Hrörnun loftslagsins – Tilraun til að brjóta múra

Þorbjörg Sandra Bakke hvetur fólk til að berjast við hlið barna sem mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og sýna í verki að við séum tilbúin til þess að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að takast á við vandann með þeim.

Auglýsing

Síð­ast­lið­inn föstu­dag var 10. lofts­lags­verk­fallið haldið á Íslandi og 36. verk­fallið hennar Gretu Thun­berg. Eins og Greta hefur sagt og kom einnig fram í máli ung­menn­anna sem tjáðu sig á föstu­dag­inn, þá er ömur­legt að full­orðna fólkið skuli ekki bregð­ast hraðar við, styðja þessar aðgerðir þeirra með raun­veru­legum aðgerðum og sýna með sanni að þeim er annt um fram­tíð barn­anna sinna. Þau töl­uðu um að það væri und­ar­legt að full­orðna fólkið hefði áhyggjur af því að þau skróp­uðu í skól­anum þegar þeim virð­ist sama um tæki­færi þeirra til þess að lifa góðu lífi að menntun lok­inni. Börnin eru áhyggju­full, þau eru kvíðin og þeim finnst full­orðna fólkið ekki skilja þau.

Ég er móðir og ég er mann­eskja og þó ég geri ýmis­legt til að berj­ast gegn lofts­lags­vand­anum þá geri ég ekki nær því nóg miðað við til­efn­ið. Það sem verra er þá er ég hluti vand­ans og á minn þátt í því hvar við erum í dag rétt eins og allir full­orðnir ein­stak­lingar sem búa í íslensku sam­fé­lagi. Samt elska ég stelp­urnar mín­ar, nátt­úr­una og er annt um fram­tíð­ina.

Að ein­hverju leyti held ég að við séum bara ekki að tengja, við vitum af vand­anum en með­tökum þessa þekk­ingu ekki alveg alla leið og vonum innst inni að þetta redd­ist ein­hvern veg­inn. Ég veit ekki alveg hvað veldur en ég sé fyrir mér múr á milli þekk­ing­ar­innar sem við búum yfir og með­vit­und­ar­inn­ar. Annar múr kemur í veg fyrir að við breytum hegðun okk­ar. Að auki held ég að margir viti ekki hvernig þeir eigi að ræða þessi mál við börn sín eða hvað þeir eigi að gera til að hafa áhrif.

Auglýsing

Mig langar að gera smá hug­ar­til­raun með ykkur í von um að rífa niður þessa múra.

Hugsum aðeins um þetta:

Hvernig myndum við bregð­ast við ef barn okkar væri greint með hrörn­un­ar­sjúk­dóm? Þetta væri sjúk­dómur sem myndi ekki hafa alvar­leg áhrif strax en hann fæli í sér skerð­ingu á lífs­gæðum barns­ins í fram­tíð­inni og gæti jafn­vel leitt til dauða þess langt fyrir aldur fram. Við vissum ekki hvenær áhrifin kæmu fram, kannski eftir örfá ár en kannski ekki fyrr en eftir fjör­tíu ár.

Hvernig myndum við ræða þetta við barn­ið?

Hvað ef við fengjum síðan að vita að til væri lækn­ing við sjúk­dómnum sem myndi draga úr lík­unum á alvar­legum ein­kennum hans veru­lega?

Lækn­ingin væri mjög kostn­að­ar­söm og krefð­ist þess að ráða­menn gerðu ákveðnar breyt­ingar í heil­brigð­is­kerf­inu og for­gangs­röð­uðu á annan hátt. Þú og fjöl­skyldan þyrftuð að breyta plönum ykk­ar, ferð­ast minna og breyta neyslu­mynstri ykk­ar. Lækn­ingin krefð­ist þess líka að fyr­ir­tæki hættu að dæla ákveðnum efnum út í and­rúms­loftið sem flýtti fyrir fram­gangi sjúk­dóms­ins.

Hvað ef síðan kæmi í ljós að fullt af öðrum börnum væri með þennan sama sjúk­dóm, jafn­vel meiri­hluti barna í heim­in­um?

Ég veit ekki með ykk­ur, en ég vona að ég myndi vera sterk fyrir barnið mitt, byrja á því að setj­ast niður með því, hug­hreysta það og reyna að búa það undir það sem koma skyldi. Síðan myndi ég snúa mér að kerf­inu, berj­ast og hafa mjög hátt. Ég myndi hringja í alla sem ég þekki sem hafa ein­hver völd, skrifa öllum fjöl­miðl­um, pressa með miklum þunga á fyr­ir­tæki og í raun myndi ég ræða fátt annað í lengri tíma. Ef ég fengi með­byr og stuðn­ing ann­arra myndi ég end­ast í bar­átt­unni mikið lengur og ætti þar að auki auð­veld­ara með að gera þær breyt­ingar á lífi fjöl­skyldu minnar sem gætu hjálp­að.

Þó lofts­lags­breyt­ing­arnar séu ekki sjúk­dómur í hinum hefð­bundna skiln­ingi þá velti ég því fyrir mér hvort við ættum ekki að fara að hugsa um þær þannig. Það er til lækn­ing við þeim en ef við leyfum ein­kenn­unum að grass­era lengur óáreittum þá munu afleið­ing­arnar þeirra vera erf­ið­ari og verri og eins og með marga ill­kynja sjúk­dóma þá kemur að þeim punkti (svo­kall­aðir vendi­punktar í lofts­lags­breyt­ing­un­um) að þær verða ólækn­andi.

Við erum heppin því það er enn von og bata­horf­ur, við bara megum ekki bíða lengur og þó ég hafi byrjað á að segja að börnin væru áhyggju­full og kvíðin þá eru þau svo miklu meira en það. Börnin sem ég sá á Aust­ur­velli á föstu­dag­inn eru líka hug­rökk og sterk. Þau ætla ekki að láta þagga niður í sér og munu halda bar­átt­unni áfram.

Berj­umst við hlið þeirra og sýnum í verki að við erum til­búin til þess að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að takast á við vand­ann með þeim. Að við munum ekki láta þau ein um þetta en þess í stað grípa tæki­færið og nýta þessa áskorun til þess að efla sam­band okk­ar, styrkja fjöl­skyldu­tengslin og gera allar nauð­syn­legar breyt­ingar á lífi okk­ar, sem margar hverjar gagn­ast ekki bara til að takast á við lofts­lags­vand­ann heldur bæta líf okkar um leið.

En eins og Greta Thun­berg hefur einnig sagt, þá munu breyt­ingar eiga sér stað hvort sem okkur líkar betur eða verr. Gerum allt sem við getum til þess að hafa þær góð­ar.

Höf­undur er nátt­úru-, stjórn­mála- og sið­fræð­ing­ur. Hún er með­limur í sam­tök­unum For­eldrar fyrir fram­tíð­ina og hvetur aðra til að vera með.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar