Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur

Auglýsing

Sæl Katrín.

Ástæða þess að ég skrifa þér er ummæli þín í kvöld­fréttum Stöðvar 2, þann 11. maí síð­ast­lið­inn. Í umræddri frétt var fjallað um það að nú hafa tvær til­lögur að nýjum stjórn­ar­skrár­greinum verið settar í svo­kall­aða Sam­ráðs­gátt. Um þessar til­lögur ætla ég ekki að fjalla hér heldur orð þín í lok frétt­ar­innar þar sem þú sagð­ir: „Á meðan þingið er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn í þessu landi, þá er mik­il­vægt að þingið nái sem bestri sam­stöðu um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá“.

Við­vör­un­ar­ljós hafa blikkað í hausnum á mér frá því ég heyrði þig segja þetta og ég hef satt að segja varið síð­ustu sól­ar­hringum að nokkru leyti í það að skoða frétta­miðla og fés­bók­ar­síður í þeirri von að þetta hafi verið mis­mæli sem þú hafir ákveðið að leið­rétta um leið og þú átt­aðir þig á þeim. Sú von hefur enn ekki ræst, og þetta bréf er því loka­til­raun mín til að ná þeim ham­ingju­endi.

Ég veit að þú ert upp­tekin svo ég ætla að koma mér að efn­inu strax: Nei, kæra Katrín. Þingið er ekki stjórn­ar­skrár­gjaf­inn. Það er þjóðin sem er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn. Í ljósi þess að engin leið­rétt­ing hefur borist, hef ég af því hyl­djúpar áhyggjur að í ummæl­unum krist­all­ist sá skýri vandi sem stendur Íslend­ingum fyrir þrifum varð­andi það að eign­ast sína eigin stjórn­ar­skrá.

Auglýsing

Auð­vitað er það óum­deilt að gild­andi stjórn­ar­skrá verður ekki breytt nema með því að Alþingi sam­þykki breyt­ingar tvisvar og með almennum þing­kosn­ingum á milli. Það er hins vegar önnur óum­deild stjórn­skipu­leg stað­reynd að þjóðin sjálf er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn enda stafar allt vald, sem þið opin­berir starfs­menn hafið hverju sinni, frá þjóð­inni. Þessi stað­reynd er grund­vall­arund­ir­staða lýð­ræð­is­skipu­lags­ins.

Stjórn­ar­skrá er ólík öðrum lögum að því leyti að hún er sjálfur sam­fé­lags­sátt­mál­inn. Grund­vall­ar­lög þjóðar sem, í krafti full­veldis síns, rammar inn heim­ild til beit­ingar rík­is­valds, verka­skipt­ingu á milli vald­hafa og síð­ast en ekki síst um mörk valds­ins. Það er á þessum for­sendum sem stjórn­ar­skrá verður ekki breytt með sama hætti og almennum lög­um. Það er einnig á þessum for­sendum sem það liggur ljóst fyrir að vald­hafar hverju sinni eru van­hæfir til að fjalla um mörk og með­ferð valds­ins sem þeir fara sjálfir með.

Ég lof­aði að hafa þetta stutt svo ég ætla að hnykkja á máli mínu með tveimur stuttum til­vís­un­um. Sú fyrri er úr bók Bjargar Thoraren­sen, pró­fess­ors í stjórn­skip­un­ar­rétti við laga­deild Háskóla Íslands:

„Hug­myndin um beint lýð­ræði teng­ist öðrum und­ir­stöðum stjórn­skip­un­ar­inn­ar, einkum sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti þjóð­ar­inn­ar. Með því er við­ur­kennt að þótt stjórn­skip­unin sé reist á full­trúa­lýð­ræði skuli þjóðin taka beina og milli­liða­lausa afstöðu til til­tek­inna mála, sem lúta að mik­il­vægum hags­munum eða um ákveðin mál, svo sem stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar, enda sé þjóðin sjálf stjórn­ar­skrár­gjaf­inn.“ [áherslu­breyt­ingar mín­ar]

Síð­ari til­vís­unin er í orð Ragn­ars Aðal­steins­sonar sem er reynslu­mesti starf­andi lög­maður hér á landi. Ragnar er sér­fróður um mann­rétt­indi og stjórn­skipun og sagði í tengslum við umræðu um orð þín í þessum frétta­tíma:

„Það ætlar að ganga illa að útskýra fyrir meiri­hlut­anum á Alþingi að eitt af hlut­verkum stjórn­ar­skrár er að skil­greina það vald sem lands­menn fram­selja vald­höf­un­um. Vald­haf­arnir skil­greina ekki það vald. Lands­menn hafa ekki fram­selt Alþingi valdið til að setja land­inu stjórn­ar­skrá. Lítt dugir að skír­skota sífellt til hinnar kon­ung­legu stjórn­ar­skrár frá 1874.“

Frá lýð­veld­is­stofnun hefur þjóðin aðeins einu sinni verið spurð með beinum hætti um afstöðu sína til stjórn­ar­skrár. Það var í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 2012 þegar 2/3 kjós­enda sögðu að leggja ætti til­lögur stjórn­laga­ráðs til grund­vallar frum­varpi að nýrri stjórn­ar­skrá fyrir Ísland. Þessi þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla var sú átt­unda í sögu okkar þjóðar og sú eina sem hefur verið hunsuð af vald­höf­um.

Nú er kom­inn tími til efnda. Þjóðin er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn en ekki þing­ið, og þjóðin hefur tal­að. Lög­fest­ing nýju stjórn­ar­skrár­innar er frið­sæl aðferð til að auka heill og ham­ingju þess­arar þjóðar og við þess­ari grund­vall­ar­kröfu þjóð­ar­innar ber þing­inu skylda til að bregð­ast með því að leggja hana til grund­vallar fyrir stjórn­ar­skrá Íslands.

Mér þykir mikið til þín koma sem mann­eskju. Þess vegna trúi ég því að leiðin sem þú hefur valið í stjórn­ar­skrár­mál­inu sé sú sem þú telur heppi­leg­asta til þess að ná fram ein­hverjum afmörk­uðum stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um, á þessu kjör­tíma­bili með von um það að starf­inu verði haldið áfram á því næsta. En ég vil nota það tæki­færi sem hér gefst til að biðja þig að breyta af þess­ari leið. Sagan hefur sýnt að Alþingi er ófært um heild­ar­end­ur­skoðun á stjórn­ar­skrá lands­ins auk þess sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur lýst því yfir að hann telji slíka heild­ar­end­ur­skoðun óþarfa. Í öllum flokkum er fólk sem vill fá nýja stjórn­ar­skrá og skoð­ana­kann­anir sýna að meiri hluti þjóð­ar­innar telur mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá sem fyrst. Við getum ekki lengur búið við það að stjórn­mála­flokkar sem hafa ekki meiri­hluta þjóð­ar­innar á bak við sig komi í veg fyrir það að nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu nái fram að ganga.

Því segi ég í ein­lægni: Láttu slag standa Kata og leyfðu kjós­endum í það minnsta að sjá hvaða þing­menn það eru sem munu greiða atkvæði gegn lög­fest­ingu nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar, og þar með gegn því að þjóðin fái vilja sínum fram­gengt sem stjórn­ar­skrár­gjafi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None