Undanfarin ár hefur umræðan verið „hvernig stuðlum við að seiglu barna og ungmenna“? Þessi spurning eru eins flókin og flækjustig getur orðið enda gríðarlega margir þættir sem vega inn í til að geta svarað þessari spurningu fullnægjanlega. Umtalið hefur snúist um að skólarnir og starfsfólks þess sé ekki að sinna sínu hlutverki við að mennta börnin og móta þeirra félagslega þroska. Þessu tengt eru upplifanir og reynsla barna og foreldra byggt á dökkri birtingarmynd sem inniheldur óæskilegar og harmaslegnar minningar sem gefur þeim fráhrindandi tilfinningu og álit gagnvart skólaumhverfinu. Það er erfitt fyrir mig að draga í efa upplifun og reynslu annarra nemanda en ég get sagt fyrir mitt leyti að ég ólst upp með einstæðri móður, tókst á við föðurleysi, námsörðugleika og sýndi af mér óviðeigandi hegðun í skólanum. Þrátt fyrir reyndist skólinn og starfsfólk hans mér vel og spilaði veigamikið hlutverk í því af hverju ég náði mínum námslega þroska sem stendur af stúdentsprófi, BA í sálfræði, MSc í Þroskasálfræði og til viðbótar stefni ég á doktorsnám á næstu árum.
En skólinn stóð ekki einn á bakvið þessa aðlögun. Ég átti sterka móður, þéttan vinakjarna og æfði körfubolta. Þessi söguþráður samræmist mörgum börnum og unglingum í samfélaginu þannig mér finnst vera sterk tilhneiging fyrir því að segja mína sögu og hvað liggur á bak við mína jákvæðu upplifun og reynslu. Í þessu samhengi er verðugt að skoða hugtakið seigla og hennar rannsóknir. Fyrst fer ég inn á mína upplifun og reynslu, síðan kem ég inn á hugtakið seigla og í framhaldi verður dregið og bundið saman til að svara þeirri eftirsóttu spurningu „„hvernig stuðlum við að seiglu barna og ungmenna?
Mín skólareynsla
Ég átti erfitt til uppdráttar varðandi að aðlagast skólaumhverfinu nánari tiltekið í Grunnskóla Njarðvíkur vegna alls kyns ástæðna sem hægt er að benda á eins og föðurleysi, einstæð móðir, námsörðugleikar og ofan á það sýndi ég mikið af óviðeigandi hegðun í skólanum. Það var brugðið á það ráð að setja mig í sérkennslu sem móðir mín og skólayfirvöld fannst vera góð hugmynd. Þar að auki var móðir mín líka stanslaust að minna mig á að lærdómur væri lykilatriði í lífinu og lét mig læra sama hvað það þýddi. En aðrir þættir stóðu á bak við þessa mögulegu aðlögun á þroskaferli eins og kemur fram átti ég þéttan vinakjarna sem gerði mér kleift að þroskast í mínu svigrúmi. Ég æfði körfubolta sem gat verið minn griðastaður þar sem slæmu og vondu áhrifin í lífinu var skipt út fyrir orku í að verða góður í körfubolta. Vinir mínir sömuleiðis æfðu körfubolta sem hafði sín áhrif. Þegar upp er staðið staðið þá tilheyrði ég sterku og skilningsríku samfélagi sem einkenndist af móður minni, vinum mínum, skólanum og körfubolta umhverfinu. En til að skilja mögulegu ástæðuna á bak við þessa niðurstöðu sem ég stend frammi fyrir í dag, er viðeigandi að koma inn á seiglu og hennar rannsóknir sem nálgast þetta viðfangsefni „erfiðleikar í lífi og skóla“ frá svipuðu sjónarhorni og umhverfið mitt gerði.
Seigla
Seigla hefur verið skilgreind sem ferli sem einstaklingurinn upplifir í gegnum sína erfiðleika í sínu lífi og nær að yfirstíga þær hindranir í framhaldi. Það eru tveir þýðingarverðir þættir sem verða að vera til umfjöllunar til að við getum talað um seiglu; erfiðleikar séu til staðar og að komast yfir erfiðleikana eru viðmiðunargildin. En síðan er tala um innri og ytri þætti: persónulega eiginleika eins og sjálfsmat, trú á eigin getu, hæfni til að leysa vandamál, félagshæfni, sjálfsstjórn til að mynda og ytri sem eru þá fjölskyldan, vinir, skóli, og íþróttir. Þessir ytri þættir geta ýt undir þá innri sem verðu til þess að einstaklingur nær að aðlagast lífinu og sýna seiglu. En seigla á sér áhugaverðan upphafspunkt sem verður til út frá slembnifundi eins og margt annað sem nær til vísinda.
Seigla í sögulegu samhengi
Seigla hefur verið skoðuð að miklu leyti alveg síðan árið 1950. Þetta hugtak fann sér fótfestu þegar fræðimenn veitu börnum sem áttu foreldra í seinni heimsstyrjöldinni athygli í tengslum við þeirra áfallasögu sem var bæði átakanleg og athyglisverð. Fræðimennirnir Micheal Rutter og Norman Garmezy voru með þeim fyrstu til að átta sig á að sum börn foreldra sem glímdu við geðraskanir, væru að aðlagast með sterkum hætti þrátt fyrir erfiðar og krefjandi aðstæður. Þeir vildu meina að svokallaðir persónulegir eiginleikar og ytri aðstæður gætu haft áhrif á þeirra mögulega þroska. En þeir höfðu enga staðfestu á þessari kenningu sem varð að vísbendingu fyrir næstu rannsakendur.
Langtíma rannsókn Emmy Werner og Ruth Smith
Stuttu seinna framkvæmdi Emmy Werner og Ruth Smith langtíma rannsókn til að skilja þetta betur með því að skoða börn frá tveggja ára til þrítugs frá árinu 1970 - 2001. Þær skoðuðu 700 börn sem komu frá fátækt í Havaí og fannst að þarna væru erfiðleikar í sinni réttmætustu mynd. Þær byrjuðu að skipta börnunum í „seiglu hóp“ og „ekki seiglu hóp“. Þau börn sem tilheyrðu „seiglu hópnum“ voru 200 talsins og höfðu tekist á við erfiðleika við meðgöngu eða erfiðleika eftir fæðingu fram að tveggja ára aldri. Restin af börnunum sem uppfylltu ekki þessi viðmiðun voru titluð sem „ekki seiglu hópurinn“. Til að geta skoðað þetta almennilega skiptu þær rannsókninni niður í fjögur tímabil; við 6 ára, 10 ára, 20 ára og 30 ára aldur þar sem þroskinn hjá börnunum var skoðaður á hverju tímabili fyrir sig.
Niðurstöður sýndu að við 6ára var stórt hlutfall af þessum 200 börnunum eða 75% að standa sig í námi og á félagslega þættinum. Á þessum tímapunkti kom í ljós að mikið af börnunum áttu foreldra sem stunduðu afbrot og voru kominn í fangelsi. Þannig félagslegar og fjárhagslegar aðstæður voru mjög skertar en ástæðan af hverju þessi börn stóðu sig vel var að börnin áttu fjölskyldumeðlim eða nátengdan aðila sem stóð þeim við hlið eins og amma, afi, frænka, frændi, vinir og kennarar sem aðstoðu börnin við aðlagast og leiðbeindu því með góðum vilja. Þessir aðilar höfðu áhrif að þeirra sjálfsmynd eins og sjálfsmat, trú á eigin getu, hæfni til að leysa vandamál ásamt öðrum persónulegum eiginleikum jukust töluvert. Við 10ára var svipuð niðurstaða að eiga sér stað og sama prósentuhlutfall. Þarna voru vinir farnir að spila stærri hlutverk í að styrkja þeirra persónulega eiginleika en fjölskylda, skóli og íþróttir voru undirliggjandi þáttur í að barnið gæti nýt sér stuðning frá vinum. Við 20ára aldur var hnignun hjá börnunum eða ungmennunum í þroska eða bakslög sem áttu sér stað þar sem sum þeirra fóru að fremja afbrot og fóru að flækjast inn í kerfinu í millitíðinni sem náði til meðferðar vegna eiturlyfja, fangelsi vegna afbrota og var prósentuhlutfallið komið niður í 65%. Við 30 ára aldur var prósentuhlutfallið komið á sama stað eða 75%. Þarna var fjölskylduþátturinn orðinn hvað sterkastur enda mörg hver búin að stofna fjölskyldu. Það var talið vera afskaplega stór þáttur að eignast barn og taka ábyrgð á sínu lífi. Mikið af börnunum sömuleiðis var búið að mennta sig og þar af leiðandi náðu mörg þeirra að standa sína plikt í samfélaginu. Með þessu náðu margir að koma sér aftur af stað inn í lífið og töldu rannsakendur vegna þess að persónulegir eiginleikar voru styrktir á sínum tíma hafði það þau áhrif á að börnin eða ungmennin hefðu umfram möguleika til að aðlagast á ný.
Þarna náði Emmy Werner og Ruth Smith að skilja hvað það væri sem myndi skipta máli þannig að börnin næðu að þroskast almennilega og aðlagast lífinu vel þrátt fyrir erfiðleika. Þær náðu sömuleiðis að staðfesta seiglu sem vísindalegt hugtak. Staðfestu líka að persónulegir eiginleikar væru gríðarlega mikilvægir til að börn gætu aðlagast þrátt fyrir erfiðleika í þeirra umhverfi og að fjölskylda, vinir, skóli, íþróttir myndu spila veigamikið hlutverk sömuleiðis.
Mín upplifun og seiglu rannsókn
Bæði mín upplifun og reynsla ásamt seiglu rannsóknum er á skjön við umræðuna um að skólinn hafi ekki staðið við sitt hlutverk en hann ein og sér gat ekki séð um þetta sjálfur. Eins og kemur fram þá var móðir mín, vinir og körfubolti sterkir þættir sem unnu saman sem ein heild til að aðlögun mín yrði sem vænlegustu. Það var greinilega samtal á milli skóla, fjölskyldu, vina, og körfuboltans. Þetta varð til þess að mín sjálfsmynd óx ásmegin og trú mín á eigin getu varð samferða sem samliggjandi styrkleikar í mínu tilfelli. Það er samhljómur í þessu varðandi seiglu rannsóknina þar sem niðurstöður sýndu að fjölskylda, vinir, skóli, og íþróttir væru lykilatriði til að barn myndi ná að aðlagast á sterkan veg. Þessir þættir náðu að ýta undir persónulega eiginleika eins og sjálfsmat, trú á eigin getu, félagshæfni, og sjálfsstjórn ásamt fleiri eiginleikum. Með þessu styrktust mínir veikleikar og urðu að styrkleikum.
Hvað getum við lært af þessu?
Þessu tengt er viðeigandi að minnast á spurninguna í upphaf greinarinnar sem virðist vera ríkjandi í umræðunni „hvernig stuðlum við að seiglu barna og ungmenna“? Samkvæmt minni upplifun og seiglu rannsókninni er nauðsynlegt að fjölskylda, skóli, vinir, íþróttir og tómstundir séu að tala saman og mega ekki vera einangraðir hver í sínu horni. Hvað varðar fjölskyldu; þá getur einn fjölskyldumeðlimur verið sterk ástæða fyrir því að barn nái að þroskast og dafna í samræmi við sitt eðlis lag. Hvað varðar skólann; að kennari hafi svigrúm til að leiðbeina og mennta barnið og þá spyr maður þarf að taka aftur upp sérkennslu fyrirkomulagið? Með þessu verður auðveldari fyrir barnið að aðlagast og tengjast félagslega sem getur ýt undir iðkun í íþróttum eða tómstundum.
Á sama tíma er ég meðvitaður um að verkefnið í dag er ennþá erfitt til viðureignar enda eðli málsins samkvæmt. Flóknar aðstæður bjóða upp á flókin viðhorf og viðmiðun sem getur augljóslega hægt á ferlinu. Þættir sem geta flækt stöðu barna eru eins og fjölskylduerjur, einstæð móðir, einstæður faðir, einelti, námsörðugleikar, fátækt, biðin eftir úrræðum eins og greiningu eða sálfræðiaðstoð. Núna búum við líka í fjölmenningarsamfélagi sem býr til fleiri breytur þannig skólayfirvöld þurfa að takast á við umfangsmeiri umhverfi en áður fyrr. Þrátt fyrir þá megum við ekki hætta og gefast upp á að stuðla að seiglu barna og ungmenna. Vegna þess að samtal á milli þessara þátta; fjölskylda, vinir, skóli, íþróttir og tómstundir geta gert gæfumuninn sem verður til þess að börn ná að aðlagast betur þrátt fyrir að aðstæður séu erfiðar og krefjandi. Með þessu þá leggjum við meiri áherslur að styrkja þeirra sjálfsmynd eða persónulega eiginleika eins og sjálfsmat, trú á eigin getu, félagshæfni og sjálfstjórn ásamt fleirum með því að vera í samspili við fjölskyldu, vini, skóla, íþróttir og tómstundir.
Höfundur er seigluráðgjafi.