Hvalá fyrir bitcoin?

Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur skrifar um Hvalárvirkjun og meinta nauðsyn hennar fyrir samfélagið.

Auglýsing

Hafið þið velt því fyrir ykkur í hvað eigi að nota raf­magnið sem HS Orka hyggst fram­leiða með Hval­ár­virkj­un?

Eflaust svara margir ját­andi án þess þó að hafa fengið nokkurn tím­ann við­un­andi svör. Ýmsu er kastað fram til rétt­læt­ingar á hinum gríð­ar­miklu umhverf­is­fórnum sem fylgja myndu bygg­ingu virkj­un­ar­inn­ar. Því er til dæmis oft haldið fram að Hval­ár­virkjun sé byggð með atvinnu- og orku­ör­yggi Vest­firð­inga í huga, eða til að mæta auk­inni orku­notkun íslensks almenn­ings og orku­skiptum í sam­göng­um. Því miður stenst ekk­ert af því skoð­un.

Auglýsing
Þegar allt kemur til alls er samt ekki svo flókið að sjá hverjir vænt­an­legir kaup­endur raf­orkunnar frá Hval­ár­virkjun verða. Lengi hefur nefni­lega verið ljóst að HS Orka ætlar að selja raf­magn frá Hval­ár­virkjun til sívax­andi orku­þarfar gagna­vera og kís­il­iðn­að­ar. Gagna­verin not­uðu hér­lendis yfir 120 MW af afli í byrjun síð­asta árs og krefj­ast sífellt meiri raf­orku. 90% orku­notk­unar gagna­vera á Íslandi fara í feikn­ar­lega orku­krefj­andi bitcoin-raf­mynt­ar­gröft sem skilur lítið eftir sig í atvinnu­líf­inu. Stundum eru aðfarir bitcoin­fyr­ir­tækj­anna jafn­vel vafa­samar líkt og hálf­gert gullæði ríki í grein­inni. Kís­il­iðn­að­ur­inn er ekki hót­inu skárri, ákaf­lega meng­andi eins og allir vita sem fylgst hafa með sorg­ar­sögu United Sil­icon á Suð­ur­nesjum.

Sem sagt, núver­andi virkja­na­upp­bygg­ing er knúin áfram af hækk­andi orku­verði til kís­il­vera en einkum gagna­vera, sem fyrst og fremst grafa eftir raf­myntum á „starfs­svæði“ einka­rekna orku­fyr­ir­tæk­is­ins HS Orku á Suð­ur­nesj­um. Orku­öflun HS Orku með bygg­ingu Hval­ár­virkj­unar kemur því af aug­ljósum ástæðum orku­ör­yggi og atvinnu­lífi Vest­firð­inga lítið við. Fram­lag orku­fyr­ir­tæk­is­ins er ekk­ert til sam­fé­lags­ins á Vest­fjörð­um. Ef lesið er í nýút­gefna skýrslu Lands­nets um raf­orku­af­hend­ingar­ör­yggi á Vest­fjörðum sést að orku­ör­yggið myndi aðeins aukast örlítið á norð­an­verðum Vest­fjörðum við bygg­ingu virkj­un­ar­inn­ar. Aukn­ingin er hverf­andi miðað við fyrri hug­myndir um Hval­ár­virkj­un, sem komust á flug fyrir rétt rúmum ára­tug, en þá átti að tengja virkj­un­ina beint við Ísa­fjörð. Vissu­lega hefði það verið mikil fram­för á þeim tíma í orku­ör­yggi lands­hlut­ans og var bein­línis for­senda þess að þessi kostur kom yfir höfuð til álita í ramma­á­ætl­un. Teng­ing um Djúp yfir á Ísa­fjörð var samt þá og er enn óraun­hæf vegna kostn­aðar og tækni­legra örð­ug­leika. Raf­orku­flutn­ings­kerfið á Vest­fjörðum tók hins vegar stakka­skiptum með vara­afls­stöð í Bol­ung­ar­vík 2015, um sama leyti og HS Orka tók yfir und­ir­bún­ing Hval­ár­virkj­un­ar. Þá var ekki lengur nauð­syn­legt að tengja virkj­un­ina beint við Ísa­fjörð og hug­mynd HS Orku varð ofan á um að tengja virkj­un­ina yfir í Kolla­fjörð á Barða­strönd til að koma orkunni suður eftir til kaup­enda utan Vest­fjarða. Hún mun því sem áður segir bæta litlu sem engu við orku­ör­yggi á norð­an­verðum Vest­fjörð­um.

Á sunn­an­verðum Vest­fjörðum eru aftur á móti raun­veru­leg vanda­mál varð­andi raf­orku­ör­yggi og áformar Lands­net þar fremur ein­falda hring­teng­inu og vara­afls­stöð á Keld­eyri við Tálkna­fjörð. Þar með verður lang­vinnt raf­magns­leysi að mestu úr sög­unni á Suð­ur­fjörð­un­um. Skamm­vinnar en hvim­leiðar raf­magns­trufl­anir myndu svo hverfa end­an­lega á bæði norð­an- og sunn­an­verðum Vest­fjörðum ef settar yrðu upp raf­hlöður sem tryggja hnökra­lausa yfir­færslu yfir á vara­afl ef raf­magnið dettur út. Þessar aðgerðir er hægt að klára fljótt og vel og krefj­ast hvorki línu­lagna yfir hálendi Vest­fjarða né eyði­legg­ingar víð­ern­anna upp af Ófeigs­firði með Hval­ár­virkj­un. Hvað Strandir áhrærir breytir Hval­ár­virkjun engu um orku­ör­yggi enda er þar lítið um straum­leysi þó enn vanti Orku­búið herslumun­inn til að klára löngu tíma­bæra þrí­fösun með jarð­streng í Árnes­hreppi. Á eftir því þyrfti að reka.

Auglýsing
Eins og ofan­greindar upp­lýs­ingar leiða í ljós þá yrði raf­orkan frá Hval­ár­virkjun ein­fald­lega seld beint úr lands­fjórð­ungnum án nokk­urra áhrifa á vest­firskt sam­fé­lag. Raf­orka er sölu­vara á frjálsum sam­keppn­is­mark­aði og seld til þeirra sem vilja kaupa. Það er heldur ekk­ert leynd­ar­mál hver hug­mynd eig­enda og stjórn­enda HS Orku er með bygg­ingu Hval­ár­virkj­un­ar, þær koma greini­lega fram í gögnum sem til­tæk eru á net­inu. Fundir erlendra aðal­eig­enda HS Orku, sem haldnir hafa verið á vest­ur­strönd Kanada und­an­farin ár með fjár­festum og fjár­mála­ráð­gjöfum sýna þetta. Þar er vísað til Hval­ár­virkj­unar sem gull­gæsar og for­stjóra HS Orku er hrósað í hástert fyrir að standa sig ein­stak­lega vel. Gagna­ver og kís­il­iðn­aður eru hinir nýju vax­andi mark­aðir og ber þessa vænt­an­legu kaup­endur iðu­lega á góma. Aldrei er vikið að orku­ör­yggi Vest­firð­inga eða umhverf­is­fórnir færðar í tal. Allt snýst um hagn­að.

Þegar öllu er á botn­inn hvolft er samt ljóst að nákvæm­lega engin þörf er á því að virkja meira hér á landi nú enda fram­leiðum við þegar marg­falt meiri raf­orku á íbúa heldur en allar aðrar þjóðir heims. Raf­orku­þörf almenn­ings og atvinnu­lífs (utan orku­freks iðn­að­ar) mun vissu­lega aukast hægt en stöðugt á næstu ára­tugum með auknum íbúa­fjölda og orku­skipti í sam­göngum blasa við í náinni fram­tíð. Því má öllu bregð­ast við með hægri, mildri og skipu­legri upp­bygg­ingu orku­mann­virkja sem ekki gengur á villta nátt­úru eða víð­erni. Raunar hafa skyn­sam­ari raddir orku­geirans meira og minna hafnað þeim áróðri að hér þurfi að virkja stíft áfram á kostnað nátt­úr­unn­ar. For­stjóri Orku­veitu Reykja­víkur hefur til að mynda sagt að ekki þurfi að virkja neitt á næst­unni fyrir orku­skipti í sam­göngum. Ættum við ef til vill öll að hlusta betur á hann og aðra sem vilja fara hægar í sak­irnar og koma fram af nær­gætni gagn­vart nátt­úr­unni?

Fólk sem heldur því fram að reisa þurfi fleiri virkj­anir eins og Hval­ár­virkjun virð­ist því miður vera að hugsa um eitt­hvað allt annað en almanna­hag, hvort sem um er að ræða hag Vest­firð­inga eða íbúa ann­arra lands­hluta. Við ættum hrein­lega að hætta umsvifa­laust að velta okkur upp úr þessum hluta umræð­unnar og fara að ræða af alvöru hin risa­stóru aðal­at­riði, eins og spurn­ing­una um hvort rétt­læt­an­legt sé yfir höfuð að fórna einum allr­am­ik­il­væg­ustu og merki­leg­ustu víð­ernum Evr­ópu fyrir bitcoin-­námu­gröft og örlítið meiri hagnað í bók­haldi erlendra fjár­fest­ing­ar­sjóða.

Auglýsing
Það er nefni­lega afar auð­velt er að ganga frek­lega á villta nátt­úru, leggja hana undir mann­anna verk og laska eða jafn­vel eyði­leggja. Á sama hátt er oft­ast nær nán­ast algjör­lega ómögu­legt að end­ur­heimta nátt­úr­una eða koma svæðum í upp­runa­legt horf eftir að þeim hefur verið raskað af orku­fyr­ir­tækjum eða öðrum stór­tækum fram­kvæmd­ar­að­il­um. Í til­felli Hval­ár­virkj­unar væri verið að fórna á end­an­legan og óaft­ur­kræfan hátt til allrar fram­tíðar gríð­ar­dýr­mætu og ósnortnu svæði, sem mun aðeins aukast hratt með tím­anum að verð­mæti í augum okkar og umheims­ins.

Óbyggð víð­erni eins og svæðið sem hér er undir eru orðin mjög fágæt í heim­inum. Það er hrein­lega glóru­laust og óverj­andi að fórna víð­átt­unni fyrir óslökkvandi orku­þorsta and­lits­lausra raf­mynt­argull­graf­ara og eig­endur orku­fyr­ir­tækja. Við skuldum kyn­slóðum fram­tíð­ar­innar að hugsa betur um nátt­úru­ger­semarnar okkar en það.

Eða hvað telja les­end­ur?

Höf­undur er jarð­fræð­ing­ur, höf­undur bók­ar­innar Veg­vísir um jarð­fræði Íslands, stjórn­ar­maður í Hinu íslenska nátt­úru­fræði­fé­lagi og í sam­tök­unum ÓFEIGU nátt­úru­vernd sem vinna að verndun víð­ern­anna á Ófeigs­fjarð­ar­heiði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar