekki talar sam­an” eru ein­stak­lingar sem hafa afl til að knýja fram þær breyt­ingar sem nauð­syn­legar eru til að vernda þá erlendu launa­menn sem hafa rétt til að dvelja og vinna, frjálsir við ysta haf. Ég skora á þá ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar sem koma þurfa að mál­inu að tryggja að erlendir rík­is­borg­arar sem hafa heim­ild til að stunda atvinnu hér á landi án þess að dval­ar­leyfi hafi verið veitt, geti fengið útgefna kenni­tölu. Ég skora jafn­framt á Þjóð­skrá, Útlend­inga­stofnun og Rík­is­skatt­stjóra að taka þátt í því að knýja fram þær breyt­ingar sem nauð­syn­legar eru til að kerfin fari að „tala sam­an”. Sam­fé­lagið allt hefur hag að því að ein­stak­lingar sem flytja hingað til lands, hafi virkar og raun­hæfar leiðir til atvinnu­þátt­töku.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar